Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 29.07.1967, Blaðsíða 10
w V í S IR . Laugardagur 29. júlí 1967. V——rr*-r*- Skilja ekki — r'ramh al bls. 1 synlegt eftity fund með Fram- kvæmdanefndinni. Þá sagði Jón ennfremur, að auðsjáanlegt væri, að rafvirkjameistarar skildu ekki eðli útboða. Útbjóðendum (í þessu tilfelli Framkvæmdanefndinni) væri fullkomlega heimilt að hafna öll- um tilboðunum. Jón sagði, að hér væri um mikinn fjölda íbúða að ræða, og því yrði Framkvæmda- nefndin að notfæra sér þá mögu- leika, sem af því byðust, út í yztu æsar. Fer svarbréf Framkvæmdanefnd- arinnar til Félags rafverktaka í heiid hér á eftir : ,,FB hefir í dag borizt heiðrað bréf ykkar dagá. 27. þ. m. 1 bréfinu er vitnað til greinar í dagblaðinu ,,Vísir“, sem birt er í gær þar sem það er haft eftir formanni FB, að öll tilboð í raflögn íbúða í Breið- holtshverfinu hafi verið of há. I grein þessari felst einnig viötal við formann félags ykkar þar sem hann skýrir sjónarmið rafverktak- anna, er buðu í verkið. Það skal strax tekiö fram, að FB hefir ekki að fyrra bragði farið með mál bstta í blöðin, heldur munu ein- hverjir félagsmenn ykkar vera þar að verki. Eins og kunnugt er bárust sjö til- boð I raflagnir húsanna í Breið- holtshverfinu. FB taldi öll þessi til- boð vera of há og er nefndin að sjálfsögðu reiðubúin til að rök- styðja þú skoðun sína. Tilboðsgjaf- ar höfðu sjö mismunandi skoðanir á því, hvað væri rétt verð fyrir raflagnirnar og FB leyfir sér að hafa áttundu skoðunina á þessu máli án þess aö biðjast nokkurrar afsökunar á því. Svo sem áður seg- ir áleit nefndin öll tilboðin vera of há en leyfist okkur að spyrja hver sé skoðun stjórnar félags ykkar á þessu. Telur stjórnin ef til vill að ekkert tilboðanna hafi verið of hátt eða einungis sum þeirra og þá hver? 1 áðurgreindu bréfi félags ykkar segir svo orðrétt: „Telja verður, að í ofangreindri vfirlýsingu formanns nefndarinnar felist alvarleg ákæra á hendur Heim rafverktökum, sem tilboð gerðu í raflagnir sambýlishúsanna í Breiðholti, og teljum vér það þjóð- félagslega nauðsyn að fá öruggar sannanir ef um ósæmileg auðgunar- áform hefur verið að ræða.“ Þessi ályktun er byggð á gjör- samlega röngum forsendum og raunar undarlegt að hún skuli fram sett þar eð formaður FB ræddi þessi mál í gærdag í sima við for- mann félags ykkar og gerði grein fyrir sjónarmiðum nefndarinnar og tók þar skýrt fram að í afstöðu nefndarinnar fælust engar ákærur á hendur bjóðendum. Vitanlega er það svo að þótt einn bjóði hærra í verk en annar, þá barf alls ekki að vera um nein ósæmileg auðgunaráform að ræða hjá þeim, sem hærra hefir boöið. Það er talinn eðlilegur hlutur að verktakar geri mishá tilboð. Fer það m. a. eftir hæfni og aðstöðu hver... og eins til að leysa verkefnið og hversu mikla áhættu hver og einn bjóðend; vill taka á sínar herðar. FB dettur ekki í hug aö halda því fram í þeim tilfellum, þar sem lægsta tilboði er tekið, að allir hinir bjóðendurnir hafi sýnt óheið- arlegan