Vísir - 12.09.1967, Side 4

Vísir - 12.09.1967, Side 4
Útgerðarmenn James Bond eru sem kunnugt er, snillingar í gerö alls konar dulvopna — morð- tækja, sem komið er fyrir í sak- leysislegum munum, svo sem regn hlífum, sígarettukveikjurum og jafnvel stígvélatám. En þeir gömul kunnu þar líka nokkuð fyr ir sér, eins og sjá má af þessum myndum. Þetta er „göngustafur" frá því snemma á 18. öld, ósköp sakleysislegur. í rauninni er þetta þó dulvopn, þarf ekki annað en bregöa hendinni í vasann eftir gikk og lás, og þá er þarna kom- in byssa, skæðasta morðvopn, sem þekktist á þeirri tíð. Það er forngripasafnari einn í Lundún- um, sem á nú dulvopn þetta, en vitað er, að það var smíðað af kunnum, þýzkum byssugerðar- manni, M. Bramhofer, sem ef- laust værj nú í þjónustu James Bond útgerðarinnar, væri hann endurborinn. Hver veit líka nema hvort tveggja sé? * Nú í ágúst er álitið, að 2022 ár séu liðin, síðan Júlíus Cæsar steig á land f Englandi. Það er sem sé álit sumra manna. Á svipuðum stað, sem álitið er, að Rómverjar hafi lent á, steig lög- reglumaður frá New York í land eftir 18 klukkustunda sund frá Frakklandi, nú fyrr í ágúst. Hann heitir Thomas John Hetzel og er 31 árs gamall. í þrjú ár hefur hann sparaö sumarfríin sín og peninga til þess að geta gert þessa tilraun. Á móti honum tók fyrrverandi landgönguliði úr flota USA, Harry Hinken, sem langar til þess að verða fyrsti lamaði maðurinn, sem syndir yfir Erma- sundið. Hann er 42ja ára gamall og er lamaður frá mitti og niður. Hann verður þó að brjóta fyrstu reglu Ermasundssundmanna, en hún hljóðar á þá lund, að sund- maðurinn verði að ganga ofan í fjöruna og út í sjó. Hundar á þjófaveiðum Hundar dönsku lögreglunnar komu henni að góðum notum fyr ir nokkru, þegar hún var að elt- ast við þjófa uppi á húsþökum. Hafðí henni borizt vitneskja um að þjófar væru í húsi einu í hverfi hinna betur fjáðu borgara í Kaup mannahöfn. Þegar hún kom á stað inn, lét hún verða sitt fyrsta verk að umkringia húsið, áður en hún réðist til inngöngu. Þegar inn kom, flúðu þjófarnir út um glugga á fjórðu hæð. Þeir þorðu þó ekki niður á götu, því að þar var sægur lögregluþjóna fyrir, en klifruöu upp á þak. Lög- regluþjónarnir voru þó ekki eins liprir og þjófarnir, sem báðir voru unglingar á sautjánda ári. Komust þeir því ekki á eftir þeim og enginn uppgangur var annar á þakið. Slökkviliðið var kvatt til með stiga, svo unnt væri að komast upp. á þak, og tveir lögregluþjón- ar hlupu upp stigann, en þá Mðu þjófarnir yfir á þak næsta húss, en þar var enginn uppgang- ur á þakið heldur. Það fór eins og í fyrra skiptið. Lögreglumennirn- ir voru eldri og þyngri á sér en piltarnir, og treystu sér ekki á eftir þeim. En lögregluhundurinn var svo borinn upp stigann, og stökk hann léttilega upp á hitt þakið á eftir þjófunum. Þótt þeir hefðu sýnt það, að þeir væru léttir á sér, þá var hvutti léttari og náði þeim strax. Hélt hann þeim svo í skefjum, unz lögregl- an hafði handtekið þá. Kom þá í ljós að lögreglan hafði lengi átt höfðu mörg innbrot í sumarbú- vantalað við piltana, sem framið staði víðsvegar um Danmörku. Fœr Haraldur að t giftast legri Konuefni handa Haraldi ríkis- arfa Noregs hefur löngum verið til umræðu í Noregi, og finnst Norðmönnum nú vera kominn tími til að hann festi ráð sitt og kvænist, en samkvæmt norskum lögum verður eiginkonan að vera konungborin. Ógiftar prinsessur eru nú ekki svo margar I heim- inum, og undanfarin ár hafa flest- ar, sem þóttu koma til greina sem konuefni fyrir prinsinn, gengið í það heilaga og sumar hverjar af- salað sér krúnunni og gifzt ókon- ungbornum mönnum. Haraldur hefur löngum veriö orðaður við borgara- stúlku kaupmannsdóttur nokkra, sem