Vísir


Vísir - 12.09.1967, Qupperneq 3

Vísir - 12.09.1967, Qupperneq 3
V'f'S'FR . Þriðjudagur 12. september 1967. 3 ■ Árni Friðriksson RE 100 sigldi inn á innri höfnina í Reykjavík á 11. tímanum í gærmorgun. Yzt til vinstri á myndinni má sjá í skut Ægis gamla, sem gegnt hefur aðaihlutverki í síldarleit undangenginna sumra. Það var nokkurn veginn um sama leyti að 'Ámi Friðriksson fyrsta íslenzka skipið sem smíð- að er sérstaklega til fiskirann- sókna og síldarleitar sigldi inn á Reykjavíkurhöfn og fréttir bár- ust um það að austan frá síldar- leitinni að sildin væri nú loksins komin á hreyfingu suður á bóg- inn i átt að landinu. Það verður því væntanlega fyrsta verkefni þessa glæsilega skips að fylgjast með þessari langþráðu göngu sildarinnar upp að landinu, því að nú vona menn að hún taki ekki fleiri hliðarspor i sumar, enda þykir hún hafa svikið okkur íslend- inga nógu lengi. Fá eða engin dýr í sjónum hafa sennilega verið hundelt til jafns við síldina, svo mjög hefur verið sótzt eftir henni og undan- gengin sumur hafa margar þjóð- ir gert út rannsóknarleiöangra til þess að fylgjast með háttum síldarstofnsins í Noröur-Atlants- hafi. Samt sem áður reynist mönnum erfitt að reikna út dutlunga hennar. Fiskifræðingar okkar, sem við síldarleitina hafa starfað, hafa þó reynzt furðu sannspáir í sfld- arspám sínum og má mikils af þeim vænta, þegar þeir hafa fengið svo fullkomiö tæki til af- nota sem þetta nýja leitarskip. Hingað til hafa allar okkar síldarrannsóknir fariö fram í skipum, sem byggð voru til allt annarra nota. Ægir gamli, sem nú er væntanlega leystur af hólmi hefur undanfarin ár veriö aðalsíldarleitarskip okkar, þrjá- tíu og átta ára gamall orðinn og upphaflega ætlaður til strand gæzlu, sem hann hefur orðiö að sinna jafnframt sildarleitinni oftast nær. Árnl Friðriksson verður hins vegar eingöngu notaður til fiski- rannsókna og um borð í honum verða fullkomnari tæki en áður hafa verið notuð í íslenzkum skipum til þess ama. Ýmsir hafa haft orð á þvi að sfldveiðunum hafi verið gert hærra undir höfði en öðrum ís- lenzkum sjávarútvegi, hvað rann sóknir snertir. Tvö til þrjú skip hafa jafnan verið við síldarleit sumar hvert, en rannsóknir á öðrum fiski hafa verið hverf- andi litlar. — Menn binda þess vegna miklar vonir við hiö nýja hafrannsóknaskip, sem nú er í smíðum fyrir Islendinga en þaö á að bera nafn Bjama Sæmunds sonar, sem var brautryöjandi í rannsóknum á siávardýrum hér við Iand. Það getur til dæmis varla tal- izt vammlaust lengur, aö tslend- ingar skuli ekki halda úti rann- sóknaskipi einhvern hluta ársins að minnsta kosti til þess að kanna þorskstofninn, eða að ekki skuli vera neinu kostað til þess að kanna togveiðislóöir, þegar nágrannaþjóðir okkar senda fullkomin leitarskip með skipum sínum á miðin í grennd við okkur. Það er því einsýnt að þess- ara skipa bíða mikil störf í þágu íslenzka sjávarútvegslns. Sjávarútvegsmálaráðherra býöur Jón Einarsson, skipstjóra á Áma Friðrikssyni velkominn. Þarna má sjá ýmsa fyrirmenn íslenzks sjávarútvegs horfa á skipið leggjast upp að Ægisgaröinum. Meðal annarra Jakob Jakoþsson, fiskifræðing, Guðmund Jörundsson, útgerðarmann, Eggert G. Þor- steinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Jón Arnalds, dcildarstjóra í atvinnumálaráðuneytinu, Jón Jóns- son, forstöðumann Rannsóknarstofnunar sjávarútvegsins. Fjöldi manns stóö á bryggjunni, þegar Árni Friðriksson lagðist að i gærmorgun. (Ljósm. Vísis B. G. ) iiiiiliijiL? | , pw , H . Má -v 1r,| * N \ i" !« ’ja 'ÉÍtk^É cöa '"V '-w.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.