Vísir - 19.08.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 19.08.1967, Blaðsíða 2
V I S I R . Laugardagur 19. ágúst 1987. Enska knattspyrnan hefst í dag Hvada lið eru sigurstranglegust? 0 f dag hefst enska deildakeppnin í 68. sinn, en keppni í deildinni hófst 1888 og hefur síðart verið leikið árlega, að undanteknum styrjaldarárunum 1915—’19 og 1939—’45. Þrátt fyrir þennan langa tíma og mikinn fjölda liða, sem leikið hefur í 1. deild, hafa aðeins tuttugu lið náð þvi að verða meistarar. Núverandi meistarar, Man. Utd., hafa oft ast borið sigur úr býtum ásamt Liverpool og Arsenal eða sjö sinnum alls. Everton, Sunderland og Ast- on Villa hafa hvert um sig sigrað sex sinnum, en Aston Villa féll niður í 2. deild á síðasta keppnis- tímabili ásamt Blackpool. Fáar keppnir laða knatt- spymuáhugamenn viða um heim meir að sér en enska keppnin og því til staöfestingar nægir að benda á þann mikla • áhuga sem margir hér á landi sýna þessari keppni. Einnig má geta þess aö getraunastarfsemi á hinum Norðurlöndunum bygg- ist að mestu á leikjum ensku deildarinnar. Það er því töluvert síðan menn fóru að spá og veðja hvaða lið yrðu líklegust til að ná langt £ keppninni í vetur. í því sambandi eru helzt nefnd efstu liðin úr síðustu keppni, en í 5 efstu sætunum urðu: Man. Utd., Nottingham Forest, Tottenham, Leeds og Liverpool. Öll þessi lið munu leika í Evrópukeppnum á næsta vetri. Man. Utd. leikur í keþpni meistaraliða, Tottenham £ keppni bikarmeistara og hin þrjú í keppni kaupstefnuborga (Inter Cities Fairs Cup). Síðast liðin 4 ár hafa Man. Utd. og Liverpool sigrað £ 1. deild til skiptis. Er eftirtektar- vert hvað liði, sem kemst langt £ Evrópukeppni, gengur slælega heima fyrir, en bæði Man. Utd. ög Liverpool hefur mistekizt að verja meistaratitilinn um leiö og þau léku £ Evrópukeppninni. Man. Utd. treystir mjög á stjörn- ur sínar £ vetur, þá Law, Charlton, Best og Stiles. Þeir munu líklega leika með nýjan miðherja, Brian Kidd, í stað Herd sem fótbrotnaði á síðasta vori. Kidd þessi er aðeins 18 ára og þykir geysi efnilegur. Ef Man. Utd. tekst að halda þessum leikmönnum ómeiddum munu þeir eflaust ná langt bæði £ 1. deild og Evrópubikarnum. Liverpool virðist hafa verið í afturför upp á siökastið enda eru ýmsir f þeirra liði teknir að eldast og erfitt hefur reynzt að fylla i skörðin. Liðið er nú að nokkru £ endurbyggingu. Fram- vörðurinn Milne var seldur til Blackpool á síðasta vori, og nokkrir nýir leikmenn hafa ver- ið keyptir og ber þar hæst kaupin á miðherjanum Tony Hately frá Chelsea fyrir 100 þús. pund. Nýlega lék Liverpool við Hamburger S.V. i Hamborg. Jafntefli varð 2—2. Uwe Seeler skoraði bæði mörk Þjóðverj- anna, en St. John bæði mörk Liverpool. Margir llta á Totten- ham sem líklegan sigurvegara og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa með miklum kaupum kom- ið upp sterku liði sem sigraöi i bikarkeppninni á sfðasta vori og tapaði ekki leik i 1. deild eftir áramót. Þeir hafa geysisterka vörn með Mike England (keypt- ur frá Blackburn á 90 þús. pund) sem aðalmann ásamt fyr- irliðanum Mackay. í framlínunni ber mest á stjörnunum Gilzean og Greaves enda skora þeir flest mörk liðs- ins. Greaves er dýrasti maöur liðsins, keyptur frá ítalska liö- inu Milanó fyrir 100 þús. pund. Nottingham Forest og Leeds hafa sterkum liðum á að skipa, sem ekki verða sigruö aúðveld- lega. Nottingham gekk mjög vel á síðasta vetri, veitti Man. Utd. harða keppni um fyrsta sæti í deildinni og komst i und- Ur lelk Chelsea og Leeds í fyrra. Bobby Tambling, Chclsea, svartklæddur, og Jackie