Vísir - 04.08.1967, Page 9
V í S IR . Föstudagur 4. ágúst 1967.
þessu sinni ætla ég að
halda áfram ferðasögu minni
frá því í fyrri viku. Þá sagði
ég nokkuð frá heimsókn minni
til Austurrfkis 0" Vínarborgar,
en eftir að hafa dvaliö þar um
stund, sneri ég aftur norður á
bóginn og kom til Munchen.
Þangag hafði ég heldur ekki
komið áður og þótti forvitnilegt
að kynnast ýmsu þar.
Miinchen er sem kunnugt er
höfuöborg Bæjaralands, eins
stærsta og öflugasta héraðs
Þýzkalands. Hún stendur uppi
á há^léttunni og hafði ég búizt
við, aö þar væri fjöllótt og til-
breytingaríkt landslag, en svo
er ekki, heldur er landið næst-
um marflatt á stóru svæði, nema
oft djúpir farvegir niður að án-
um. Það er ekki fyrr en miklu
sunnar, sem Alpafjöllin með sín
um djúpu dölum skapa stór-
brotna náttúru. Þessi háslétta
er eitt bezta búskaparland
Þýzkalands og eru þar rekin
stórbú með nýtízkulegum verk-
færum.
Fólkið á þessum slóöum er
á ýmsan hátt talið hafa sérstööu
meðal Þjóðverja. Það er talið fé-
lagslyndara og góðlyndara, en
annars staðar. Annars var það
fyrsta sem ég veitti athygli, hve
málgefið og málglatt fólk er þar
og gildir þag líka fyrir Austur-
ríkismenn. Ekki var mér ljóst
hvort þetta stafaði fremur af
því aö gömul siðvenja liggur
enn í landi frá því menn voru
málglaðir sveitamenn, eöa þetta
sprettur- af sérkennilegri lyndis
eiiikunn heils þjóðarbrots en það
er ómögulegt annað en að veita
þessu athygli. Ókunnugir ferða
félagar eru þar, jafnskjótt og
þeir setjast inn í jámbrautar-
klefann, komnir i hrókasamræð
ur og opna hver fyrir öörum til
finningar sinar og persónuleg
vandamál og þannig geta þeir
talað tíma eftir tíma, talfærin
eins og vel smurð maskína. —
Hvað þá ef menn setiast inn á
einhverja af hinum óteljandi öl-
krám Múnchenborgar, viö heil-
pottskrúsir af einstaklega ljúf-
um veigum þjóðardrykks þeirra.
jYJeðal Bæjara lifir stöðugt und
ir niðri í glæðum gamalla
aðskilnaöarhugmynda. Fvrr á
öldum var auður og þjóðmenn-
ing á miklu hærra stigi þama
suöur frá, heldur en á flatlendi
Norður Þýzkalands. Hér ríkti á
sínum tíma háþróuð rómversk
menning meðan sléttubúarnir
vom hreinir villimenn og hér
vom síðar á öldum auðugustu
höfðingjarnir og má sjá um-
merki þeirra í óteljandi glæsileg
um gulli slegnum barokk-höll-
um .Þá voru láglendingamir rétt
að byrja að rækta sínar kart-
öflur, sem urðu undirstaða hins
prússneska veldis. Það var því
ekki aö furöa, þó stöðugur urg
ur væri í Bæjumm. þegar Prúss
ar tóku forustuna f sameiningu
Þýzkalands, þótt þeir neydd-
ust til að fylgja með. Þessa
hé^ur enn gætt á síðustu ámm,
þeh' kalla hérað sitt Fríríkið
Bavern og þegar komið er þang
að frá Austurrfki em það ekki
Á götu í Munchen. I baksýn ráðhús borgarinnar.
Ljósm. Þ. Th.
mér sagt, að hér fjarstýrði lög-
reglan umferðinni. Stjórnklefa
hefði verið komið fyrir á lögreglu
stöðinni og fylgdust þeir meö
umferð í sjónvarpstækjum og
stilltu ui ..erðarvita. Og svo er
þetta síðasta ráð, sem þeir eru
nú að framkvæma, það er að
byggja neðanjarðarbraut um
hoigma þvera og endilanga og
af því stafar allmikill uppgröft
ur á flestum torgum borgarinn-
ar. Þar eru þeir að gera stöövar
neðanjaröarbrautarinnar og mun
þar verða komið fyrir í stórum
sölum neðanjarðar heilum við-
skiptahverfum, óteljandi verzl-
unum og þjónustufyrirtækjum.
