Vísir - 23.09.1967, Side 9
VÍSIR . Laugardagur 23. september 1967.
„Mikil spenna í mótinu
og einn fór að gráta44
RÆTT VIÐ ÞRJÁ MEÐLIMI ISLENZKU BRIDGESVEITARINNAR
Frammistaöa íslenzku sveitarinnar á hinu nýafstaðna
Evrópumóti í bridge vakti mikla athygli, bæöi meðal áhuga-
manna um spilið og hinna, sem aldrei hafa snert á spilum.
Slíkur áhugi hefur ekki gripið um sig síðan Friðrik Ólafs-
son, skákmeistari, tefldi á skákmótinu í Hastings forðum
daga.
Þegar hæst hóaði — íslendingarnir komust í þriðja sætið
og blönduðu sér í baráttuna um annað sætið, þegar aðeins
nokkrar umferðir voru eftir — varð mörgum landanum létt-
ara í skapi, eftir þá miklu ósigra, sem Islendingar höfðu
beðið fyrir erlendum á öðrum vettvangi. Það vó upp á móti
þeirri minnimáttarkennd, sem farin var að grípa um sig,
og þrátt fyrir endalokin (ísland endaði I 7. sæti) þóttust
menn sjá, að íslenzkir spilamenn væru til, sem stæðu bridge-
mönnum annarra þjóða ekki að baki.
„Okkur skorti aðeins
reynslu...
í spilamennsku á stórum
mótum“, sagði Þórður Jónsson,
fararstjóri og fyrirliði íslenzku
sveitarinnar, þegar Vísir hitti
hann aö máli á skrifstofu Bruna-
bótafélagsins, eftir komu þeirra
af mótinu.
„Við höfum ekki tekið þátt i
stórum mótum síðustu árin og
það gerði herzlumuninn.
Reynsla, eins og sú sem fæst af
svona móti, er mjög dýrmæt.
Nú fengu strákarnir traust á
sér. Sáu það, að þeir voru í raun-
inni ekkert siðri hinum, og slíkt
er afar mikilsvert."
„Var mótið mjög erfitt?"
„Já, mjög erfitt. Það var
mikil spenna sem lá í loftinu,
og menn lögðu mikiö á sig, enda
kom þaö fyrir, aö reyndir spila-
menn brotnuðu hreinlega. ef
svo mætti segja. Spilamenn,
eins og Jean Besse, hinn sviss-
neski, sern nálgast það að vera
atvinnuspilamaður, því hann
spilar svo mikið. Spilamennska
hans í leiknum við eina sveitina
líktist einna helzt því, að hann
hefði gefizt upp. Hann spilaöi
heldur ekki síðustu leiki móts-
ins.
Það var líka harka i mótinu.
Hver og einn ætlaði sér að ná
efsta sætinu með öllu mögu-
legu móti, en samt ríkti þarna
góður íþróttaandi. Hinn sanni
íþróttaandi og mótiö var til
mestu fyrirmyndar, sem írarnir
máttu vera hreyknir af. Þaö
var þeim til sóma.“
„Var margt manna sem sótti
mótið?"
„Þaö voru þátttakendurnir
allir, sem var nú allstór hópur,
síðan blaðamenn, starfsfólkið
allt og heimamenn. Ég veit ekki
um feröamenn, en ,þeir munu
hafa verið einhverjir, aðallega
þó frá Bretlandseyjunum. Það
var ákaflega margt starfsfólk.
200 heyrði ég sagt og allt sjálf-
boðaliðar, aðeins 16 launaðir,
sögðu þeir. Öllum fóru verkin
vel úr hendi. Það brá aldrei
neitt út af.“
„Voru margir kunnir spila-
menn sem komu á mótið til
þess að fylgjast með?“
„Terence Reese var þama og
skýrði spilin út á „Ramanu"
(tafla, sem spilahendur eru
sýndar á) og svo spilaöi Bella-
donna, ítalinn, þama á mótinu.
Hann var aðalaðdráttarafliö,
enda ákaflega sjarmerandi mað-
ur. Skemmtilegur spilamaður.
Þær sóttu að borðinu hjá honum
mikið frúmar og eiginhandarrit-
unar-safnarar.“
„Hvernig er að vera farar-
stjóri og fyrirliði á svona móti.
Erfitt starf? Kannski margir
fundir með fyrirliöum hinna
sveitanna?"
„Það var svo sannarlega ekki
erfitt verk aö vera fararstjóri
strákanna. Maður vissi ekki af
þessu. — Nei. Við héldum enga
fundi. Það var opin skrifstofa
á mótinu, þar sem maður gat
fengið allt, sem menn vanhag-
aði um. Fleiri afrit af safnkerf-
um andstæöinganna, mótsregl-
umar og allar upplýsingar."
