Vísir - 24.08.1967, Side 12

Vísir - 24.08.1967, Side 12
V1SIR . Fimmtudagur 24. ágúst 1967. r.2 Gearhart herforingi leit hörku- lega á tilvonandi tengdason sinn. Skaplinku gat hann ekki þolað nokkrum manni. „Hvað minnir mig á það, höfuðsmaður", mælti hann, „að ég hafði stranglega skipað þér að koma í veg fyrir slíkt. Þú verzt það eins vel og ég, að herreglumar banna að farnar séu pólitískar hóp göngur á æfingavöllum virkisms, eöa pólitískar múgæsingar viðhafð ar í samkomusal þess eða öðrum húsakynnum þar ...“ „Leyföu mér að skýra...“ „Þetta þarfnast ekki neinna skýr inga, piltur minn. Ég man það ósköp vel, að ég sagði við þig, áð- ur en ég skrapp til Cheyenne í kvöld leið: „Engar hópgöngur, höf- uðsmaður, engar múgæsingar". Þetta voru mín óbreytt orö. Glasið þitt, gerðu svo vel!“ „Þakka þér fyrir. En þú hlýtur aö skilja aðstööu mína í þessu máli — þú varst fjarverandi, Acree majór rúmliggjandi, en ég ekki hærri að tign en höfuösmaöur, svo mér fannst það óviðeigandi, að ég hæfist handa um slíkar hern aðaraðgerðir. Þar að auki vannst mér ekki tími til að fylkja liði. Konurnar vora aö syngja fullum hálsi inni í samkomusalnum, og áður en nokkur vissi orðið af, héldu þær í röð út úr salnum og út á æf- ingavöllinn. .!‘ „Með lúðrasveit virkisins i broddi fylkingar?" „Nei, herra. Frú Massingale gekk í broddi fylkingar, dóttir þin næst FERÐIR - FERÐALÖG IT-ferðir — Utanferðir — fjölbreyttar. LA IM DS9 N t FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEGI 54 . SÍMAR 22875 - 22890 Berjaferð á morgun, ágætis berjaland. Lagt af stað frá Ferðaskrifstofu Landsýnar kl. 8.30 f.h. Farmiðapöntunum veitt móttaka á sk'rif- stofunni. LAN DStl N T- FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEGI 54 . SÍMAR 22875-22890 og svo lúörasveitin. Hún lék „Her hvöt lýðveldisins", herra“. „Og þú lézt þaö óátalið að hún léki fyrir göngunni? Þú gerðir ekk- ert til þess að hindra þessar 250 kvenmannsdulur í að skálma fram og aftur um æfingavöllinn, raska næturró manna og koma umheim- inum á þá skoðun, að setuliðið hér i virkinu standi sem einn mað ur að þessari góðtemplarahreyf- ingu“. „Þú hefur fengið skakkar upp- lýsingar, herra. Ég bauð Dirks und- irforingja mjög skorinort að láta lúðrasveitina hætta leik sínum. Að því er virtist, heyröi hann ekki til mín, enda þótt ég endurtæki skip unina þrém sinnum. Ég geröi várö foringjanum boð um að kalla varð liðið á vettvang og ryðja æfinga- völlinn. Þau boð hefur hann senni lega ekki fengið. Það er í raun inni mjög skiljanlegt, með tilliti til þess uppnáms, sem gripið hafði um sig. Konurnar sungu fullum hálsi, lúðrasveitin lék — og 1 hvert skipti, sem kom að viðkvæðinu, „hallelú- ja“ hleyptu einhverjir fábjánar af fallbyssum. ..“ Gearhart herforingi varp öndinni þreytulega. „Það þarf ekki að rifja þetta upp í smáatriðum — ég heyrði gauraganginn alla leið til borgarinnar. Réttu mér glasið þitt, þú hefur fulla þörf fyrir að fá í það aftur". „Þakka þér fyrir, herra“. „Já, um hvað vorum við að tala? Jú, dóttur mína og það, að þú bragðir áfengi. Segðu mér eitt — hefur hún í rauninni fariö þess á leit við þig, aö þú gangir í stúku?