Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 1
57. árg. - Þriðjudagur 12. september 1967. - 208. tbl. landsmið / haast Síldin viröist nú vera á réttri | og 6 gr. 10 min. A. 1.. eða um 600 leið til landsins. Aðalveiðisvæðið sjómílur frá Langanesi. Þar fengu í gær var um 73 gr. 13 mín. N. br. | allmörg skip góðr.n afla í gær, á ÍSAÐUR FLA TFSSKUR MFÐ FOT- UNNIA ENGLANDSMARKAD — Athyglisverðar tilraunir með fiskút- flutning — Fiskurinn á uppboð i London Allnýstárlegur varningur fór með þotu Flugfélagsins frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var um að ræða 2 tonn af isuðum flatfiski, en Páll Áxéls- son, útgerðarmaður í Keflavík er hér að gera smátilraun með það, hvort þetta sé arðbært. Vísir náði sambandi við Pál i morgun, og sagði hann, að mest- ur hluti magnsins, sem fór utan í morgun, færi á uppboð í Lon- don. Sagðist hann ekki vita, hvort grundvöllur væri fyrir slíka flutninga, flutnings- kostnaður væri dýr, og 10% tollur á fiskinum, en aftur á móti fengist hærra verð fyrir fiskinn í Engiandi en hér á landi. Eins og áður segir var hér um að ræða flatfisk og lúðu. Er fiskurinn ísaður og í trékössum. Afiinn er fenginn af Keflavíkur- bátum. Páll sagðist þurfa aö borga 10% innflutningstoll af fiskinum í Englandi, en t.d. Danir og Hollendingar þurfa ekki að greiða þennan toll, þar sem þessar tvær fyrrgreindu þjóðir eru í Fríverzlunarbanda- laginu (EFTA) ásamt Englend- ingum. Páll kvaðst ekki vita enn. hvort grundvöllur væri fyrir slíkum flutningum, og kvaðst ekki senda út annan farm, fyrr en niðurstöður þessarar tilraun- ar hans lægju fyrir. meðan veður entist til veiða, en um fjögurleytið var komin bræla og ófært tii veiða. 1 nótt voru skipin byrjuð að kasta aftur og þá nokkru vestar en í gær svo að síldin viröist nú ,stefna í átt að landinu. Fiskifræðingarnir búast við all- miklu magni upp að íslandsströnd- um. Hjálmar Vilhjálmsson, sem er nýkominn úr rannsóknarleiðangri meö Ægi austan af miðunum sagði að það kæmi sér ekki á óvart þó að síldin tæki á sig svolítinn sveig suður á bóginn, áður en hún stefndi upp að iandinu. Norður og austur af Jan Mayen væri óvenju kaldur straumur, sem næði allt austur á sjöttu gráðu og síldin- virtist fara suður með kuldaskilunum allt suð- ur fyrir Jan Mayen, en síðan myndi hún líklega beygja upp að landinu. — Að vísu gæti hún svo sem far- ið inn í og gegn um kalda sjóinn, Frh. á bls. 10. Búizt við miklu magni á Is- Fyrsta farþega- flug þofunnar frá Reykjavík Boeing 727 bota Flugfélags-j ins fór sína fyrstu áætlunarferö i frá Reykjavíkurflugvelli í morg-1 un, en þotan varð að lenda hér í Reykjavík í gær vegna dimm- viðris á Keflavíkurflugvelli. 88 farþegar fóru með vélinni í morg un, og auk þess var mikil fragt með vélinni, og var hún með hámarksþunga innan borðs, sem ' samsvarar 128 farþegum, er hún hóf sig á Ioft frá Reykjavíkur-' flugvelli kl. 8 í morgun. Flug- stjóri í bessari ferð er Jóhannes Snorrason. Þotan fór til London í morgun | og er væntanleg aftur síðari i hluta dagsins í dag. Mun hún j þá halda aftur út og þá til Kaup- mannahafnar. Eins og áður segir i voru 88 farþegar meg þotunni1 1 ferðinni í morgun, en þess má j geta, að mjö.g góö sætanýtingi hefur verið í henni undanfarið' og þotan reynzt mjög vel í hví-] vetna. Sérstök síldarleitartæki i smiðum fyrir