„Ekkert málaþras vegna
þeirrar afstöðu Líbanon-mann-
anna, að vilja ekki spila við
ísraelsmennina?"
„Nei. Við vissum ekki af því.
Þar réöi bara Salómonsdómur.
Líbanon fékk 0 og ísrael vinn-
ing, sem að einhverju leyti var
miðaður við þeirra fyrri árangur
á mótinu. Það er til samþykkt
frá Varsjá, sem gengur i gildi
1968. Samkvæmt henni verður
búið sv'' um hnútana, að sér-
hvert lið veröur að skuldbinda
sig til þess að spila sína leiki,
ef það vill fá þátttökurétt."
„Voru einhverjar sérstakar
mótsreglur, aðrar en hinar gild-
andi alþjóðaspilareglur og siða-
lögmál?“
„Allar samræður við spila-
borðið skyldu fara fram á ensku,
en það hefur verið tekið upp á
mótum áður. Þeim veittist það
erfitt sumum. Sérstaklega Suö-
ur-Evrópubúunum, þegar þeim
hitnaði í hamsi. — Annars
sögöu írarnir mér eftir á, að
strákarnir okkar hefðu fengiö
orð á sér fyrir sérlega góða
„borðsiði". Þess varö aldrei
vart, að þeir hreyttu ónotum í
makker sinn, eða að þeir gerðu
yfirleitt nokkuð, sem orkað
gæti tvímælis."
„Einn fór að gráta!“
„Víst vorum við heppnir í
sumum spilunum".
Blaöamaöur Vísis hitti Eggert
Benónýsson á heimili hans og i
vinnustofu sinni sagði Eggert
honum undan og ofan af mót-
inu.
„Við vorum til dæmis heppnir
í byrjuninni á leiknum á móti
Frökkum, einni sterkustu sveit-
inni á mótinu. Það hafði tölu-
verð áhrif á allan leikinn við þá.
Eggert Benónýsson.
Því, — sjáðu til! — þeir erú svo
miklir „stemningar“menn og
það hafði slæm áhrif á þá, hvern
ig gekk í byrjuninni. Töpuðu
fyrstu spilunum á yfirmelding-
um — fóru of hátt — en okkur
tókst vel upp í vöminni, svo
þeir urðu óstyrkir vegna þessa
og melduðu ekki nógu fast í
seinni spilunum.
Annars var spennan mikil á
mótinu og ég held að tapið í
lokin hjá okkur hafi orsakazt
af taugaspennunni. Við vorum
svo óvanir svona stórum mót-
um“.
„Já, ég las í einu erlendu
blaði, að einn hafi fallið saman
á mótinu. Ekki þolað tauga-
spennuna“.
„Já, alveg rétt. Hann fór að
gráta einn Belgíumaðurinn í
leiknum við Itali. Hann hafði
víst spilað niður hálfslemmu,
sem ftalimir höfðu ekki farið í,
en þetta var í enda leiksins og
vakti ekkert uppistand. — Þeir
voru eitthvað að tala um það,
að hún hefði líka farið að gráta,
ungfrú Gordon, sem spilaði i
kvennaflokki fyrir England. —
Hafði víst tapað game og oröið
svona um það. Það er mikil
spenna í svona mótum“.
„Missti nokkur stjóm á sér í
leikjum við ykkur?“
„Nei, það kom aldrei fyrir.
Einn ísraelsmaðurinn varð þó
einu sinni dálítið niðurdreginn
og tautaði eitthvað um það, að
þessar slemmur okkar væru hon
um algjör martröð. Það var þó
ekki að tala um að missa neina
stjóm á sér. Ég heyrði hann
bara tauta þetta“.
„Nú! Hvað var að slemmun-
um?“
„Það var ekkert að þeim, ann-
að en að hann hafði doblað aðra
með tvo ása i vörninni, og við
vorum svo meö eyðu. Ég hafði
veriö með:
4 Á-x-x-x-x
V D-G-x
♦ - - -
4> G-x-x-x-x
og Stefán opnaði á einu laufi,
en þessi ísraelsmaður doblaði
og ég sagði einn spaða. Hinn
sagöi tvo tígla og Stefán tvö
hjörtu. ísraelsmaðurinn sagði
þrjá tígla og af því að sagnir
Stefáns komu svo vel heim við
mín spil, þá sagði ég hálfslemm
í laufi, en ísraelsmaöurinn dobl-
aöi. Hann átti nefnilega hjarta-
ás, tígulás og tígulkóng og eitt-
hvað af spaðamannspilum, en
slemman stóð. Þetta fékk dálítið
á hann og næst þegar við fórum
í slemmu, þá lét hann vera aö
dobla, þótt hann langaði til þess.
Enda stóö hún líka. Þá var það,
sem hann tautaði eitthvað um
martröð".
