Vísir - 08.09.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 8. september 1967.
*
TTm síöustu helgi fóru fram
forsetakosningar ; Vietnam,
auk þess sem kosnir voru 60
þingmenn til öldungadeildar
landsins. Úrslit forsetakosning-
anna urðu, að þeir valdamenn
sem að undanfömu hafa farið
með stjórn landsins, hershöfð-
ingjarnir Thieu og Ky sigruöu,
en með miklu minni atkvæöa-
mun en búizt hafði verið viö.
Menn spyrja um það víðs
vegar um heim, hvort kosning-
arnar hafi verið lýðræðislegar.
En þeirri spurningu er ekki svo
auðvelt aö svara með einföldu
já eða nei.
Það veröur að taka tillit til
þess, að kosningamar fóru
fram við ákaflega óvenjuleg
skilyrði. Það er vissulega mjög
óvenjulegt, ef ekki einsdæmi,
að almennar kosningar séu látn-
ar fara fram í landi, sem stöö-
ug styrjöld geisar í. Ástandinu
í Suður-Vietnam má að nokkru
leyti líkja við hernumið land,
þar sem fjölmennur innrásarher
frá Norður-Vietnam leynist
víðs vegar í landinu.
Af þeirri ástæðu einni gátu
kosningarnar ekki farið fram i
öllu landinu, heldur aðeins í
þeim hémöum, þar sem héraðs-
stjórn var talin nógu styrk orð-
in til þess að geta skipulagt og
haldið framkvæmd kosninganna
áfram til streitu þvert gegn ógn-
arherferð kommúnista.
Jbúatala Suöur-Vietnam er nú
talin vera um 15 milljónir
og er það athyglisvert, aö þrátt
fyrir langvarandi styrjöld fer
íbúatalan jafnt og þétt vaxandi.
Af þessum íbúafjölda hefur ver-
ið áætlað, að eitthvað í kringum
9 milljónir séu á kosningaaldri
en á kjörskrá nú voru tæplega
6 milljónir kjósenda.
Þetta sýnir strax, aö kosning-
arnar voru þannig takmarkaðar
við 60—70% íbúanna. Þessa
takmörkum er þó tæpast
hægt að gagnrýna, því að
varla er hægt að ætlast til að
hægt sé að framkvæma kosn-
ingar á vígvallarsvæði. Þau hér-
uð, sem helzt hafa orðiö útund-
an eru norðan til í landinu ná-
lægt landamærunum sem liggja
Norður-Vietnam og einnig
nokkur svæði í óshólmum Me-
kong-fljótsins, sem örðugast
hefur reynzt að friða.
Þá verður líka að taka tillit til
þess, að íbúar þessa lands hafa
ekki vanizt neinni lýðræðis-
Kosmngamar í Vietnam
Truong Dinh Dzu
friðarsinninn, sem fékk óvænt
fylgi í kosningunum.
stjóm frá blautu barnsbeini.
Það er alltaf dálítið óeðlilegt og
undarlegt, þegar vestrænar
þjóðir hyggjast fara að útbreiöa
lýðræðisþjóöskipulag sitt meöal
þjóöa meö allt öörum erfðum og
hugarfari. Fyrst í staö ríktu
Vesturlandaþjóöir yfir þess-
um löndum með harðneskju-
legri nýlendukúgun eöa
þeir notfærðu sér það höfðingja-
skipulag og mandarínaveldi,
sem fyrir var í landinu til að
koma ráöum sínum fram. En
svo þegar nýlenduherrarnir
hverfa á braut, ímynda þeir sér,
að þeir geti mælt svo fyrir við
brottförina, að héðan í frá skuli
lýðræði innleitt. Slíkur hugs-
unarháttur er bæði fjarstæðu-
kenndur og fráleitur.
J Suður-Vietnam eins og víðs-
vegar í öðrum Asíulöndum
hljóta lýðræðislegar kosningar
að verða gallaðar á vestrænan
mælikvarða. Ættarhöfðingjar og
leiðtogar sértrúarflokka gefa á-
hangendum sínum fyrirmæli
um að kjósa með ákveðnym
hætti og þannig er atkvæðum
stjómað í stórum stil. Þá er og
sagt að herforingjar geti skipaö
hermönnum sfnum að greiða
atkvæði með vissum hætti og
þar fram eftir götunum.
Því er sannleikurinn sá, að
kosningar í þessum löndum geta
ekki kallazt lýðræðislegar á
vestrænan mælikvarða. En þar
með er ekki sagt, að þær séu
einskisnýtar. Þær geta gefið
talsveröa hugmynd um viðhorf
þjóöarinnar og mér virðist að
draga megi athyglisverðar álykt-
anir af þeim. Sama máli gilti
um þingkosningar þær, sem
fram fóru f fyrra, að það var
fjarstæða að kalla þær lýðræð-
islegar á vestrænan mæli-
kvaröa, en þrátt fyrir það gáfu
þær rúm fyrir ólíkar skoðanir.
