Vísir - 08.09.1967, Side 16
visiR
Fðstudagur 8. september 1967.
Hnförninii" liefur
flutt 36.600 tonn
Haförninn, síldarflutningaskip
S.R. hefur nú flutt 36,6 þús. tonn
af síld af hinum fjarlægu miöum
í norðurhöfum i sumar til Síldar-
verksmiðja ríkisins á Siglufirði. —
f-Iefur skipiö flutt þetta magn i 12
Ferðum og er nú lagt upp í þá
rettándu. Öll síidin hefur farið í
bræðslu. Siglufjörður er nú önnur
stærsta löndunarhöfnin á eftir Seyð
ísfirði.
Síldarflutningaskipin hafa i sum-
ar gert flotanum kleift að stunda
veiðar á svo norðlægum slóðum,
flutt frá skipunum síldaraflann, en
kornið aftur með vatn, vistir og
olíu frá landi. Er óvisb hvernig
horft hefði án skipanna við veiðar
þessar.
Halssafnið var tryggt fyr-
ir 10 miiijóair
— Ijósmyndir teknar af liverri síðu
safnsins áður en það var lánað
Miklar varúðarráðstafanir hafa fjár, þar eð þar er að finna einstök
verið gerðar til þess að varðveita merki og arkarhluta. sem óviða
nið dýrmæta Hans Hals-safn, sem
nú er á afmælissýnihgu Félags ís-
anzkra frímerkjasafnara í Boga-
Falnum.
eða hvergi eru til annars staöar í
heiminum. Til dæmis eru í safninu
7 umslög af þeim 18 ísl. skildinga-
umslögum, sem til eru í veröldinni.
Samkvæmt upplýsingum, sem Aðeins tvö önnur siík umslög eru
blaðið hefur fengið hjá Finni Kol
beinssyni, einum af stjórnendum
sýningarinnar, var það tryggt fyrir
til hér á landi og þau eru einmitt
geymd í sama húsi og sýningin, á
itíu milljónir króna, en í rauninni Þjóðminjasafninu. Þau umslög voru
i er ekki hægt að meta þetta safn til
í eigu Sigurðar málara, stofnanda
Þjóðminjasafnsins, og fundust í
skrifborðsskúffu fyrir fáeinum ár-
um. Hvert siíkra umslaga hefur ver-
ið selt á frímerkjauppboðum erlend
is á um 200 þúsund krönur.
Eins og kunnugt er á póststjórn-
in þetta verðmæta safn hins kunna
frímerkjasafnara Hans Hals, og áð-
ur en það var lánað til sýningar-
innar í Bogasalnum, var tekin lit-
mynd af hverri einustu síðu safns-
ins. — Myndirnar tók Ingimundur
Magnússon og fékk hann til þess
’érstakar litfilmur utanlands frá.
Lögregluvörður er við sýninguna
dag og nótt, til þess að fyrirbyggja
"tuld úr þessu dýrmæta safni.
Sýningin í Bogasalnum stendur
fram á sunnudag, 10. sept.
I Harður örekstur í
I Ártúushrekku í
morgun
[ □ ÓVenju mikið er um árekstra
»og óhöpp í umferöinni þessa
[dagana eins og stundum vill
•verða á haustin. Á rúmum
• klukkutíma í gærkvöldi, frá 11
[til miðnættis urðu þrír árekstr-
»ar í Reykjavík og í morgun var
[ vitað um tvo á tímanum frá
[ 8—9.
» □ Árekstrarnir í gær urðu ekki
harðir, en árekstur efst í Ártúns
brekku i morgun var mjög harð
ur og tvennt var flutt í Slysa-
varðstofuna til aðgerðar. Til-
drögin að árekstrinum í morg-
un voru þau að Mercedes Benz
bíll ók upp Ártúnsbrekkuna. —
Jeppabíll hafði stanzað á vegar-
A 1 í\ „fA..
Drengur rerst af
síysförum í Eyjum
Það slys varð í Vestmanna-
eyjum í fyrradag að 8 ára gam-
all drengur féll niður af stýris-
húsi báts sem lá í höfninni, og
slasaðist mikið. Var drengnum
þegar í stað komið undir læknis
hendur, en um kvöldið var flog-
ið með hann til Reykjavíkur. j
Var flugvél frá Flugfélagi ís-
lands stödd í Vestmannaeyjum j
og flaug hún með drenginn til
Reykjavíkur. Var hann fluttur í
Landakotsspítalann og andaðist
hann þar í gærniorgun. Nafn
drengsins verður ekki birt að
svo stöddu.
sjonvarpsmenmmir viö togarann í gærmorgun.
