Vísir - 19.08.1967, Blaðsíða 12
12
V í SIR. Laugardagur 19. ágúst 1967.
i
Grant forseti dró upp umboös-
skjalið, sem Rufus hafði afhent hon
um. „En þú hafðir. þetta í höndun-
um, gaztu ekki notað það?“
„Ekki nema fyrst, herra forseti
eða þangað til ég komst ag raun
um, að það lokaði fyrir mér öllum
dyrum í stað þess að opna þær. Um
leið og fólk vissi í hverra umboði
ég var, annaðhvort þagnaði það,
eða það reyndi að ljúga mig fullan.
Þér vitið hvemig fólk er, herra for-
seti. Þegar það heldur frama sinum,
gnéðamöguleikum eða áliti hsettu
búna“.
Grant forseti viöurkenndi að hann
hefði nokkra reynslu í þeim efn-
um. „Hvemig fórstu þá að því að
komast að sannleikanum?"
„Með því að koma mér í náin
kynni við það fólk, sem var við
þetta riðið, hlusta, taka eftir, fylla
í eyðumar. Með þolinmæði, þrá-
keikrri og á stundum eingöngu fyr-
ir heppni".
„Og það var þess vegna, sem þaö
tók þig svo langan tíma?“
„Emmitt".
„Og það sem þjáir þig nú, er
i að þú fáir ekki þessa umsömdu
i 10.000 dali, þar eð Johnson er far-
t inn frá völdum og ég kominn i
’ staðinn?"
Jim Perry vissi, að þar sem hann
átti langt kvöld framundan. mátti
hann ekki bæta á sig eins og á
stóð, enda þótt forsetinn drægi
ekki af blöndunni, sem hann hellti
á glas hafts og ýtti að honum. En
hann þurfti sannarlega að fá sér
einn hjartastyrkjandi, ef hann átti
að hafa hugrekki til að segja það,
sem ekki varö komizt hjá að
segja. Hann gerði því ekki neina til
raun til að leyna því, en rétti titr-
andi höndina eftir glasinu, bar það
að vörum sér og drakk það í botn.
Þegar hann haföi náö andanum
aftur nokkum veginn, reis hann á ■
fætur, lagði hið innbundna handrit
á skrifborðið og studdi á það vísi
fingri hægri handar.
„Herra forseti, undanfarnar vik ;
ur hefur þessi' skýrsla valdið mér
hörðum átökum við samvizku mína
Afhendi ég hana stjóm Bandaríkj-
anna — og ég leyfi mér að minna á
það, að ég hef ekki fengið eyri
greiddan fyrir alla mína fyrirhöfn
— er eins víst að almennkigur fái
aldrei að vita neitt af því, sem í
henni stendur. Hins vegar hef ég
rökstudda ástæðu til að halda, að
„New York Tribune“ mundi greiða
mér sómasamlega fyrir hana. Meira
að segja mjög ríflega ...“
Grant forseti þagði langa hríð,
og það sló köldu bliki á augu hans.
Loks mælti hann: ,,Ef einhver ann
ar en þú léti sér slíkt um munn
fara, Jim mundi ég kalla það fjár-
kúgun“.
Það var hyggilegast að fá sér
sæti aftur. Þótt maður hafi skellt
í sig þrem glösum að viskíi. hikar
maður við að setja forseta Banda-
ríkjanna úrslitakosti. „Það er metn-
aðarmál allra fréttaritara". mælti
hann lágum rómi, „að hafa uppi á
söguefni, sem ekki er beinlínis ó-
trúlegt, en gera því svo góð skil,
að það gleymist ekki þegar í stað.
Þetta er einmitt slík saga, ég hef
lagt mig talsvert fram við hana og
gerði mér því vonir um að hafa
eitthvað fyrir minn snúð“.
Grant forseti hallaði sér aftur á
bak í stólnum og hló dátt. „Fjand-
inn hafi það, Jim, ég er réttsýnn
maður, það veiztu. Og hér hefurðu
loforð mitt. Ef þessi bölvaður upp-
spuni þinn er of hættulegur til þess
að hann megi ná eyrum almennings
greiði ég þér þau ómakslaun, sem
Andy Johnson samdi um við þig.
