Vísir - 19.08.1967, Blaðsíða 4
Mörgum föðumum mundi
bregða í brún og líklega verða
hvumsa við, ef fengi hann bréf
frá dóttur sinni, þar sem hún
skýröi honum frá því, að hún
hefði ákveðið að giftast Frans-
manni, sem hafði beðið hennar
fjórum dögum eftir að þau höfðu
kynnzt á næturklúbb í ísrael.
Væri hann hins vegar að ein-
hverju leyti líkur einum hinna
frægu Marx-bræðra, Groucho
Marx, léti hann sér þó hvergi
bregða, en segði aðeins að hann
myndi ekki verða viðstaddur
hjónavígsluna „vegna þess að það
hefði verið nógu slæmt að þurfa
að vera viðstaddur sína eigin.“ —
Dóttir grínleikarans, Melinda,
sem varð 21 árs núna þann 14
ágúst skrifaði honum bréf, þar
sem hún kvaðst ætla að giftast
Jacques nokkrum Guilloux, sem
væri starfsmaður frönsku ríkis-
stjómarinnar, en honum hefði hún
kynnzt í ísrael. Groucho sagði vin
um sínum, að hann þekkti ekkert
til brúðgumans, en bætti við:
„Þaö eina sem mig langar til að
vita, er hvort hann geti séð fyrir
henni. Ég hef gert það .síðastliðin
21 ár, sem er oröið nægilegt.
Það var glatt á hjalla í veiziu
einni, sem nýlega var haldin i
Hollywood. Allir, sem einhvers
máttu sín í kvikmyndaheiminum
vom boðnir, eða réttara sagt voru
200 útvaldir af þeim hópi, en
ekki lá það alveg ljóst fyrir,
hvort boðið var svona vel sótt
vegna heiöursgestsins eða vegna
heiðursfólksins, sem hélt veizl-
una. — Furstahjónin af Monaco
áéldu veizluna til heiðurs Carol
Burnett, en hún er að byrja að
nýju með sjónvarpsþætti sína sem
eitt sinn voru svo vinsælir vestra.
Þetta er fyrsta veizlan sem
Grace Kelly heldur í Hollywood
siðan hún hætti kvikmyndaleik
fyrir 11 árum.
Dauðinn um bor
Fjársjóðsleit tveggja manna og
einnar stúlku á Karibahafi end-
aði skyndílega með dauða ann-
ars matmsins, sem hafði orðið
fyrir líkamsárás að næturþeli
þar sem hann var á verði um
borð í skútu sinni. Varð hann
fyrir hnífsstungu, en félaga bans
tókst að flæma árásarmennina
á brott. Komu stúlkan og hinn
maðurinn með skútuna trl Ba-
hamaeyja, þar sem þau sendu
skýrslu til landsstjóra Breta í
Nassau um atburðinn, sem sam-
kvæmt frásögn þeirra gerðist sem
hér segir:
Skotinn, Hugh McDonald, sem
var maður tæplega fimmtugur að
aldri hafði verið í fjársjóðsleit
með Ted Falcon-Barker, höfuðs-
manni, áströlskum að þjóðemi,
og enskri stúlku Jill Reed að
nafni. Sigldu þau um Kariba-
hafið á 30 feta langri seglskútu,
„The Charon of Styx“
„The Charon of Styx“ og köf-
uðu eftir sokknum fjársjóðum,
sem sögur segja að sé að finna
um allt Karíbahafiö .
Þau höfðu fundið nokkra dýr-
gripi, aðallega gamlar myntir úr
gulli í sokknum skipsflökum, en
um allt Karíbahafið úir og grúir
af spönskum skipum sem rekizt
hafa á rif, eða farizt í óveðrum.<
Eftir fimm vikna langa útivist
voru þau á leið til Jamaika til
þess að setja skútuna í slipp og
dytta að útbúnaði sínum öðrum.
