Vísir - 24.08.1967, Page 9
V' í SIR . Fimmtudagur 24. ágúst 1967.
Viðtal dagsins er við ungan námsmann sem
fyrstur íslendinga ieggur stund á kalrannsókn-
ir sem sérgrein. Maðurinn heitir Bjarni Guð-
leifsson og hefur undanfarin ár numið við
búnaðarháskólann að Ási og við Oslóarháskóla
Mikið hefur verið rætt og rit-
að um kalskemmdimar hérlend-
is að undanförnu og ekki að á-
stæðulausu. Skemmdirnar eru
gífurlegar og höggva stórt skarð
í afkomu bænda á þeim svæð-
um sem verst hafa orðið úti.
Sett hefur verið á laggirnar
nefnd til að finna ráð til úrbóta,
en ástandið er sums staöar
þannig að heyfengur er ekki
nema hálfur miðað við meðal-
ár og sums staðar mlnni.
Ungur íslendingur hefur nú
ákveðið að gera rannsóknir á
kali að sérgrein sinni, en sá
heitir Bjami Guðleifsson og hef-
ur hann ferðazt um landið í sum
ar vegna rannsókna sinna. Viö
hittum Bjama í húsakynnum
Rannsóknastofnunar landbúnaö
arins og áttum viö hann spjall
það sem hér fer á eftir:
— Hvar hefur þú veriö viö
nám að stúdentsprófi loknu
Bjarni?
og svo er einnig í ár. Síðustu
þrjú árin hefur boriö mikið á
kali og hygg ég versnandi veð-
urfar eiga sinn þátt í því, enda
er frumorsök fyrir öllu kali
slæmt veðurfar.
— Og þú varst við rannsókn-
ir nú í sumar?
— Ég ferðaðist um Noröur-
og Suður-Þingeyjarsýslu f sum-
ar og gerði rannsóknir og tók
jarðvegssýnishom. Það var
mjög Ijótt að sjá túnin sums
staðar og sérstaklega á bæjum
í Axarfirði, eöa á svokölluðum
Sandabæjum. Þama hafa verið
ræktaðir nokkrir hektarar á
hverju ári og á elztu túnunum
sem eru sex til sjö ára var ekki
stingandi strá, aðeins arfi. Þau
tún virtust standa sig bezt sem
voru frumunnin fyrir ári síðan.
---Er hægt að tala um fleiri
en eina tegund af kali?
— Það mætti skipta kali í
fjóra aðalflokka. 1 fyrsta lagi
SNARRÓTIN
— Ég var fyrst eitt ár á bún-
aöarskóla í Noregi, en stúdents
prófs er krafizt til að fá inn-
göngu á búnaðarháskóla þar f
landi. Síöan hef ég verið í 3 ár á
búnaðarháskólanum á Ási f Nor
egi og síðastliðinn vetur var ég
Oslóarháskólanum við nám
í jurtalífeðlisfræði og lífefna-
fræði.
— Hefur nokkur tekiö það
sem sérgrein áður?
— Nei það hefur enginn gert
og fremur litlar rannsóknir
hafa farið fram hérlendis á því
sviði. Dr. Sturla Friðriksson
hefur þó rannsakaö það nokkuö
á árunum 1951 og ’52.
— Hvaö geturðu sagt okkur
um kalið almennt?
— Það er mjög mikill vágest-
ur bændum eins og kunnugt er.
Kal hefur alltaf verið að koma
fram annað slagið, en hefur
verið mjög mismunandi. Aðal-
kalsvæðið hefur að jafnaöi ver-
ið á Norðaustur og Austurlandi
frostkal, þegar jurtimar deyja
af frostum. í óðru lagi er klaka-
kal sem myndast þegar holklaki
slítur rætur jurtanna, en sú
tegund kals hefur einnig verið
nefnd rótarslit. í þriðja lagi er
svo svellkal en það myndast
þegar þykk svell leggjast yfir
tún og jurtimar kafna. 1 fjórða
lagi er svokallað rotkal, en það
myndast þegar sveppir mynd-
ast undir snjóalögum við viss
skilyrði.