“ „Nei, herra. Eins og aö líkum læt ur, hef ég ekki talað mikið við hana siðan frú Massingale kom hingað, enda hefur hún ekki haft tíma til þess. Hún hefur verið í slagtogi við þann kvenmann, hafi hún átt frjálsa stund“. Gearhart herforingi stundi. Hon- um var vel Ijós sú staðreynd, að lífið þarna í landamæravirkinu, hafði fátt það að bjóða heilbrigði og gáfaðri stúlku, eins og dóttur hans, sem hún þarfnaðist, hvorki hvað snerti skemmtanir eöa starf. Vit- anlega var ekki heldur um neitt slfkt henni samboðið að ræða í „Og áður en nokkur vlssi orðið af-----“ Cheyenne, borg, sem þotið hafði upp á örskömmum tíma í sambandi við jámbrautarlagningu þar I ná- grenninu. Það var fyrst og fremst þess vegna, að Louise las öllum stundum. Allur slíkur bóklestur gat ekki veriö hollur ungri stúku, og óhjákvæmilega hlaut hún fyrir bragðið að bíta sig í ýmsar hug- myndir, sem voru harla nýtizku- legar, þegar bezt lét, en sumar Iíka hættulega róttækar. „Nú ætla ég að segja þér eitt, Paul. Dóttir mín hefur náð þeim aldri, þegar kvenfólk verður gripið ... eirðarleysi*. „Ég geri ráð fyrir, að þú hafir þar á réttu að standa, herra“. „Hún þarfnast einhvers til aö vinna að. Takast á við, ef svo mætti að orði komast. Eiginmann til að annast. Börn til að hugsa um. Þegar það er fengið, hefur hún hvorki tfma né löngun til að taka upp baráttu fyrir heimsku þvættingi eins og bindindi og at- kvæðisrétti kvenna". „Það veit ég líka, herra. En eins og er, þá virðist hún gjörsamlega á valdi þessarar Massingale. Þú hefðir átt að sjá hana, þegar hún kom út úr samkomuhúsinu i kvöld leið og fór fyrir fylkingunni, ásamt frú Massingale, Það var engu Iikara en hún væri uppljóm- uð innanfrá. Satt bezt að segja, þá stóð mér alls ekki á sama ...“ Herforinginn hlö góðlátlega. „Þá er jafngott, að þú sért ekki fyrir augunurri á henni næstu tvær — þrjár vikurnar. Jæja piltur minn, nú skaltu segja henni hvað fram- undan er og kveðja hana, og leggja svo af staö. Þegar þú kemur aftur, hefur hún áreiðanlega gleymt þess- ari frú Massingale og þessum heimskulegu ærslum hennar". Enda þótt það væri föst venja herforingjans, að fá sér ekki nema tvisvar í glasið fyrir miðdegisverð, hafði hann svo þungar áhyggjur af því, sem gerzt hafði undanfarin kvöld, og öllu því moldviðri, sem dagblaö borgarinnar hafði þýrlað upp af því tilefni, að hann fékk sér ósjálfrátt í þriðja glasið um leið og hann tók „Leiðtogann", blaðið sem komið hafði út daginn áður, og virti fyrir sér fyrirsagn- imar þungur á brún. Þar gat einnig Akumba er hugrakkur, hann er kominn að ekki vingjarnlegur, nú heyri ég sársaukaóp. Þetta hljóta að vera vmir Tarzans. þorpinu. Þessi þjóðflokkur virðist hreint RóðiS hitanum sjólf með .... MeS BRAUKMANN hitastilU ó hverjum ofni geKS þér sjólf ákveS- is hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hiiastitli er hægt aS setja beinf á ofninn eSa hvar sem er á vegg í 2ja m. fjarlægS frá ofni SpariS hifakostnaS og aukiS vet- liSan ySar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveilusvæSi SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.