Vísir - 19.08.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 19.08.1967, Blaðsíða 8
VI SI R . Laugardagur 19. ágúst 1967. 3 Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjöri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Péturssön Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prents:aiöjc Vísis — Edda h.f. ' i I.™™————————— Vegamálin J fámennu þjóðfélagi, sem dreift er um stórt land, hljóta samgöngumálin að verða æði dýr á hvem ein- stakling. Þegar hliðsjón er höfð af þeirri staðreynd, gegnir furðu, hve miklu íslendingar hafa afrekað í því efni. Fyri'r 40 árum mátti heita að engir þjóðvegir væru til á landinu. Nú má kalla að allar byggðir séu komnar í vegasamband. Þetta er afrek, sem fullyrða má, að fáar eða engar þjóðir aðrar, þótt fjölmennari séu, liefðu unnið á svo skömmum tíma. En þetta var þjóðinni brýn nauðsyn. Hún varð að fá vegina og láta heldur eitthvað annað sitja á hakanum. Mikið er talað um hvað vegirnir séu slæmir, hvað þeim sé illa haldið við o. s. frv. En er nokkur furða þótt svo sé ? Vegir voru víða af vanefnum gerðir í upphafi. Þeir voru bæði of mjóir og ekki nógu traust- iega lagðir. Þeir voru blátt áfram ekki hugsaðir fyrir þá gífurlegu umferð og umferðarþunga, sem síð- an hefur komið til sögunnar. Menn geta kallað þetta skammsýni, ef þeir vilja, en jafnvel þótt hægt hefði verið að sjá betur fram í tímann, hefði orðið að velja á milli þess, að leggja hálfgerða bráðabirgðavegi og koma sem flestum byggðarlögum í vegasamband, eða leggja færri og fullkomnari vegi, sem aðeins nokkur hluti þjóðarinnar hefði getað notfært sér. Er hætt við að flestir hefðu heldur kosið lélegan veg en engan. Fjármagnið leyfði ekki^ betri lausn. Enn er svo þess að gæta, að sökum veðráttunnar er viðhald vega hér á landi ákaflega dýrt og e'rfitt eða ógerlegt að leggja þá svo, að árlegt Viðhald kosti ekki mikið fé. Reynsla annarra þjóða kemur okkur ekki að notum nema að takmörkuðu leyti, sökum veðráttunnar, og því verðum við sjálfir að p'rófa okk- ur áfram með hliðsjón af íslenzkum aðstæðum. Þær tilraunir standa yfir, og nú er talin nokkur von um, að tekizt hafi að finna upp slitlag, sem verði mun endingarbet’ra en þau, sem áður hafa verið reynd. Tíminn hefur iðulega ráðizt á núverandi ríkisstjóm fyrir vanrækslu í vegamálunum. Sú ádeila er öll mjög ósanngjörn, eins og vænta mátti ú’r þeirri átt. Hið sanna er, að allar ríkisstjórnir hafa glímt við þetta vandamál sl. 40 ár og líklega flestar eða allar reynt að leysa það eftir beztu getu á hverjum tíma. Núver- andi samgöngumálaráðherra hefur áreiðanlega fullan hug á að gera stórt átak í þessu efni, og hefu'r þegar gert það. En það er háttur stjórnarandstöðunnar hér, að heimta að allt sé gert í einu, án þess að benda á, hvaðan fá skuli afl þefrra hluta, sem gera skal. Og það vill nú svo til, að ríkisstjómin þarf að sinna ótal mörgum öðrum fjárfrekum verkefnum en vega- lagningum, þótt nauðsynlegar séu. Átökin í Nígeriu tog- streita um æðstu völd — en hún hefir og leitt til Jbess, oð ævo- gamalt ættflokkahatur hefir blossað upp og oð víðo eru hryðjuverk unnin í frcttaauka í brezka útvarp- inu í fyrrakvöld var sagt aö nokkurrar bjartsýnl gætti nú í Lagos, aösetri sambandsstjóm- ar Nlgerlu, þrátt fyrir það aö Biafrahersveitum hefir oröiö mikiö ágengt, sbr. fréttirnar um leiftursóknina, er Miövest- ursambandsríklð var hertekið í 10 klst. lelftursókn, og aö ann- ars staöar hafa Biafrahersveltir sótt fram bæði norður og vestur á bóglnn. Þessi bjartsýni í Lagos viröist byggjast á því, aö höfuðleiötogi manna af Yoruba- stofni hefir hvatt tll hollustu við sambandsstjómina. Einnig var nokkuð rætt um vanda þann, sem