— Nú þola grastegundirnar
kal misjafnlega vel? •
— Tegundirnar þola mismik-
ið af kali almennt. Sá tegund
sem ætíð er sterkust móti öll-
um tegundum kals, er snarrót-
in íslenzka. Það má reyndar
segja að hún sé álitin hálfgert
illgresi og sérstaklega erlendis,
en bændur hérlendis vilja hana
að sjálfsögðu frekar en ekkert.
Snarrótin vex iðulega í hnúsk-
um, en gerðar hafa verið til-
raunir að sá henni í sléttur og
hafa þær tilraunir tekizt sæmi-
hélt maður að halli á túnum
væri mikils virði, en mér virt-
ist það gilda einu nú.
— Eiga margar þjóðir við
sama vandamál að stríða?
— Já mikil ósköp. Norðmenn
til dæmis eiga við kalvandamál
að stríða, en kal þar i landi er
annars eðlis. Norðmenn eru að
hefja miklar rannsóknir á þessu
sviði og hafa þegar rannsakað
rotkalið sem myndast af vaid-
um sveppa eins og fyrr segir og
einnig hafa þeir rannsakað frost-
kalið. Við höfum fengið eina
tegund fræs frá Norðmönnum,
sem á að vera frostþolið, en
það er hið svonefnda Vallafox-
gras. Ég sá eina sléttu í vor
sem þessu fræi hafði verið sáð
I fyrir þrem árum og var allt
gras dautt á henni. Þess vegna
álít ég okkar vandamál annars
eðlis en Norðmanna.
— Hvaö álítur þú kalið vera
mikið til jafnaðar þar sem það
er mest?
— Ætli það sé ekki milli
60 og 70%.
— Er ekki kal á engjum?
— Þaö er fremur lítið kal á
úthögunum. Ég sá til dæmis
grundir fyrir norðan, sem alltaf
er borið á en hefur aldrei verið
bylt. Þar er eingöngu um inn-
lendan gróður að ræða og var
þar mjög Iftið um kal, eða sama
og ekkert miðað við annað.
— Hvað ertu kominn langt
í náminu?
— Ég hef lokið við að semja
kandidatsritgerð um frostþol
við háskðlann að Ási, og svo
hef ég verið einn vetur við nám
PER ÞOLNUST
lega, og snarrótin þá myndað
þéttan svörö. Fyrsta skrefið
verður því aö útvega gott snar-
rótarfræ, en það hefur ekki
gengið of vel ennþá.
— Hvernig var hljóðið í þeim
bændum sem verst hafa orðið
úti?
— Ástandið er að sjálfsögðu
mjög alvarlegt hjá mörgum
bændum og ef svona heldur á-
fram getur oi'ðið erfitt fyrir
suma þeirra að halda áfram bú-
skap, með því að kaupa alltaf
heyin að, enda getur hver maö-
ur séð aö slíkt stenzt ekki. Sú
kalnefnd, sem nú hefur veriö
sett á laggimar getur engan
veginn gert annaö en finna tíma
bundin bjargráð.
— Hvemig fræ hafa íslenzkir
bændur notað til sáningar?
— Þeir hafa notað erlent
fræ, sem valið er eftir íslenzk-
um tilraunum.
— Hverjar urðu svo helztu
niöurstöður af rannsóknum
þínum?
— Þeim er ekki loklð ennþá,
t.d. á eftir að rannsaka þau
jarðvegssýnishorn, sem ég tók.