auðgunartilgang. En svo eölilegt sem þaö er, að bjóðendur hafi skiptar skoðanir á því hvað sé réttmætt endurgjald þá hefir verkkaupinn einnig rétt á því að hafa aðrar skoðanir á málinu held- ur en tilboðsgjafar. Það hefir t. d. komið nokkrum sinnum fyrir, að FB hafi hafnaö öllum tilboðum í verk og ekki orðið neinn úlfaþytur út af því, enda er það ótvíræður réttur verkkaupa að hafna öllum tilboðum ef honum býður svo við að horfa. FB er reiðubúin til aö rökstyðja og skýra úr fyrir félagi ykkar hvers vegna nefndin áleit öll tilboð- in vera of há. Af þeim sökum legg- ur FB til að stjórn félags ykkar og fulltrúar frá FB komi saman til fundar í næstu viku til að rök- ræða þetta mál. Óski stjórn félags ykkar eftir því að þeim fundi lokn- um að mál þetta verði rætt og rannsakað opinberum vettvangi mun FB að sjálfsögöu gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að sú ósk megi rætast. Virðingarfyllst, Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar". Stúdínur — Framh. at bls. I firði einhvern tíma til að kynn- ast íslenzkunni. í gær ætluðu þær að fara norður yfir Kjöl með Ferðafélagi Íslands og hlökkuðu mikið til þeirrar ferðar. Það eina sem þær kviðu fyrir var að kalt yrði á Kili, en kuldastrekkingur var á Þingvöllum þann dag sem þær voru þar. Hér á landi sögðust þær mundu dvelja fram í ágúst lok. Mývatn — Framh. ai 1 bls. tekið fram, að síöan sú samþykkt var gerð, hefur Náttúruverndar- nefnd S.-Þingeyjarsýslu fjallað um málið, og er álit Náttúruverndar- ráðs eindregið stutt af meirihluta nefndarinnar og að verulegu leyti einnig af formanni nefndarinnar". I bréfi Náttúruverndarráðs stend ur ennfremur að benda megi á það, að ein helzta mótbára af hálfu skipulagsstjórnar gegn Ieið nr. IV væri sú, að vegagerð á þeim stað væri nær útilokuð vegna snjó- þyngsla. Að áliti Jóhannesar Sig- finnssonar á Grímsstöðum, sem væri gagnkunnugur á þessum slóð um, ættu snjóalög eiga aö verða vegarlagningu á leið IV til trafalar ef vegurinn væri upphækkaður nokkuð. Þau ein önnur rök hafi komið fyrir vegarlagningu eftir leiðum I og II, að þá yrði byggð einungis öðrum megin vegarins og eigi þyrfti þá yfir hann að sækja í verzlanir eða skóla. Vandséð sé, hvaða aöili geti ábyrgzt að eigi rísi byggingar vatnsmegin við veg eftir lfeið nr. II. Hið síðara sé þá, að því er virð- ist, einu rökin fyrir því, að fram- in verði þau jarðfræðilegu og líf- fræðilegu náttúruspjöll, sem vegar lagning eftir leið II hefur I för með sér að dómi Náttúruverndarráðs. Náttúruverndarráð beii-ir þeim eindregnu tilmælum til skipulags- stjórnar að hún failist á tilm. ráðs- ins um vegarlagningu eftir leið IV. Veröi niðurstaðan hins vegar sú. að vegurinn verði ákveðinn nær vatn- inu, áskilur Náttúruverndarráð sér rétt til þess að beita sér gegn þvi á grundvelli Iaga um náttúruvernd. Þá segir ennfremur: . Skriflegt svar við bréfi þessu hef ur ekki borizt. Af því, sem nú var rakið, má glöggt sjá, að Náttúru- vemdarráð telur fyrirhugaða vegar