Veröur þar hátt til lofts og
björt rafljós eiga að líkja eftir
dagsljósinu. Þar sem stöðvar
þessar eiga að vera, hafa þeir
grafið borgartorgin algerlega út
og gapa við risastórar holur 20-
3U iiit-.'J djúpar. Líentiur steypu
vinna þar yfir, en þegar henni
er allri lokiö veröa torgin að
nýju Iögð yfir þessi steinstevpu
bákn og allt fært í samt Iag aft-
ur. Stærsta holan er á torginu
fyrir framan aöaljámbrautar-
stöðina ,en þar á um leið að
skapa stórfenglegar umferðar-
æðar og bílastæði, sem komið
verður fyrir bæöi neöanjarðar
og uppi á háþaki járnbrautar-
stöðvarinnar. Er þar til sýnis
líkan af þessum framkvæmdum
eins og þær eiga að verða, þeg-
ar þær eru fullgerðar og vænta
borgarbúar þess að höggvið
verði á marga umferðarhnúta
með þeim framkvæmdum.
„höfuSborg
þýzkir landamæraverðir og toll
arar 'sem taka á móti manni,
heldur bæjerskir.
Af þessum sökum virðist mér
að þeir láti sér nokkuö í léttu
rúmi liggja skiptingu Þýzka-
lands og harmi það lítt þótt
Prússarnir og Berlín séu utan-
veltu við sambandslýðveldiö um
skeið. Því að það hefur einmitt
gefið Bæjurum tækifæri til að
grípa forustuna til sín á ýmsan
hátt. Því að á meðan þeir, Bæjar
arnir, halda stöðugt áfram að
gagnrýna Bonn-stjórnina fyrir
ráðríki og verja sérréttindi sín
með kjafti og klóm, er þó svo
komið á sama tíma, að Múnchen
er að verða sú borg Þýzkalands
sem smám saman er að fá á sig
einna mestan höfuðborgarblæ.
Hún á að vísu í harðri sam-
keppni við Hamborg miöstöð
siglinga og utnaríkisverzlunar
og Frankfurt miðstöð banka og
innanlandsverzlunar, en þrátt
fyrir það eru viðhorfin smám-
saman að þróast í þá átt, að
Múnchen sker sig æ meira úr
sem þjóðleg og menningarleg
miðstöð Þýzkalands, er dregur
fólkið að sér úr öllum áttum
Þar þróast 'nú listir og bók-
menntir hvað bezt, þar eru vís
indastöðvar og atómrafstöðvar og
bar skammt frá er iafnvel búið
aö stofnsetja eina mestu olíu-
stöð í Mið-Evrópu og er olíunni
dælt þangað í pípum sunnan frá
Miðjaröarhafinu. Þar er yfir-
höfuð allt á ferð og flugi og
smám saman er Múnchen að
byrja að fá á sig stórborgar
blæ. Frá stríðslokum hefur íbúa
tala hennar aukizt úr 800 þús-
undum og upp í 1,2 milljónir og
eru hvergi í Þýzkalandi önnur
dæmi um þvílíka fólksfjölgun.
jþessi aukning birtist ekki hvað
sízt í bifreiðaumferð á göt-
um borgarinnar. Ég hef óvíða, ef
nokkurs staðar, séð annað eins
umferöaræði eins og eftir aðal-
umferðaræðum hennar, stræti
því sem almennt er kallað
Strachus, Sonnenstrasse og
Kaufingerstrasse. Er mér nær
að halda, að engin borg sem ég
hef komið í eigi við þvílíkt
umferðaröngþveiti að stríða sem
Múnchen. Þegar ég var á ferð
um miðborgina var logn með
sólskini og hitakófi. Á strætun-
um var óhemju mannfjöldi, því
að ofan á öra mannfjölgun bæt-
ist það nú, að ferðamanna-
straumur til Múnchen er geig-
vænlegur og er sagt að um 2
milljónir ferðamanna komi þar á
hverju ári. Þannig voru gang-
stéttirnar fullar af fólki og með
fram þeim voru akbrautirnar
fullar af bifreiðum, svo langt
sem augað eygöi, stundum
rykktu þær í og ökutækja-
straumurinn gat þust áfram.
Þess á milli sat allt fast og í
hitamollunni blandaðist útblást-
urseimurinn saman við loftið
svo eitruð þoka myndaðist um
strætin og smaug inn um allt.
