Vísir - 12.09.1967, Qupperneq 8
Ö
V1SIR . Þriðjudagur 12. september 1967,
VÍSIR
lltgefandi: Blaðaútgaran viau\
Framkvæmdastjórl: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþör Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr 100.00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prents...iðj£ Visis — Edda h.f.
Þjóðarlösfur
J>eir Islendingar, sem orðnir voru fulltíða um 1940,
ólust flestir upp við skilyrði svo gerólík því, sem yngri
kynslóðin þekkir, að segja má að um tvo heima sé þar
að ræða. Þær breytingar, sem urðu á þjóðlífinu á
styrjaldarárunum, komu svo snöggt, að jafnvel þeir,
sem komnir voru til vits og ára, áttuðu sig ekki á þeim
strax og flutu sumir hugsunarlítið með straumnum
inn í hina nýju veröld. Aðrir héldu vöku sinni, vildu
ekki rjúfa tengslin við fortíðina, gerðu sér grein fyrir
bæði kostum og göllum breytingarinnar og héldu fast
við fornar dyggðir. Þeir, er enn lifa úr þeim hópi, telja,
að þrátt fyrir allar framfarirnar og stórbætt lífskjör
á öllum sviðum, hafi andlegur og siðferðilegur þroski
þjóðarinnar ekki vaxið að sama skapi. T. d. séu
skyldurækni og ábyrgðartilfinning almennt minni
en áður var.
Þessi skoðun kom skýrt fram í þættinum „Þrándi
í Götu“ hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Þar sagði
m. a.: „Við getum ekki neitað því, að undanfarið góð-
æri hefur alið upp í okkur vissa lesti. T. d. hefur gífur-
leg eftirspurn eftir vinnuafli samfellt í mörg undan-
farin ár haft það í för með sér, að hin áður þjóðlega
stundvísi og samvizkusemi hefur beðið alvarlegan
hnekki. Víða á vinnustöðum, þar sem vinna byrjar
klukkan átta, er man:.skapurinn ekki kominn til
vinnu fyrr en hálftíma eða klukkutíma síðar. Og þó
að nú í seinni tíð hafi verið tekin upp notkun á stimpil-
klukkum, þá orsakar almenn óstundvísi mjög slæma
nýtingu á dýrum vélum og húsnæði. Ef um ákveðin
verkefni er að rseða, sem Ijúka verður, þá getur óstund
vísi orsakað beint aukið eftirvinnuálag á hærra kaupi.
Góðu árin hafa einnig orsakað lélegri vinnubrögð,
ýmsir leyfa sér kjaftatarnir m. a. í síma viðkomandi
fyrirtækja, í skjóli þess, að vegna vöntunar á vinnu-
krafti, þá sé þessi slóðaskapur látinn átölulaus. En
versti ósóminn er misnotkunin á veikindadögunum,
sem allir vita að eru stórkostlega misnotaðir, þó að
erfitt sé að bæta þar um“.
Svo mörg eru þau orð, og þau eru raunar fleiri. Hér
er ljót lýsing á ástandinu, en því miður mun hún koma
allt of vel heim við reynsluna á mörgum vinnustöðum.
Þetta er orðinn þjóðarlöstur. Trúmennska í störfum
og umhyggja fyrir hag þeirra, sem hjá er unnið, þyrfti
áreiðanlega að vera meiri í voru landi en raun ber
vitni. Það er orðinn of almennur hugsunarháttur, að
heimta sem mest af öðrum, en leggja sem minnst
fram sjálfur. Þetta þarf að breytast aftur, og má í því
sambandi taka undir orð „Þrándar í Götu“ í fyrr-
nefndu spjalli: „Hvernig væri að stéttarfélögin tækju
þátt í að hefja áróður í þessu skyni?“
Póllandsheimsókn de Gaulle
De Gaulle Frakklandsforseti
er í oplnberri heimsókn í Pól-
landi svo sem getiö hefur verið.
