Vísir - 24.08.1967, Síða 16
Fimmtudaguc 24. ágúst 1967.
íslenzki hugvitsmaðurinn Ein-
ar Einarsson liefur nýlega feng-
ið einkaleyfi á tveim uppfmning
um sinum, en hann hefur unvára
raðir unnið að teikningnm á
nýrri vél sem gæti hafið sig
til flugs lóðrétt og hefur kom-
izt svo langt að geta smíðað
eina slfka sem gat lyft 750 kiió
grömmum.
Nokkur ár eru síðan Einar
smíðaði þá vél, en síðan hefur
hann stöðugt unnið að fullkomn
un hennar.
Erlendar flugvélaverksmiðjur
og fleiri aðilar hafa sýnt mik-
ínn áhuga á uppfinningum Ein-
ars og af þessum ástæðum hafði
Vísir samband við hann til að
forvitnast um það nýjasta, sem
á döfinni er hjá honum,
Einar sýndi okkur nýjustu
teikninguna af vél' sinni sem
hann néfnir Vertikala og á hún
að geta hafið sig lóðrétt til
Hefur fengið einkaleyfi fyrir
stýrisútbúnaði og flugpalli
Hugvitsmaðurinn Einar Einarsson vinnur nú
við að fullkomna sérkennilega flugvél
flugs. Vélin er búin tveim
þrýstiloftshreyflum og auk þess
litlum þrýstiloftshreyfli á stéli
sem eingöngu yrði notaður við
flugtak og lendingu við stjórn
vélarinnar. Einar hefur fengiö
einkaleyfi á þessu, en hreyfill-
inn á stéli vélarinnar gæti
hreyfzt upp og niður auk þess
sem hann gæti hreyfzt til hiið-
anna. Einar hefur einnig fengið
einkaleyfi á flugpalli, sem er
nokkuð nýstárlegur að gerð og
sést á meðfylgjandi teikningu.
Pallurinn er þannig útbúinn, að
efst er götuð grind, sem hleypir
þrýstiloftinu úr hreyflunum í
gegnum sig, en lokur koma i
veg fyrir að loftið þyrhst upp
aftur, heldur er það leitt frá
pallinum og hleypt út í nægi-
legri fjarlægð frá pallinum til
þess að hafa ekki truflandi á-
hrif á flugvélina sjálfa. — Við
þetta vinnst það tvennt að sand-
ur og annað lauslegt, sem á
venjulegum flugbrautum er tíð-
ast, þyrlast ekki um vélina í
lendingu né flugtaki og skapar
því ekki þá hættu að óhrein-
indi sogist inn í hreyflana (líkt
og átti sér stað um svifskipið
á dögunum). f öðru lagi truflar
loftstraumurinn frá hreyflunum
vélina ekki í lendingu og flug-
taki, en hætta gæti stafað af
því undir venjulegum kringum-
stæöum. Að sjálfsögðu gæti vél-
in einnig lent og hafið sig til
flugs á sömu stöðum og venju-
Ieg þyrla, en kostur pallanna
sýnist ótvíræður.
Án efa eiga flugvélar sem
þessar mikla framtíð fyrir sér
enda eru kostir þeirra margir
og tvímælalausir, ekki sízt í
landi sem íslandi, þar sem vfða
er svo háttað, ógerlegt eða ill-
mögulegt er að búa til flugvelli.
U.5. PATENT (REF)
L.
U.S. PA TENT. (REF)
Þegar Vertikala er á flugi notar hún aðeins aðalhreyflana sem eru
tveir, einn á hvorum væng.
Vertikala í flugtaki. Takið eftir flugtakspallinum og Utla þrýstiloftshreyflinum á stélinu.
Heitt vatn í Fossvogshverfí
fyrir miðjan hsember
Nýja kyndistöðin við Árbæjar-
hverfi verður tllbúin til notkunar
í október eða nóvember, sagði hita
véitustjóri, Jóhannes Zoéga, í við-
tali við Vísi í gær. Sú stöö er fyrir
a.lan bæinn og Árbæjarhverfiö og
nýja hverfiö í Fossvogsdalnum
koma til meö að fá heltt vatn frá
henni.
í fyrra var byrjað að leggja leiðsl
Svifskipið sett aft-
ur á flot í dag
— Ný vél var sett i það
Svifskipið mun fara aftur á flot
síðari hluta dagsins í dag, cftir þvi
sem Magnús Magnússon bæjarstj.
í Vestmannaeyjum sagði Vísi í
morgun. Eins og menn rekur minni
til, bilaði skipiö við tilraunir sínar
við Vestmannaeyjar i fyrri viku,
Slapp lítið meiddur
15 ára piltur slasaðist lítillega
á veginum milli bæjanna Heiði og
Geldingalækjar, þegar dráttarvél,
sem hann ók, lenti út af veginum
og ofan í skurð. Vildi þetta til
rétt fyrir klukkan 6 í gærkvöldi og
var sjúkrabíll fenginn til þess að
flytja piltinn á sjúkrahúsiö á Sel-
fossi. en meiðsli hans voru þó ekki
alvarlegs eðlis. Pilturinn var í sveit
í sumar á Geldlngalæk.
er sandur komst í gegnum síu á !
vélinnl og í hreyfil, sem þar er. IJef |
ur veriö skipt um vél í skipinu og j
tók verkið tvo daga.