Annars geturðu selt „New York
Tribune“ söguna eins og hún legg
ur sig. Byrjaðu svo lesturinn".
Jim Perry gerði sem forsetinn
bauð.
Og það, sem hann las, fer hér
á eftir.
ANNAR KAFLI.
Aö dómi þess sem falin hefur
verið rannsókn þessa máls, hófst
sú atburðarás, sem lauk með hvarfi
Wallingham-Iestarinnar, þann 16.
nóvember, 1867, þegar eftirfarandi
frétt birtist í dagblaði í Julesburg:
„Lest áttatíu múldýradreginna
flutningavagna frá fyrirtækinu
Wallingham 6g Co, lagði af
stað frá járnbrautarstöðinni hér
í borg á leið til Denver. Þótt
Frank Wallingham, yfirforstjóri
fyrirtækisins, hafi neitað frétta
stjóra blaðsins á ruddalegan
hátt um nokkrar upplýsingar
viðvíkjandi farminum, höfum
við áreiðanlegar heimildir fyrir
því aö vagnalestin hafi að flytja
2700 kassa af innfluttu frönsku
kampavíni og 1600 tunnur af
viskí eimdu í Fíladelfíu. —
(Það lítur út fyrir að þeir ætli
að ylja sér í vetrarfrostunum í
Denver!)
Ef færð og veður, Indiána-
áreitni eða seinkun af völdum
tollheimtumanna stjómarinnar
ekki hamla, er svo ráð fyrir gert
að lestin nái ákvörðunarstað eft
ir hálfan mánuð eða innan 3ja
vikna. Leið' þeirri sem lestin
á að fara er stranglega haldið
leyndri. (Og ekki að undra.)
Ef til vill er rétt að benda á það
aö enda þótt dagblöð í stærri borg
um, gæti þess yfirleitt að skýra
athugasemdalaust frá fréttum, þá er
altítt að blöð í smáborgum úti á
Iandi blandi fréttirnar alls konar
athugasemdum frá brjósti ritstjór-
ans, sem hikar þá ekki við að fara
þá leiðina til að ná sér niðri á and
stæðingum sínum, eða láta í ljós
gremju sína. Takið eftir orðunum
„á ruddalegan hátt“, inni 1 frétt-
inni og síðan svigasetningunum i
lok beggja málsgreinanna. Það virð
ist auðsætt að ritstjórinn hafi hugs
að yfirforstjóranum þegjandi þörf
ina fyrir „ruddalega" framkomu
hans við starfsmann blaösins. Því
fer fjarri, að hér sé verið að gefa
það í skyn, að koma þurfi á eftir
liti með fréttasögn þessara blaða,
en hins vegar verður ekki fram hjá
því gengið, að frásagnarmáti sem
þessi getur oft komið á stað illind
um milli ritstjórnarinnar og við-
komandi aöila.
Þannig var þaö í þetta skiptið
Þessi fréttaflutningur varð til þess,
að Wallingham yfirforstjóri tók sér
langa svipu í hönd og labbaði sig
inn í prentsmiðjuna, sem einnig
var ritstjómaraðsetur blaðsins, ber
sýnilega í þeim tilgangi að berja á
ritstjóranum. Ber áreiðanlegum
sjónarvitnum saman um að þá hafi
Wallingham verið reiður, og einn-
ig, að eina ástæðan fyrir því, að
hann fékk ekki reiði sinni útrás á
fyrirhugaðan hátt, hafi veriö sú, að
ritstjórinn, Michael O’Dea bar jafn
an á sér hlaðna skammbyssu, eða
hann geymdi hana í skrifborðs-
skúfffu sinni. Og þar eð hann hafði
oftsinnis áður orðið fyrir því, að
lesendur blaðsins reiddust honum,
var það ekki annað en ósjálfrátt
vanaviðbragð hans að grípa til skot
vopnsins og vera viö öllu búinn,
þegar hann sá Wallingham koma
skálmandi meö svipuna uppreidda
inn í prentsmiðjuna.