Hann átti þegar eftir komuna
tal við forsetann og helztu ráð-
herra og fara lokaviðræöur
þeirra um sameiginleg vanda-
mál og heimsvandamál fram
rétt fyrir lok heimsóknarinnar.
De Gaulle hefur verið ákaf-
lega vei fagnað í Póllandi, enda
hefir árum og öldum saman ver-
ið um órofa vináttu — og
menningartengsl að ræða milli
Pólverja og Frakka. De Gaulle
var líka tekið með fögnuði hvar
vetna þar sem hann hefir kom-
ið í heimsókn sinni, fyrst i
Varsjá, síðar í öðnrni pólskum
bæjum, þeirra meðal bæjum
sem fyrr voru þýzkir, en nú eru
„eins pólskir og það, sem ég
hefi pólskast séð“ eins og haft
er eftir de Gaulle. Hann heim-
sótti fyrrverandi fangabúðir
þýzkra nazista f Auschwitz, þar
sem milljónum Gyðinga var tor-
tímt af nazistum í síðari heims-
styrjöld. í gestabók þar skrifaði
de Gaulle: Hvílikur harmur!
Hvilik viröing! Hvilik von fyrir
allt mannkyn!
I ræðum sínum í Póllandi hef-
ir de Gaulle verið einarður og
opinskár sem jafnan. 1 einni
lýsti hann yfir óbreyttri afstöðu
Frakklands til landamæra Pól-
lands og Þýzkalands (Oder-
Neisse-línan svonefnda). Þau
landamæri viðurkennir ekki
Vestur-Þýzkaland. Um þau hef-
ir ekki verið samið, enda ekki
friðarsamningar gerðir. Þýzka-
landsvandamálið er óleyst. En
líklega dettur fáum í hug, að
þessum landamærum verði
breytt, nema ný röskun veröi á
landamærum álfunnar af völd-
um .nýrrar styrjaldar.
í annarri ræðu talaöi de Gaulle
á þann veg, að það var skilið
sem hvatning til sjálfstæðari
utanrikisstefnu. Og svo var bú-
izt viö, að hann myndi ræða
ýtarlegar ýmislegt, sem hann
I NTB-frétt segir, aö nýstofn-
að félag ætli að stofna verk-
smlðju til framleiöslu á sildar-
mjöli, sem minni fita er i en
í venjulegu sfldarmjöli. Vélar
verða keyptar frá Þýzkalandi.
Verksmiðjan verður á Eiger-
ey og gert ráð fyrir 100 lesta
afköstum af mjöli á dag. Sölu-
möguleikar eru betri fyrir slikt
sildarmjöl en venjulegt, vegna
hafði drepið á í ræðum sínum
— og um er deilt, — er hann
ávarpaði þjóðþingið.
Endurreisn evrópskrar einingar.
1 ræðu þeirri, sem de Gaulle
flutti á pólska þinginu, hvatii
hann til samstarfs milli Póllar.ds
o.g Frakklands, þegar um væri
að ræða endurreisn evrópskrar
einingar.
Gomulka, pólski flokksleiðtog
inn, sagði i gær, að Pólland væri
reiðubúið að koma tengslum sfn
um vi ðVestur-Þýzkaland f eöli-
legt horf, ef opinber vestur-
þýzk stjómmálastefna yrði r-■:s(
frá grunni á nýjum, raunhæfum
sjónarmiöum.
þess að það hentar betur sem
kúafóður, þar sem enginn keim-
ur verður af mjólkinni, en sá
ókostur fylgir venjulega síldar-
mjölinu.
Ekki er hægt að nota mjöl-
ið til manneldis.
Sams konar verksmiðja, með
minni framleiðslugetu, er a
Karmöy.
Norðmenn reisa síldarverk-
smiðju til framleiðslu á
mjöli, sem í er minni
fifa en venjulega