Arna Friðriksson Skipið til Englands i vetur til endanlegs frágangs í gær var Árni Friðriksson hiö nýja síldarleitarskip íslendinga formlega afhent Hafrannsóknar- stofnuninni. Skipið heldur héðan í fyrsta leiðangur sinn seinna í þess- ari viku, en í dag gefst almenn- í ingi kostur á að skoða skipið. Árni Friðriksson er á ýmsan hátt nýstárlegt skip. Vélarúm j skipsins er allt hljóöeinangrað. í skipinu er svokallaður veititankur, sem nær þvert yfir skipið. Hann er hálffylltur af sjó og á sjórinn jafnan að streyma á móti veltunni og draga úr henni um helming eða meira. Þannig á skipið að vera stööugra og eiga fiskileitartækin að koma að betri notum en ella og er þetta ennfremur gert til þess ! að starfsskilyrði verði sem bezt fyrir hvers konar nákvæmnis- vinnu um borð. Tvær rannsóknarstofur eru í skipinu, þar sem aöstaða verður til úrvinnslu nauðsynlegra gagna við síldarleitina. Smíðaverð skipsins er 40 milljón- ir og er þess að mestu aflað meö sérstöku gjaldi, sem síldarútveg- urinn tók á sig, en reiknað er með aö ríkissjóður veröi að hlaupa und- ir bagga með verulegar fjárupp- hæðir, einkum í ár, þar eð síldar- ! gjaldiö hrekkur ekki til. Skipið mun sigla utan í vetur og verður þá sett í þaö stærra og fullkomnara síldarleitartæki, sem sérstaklega er gert eftir kröfum síldarleitarinnar og óskum. Mun skipið sigla utan til Low- estoft aftur eftir áramótin til þess að gengið verði frá þessu nýja tæki um borð, en það er nú í smíö- um. Einnig verður þá gengið frá vindum skipsins og fleiru, sem ekki hefur unnizt tími til að full- klára. Myndsjáin í dag er frá komu Árna Friðrikssonar í fyrradag. Þessi mynd er tekin á Reykjavíkurflugvelli í morgun, en þá var veriö að setja fiskkassa í þotuna. Er flatfiskurinn ísaður í þessum trékössum. (Ljósmynd Vísir, ísak). Farþegar ganga um borð í Boeing-þotuna á Reykjavíkurtlugvelli í morgun. (Ljósmynd Vísir, lsak.) V-þýzka rikisstjórnin mót- mælir ráðstöfunum EBE — Telur þær skaða samskiptin við Island V-þýzka ríkisstjórnin mót- mælti í gær harðlega þeim á- kvörðunum stjórnarnefndar Efnah.bandalagsins, að hækka stórlega tolla á ísfiski og að minnka tollakvóta á innfluttum fiski til Þýzkalands. Segir vest- ur-þýzka ríkisstjórnin í mót- mælaorðsendingu sinni, að lönd innan Efnahagsbandalagsins muni ekki geta séö v-þýzka markaöinuni fyrir nægilegu fisk- magni, og jafnframt að fyrr- greindar ráðstafanir skaði stór- lega samskintin við lönd utan EBE, sérstaklega ísland og hin Norðurlöndin. Segjast v-þýzk stjórnarvöid búast við. ?.ð fisk- \’erð hækki bar í landi. vegna þessara ráðstafana. Vísir hafði í morgun sam- band við Þórball Ásgeirsson, ráðuneytisstjóra í viðskipta- málaráðuneytinu og sagði hann, að Henrik Sv. Björnsson, sendi- herra íslands myndi á fimmtu- dag ganga á fund Sicco Mans- holt, þess manns í 15 manna stjórnarnefnd EBE, sem fer með landbúnaðar- og sjávarútvegs- mái, og skýra honum frá mót- mælum isíenzkra stjómvalda, og jafnframt að íslendingar vildu fá leiðréttingu þessara mála. Þess má geta, að íslenzka ríkisstjórnin mótmælti þessum ráðstöfunum stjórnarnefndar EBE strax og þær voru kunnar, í ágúst s.l. Ráðstafanir stjórnarnefndar- ínnar voru m. a. fólgnar í því, að tollkvóti ísfisks flutts inn til Vestur-Þýzkalands á tímabilinu Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.