Charlton, eigast við. Bæði Leeds og Chelsea leika i 1. deild. anúrslit í bikarnum. Leeds hefur frábæra varnarmenn, t. d. Jackie Charlton og Bremner á- samt markmanninum Sprake, en skæðasti sóknarleikmaður- inn er Giles, sem áður lék með Man. Utd. Fleiri liö hafa verið nefnd sem líklegir sigurvegarar, t. d. Lundúnaliðin Arsenal, Chelsea og West Ham. Chelsea hefur mjög gott lið, sem er framarlega í öllum mót- um en sigrar þó aldrei. Liöinu bætist mikill styrkur í ár með miðherjanum Osgood en hann var frá allt siðasta keppnis- tímabil vegna fótbrots, en Osgood er talinn einn mesti snillingur í enskri knattspyrnu í dag. Arsenal var lengi vel um miðja deild á síðasta vetri, en tapaði vart leik á endasprettin- um og hafnaöi í 6.-7. sæti á- samt Everton. West Ham er talið leika einhverjá beztu knattspymu sem sést i Eng- landi þegar þvi tekst vel upp en þess á milli eiga þeir mjög lélega leiki og tapa stórt. í lið- inu eru m. a. Moore fyrirliði Englands og Hurst markahæsti maöurinn £ 1. deild á síðasta ári. Everton er spáð mikium frama á næstu árum en lið þeirra er taliö hafa lægstan meðalaldur í 1. deild. Þeir hafa 4 leikmenn úr enska landsliðinu yngri manna en 23ja, auk Alan Ball úr aðal-landsliðinu. Þá keyptu þeir á síðasta vori Kendall frá Preston fyrir 80 þús. pund, en hann lék úrslitaieik í bikar- keppninni með Preston 1965 aöeins 17 ára. Everton lék ný- lega gegn Ajax í Amsterdam og tapaði 0—3. Gaman verður að fylgjast með nýliðunum i 1. deild, Coventry og Wolves. Coventry hefur aldrei leikió í 1. deild. áður, en Wolves er eitt af frægustu liðum Englands og unnu 1. deild þrívegis á ár- unum 1954—’59. í sumar unnu Wolves mikla keppni atvinnu- liða sem háð var í Bandaríkjun- um til kynningar knattspyrn- unni þar. í úrslitaleik unnu þeir Aberdeen frá Skotlandi með 6—5, en sem kunnugt er leikur Aberdeen i næsta mánuði hér gegn K. R. í annarri deild er erfitt að benda á líklegan sigurvegara. Gera má ráð fyrir, að Birm- inghamliðin Aston Villa og Birmingham City hyggi ekki á langa setu í 2. deiid því þar í borg þykir það hin mesta hneisa að önnur stærsta borg Englands skuli ekki eiga full- trúa í 1. deild. Mörg önnur góð lið eru í deildinni og má þar nefna- Bolton, Huddersfield, Blackburn, Crystal Palace o. fl. Fróölegt verður að fylgjast með Queens Park Rangers en þeir unnu 3. deild á síðasta ári meö miklum yfirburðum og unnu einnig bikarkeppni deildaliða (League Camp), þar sem flest 1. deildar liðin tóku þátt. 1 Skotlandi hefst deilda- keppnin innan skamms, en þar stendur nú yfir bikarkeppni deildarliða. Á síðasta keppnis- tímabili vann Celtic öll mótin þrjú og auk þess Evrópubikar- keppni meistaraliða og gera má ráð fyrir aö þeir tapi ekki oft í vetur. Helzt er talið að Rangers og Aberdeen geti ógnað Celtic að einhverju ráði. Celtic hefur sömu leikmenn og á síðasta ári, en Rangers keypti nýlega nokkra nýja leikmenn, þ. á m. Alec Ferguson frá Dunfermline fyrir 60 þús. pund. Einnig keyptu þeir danskan markmann frá Morton, Erik Lykke Sören- sen og Svíann Örjan Person frá Dundee Utd. Celtic lék nýlega vináttuleik við Tottenham á Hampden Park í Glasgow að viöstöddum 90 þús. áhorfendum, sem urðu vitni að mjög góðum leik er endaði 3—3. Sama dag léku Rangers og Arsenal í Lon- don og sigraði Arsenal með 3—0. Rangers lék siðar gegn þýzka liðinu Eintracht Frankfurt, sem varð í öðru sæti í þýzku deild- inni á síðasta vetri, og unnu Rangers-menn góðan sigur, 5— 3. Þá léku á dögunum Aberdeen og Chelsea og sigruðu Skotam- ir 2—1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.