Magnús sagði, að við verkiö I
hefðu unnið þrír Bretar, skipstjóri j
skipsins og tveir vélamenn, sem
verið hafa á /í hér. Kom vélin |
til Vestmannaeyja á þriöjudags- j
morgun með Herjólfi, en vélin var j
send hingað til landsins frá verk-
smiðjunum British Hoovercraft Ltd
í Bretlandi.
Svifskipið mun því byrja tilraun
ir sínar aö nýju við Eyjar í dag og
veröur þeim haldiö áfram þar í
nokkra daga, en síðan kemur skipið
hingað til Reykjavíkur. Verður það
reynt á flóanum milli Reykjavíkur
og Akraness. Gefst íbúum Reykja-
vikur og Akraness þá væntanlega
kostur á að fara með skipinu út á
flóann.
ur í Fossvoginn og nú erum við
nýbúnir að semja við verktakann
Ok hf., samkvæmt útboði, um lagn
ingu á framhaldi þeirra.
— Svo að þeir, sem flytja inn
í nýju húsin sín í Fossvoginum
ættu að fá heitt vatn í vetur?
— Já. Við erum langt komnir
með nýju kyndistöðina og lögninni
til húsanna á, samkv. samningi, að
v^ra lokið fýrir miðjan desember.
Húsið við stöðina er komið upp og
fleira er búið, en það er enn verið
að vinna í henni.
En hvað um boranirnar,
sem þið ætlið að framkvæma um
næstu mánaðamót hjá Elliöaánum.
Hafa þær ekki þýðingu fyrir þessi
hverfi ?
— Við getum ekki treyst á það,
að við fáum heitt vatn þar. Það er
er.gin leið að sjá það fyrir. Þess
vegna var nýja kyndistöðin reist
og hefði verið hvort sem er. En
hún gerir það kleift, að unnt er
að bæta Fossvoginum inn á kerfið.
Eldur í Eldborgu
Eldur kom upp í nýja skipinu,
Eldborgu, sem í sumar var hleypt
af stokkunum i skipasmíöastööinni
á Akureyri. Lá skipið við bryggju
á Akureyrl og verið var að mála
iestar þess, og einnig var unnið
við rafsuðu í því. Hljóp neisti í
málninguna og eldur kom upp. —
Fljótlega tókst að slökkva eldinn,
áður en nokkrar alvarlegar skemmd
ir höfðu oröið. Málning skemmd
Ist þó nokkuö af völdum reyks.
Kauptaxtar i Búr-
fellssamningi þeir
sömu og gilda í
Arnessýslu
Vinnuveitendasambandiö sendi í
gær frá sér orðsendingu, þar sem
segir að kauptaxtar í Búrfellssamn
ingum séu hinir sömu og gilda í
Árnessýslu og því þeir sömu sem
almennt gilda hjá Dagsbrún og
Hlíf. Oröalag greinargeröar frá Hlíf
mætti misskilja þannig að Vinnu-
veiteudasambandið hafi i megin-
dráttum gert hliðstæöan samning
viö Búrfell og Hlíf krefst nú i
Straumsvík.
Yfirborganir þær, sem Fosskraft
kann að greiða við Búrfellsvirkj-
un eru annað mál. Yfirborganir,
sem tíðkazt hafa að undanförnu og
Hlíf krefst nú að teknar séu inn í
kjarasamninga hefur Vinnuveitenda
samband íslands alltaf neitað að
gera að kjarasamningaatriði, þar
sem um tímabundið ástand sé
aö ræöa. Dregið hefur verulega úr
yfirborgunum á þessu ári, segir í
orðsendingu Vinnuveitendasam-
bandsins.
Ekki ástæða til endurvígslu
Árbæjarkirkju segir biskup
Hjónavígsla sú, sem fram fór í
Árbæjarkirkju í síðustu viku hefur
vakið nokkurt umtal, þar eö hún
var framkvæmd samkvæmt siðum
og venjum Baha’i trúarinnar, og
mun vera fyrsta Baha’i hjónavígsl-
an sem framkvæmd er á íslandi.
Biskup íslands, herra Sigurbjöm
Einarsson, sagði í viðtali við Vísi,
að hann teldi ekki ástæðu til að
Framh. á 10. síöu.
Mörg skip bíða með full-
fermi við Jan Mayen
I morgun var sól og blíöa við,
Austurland og bezta veður á síldar
mlðunum, en mörg skipanna bíöa
nú með fullfermi vlð Jan Mayen
eftir flutningaskipinu SHdinni, sem
v,cntanlegt er þangað á laugardag-
in. til þess að losa úr veiðiskip-!
unum. — Haförn er hins vegar á j
leið til Siglufjaröar með 3.200 lest-
ir af síld. sem landað var í hann ,
noröur við Jan Mayen.
Sjö skip tilkynntu um afla sein-
asta sólarhring og búizt er við að
einhver veiði hafi verið í nótt á mið
unum, en af því höfðu engin tíð-
indi borizt í morgun.
Skipin sem tilkynntu um afla
voru þessi:
Stígandi 240 lestir, Sigurbjörg
240, Gísli Árni 250, Þorsteinn 200.
Albert 220, Gjafar 200, Arnl Magn
ússon 200. — Samtals 1550 lestir.
■