Það er síðan staðreynd, að á
þjóðþingi landsins eru margir
flokkar, sem túlka sjónarmiö
hinna ólíkustu þjóðfélagsafla.
Þess vegna er aö minnsta kosti
óhætt að staðhæfa það, aö kosn-
ingamar eru á allt öðm stigi
og hafa meiri þýðingu, heldur en
sá skrípaleikur sem viðgengst
í kommúnistaríkjum að hafa að-
eins einn lista, sem hlýtur 99
prósent allra atkvæða.
Tjh-ásagnir austan frá Vietnam
benda til þess að íbúum
landsins, sem hafa ekki alizt
upp við lýðræðisþjóðfélag hafi
komið kosningabaráttáh kynlega
fyrir sjónir. Og ekki hefur á-
standið heldur lagazt við það, að
framboöslistar f forsetakosning-
unum og í öldungadeildarkosn-
ingunum um allt land vom 11
talsins og hlýtur þetta að hafa
verkað mjög ruglandi á fólk,
sem margt er tæplega eða ekki
læst eða skrifandi. Og þessi
mikli fjöldi frambjóðenda hefur
jafnframt orðið þess valdandi,
að hersöfðingjamir Thieu og Ky
fengju hlutfallslega minna at-
kvæðamagn en bmzt hafði verið
við eöa aðeins um 35% af
greiddum atkvæðum.
Vissulega bjuggust margir
viö því, að kosningamar myndu
verða hreinn skrípaleikur. Vom
hershöfðingjamir tortryggðir.
Menn sögðu, að þeir myndu sjá
um það bak við tjöldin, að haga
kosningunum og atkvæðataln-
ingu þannig að þeir væm ör-
uggir um sigur. Blöð kommún-
ista og róttækra vinstri manna
um allan heim unnu aö þvf að
gera kosningarnar þannig fyrir-
fram tortryggilegar. Það yrði
ekkert að marka þær fremur en
kosningar í öðrum einræðis-
löndum.
fréttir bera þaö nú með
sér, að þessi gagnrýni og
fordæming hafi verið ótfmabær.
Þeir sem fylgdust meö síðustu
lotu kosningabardagans bera
vitni um það, að þar hafi gætt
miklu meiri sanngirni og rétt-
lætis en búast hafi mátt við.
Getur varla leikið vafi á því, aö
En slikt fær ekki heldur staðizt,
því að þaö er ekki lítið að fá
35% atkvæða, þar sem ellefu
flokkar bjóða fram.
Ckæruliðar og skemmdarverka-
^ menn kommúnista börðust
að sjálfsögðu af alefli gegn
kosningunum og vildu ónýta
þær. f þeim tilgangi skipulögðu
þeir mikla ógnar og ofbeldis-
herferð í landinu, sem náði há-
marki sunnudaginn, vikuna fyrir
kosningar. En þá voru á einni
nóttu drepnir eða særðir 355
menn. Þessi herferð kommúnista
var ákaflega ógeðsleg og ber
þess nokkuð vitni, hve að-
þrengdir þeir eru orðnir.
Sprengjum og vítisvélum var
Hershöfðingjarnir Thieu og Ky, sem sigruðu í kosningunum, en
með minna atkvæðamagni en búizt hafði verið við.
öllum frambjóöendum var gert
jafnhátt undir höfði að koma
skoðunum sínum á framfæri.
Strangar reglur tryggðu það, aö
allir frambjóðendur, hershöfð-
ingjarnir sem aðrir hefðu sömu
aðstöðu við útgáfu á kosninga-
bæklingum og áróöursspjöldum
og að þessu leyti virðist fram-
kvæmd kosninganna jafnvel
hafa verið lýðræðislegri en tíðk-
ast í flestum vestrænum rikj-
um, þar sem fjármagnið ræður
því hve miklum áróðri flokkar
koma fram. Sama var að segja
um kosningaræöur í útvarpi, aö
bersýnilega var reynt aö hafa
sem mest jafnræöi þar á.
Sjónarvottum ber einnig sam-
an um það, að leynd hafi verið
viðhaldið á atkvæðagreiðslu á
kjörstöðum og því ekki um að
ræða þvingunarvald einræðis-
stjórnar í sjálfum kjörklefunum.