„Hvernig var mótinu þarna
hagað til? Spiluðuð þið í tveim
sölum eöa fleiri herbergjum?“
„Þaö spiluðu allir í sama lok-
aða salnum og allir í sama opna
salnum bg síðan var „Bridge-
0-rama“, þriðji salurinn, þar
sem áhorfendur gátu fylgzt meö
spilunum á töflu og sá leikur,
sem sýndur var á töflunni, var
spilaður í sérherbergi. — Þeim
fórst þetta allt vel úr hendi,
írunum. Mótiö fór ákaflega vel
fram. Þó reyndist þeim það ekki
kostnaöarsamt, eftir þvi sem ég
heyröi. Aðeins um 12 þúsund
sterlingspund og dýrasti liður-
inn líklega lokaveizlan, en í
henni tóku þátt um 700 manns.
Allt starfsfólkið, blaðamenn og
þátttakendur".
„The Fighting Iceland-
ers“
„Þeir kölluöu okkur „The
Fighting Icelanders" á mótinu,
Þ-e.a.s. hina vígreifu Islendinga,
þvi við unnum alltaf seinni hálf-
leikinn. Það var sama, hvernig
fyrri hálfleikur fór, alltaf unn-
um við seinni hálfleikinn."
Símon Símonarson, einn ís-
lenzku keppendanna brosti að
hugsun sinni um leið og hann
sagöi þetta.
„Þaö var þó örlítið sárt að
vera svona nærri, en enda svona
En svona er gangurinn í þessu
og við hugguðum okkur við það,
að við urðum þó alltaf Mont-
rose-meistarar“.
„Montrose-meistarar ? ? ?“
„Já. Við vorum fjórar eða
fimm þátttökusveitimar, sem
bjuggum á Montrose-hótelinu,
Símon Símonarson.
og við unnum hinar allar stórt,
þegar við spiluðum við þær á
mótinu og uröum þannig hæst-
ir innbyrðis þessara Montroses-
sveita. — Við sögðum þetta nú
bara til þess að hugga okkur
sjálfa. — Annars var þaö
reynsluleysi, sem háöi okkur.
Maður fann það, hvaö maður
hafði gott af æfingaleiknum við
Israelsmennina og skozka Gyö-
inga, sem við spiluðum við í
Glasgow, áður en við fórum i
mótið. Bara sá leikur hjálpaði
talsvert. Þeir buðu okkur að
spila við sig, þessir Skotar,
sem höfðu sinn sérstaka klúbb
fyrir utan Glasgow og virtust
vera alveg sér og utan við hina
klúbbana. — Seinna sáum viö
þá á mótinu sem áhorfendur"
„Þið eigiö þó fleira ánægju-
legt til endurminninga frá mót-
inu? Ég trúi ekki öðru“.
„Jú, jú. Þaö var náttúrlega
ýmislegt. Ég skal segja þér frá
einu, sem mér þótti virkilega
vænt um. Það var sko sæt
hefnd.
Það var þannig, að fyrir ein
um fimm árum síðan, held ég.
komu hingað Hollendingarnir
Slavenburg og Kreyns. Þessir.
sem urðu heimsmeistarar í tví-
n.anning í fyrra. Þá spiluðum
við Þorgeir við þá og í einu
spilinu unnu þeir doblaða og re-
doblaða tvo spaða, en í ljós kom
svo .eftir á, að viö Þorgeir hefö-
um getað unnið game í spilinu.
Slavenburg hafði þá „blöff“-opn
að á okkur.
Nú í mótinu hins vegar unn-
um viö Þorgeir eitt sinn dobluð
og redobluð tvö Iauf á móti
þeim ,og það kom í ljós, að þeir
hefðu gotað unnið game í hjarta-
lit á þessi sömu spil, enda okk-
ar menn í því á hinu borðinu.
— Þetta jafnaði dálítið gömlu
skorina. — Slavenburg mundi
líka eftir hinu spilinu, sem við
spiluðum hér heima fyrir fmm
árum, svo að við höfðum allir
gaman af.
Öðru spili man íg eftir, þó
það væri ekki svo merkilegt og
kannski ekki til þess falliö aö
auka hróður minn, en það var
í leiknum á móti Tékkum. Þor-
geir opnaði á tveimur laufum,
sem þýddi hjá honum: a)fjögur
spil í þrem litum og einspil í
þeim fjórða, b) fjögur spil í 2
litum fimm spil í þriðja og eyöu
í fjórða. Auk þess sýndi þetta
11—16 punkta.
Nú var ég með:
4 x-x
V Á-K-D-x
♦ D-x-x
Jf, Á-D-x-x
og átti auðvitað von á því, að
slemma væri í spilinu, en þeg-
ar ég sagði tvö grönd og Þor-
geir svaraði þrjú hjörtu, sem
Frh. á bl 10.
9 ,