Mér virtust jurtimar hafa skað-
azt misjafnlega mikið. Ég tók til
dæmis upp jurtir, sem vom
dauðar, þ.a.e.s. sprotinn, en
rótin virtist lifandi. Túnin náðu
sér mjög misjafnlega mikið og
sums staðar tókst vel til. Ég
álít, aö ef vel er borið á túnin
strax á vorin, geti þau oft náö
sér mjög mikið. 1 janúar í vet-
ur gerði hlákur á þessu svæði
og síðan frost og Iögðust svell
yfir túnin og hefur þá myndazt
svokallað svellkal. En þegar
hlánaði aftur í vor kom grasið
grænt undan svellunum, þ.e.a.s.
í apríl—mai. En þegar vöxtur-
inn var aö byrja gerði frost á
ný og skiptust á frost og þíð-
viðri og við það hefur myndazt
bæði frostkal og svellkal.
Kalið fyrir norðan er víða
sa-.felldar breiður, en skellur
em algengar hér og þar. Al-
gengast er kalið i lautum. Áður
Byrjað að taka upp kartöflur í
Þykkvabœ um nœstu helgi
Útlit er nú fyrir sæmilega
kartöfluuppskeru f Þykkvabæ
og verður byrjað að taka upp
kartöflur þar um helgina og
má gera ráð fyrir þeim í verzlan
ir í Reykjavík fljótlega upp úr
helginni. Ekkert næturfrost
hefur mælzt á þessum slóðum
síðan i vor, en í júní mældist
næturfrost og i júlí fór hitinn
niður undir frostmark og dró
það mjög úr vexti kartöflu-
grasanna.
Blaðið haföi samband við
Friðrik Friðriksson í Þykkvabæ
og sagði hann að bændur þar
eystra væru nú ekki eins svart
sýnir og í vor, og að þeir myndu
byrja að taka upp kartöflur til
aö senda suöur um næstu helgi.
Aðallega er ræktað Gullauga
og islenzkar rauöar hjá Þykkva
bæjarbændum, og hafa sumir
upp undir 10 ha kartöflugarða.
Undanfarin ár hafa næturfrost
oft verið í lok ágústmánaðar, og
rýra þau mjög kartöfluuppskeru
Sagöi Friðrik að þeir vonuðu aö
ekki frysi strax, þar eð það
mun taka langan tíma að taka
upp úr öllum görðunum.
i Oslóarháskólanum, fer að Ási
nú i haust.
—• Hefur þú haft tök á því aö
vinna að grein þinni á sumrín?
— Nei, þaö er fyrst nú i
sumar sem mér gefst kostur á
að vinna aö þessum rannsókn-
um. og hef ég hugsað mér aö
koma helm á sumrin til áfram-
haldandi rannsókna.
— Hvernig tóku bændur þér
fyrir norðan?
-— Mjög vel. Ég hef fengið
að kynnast hinni íslenzku gest-
risni eins og hún gerist bezt.
— Hvemig stóð á því að þú
borgarbúinn, fórst að leggja
stund á landbúnaðarvisindí?
— Ég var alltaf í sveit, þegar
ég var strákur, og hef haft mik-
inn áhuga á landbúnaöi alla tið
siðan.
— Þú hefur kannski ætlað
að verða bóndi?
— Það var einu sinni mein-
ingin.
— Þú átt kannski ætt þina að
rekja til bænda?
— Móöurafi minn var bæði
bóndi og sjósóknari og hét Eyj-
ólfur Stefánsson og bjð að
Dröngum á Skógarströnd. Föð-
urafi minn var aftur á móti sjó-
maður, en hann hét Bjami Krist-
jánsson og var kenndur við Fé-
lagshúsið í Hafnarfirði.
— En hverjir em foreldrar
þínir?
— Móöir mín heitir Sigur-
borg Eyjólfsdóttir en faðir
minn heitir Guöleifur Bjaraason.
Að lokum skulum viö þakka
Bjarna fyrir viðtaliö og vona
að hann nái sem lengst i vís-
mdagrein sinni landi og lýð
til blessunar.
R.