Þannig er það dómur flestra, að
framkvæmd kosninganna hafi
veriö heiðarlegri en menn
bjuggust almennt við. Enda
bregður svo við, að kommún-
istapressan um allan heim snýr
jafnskjótt viö blaðinu og hættir
að tala um óheiðarlegar kosn-
ingar. Þess í stað byrjar hún
nú að býsnast yfir því, hve lítiö
fylgi hershöföingjamir hafi
fengiö og á það að sýna, að þeir
séu rúðir trausti þjóðarinnar.
komiö fyrir á almannafæri i
strætisvögnum og á markaðs-
torgum og rakettum frá hinum
nýju rússnesku rakettubyssum,
sem streymt hafa frá Norður-
Vietnam upp á síðkastið, var
skotið af handahófi yfir bæi og
þorp. Síðustu dáðir þessara
þokkapilta var að læða sprengj-
um inn í ' "J"klefa. Þannig voru
manndrf ~>r —oftast af algeru
handahófi og bitnuðu á sak-
lausu fólki, konum og börnum.
Enda er tilgangur kommúnist-
anna fyrst og fremst að skapa
einfaldlega sem mesta skelfingu
og ringulreið í landinu. Þeir
vonuðust jafnvel til þess, aö
ógnarherferð þessi myndi skjóta
almennum borgurum svo mikl-
um skelk í bringu, að fólk þyröi
ekki að fara og greiða atkvæði.
En staðreyndin varð hins
vegar sú, að eitthvað nálægt
)0% atkvæðisbærra borgara
neyttu kosningaréttar síns og
í þeirri kosningaþátttöku, sem
varð jafnvel meiri en búizt haföi
verið við er einmitt fólginn
mesti ósigur kommúnistanna.
Cem fyrr segir voru frambjóð-
endur og kosningalistar
hvorki meira né minna en ellefu
talsins. Gefur því auga leið, að
mörg ólík sjónarmið hafa þann-
ig fengið að koma fram. Þar
kom inn í héraðsrígur, og trú-
málarígur, þar var einn sem
. hafði það að höfuðmarkmiði aö
herða styrjöldina og beita sér
fyrir innrás í Norður-Vietnam
til að gjalda líku líkt. Og þar
voru líka menn sem kölluðu sig
friðarsinna og kváðu þeir þaö
höfuömarkmiö sitt, að setja sig
í samband viö kommúnista-
stjórnina í Hanoi og semja um
frið við hana. Þessi frambjóö-
andi sem heitir Truong Dinh
Dzu hafði friðardúfu að kosn-
ingamerki sínu og hlaut hann ó-
vænt kosningafylgi og komst
næst þeim hershöfðingjunum aö
atkvæðamagni, eða uppundir
20% af heildaratkvæðum.
Tj’ins og eölilegt er var styrj-
öld og friöur höfuðumræðu
efni frambjóðendanna. Og eftir
því sem fregnir herma af kosn-
ingafundum þá virðist öllum
frambjóöendunum hafa verið
þaö ljóst, að vandinn steðjar
fyrst og fremst frá Norður-
Vietnam. Menn töluöu um það.
að semja yrði við stjórn Noröur-
Vietnam, til þess að koma á
friöi. Og virðist það almennt á-
lit, aö þó nokkuö sé um inn-
borna skæruliöa, sem kasta
sprengjum og skilja eftir sig
vítisvélar, þá sé það ekki höf-
uövandamálið. heldur hinir
skipulögðu Iiðs- og hergagna-
flutningar frá Norður-Vietnam.
TTver var nú ástæðan til þess,
aö efnt var til kosninga í
landinu þó vandræöatímar
ríktu? Að sumu leyti voru kosn-
ingar nokkurs konar sýning út
á við. . eim var ætlað að kveða
niður áróður sem kveöur viö
víða um lönd, að þjóðin viður-
kenni ekki né virði stjórnarvöld
landsins, heldur allur almúginn
á bandi kommúnista. Þetta
virðist hafa tekizt. Kosningarn-
ar hafa verulegt gildi, þar sem
þær sýna aö þorri búanna á
þessu landssvæði er andstæður
kommúnistunum.
Og í öðru lagi hafa kosning-
arnar átt að gegna því hlut-
verki að reyna að tengja sam-
starf og samheldni meðal her-
stjórnar og almennra borgara.
Það er afleiðing margra ára her-
foringjastjórnar, aö efast má
um fylgi almennings viö stjóm-
völdin í landinu. Og það er ó-
neitanlega undirstaða viðreisnar
landsins, að slíku sambandi
verði komiö á. Hins vegar er
töluvert vafasamt hve vel þetta
hefur heppnazt. Margt bendir
til þess, að þingdeildir veröi
mjög sundraðar og skiptar og
allt lendi enn á ný í flokka-
dráttum og deilum. Þannig er
áhættan talsverð, þaö gæti farið
svo aö kosningarnar yröu ekki
til að auka samheldni, heldur
þvert á móti til að ala á inn-
byrðis deilum í landinu.
Þorsteinn Thorarensen.