var með honum í skóla á sínum tíma, og segja sumir að hann taki mjög nærri sér að fá ekki að kvænast henni. Hefur eitt Oslóarblaðanna nú tekið upp hanzkann fyrir prins inn og varpað fram þeirri spurn- ingu í leiðara blaðsins, hvort ekki sé kominn tfma til að brevta þess um lögum samkv. breyttum tíma og leyfa Haraldi að kvænast borg aralegri stúlku, Telur blaðið að lýðræði Noregs ætti ekki að bíða nokkurn hnekki við breytingu þessara laga og munu víst flestir taka undir það. Þessi mynd er tekin af Haraldi í heimsókn hans til íslands fyrir skömmu og er hann þarna að skoða hina íslenzku þjóðbúninga I Þjóðminjasafninu. BÓKSTAFURINN BLÍFUR Náttúruverndarmál hafa dreg- ið að sér óskipta athygli fólks að undanfömu, og er það sér- staklega deilan um kísilgúrveg- inn svokallaða og svo ýmsar breytingar og lagfæringar varö- andi þjóögarðinn á Þingvöllum, eins og t. d. lóðaveitingar til ýmissa aðila, sem fólk veltir vöngum yfir. Vafalaust hefir Náttúruvernd- arráð ekki unnið nógu skelegg- lega í friðunarmáli sínu við Mý- vatn, því að búið er að gera heilmiklar ráðstafanir á lögieg- an máta, eftir því sem niður- stöður dómaranefndarinnar kveða upp úr með. Kannski hef- ir Náttúruverndarráð verið al- gjörlega sniðgengið um allar upp lýsingar, þannig að því hefir verið alls ókunnugt um að nokk ur vegur verði lagður við Mý- vatn ? Ef svo er, þá er til lítils að vera að skipa slíkt ráð. Nú er öllum ljóst að orðið hafa mistök. Það var líka ljóst, þegar lögfræðinganefndin var sett á stofn til að skera upp úr um deilumálið, svo aö það sjónarmið hefði líka átt að fá að ráða, þegar nei'ndin tók til starfa um framtíð vegarlagning- arinnar við Mývatn. Þess vegna hefðu lagaboð eða reglugerð, sem orðin er til fyrir mistök ekki átt að fá að ráða ein í þessu máli. Þarna er ekki um neitt að ræða, sem kollvarpar þjóðar- búinu eða framgangi þess, en þarna er um að ræða viðkvæmt fuglalíf, sem vart á sinn líka í veröldinni, og er hætt við aö áliti visindamanna, að ekki muni þola þá röskun, sem vegarlagn- ingin hefur í för með sér. Það er leitt, að endurnar við Mývatn skuli ekki vera búnar að skapa hér lagalega hefö hér i landinu, þannig að ekki hefði þótt fært að setia lög um vegarlagningu, sem setti líf beirra og viðgang í hættu. Og þegar sá lagabók- stafur er settur, er illt, að ekki skyldi vera hægt að leiðrétta þau mistök, fyrst vísir menn bentu'á mistökin, áður en veg- arlagningin fór fram. En það er víst of seint að f jargvíðrast um þetta mál, og aðeins liægt að segja að mörg eru mannanna mistök. Á Þingvöllum hefir myndazt annað furöulcgt náttúruverndar- mál, en nú fyrir skömmu voru gerðar ýmsar lagfæringar til verndar þjóðgarðinum, eins og t.d. loka urnferð um Almanna gjá, -setja upp salerni, og af- marka tialdstæði o. s. frv. Um allt þetta er einungis gott eitt að segja, en það er annað, 1 sem vekur furðu fólks. Gjá- » bakkaland hefur verið keypt fyr 1 ir tilhlutun stiórnarvalda til að í stækka með því þjóðgarðinn til 7 yndis og ánægju fyrir þjóðina t alla en það er furðulegt að veitt i ar skuli vera sumarbústaðalóðir l á svæðinú, tuttugu og fimm' lóð / ir og verða ekki veittar fleiri lóð > ir að svo stöddu hljóðaði frétta- \ tilkynningin. En var nauðsynlegt < að veita eina einustu lóð? Og ? hvernig er bað hver hefur 5 heimildina til að ráðstafa ný- i keyptri eign þannig, sem sam- í kvæmt samþykkt átti að kaup- I ast undir þjóðgarð. 7 ' Væri nú ekki ráð, að setja v dómaranefnd á laggirnar og fá £ úrskurð um lagalegt réttmæti 7 slíkrar lóðasölu? Ef Alþingi á- 7 kveður að kaupa jörð í ákveð- t um tilgangi, er þá hægt að ráð- t stafa henni á annan hátt? Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.