lagningu hin mestu náttúruspjöll, framin að óþörfu, þar eð snjóalög undir brekkunum næst Reykjahlíð þurfa ekki, aö áliti gagnkunnugra manna, að vera vegarlagningu þar til trafala. Mjög eru einnig skiptar skoöanir um það, hvar vegurinn fari bezt í landslaginu. Heima í hér aði virðast skoöanir um vegarstæð- ið bæði innan hreppsnefndar og ut- an mjög skiptar. Sá eini aöili, sem samhuga er um að leggja fyrirhug aðan veg um húsasund nálægt aust urbakka Mývatns, yfir tún Reykja hlíðarbænda og þvert yfir hið sér- kennilega og fagra Eldhraun, er skipulagsstjórn ríkisins, sem knúið hefur fram þá lausn. Minningarspjöld Minningarspjöld Flugbjörgun- arsveitarinnar fást á eftirtöldum stöðum ■ Bókabúð Braga Brynj- ólfssonar, hjá Sigurði Þorsteinss., Goðheimum 22, sími 32060, hjá Sigurði Waage, Laugarásvegi 73, sími 34527 hjá Magnúsi Þórarins syni Álfheimum 48 sími 37407 Iðnaðarhúsnæði óskast 75 — 100 fermetra iðnaðarhúsnæði óskast undir þrifalegan iðnað. — Tilboð sendist augl. d. Vísis, merkt „Iðnaður — 100“. I LAUSAR STÖÐUR VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK íslenzka álfélagið hf. óskar að ráða til sín fólk í eftirfarandi stöður : 1. Ungan mann til bókhalds- og skrifstofustarfa. Skrifstofumann vanan innflutnings- og tollafgreiðslumálum. Vélritunarstúlku til að annast enskar og íslenzkar bréfaskriftir. Stúlku til almennra skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Ungan mann til að annast útréttingar og sendistörf. Þarf að hafa minna-ökumannspróf. Ungan aðstoðarmann á skrifstofu til að annast ljósprentun á teikningum. Lagermann til að annast mó ttöku, eftirlit og afgreiðslu á vörum í pakkhúsi. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf send- ist í pósthólf 244, Hafnarfirði, fyrir 8. ágúst nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu vorri, Strandgötu 8—10, Hafnarfirði, sími 52365. íslenzka álfélagið hf. 2. 3. 4. 6. •/. BÍLAR r Bíiaskipti — Bílasala Mikið úrval af góðum notuðum bifreiðum. Bíla sýning í dag Verð og greiðsluskilmálar i við allra hæfi WVOKULLH.F. Chrysler- umboðið Hringbrauf 121 sími 106 00 BELLA Skítt með strokkana og hestöfl- in og blöndungana ... segið mér bara hvaö hann hefur mörg stýri. r F.I.B. um hdgina Vegaþjónusta félags íslenzkra Bifreiðaeigenda. Helgina 29. — 30. júlí 1967. FÍB-1 Hvalfjöröur Borgarfjörður FÍB-3 Akureyri Vaglaskógur Mý- FÍB-2 Þingvellir Laugarvatn. vatn. FÍB-4 Öifus Grímsnes Skeið. FÍB-5 Akranes Hvalfjörður. FÍB-6 Reykjavík og nágrenni. FÍB-7 Austurleið. FÍB-8 Borgarfjörður. FÍB-9 Ámessýsla. FÍB-11 Borgarfjörður. FÍB-12 Út frá Egilsstöðum. FÍB-14 Út frá Egilsstöðum. FÍB-16 Út frá Ísafirði. FÍB-17 Húsavík Mývatn. FÍB-18 Út frá Vatnsfirði. Bílakaup 158 12 2 39 00 | Af sérstökum ástæðum er til sölu : TOYOTA ’67 ekinn 10 þús. km Bílakaup Skúlagötu 55 Bílakaup 1 58 12 2 39 00 Opið í dag til kl. 6 Notfærið yður síma þjónustu vora Síminn er 1 58 12 2 39 00 Bílakaup Skúlagötu 55

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.