En á leiðinni þangað gekk allt
á afturfótunum fyrir þeim. Þau
rákust á rif og skemmdir komu á
bátinn. Leituðu þau undir norður-
strönd Haiti í var og vörpuðu þar
akkerum, skammt frá Dóminik-
anska lýðveldinu. Það var farið
að dimma að kvöldi þegar þetta
skeði, og auk þess að vera þreytt
eftir erfiði dagsins, þjáðust þau
af minni háttar matareitrun. —
Lögðust þau snemma til svefns,
en McDonald ætlaði aö halda
vörð fyrri hluta næturinnar, ef
ske kynni, að skútan drægi akk-
erið eftir botninum.
Um nóttina vaknaði Falcon-
Barker við eitthvert þrusk og
fótaspark uppi á þilfari. Á stun-
um og öðrum hljóðum, sem hann
heyrði, fannst honum sem þar
væru tveir menn í átökum
Hraðaði hann sér upp á þilfar
og hafði með sér skutulbyssu,
sem þeir félagar notuðu, þegar
þeir köfuðu eftir fiski til matar.
Uppi á þilfari sá hann, hvar
McDonaM lá og virtist eitthvað
miður sín, en yfir honum grúfði
sig skuggaleg vera og glampaði
á hnífsblað í hendi hennar. Sýnd-
ist Faicon-Barker þetta vera
svertingi, þegar maðurinn rétti
úr sér og sneri sér að, honum,
en myrkrið grúfði yfir, svo hann
sá manninn ekki gjörla. Falcon-
Barker beið þá ekki boðanna,
þegar maðurinn gekk á móti hon-
um, heldur skaut skutlinum að
honum. Heyrði hann greinilega
að skutullinn hitti manninn og
með svo miklu afli, að árásar-
maðurinn steyptist fyrir borð.
Þar með var þó þessum nætur
bardaga ekki lokiö, því stuttu
eftir, meðan Falcon-Barker var
að stumra yfir McDonald, heyrði
hann áraglam. Þá var örlitil
sneið af tunglinu, sem hafði ver-
ið hulið skýjum allan timann,
komin fram undan þeim. í birtu
þess, sá hann hvar litlum bát
með tveim mönnum innanborðs,
var róið að skut skútunnar. Þeg-
ar hann fékk ekkert svar viö
köllum sínum, var honum nóg
boðið og hann hraðaði sér niöur
í káetu eftir haglabyssu, sem
hékk þar á vegg.
Atburðir næturinnar höföu gert
það að verkum, að hann vænti
sér einskis góðs af mannaferöum,
þama úti á flóanum. Þegar bát-
urinn færðist nær og hvorugur
mannanna í honum svaraði
Falcon-Barker einu orði, hleypti
hann af byssunni í átt til þeirra.
Mennimir steyptu sér ofan í botn
bátsins og ferð’ Bans stöðváðist.
1 nokkra stund sást ekkert lífs-
mark með bátsverjum, en svo rak
hann frá skútunni út' I myrkrið
og nóttina. <
Sökk á 3
mínútum
Það vildi til í Kaupmannahöfn
að tvímöstruð skúta varð fyrir
ákeyrslu skíðaskips í innsigling
unni að höfninni. Var skútan á
leiöinni inn á höfn, þegar skíða
bátur, sem var að koma með 50
farþega frá Helsingborg, sigldi
á skut skútunnar. Skíöabátar þess
ir eru þannig útbúnir, að neðan
úr þeim koma eins og stultur,
stoðir, og neðan á þeim eru höfð
skíði, Bátar þessir eru fyrir bragð
ið mun hraðskreiðari én önnur
skip almennt eru, því, þegar þau
hafa náð upp nokkrum hraða,
hefja þau sig upp úr sjónum og
á skfðin, sem veita vatninu miklu
minna viðnám, en klunnalegir
bátsskrokkar.
r
r
hafsins, skömmu áður en þau sneru til Jamaika.
Eftir það sá Falcon-Barker ekk-
ert til árásarmannanna og sneri
sér að McDonald, sem lá stynj-
andi á þilfarinu meö sár á síð-
unni. Hann hjálpaöi honum niður
í káetu, þar sem McDonald lagö-
ist upp í koju. Gaf hann McDon-
ald penicillin og bjó um sárið,
sem hann sá þó ekki, hvort næði
djúpt. McDonald sagði honum,
hvemig hann hefði heyrt þrusk
uppi á þilfari og komið að árás-
armanninum vera að stela úr far
angri þeirra. Haföi hann ávarpað
manninn, sem réðist umsvifa-
laust á hann.