brezka stjóm- in er í vegna innanlandsátak- anna í Nígeríu, sem er brezkt sambandsriki. Biafra-stjóm hefir snúið sér til U Thants frkvstj. Sameinuðu þjóðanna og beðiö hann að sjá um, að stöðvaöar verði vopnasendingar frá Bret- landi, en af opinberri hálfu í Bretlandi er lögö áherzla á, að Bretland sé hlutlaust í deilunni, og útflutningsleyfi þurfi fyrir hergögnum, en leyfi fyrir her- gögn til Nigeriu hefir ekki verið veitt svo að neinu nemi. Bent er og á, að enn Hafi ekk- ert land veitt Biafra viöurkenn- ingu sem ríki, enda virðist ekki annað fyrir þjóðirnar að gera eða ríkisstjómir þeirra en að bíða til þess að sjá hver það verður, sem skjöldinn ber að loknum átökunum. Hér veröur nú sagt nokkru nánara frá því, sem gerzt hefir að undanförnu, og stuözt viö fréttir brezkra fréttaritara í Nigeriu. George Webber simar frá Lagos (s.l. þriðjudag): Horfast verður x augu við tvær staðreyndir: í fyrsta lagi: Victor Banjo ofursti hefir sett sjálfan sig á valdastól í Mið- vestur-sambandsríkinu, sem hef- ir 2.5 milljónir íbúa. í öðru lagi: Hann lýsti Miö- vestur-sambandsríkið óháð sam- bandsríkinu og einnig óháð Biafra eða Austur-Nigeriu, sem varð fyrst sambandsríkjanna til þess að slíta sig úr • tengslum við sambandsstjómina. í borg- arútvarpinu í Benin tilkynnti hann stofnun Miövestur-hers og lögreglu. Banjo hefir þannig meö töku Miövestur-sambandsríkisins rek- ið nýjan fleyg inn í samstarfs- kerfið, sem sambandsríkiö byggist á. — Sambandsstjómin hefir nú „Banjo-byltinguna milli sin og Biafra“. Allir þessir þrír aðilar ráða yfir landsvæðum, sem ná allt til sjávar. En afleiöingamar fyrir hinn volduga Hausa-kynflokk i Norður-Nigeriu era þær að yfir vofir sú hætta, að hafa ekki samgöngur til sjávar eða til olíulindanna — og veranna, sem Biafra hefir á sínu valdi, og til iðnaðarhéraöanna í vestri á valdi sambandsstjórnar. Það var Ojukwu höfuðleiðtogi Biafra, sem hratt af stað töku Miðvestur-sambandsríkisins, með því að senda innrásarher yfir Niger í vikunni sem leið. Webber lýsir Banjo sem „manninum í miðið", sem vilji „líkjast enskum séntilmanni, sem lesi sígild rit úti í garöin- um sínum“. — En þessi foringi innrásarhersins hefir nú í raun- inni ekki aðeins snúizt gegn Gowon, æðsta manni sambands stjórnar, heldur og gegn Oju kwu. Banjo er af Yorubastofni og mun, eins og bent var á i fréttaaukanum í brezka útvarp- inu, hafa treyst á fylgi Yoruba- manna, þar sem hann er af þeim stofni, en þær vonir kunna að bregöast vegna þess aö höf- uðleiðtogi Yorubamanna hvetur til hollustu við sambandsstjórn- ina sem fyrr var greint. Webber segir, að augljóslega sé í Nigeriu um aö ræöa tog- streitu um æðstu völd í landinu framar öðru, en þar næst og einnig er rígurinn milli þjóð- flokka sem ágreiningi veldur, og ævagamalt kynþáttahatur, sem aldrei hefir kulnaö alveg, hefir blossað upp á ný, og fregn ir berast úr öllum áttum um aö hryðjuverk séu framin í hefndar skyni, og bitni það á Hausa- fólki, Ibo-mönnum og Yoraba- mönnum. Webber segir mikla andúð gegn Ibomönnum í Lagos og fari vélahersveitir um götur og reynt sé að glæða trú manna á, að herinn geti varið þá. Ötgöngubann er í háskóla- bænum Ibadan. „í Nigeriu, sem til skamms tíma var glæsilegasta sýnishom vel heppnaðs stjómarfars blökku- manna óttast menn frekari blóðsúthellingar og nýjar bylt- ingartilraunir í hernum“. Landskjálftarnir i Suður-Frakklandi Þannig var umhorfs í Arette, smábæ í Frakklandi, þar sem landskjálftar urðu nýlega. Franska stjórn- in ákvað að reisa bæinn af nýju or nokkrum dögum siðar voru stórvirkar vinnuvélar komnar á vett- vang til þess að ryðja burt húsarústum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.