Vísir - 24.08.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1967, Blaðsíða 3
Kvöldganga Laugarnesfjöru Ekki eru þelr staðir í Reykja- vík margir þar sem ósnortin náttúran hetur fengið að halda sér. Alls staðar er fyllt upp í vlkur og voga og lagðir þar vegir. — Þar sem eitt sinn hét Selsvör, er nú mikil breiðgata. Vatnagarðarnir hafa verið fyllt- ir af sandi, og gömlu, skemmti- legu skipsskrokkamir eru horfn ir þaðan. Þar sem fyrir tíu ár- um var hægt að reika um móa og meia í hcimspekilegum hug- leiðingum, em nú fjölbýlishús og malbikaðar götur. Á einum staö má sjá náttúr- una ósnortna. — Leggðu leiö þina þangað, sem nefnt er Laug ames. Þér finnst þú vera kom- inn langt út úr skarkala borg- arinnar, og þó er hann allt i kring um þig. — Leggöu lelð þína þangaö á heiðskím sumar- kvöldi, hvergi er fegurra sól- arlag en þar. Innan um leifam- ar af gömlu hermannahverfi, sem var byggt fyrir vestan býl- iö Laugames, býr einn af okkar fremstu listamönnum, Sigurjón Ólafsson, fyrir framan húsið hans em nokkur listaverk úr grágrýti. — En forvitnin rekur þig áfram, þú vilt sjá Laugar- nesfjöruna Gakktu framhjá húsi Sigurjóns þar til þú sérö af lítiili hæð ofan i fjömna, hina gömlu Norðurvör. Þama leika bömin sér frjáls og ó- hindruö. Og margt má finna í fjömborðinu, sem gaman er aö: skeljar og kuðungar, þari og hrúðurkarlar, skrýtnar spýtur og fallegir steinar. — Fyrir ofan fjömna, uppi í grasinu, Iiggja fjórir bátar. Þeir eiga eflaust marga aflaferöina út á sundin, en nú liggur aðeins fyr- ir þeim að grotna niöur, fúna. Gott fólk. Ef þiö hafiö yndi af náttúmfegurö, þá leggið leið ykkar sem fyrst niður f Laugar- nesfjöru, (og skoöið um leið fögur listaverk), því innan tíðar verður fyllt upp í hana líka, hún hverfur inn í hina miklu Sundahöfn. — En bátarnir fjórir, sem liggja þarna á kafi í grasi, fá ekkl að gæla við báruna í þeirri höfn, og iista- verkin verða að víkja fyri^ upp- skipunarkrönum. íbúðarhús og vinnustofa Sigurjóns Ólafssonar myn dhöggvara. Tvö listaverkanna sjást á myndinni sitt hvomm megin við húsið. Séð yfir Norðurvör og Esja í baksýn. Sjórinn og fjaran hafa löngum haft aðdráttarafl fyrir hrausta stráka, en athafnasvæði þeirra fer sí- fellt minnkandi um leið og athafnasvæði fullorðna fólksins eykst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.