Þremenningarnir lögðu af
stað með morgninum, daginn eft-
ir, en stúlkan hafði legið i óráði
um nóttina, vegna matareitrunar
innar, og einskis orðið vör. —
Sigldu þau sundið milli Kúbu og
Haiti í von um að rekast þar á
skip, sem þau gætu fengið að-
stoð hjá. Þeim varð þó ekki að
þeirri von sinni og áður en þau
náðu til Bahamaeyja, andaðist
McDonald á leiðinni.
Frá eyjunni, Exuma sendi
Falcon-Barker skýrslu til lands-
stjóra Breta á Bahamaeyjum, sir
Ralph Grey, um atburöinn. Var
efnt til rannsóknar í málinu, en
henni er ekki lokið enn.
Við áreksturinn rakst annað
skíði bátsins í skut skútunnar og
reif á hann stæröar gat. Tókst
skipstjóranum að ná hafnarbakk
anum með naumindum, en þar
sökk skútan tveim mínútum eftir
að síðasti maður var kominn í
land.
Skútan á botninum í höfninni.
Samgöngur.
Landið okkar hefur löngum
þótt harðbýlt, ekki sízt vegna
þess, hversu miklir erfiöleikar
voru á þvf að komast frá ein-
um stað til annars, sem þó var
nauðsynlegt, eins og t. d. þegar
menn fóru hópum saman i ver-
ið. Eftir að bílar komu til sög-
unnar hefur margt breytzt til
batnaðar, þó að bað hljóti allt-
af að vera miklir erfiðleikar
þvf samfara fyrir litla þióð að
byggja og haida við vegakerfi
á tiltölulega stóru landi með ó-
blíða veðráttu. Það er því oft af
hugsunarleysi að menn skamm-
ast yflr slæmum vegum og bil-
uðum brúm, og gert frekar sem
ábending, hvar nauðsynlegast sé
að lagfæra næst, því yfirieitt
eru verkefnin næg.
Það var því engin hending,
aö islendingar urðu flugþjóð,
bæði innanlands og utan, bvi að
hið erfiða land og einangrun í
gegnum aldir á sinn þátt f því,
að flugið var tekið upp sem sam
göngubót, svo myndarlega sem
raun varð á.
í striálbýlu landi hlýtur alltaf
að verða fagnað nýjungum i
samgöngum, ef ske kynni að
um væri að ræða eltthvaö sem
við kynnum að geta fært okkur
í nyt. Það er þvf fagnað, þegar
framtakssamir menn gangast í
því að fá til landsins loftpúða-
skip eða svifnökkva, eða hvaö
menn vilja kalla tækið. Annars
eru þetta alveg ómöguleg og
stirð nöfn. Gamansamir menn
vilja kalla farartækið gandreið
og f Vestmannaeyjum mun hafa
verið stungið jafnvel upp á land
reið.
Það var mjög æskilegt að fá
þetta farartæki hingað til að
hægt ■ væri að reyna það við
okkar aðstæður, því að það eru
miklar Iíkur til að einmitt slík-
ir nökkvar eigi eftir að þróast
í örugg farartæki.
Bættar samgöngur þjappa
þjóðinni saman og það eru ein-
mitt samgöngur t. d. upp á Akra
nes, sem hagkvæmt var að geta
stytt farartimann á, því að sam-
göngur með skipum og bilum
hafa alltaf tekið nokkurn tíma.
Ekki er ólíklegt, að þarna sé
að finna lykilinn að bættum
samgöngum, á viðunandi hátt.
Erflðleikarnir 1 samgöngum við
Vestmannaeyjar eru fólgnir í
hversu oft ferðir leggjast niður
vegna veðurs, stundum í marga
daga. Ef þessi nýi nökkvi ætti
það fyrir sér að geta haldið
uppi samgöngum við útkjálkana
á landi okkar, þegar öðrum far
artækjum verður ekki við kom-
ið, þá er þarna um mjög lofs-
verða tilraun að ræða.
Þrándur í Götu.
I