Almannagjá lokað fyrir bílaumferð
Þingvallanefnd hefur tekið á-
kvörðun um aö loka Almannagjá
fyrir allri bifreiðaumferð og mun
ákvörðunin væntanlega komast i
framkvæmd í október n. k. Einnig
hefur verið ákveðið aö úthluta ekki
fleiri lúðum að svo stöddu fyrir
sumarbústaðl i Gjábakkalandi.
Ákvarðanir þessar voru teknar á
fundi Þingvallanefndar s.l. mánu-
dag og þriðjudag. Segir í tilkynn-
ingu frá Þingvallanefnd að lokun
Almannagjár sé gerð vegna slysa-
hættu og til friðunar gjánni. Einn-
ig hefur verið ákveðið að banna
alla netaveiði fyrir landi þjóðgarðs
ins. Sett hafa verið upp tvö úti-
salemi og verður þeim fjölgað
næsta vor og verða þá tjaldstæöi
afmörkuð greinilegar en hingað til
hefur verið gert. Unnið er að nýrri
girðingu um Þjóðgarðinn og verð-
ur væntanlega lokið við girðingu
um allan Þjóðgarðinn næsta sumar.
Ísland-England 4:4
á bridge-mótinu
— er nú i 14.-16. sæti — Sviar efstir
íslenzka sveitin á Evrópumeist-
i aramótinu i bridge náði prýðisár-
j angri í 6. umferþ keppninnar, sem
' spiluð var í gær. Áttust þá við
1 enska sveitin og sú íslenzka og lauk
spilinu með jafntefli, 4—4, en loka-
tölur í stigatölunni urðu 78—76 Is-
I landi í hag, en í hálfleik var stað-
an 44—43 íslandi einnig í hag.
Þetta er bezti árangur íslenzku
sveitarinnar til þessa, en annars hef
ur sveitin staðið sig heldur verr en
búizt var við. Svíar hafa nú tekið
forystuna á mótinu, en sænska
sveitin hefur alla tíð verið í ein-
liverjum af efstu sætunum, en hef-
ur nú tekið hreina forystu.
AnnaFs urðu úrslit 6. umferðar
þessi:
SÆNSKIR SJÓNVARPSMENN GERA
ÞÁTT UM AKUREYRI
Liður i lengri þætti um lifið i smáborgum á Norðurl'óndum
Fjórir starfsmenn frá sænska
sjónvarpinu vinna nú að upp-
töku sjónvarpsefnis á Akur-
eyri. Veröur það liður í löng-
um þætti, sem tekinn er á
öllum Norðurlöndunum og á
að sýna líf og starf norrænna
þjóða. — Þáttur þessi mun
nefnast .Nurdiska Miljöer' og
verður sýndur í sænska sjón-
varpinu að ári.
Stjórnandi upptökunnar á Ak-
ureyri heitir Jan Björnlund og
hefur hann sér tíl aöstoðar þrjá
filmara. Gunnlaugur P. Kristins
son fréttamaður íslenzka sjón-
varpsins á Akureyri undirbýr
þessa upptöku og er jafnframt
túlkur Svíanna. Sænsku sjón-
varpsinennirnir komu til Akur-
eyrar í fyrradag og dveljast þar
tvær vikur. Þátturinn mun byggj
ast á viðtölum við málsmetandi
menn, svo sem bæjarstjóra og
forstöðumenn stofnana, sem
tengd eru staðnum.
Ástæðan fyrir því að Akur-
eyri varð fyrir valinu fyrir
hinn íslenzka hluta þessa nor-
ræna þáttar mun vera sú að
þar birtist fjöibreytni ísienzkra
atvinnuvega í hæfilegri stærð og
ennfremur vegna þess hve gamli
hluti bæjarins er vel aðgreindur
frá nýja hlutanum, svo þar er
auðvelt að rekja bústaðaþróun
áratuganna.
Fréttaritari Vísis náði tali af
sjónvarpstökumönnunum í gær
þar sem þeir voru að filma einn
Akureyrartogaranna en hann
var að leggjast að bryggju með
á anpað hundrað lestir af fiski.
Létu þeir vel ,vfir sér og sögð-
ust hvergi í allri Evrópu hafa
getað fengið svo gott veður til
myndatöku og á Akureyri þessa
dagana.
Þegar þeir hafa lokið við
þessa yfirlitsmyndatöku sína af
íslenzku hversdagslífi á Akur-
eyri mun sænsk sjónvarpskona
koma hingað til lands og taka
viðtal við einhverja dæmigerða
íslenzka fjölskyldu og þar með
er myndatökunni fyrir íslenzka
hluta þessa norræna þáttar í
sænska sjónvarpinu lokið.
Framhald á bls. 10