Ekki skal hér gerð tilraun til að
herma orðaskipti þeirra, ritstjórans
og yfirforstjórans, þar eð enginn til
kippilegur hraðritari var viðstadd-
ur, en vitni að samtalinu hafa hins
vegar orðið á eitt sátt um — að
vísu alllöngu síðar — að orðaskipti
þeirra hafi verið eitthvað á þessa
íeið:
„Hvaö kemur til að þú ert með
nefiö niðri í því sem þér kemur
ekki við, þinn helvízki, írski þorp
ari?“
„Allar fréttir koma mér við, þinn
heimski hollenzki þverhaus".
„Geturðu ekki skilið að öll blöð í
Vesturrikjunum munu lepja þessa
sögu upp eftir þér?“
„Hvað einungis sannar fréttagildi
hennar".
„Þetta átti að liggja í þagnar-
gildi...“
„Hvað kemur til? Hefur hið opin
bera kannski ekki fengið sitt?“
„Svo sannarlega hefur það fengið
sitt! Ég er heiðarlegur og löghlýð-
inn atvinnurekandi. En þú ættir
bezt að vita hvernig þessar blóðsug
ur ríkisstiórnarinnar setjast að eins
og soltnir vargar, ef þær fá ein-
hvem þef af hugsanlegri bráð“.
„Ég samhryggist þér innilega“.
„Og ekki nóg með það. Þú veizt
Iíka að Indíánarnir eru stöðugt
með uppsteit hér 1 fylkinu. Og
hvað heldurðu að þeir geri, þegar
þeim berst ávæningur af því, að
vagnalest fermd viskíi sé þarna á
ferðinni? Ætli þeir hugsi sér ekki
gott til glóðarinnar?”
„Þetta Indíánavandamál hefur
verið leyst, Wallingham. Eða hef-
urðu ekki lesið tilkynningu friðar-
nefndarinnar?"
Friðamefnd sú sem ritstjórinn
skirskotaði til, hafði verið skipuð af
ríkisstjórninni til samningaumleit-
ana við höfðingja Sioux, Cheyenne
og Arapaho ættbálkana, og aðra
smærri ættarhöfðingja. Eftir lang
ar viðræður náðist það samkomulag
að hinir herskáu ættbálkar hétu
að láta af skærum sínum. gegn
því að friöarnefndin sæi þeim fyrir
nokkru magni af ábreiðum, rúm-
stæðum, hnífum, rifflum og skot-
færum. Að sjálfsögðu hafði það á
kvæði verið sett i samningana, að
vopn þessi yrðu eingöngu notuð
við veiðar, enda þótt sumir þeirra
hvítu manna sem dvöldust á há-
sléttunni, þar sem liggja landamæri
Nebraska, Colorado og Dakota
fylkja, álitu að vissara hefði veriö
I aö tiltaka greinilega í samningun-
j um hvaða skepnur skaparans teld-
í WWW\AA/WWWVWV>
\\ i
m leigu i
l s
! J Góð 3 herbergja íbúð til leigu <
1 (i Laugameshverfi fyrir fámenna í
j S f jölskyldu. Laus nú þegar. Fyr- (
j r irframgreiðsla. — Uppl. í síma J
! <42123.
„Vonandl þurfum við ekki að trufia frið „Frið ?“
Stóra fensðns •vlð bjðrgun vina mimta“.
„Jafnvel á þessu mikla flæmi er barizt
um landskttca“.
Róðið
hifanum
sjálf
með ....
MeS BRAUKMANN hitastilli á
hverjum ofni getiS þér sjólf ákveS-
iS hifaslig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hHasKlti
er hægf aS sefja beint á ofninn
eSa hvar sem er á vegg í 2ja m.
fjarlægS frá ofni
SpariS hifakostnaS og aukiS vel-
líSan ySar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitaveifusvæSi
---
SIGHVATUR EINARSS0N&C0
SÍMI 24133 SKIPHOLT 15
Maðurinn sem annars
aldrei les auglýsingar