Tjað virtist líka liggja ofarlega á
talliðugum tungum Múnc-
hen-búa að óskapast yfir þess-
um umferðarvandræðum. Menn
hófu á bjórstofum heimspekileg
ar umræöur um þaö, að hverju
borgarbyggðin stefndi. Áður
fyrr hefði verið sælt og gott
að búa í borgum, nú væru borg
imar með bílamergö sinni að
breytast í hreinustu vfti á jarð-
ríki. Það hefði líka áður fyrr
verið gaman aö eiga bifreið, en
nú væri umferðin orðin eins og
vitlausraspítali. Menn yrðu
taugaveiklaðir og fengju fyrir
hjartað af biðinni, erfiöinu, kóf-
inu og æðibunuganginum. Leit
aö bifreiðastæöum væri oft ör-
væntingarfullt fálm, minnti á
menn sem væru oft á síðustu
stundu að leita að hálm-
strái til að bjarga lífi sínu. Hver
er meiningin? Erum við menn-
irnir að stefna að því aö gera
okkar eigin heimkynni að kvala-
staö. Einn viðtalandi gekk svo
langt um leið og hann svolgraði
bjórinn stórum úr pottkrús sinni
að það væri kominn tími til að
vernda mennina og banna allar
bifreiðir, þessi tæki sem píndu
og kúguðu mannkynið.
VTel má vera, að umferðar-
ástand í Múnchen hafi ver-
ið sérlega slæmt um þessar
mundir vegna þess, að miklar
framkvæmdir standa þar yfir
um þessar mundir og er varla
hægt aö finna þar nokkurt torg
sem ekki er uppgrafiö og veldur
þetta ákaflegum umferðarhindr
unum. En með þessum fram-
kvæmdur hyggjast þeir einmitt
leysa vandann.
Múnchen-búar hafa gripið til
ýmiskonar aðferða til að leysa
umferðarvandamál sín en örð-
ugt er aðstöðu í miöborginni,
vegna þess að strætin eru gömul
og þröng. Á elnum stað var
mér bent á það, að sjónvarps-
upptökutækjum hafði verið kom
ið fyrir á gatnamótum og var
Vjtegna þessara aðgerða er
Múnchenarborg nú um þess
ar mundir öll eins og upprifin í
sárum, en framkvæmdimar
koma sér vel, þar sem þær gefa
mikla atvinnu og ekki veitir af
því að sannleikurinn er sá, að
hálfgert kreppuástand hefur ver
ið í Þýzkalandi síðasta árið. Yf-
irleitt kom það mér á óvart,
hve ástandið í efnahagsmálum
og atvinnumálum Þýzkalands
hefur verið slæmt upp á siðkast
ið, framleiösla hefur dregizt sam
an, verksmiöjur ganga fyrir hálf
um krafti og hafa sagt starfs-
fólki upp í stórum stíl, vegna
verkefnaskorts og markaðserfið
leika. Þessi sámdráttur hefur
þó ekki fyrst og fremst komið
niðri á innlendum verkamönn-
um, heldur á hinu erlenda vinnu
afli. Fyrir rúmu ári voru um 1,3
milljón erlendra verkamanna
aðallega ítala starfandi í land-
inu. Síðan hefur um 400 þús-
und þeirra veriö sagt upp starfi
og þeir hafa orðið að hverfa
heim, suöur til Sikileyjar og
Kalabríu þar sem ennþá minna
er aö gera. Á sama tíma er álit-
ið að um 600 þúsund manns
séu atvinnulausir í Þýzkalandi
þó ekki sé fullkomlega að mark'a
þá tölu, þar sem gera verður
ráð fyrir í svo stóru þjóðfélagi
vegna skipta á starfsstað að ekki
sé neitt óeðlilegt að 200-300
þúsund manns séu skráðir at-
vinnulausir, án þess aö um neitt
vandamál sé að ræða.
Þrátt fyrir þaö er þessi aftur
kippur alvarlegt mál og ætti að
vekja menn til umhugsunar.
Hagfræöingar hafa fyllzt sjálfs-
trausti á undanförnum árum og
telja sig geta auðveldlega með
hagfræðilegum, ráðum sigrazt á
kreppuógninni, en þeir hafa ekki
getað komið í veg fyrir alvar-
legan afturkipp í efnahagsma'r-
um Þýzkalands, sem hefur haft
Framhald á bls. 10.