Vísir - 26.09.1967, Page 3

Vísir - 26.09.1967, Page 3
V í SIR . Þriðjudagur 26. september 1967, 3 Sex þúsund tonn „af Mos fellssveit" eru flutt til Reykjavíkur daglega Fyrir nokkru síðan sátu tveir rithöfundar i stofu annars þeirra uppi í Msofellssveit. Eins og gefur aö skilja ræddu þeir saman um landsins gagn og nauðsynjar. Meðal annars barst tal þeirra að hinum miklu mal- arflutningum sem eiga sér staö úr sveitinni til höfuðborgarinn- ar. Varð þá heimamanninum að orði, eitthvað á þessa leiö: „Þeir eru að keyra fósturjöröinni til Reykjavíkur". Kannski finnst sumum þetta skemmtilega að orði komizt, en fyrmefndur rithöfundur hefur sjaldan átt í erfiöleikum með aö koma fyrir sig orði og jafnvel hlotið hin dýrustu verölaun fyr- ir orðasamsetningu sína. Sé betur að gáð, kemur í ljós að fyrrgreind setning á við tals- verð rök að styðjast, en stöðug- ur straumur malarflutningabif- reiða er nú úr Mosfellssveit til Reykjavíkur. Áður þóttu það lítil jarðhlunn indi í Mosfellssveit, ef miklir melar eða aðrir berangrar voru innan marka þeirra. En nú hafa hlutimir snúizt við og eru nú melarnir orðnir að peningum, ef svo mætti að orði komast og er möl sú sem þar er tekin og flutt til Reykjavíkur mæld í tunnum og kostar hver tunna þó nokkrar krónur, en misjafnlega mikið, eftir því hve gæði efnis- ins eru mikil ... hvort þaö er notað í steypu eða til uppfylling- ar. Hvert malarfyrirtækið á fæt- ur öðru hefur skotiö upp koll- inum en þau hafa „lifað“ mis- jafnlega lengi, eins og svo mörg önnur útgerðarfyrirtæki, og kannski stofnuð af lítilli fyrir- hyggju og enn minni þekkingu á væntanlegum viðfangsefnum. En stofnendurnir hafa flestir átt þann sameiginlega draum, að græða fé á skömmum tíma. Bændur þeir sem leigt hafa að- stöðu til malartekju á landar- eign sinni, eða selt námuréttind- in; hafa aftur á móti litlu þurft aö hætta til, þeirra er ríkið, mátturinn og dýrðin 1 líki pen- inga fyrir hverja malartunnu. I gagnfræðaskólanum að Brú- arlandi er lítill vinnufriður fyrir nemendur eða kennara, en þjóðvegurinn liggur utan við gluggana á kennslustofunum. Stöðugur straumur háværra bif- reiða hefur truflandi áhrif á kennsluna, eins og nærri má geta, og auk þess titrar húsiö , hvert sinn sem stórar bifreiðir fara um veginn, en það skeður á hverri einustu mínútu. Húsfreyjur sem ætla gang- andi í verzlanir sveitarinnar eiga það á hættu að lenda í stööugum rykmekki alla leiðina, eða því sem verra er, ef blautt er veður, þá er vegurinn eitt for- arsvað og hinar stóru bifreiðir senda frá sér aurúðann og slett- urnar í allar áttir. Um hættuna af völdum þessarar gífurlegu umferðar þarf ekki að ræða, en margir bifreiöarstjóranna sem um veginn fara, sinna ekki skiltum þeim sem banna framúr akstur í þéttbýlinu. En við skulum halda okkur við upphaflegt efni þessarar greinar, og reyna að fá svar viö þeirri spumingu hve mikið magn af möl sé flutt úr Mos- fellssveit daglega. Vísir átti leið um þrjár malarnámur i Mos- fellssveit á dögunum. Fyrsta náman sem hann kom í var á Leirvogstungumelum. Þar hefur Reykjavíkurborg námuréttindi og voru þar tvær ámoksturs- skóflur, af þremur, að störfum. Við höfðum tal af einum manninum sem mokar á bifreið- irnar og spurðum hann hversu mikið magn af möl færi á bif- reiðirnar að meðaltali og bjóst hann við að það væri nálægt átta tonnum. Við spurðum hann hversu margar bifreiðir þeir mokuðu á daglega svaraði hann því til að þær væru ,um 300, en 1 þeir hefðu komizt hæst í að' moka á 470 bifreiðir á einum degi. Ef, við reiknum með að 300 bifreiðir fari á dag úr þessum gryfjum með átta tonn hver, flytja þær hvorki meirra né minna en 2400 tonn af Mosfells sveit til Reykjavíkur daglega. Næst komum við í námur sem Sandur og möl h.f. reka í landi Helgafells. Þar voru yfir 30 bifreiðir í akstri þann daginn, en það er óvenjumikið. Ef við reiknum með sama magni á hverri bifreið og hver þeirra fari 15 ferðir daglega þá er magniö sem þær flytja á einum degi 3600 tonn. Ef við leggjum þessar tvær tölur saman þá eru flutt úr þessum tveim námum um það bil 6000, sex þúsund tonn dag- lega. Þá er eftir að telja eina námu til viðbótar, en hana á Mos- fellshreppur sjálfur, en lítið mun vera tekið af möl úr henni um þessar mundir. Það er annars um námur þess- ar að segja að mjög er misjafn- lega um þær gengið. 1 námu þeirri sem Sandur og möl h.f. rekur, er mikið af rusli og staf- ar það af því að á stríðsárun- um var geysistórt braggahverfi á melunum (Helgafells-hospital). Þegar braggarnir höfðu verið rifnir var járnplötunum safnað aaman og þær grafnar í jörðu. Nú hefur aftur á móti verið grafið í kringum þessar fyrr- verandi gryfjur og eru þær „orðnar aö hólurn", ef svo mætti segja og standa kolryðgaðar járnplöturnar út úr þeim hér og þar og getur stafað mikil hætta af þeim, ef þær losna og ná að fjúka, eins og dæmi eru til fyrir. Einnig var á þessu svæði mikið af steyptum bragga grunnum og hafa þeir fengið að eiga sig á svæðinu þar til núna aö búið er að grafa í kringum þá og hafa sumir þeirra fallið niður og liggja brotin á víð og dreif, eöa í ólögulegum hrúgum um svæöið. Fyrir nokkru siðan voru fjar- lægðir tveir skúrar sem land- eigendur í Mosfellssveit höföu sett á lóðir sínar og ætluðu að gera íbúðarhæfa sem sumarbú- staði. Ekki var þeim veitt leyfi til að láta skúrana standa á landi sinu og voru þeir loks fjarlægðir af hreppsyfirvöldun- um. Það væri ekki úr vegi fyrir svo dugmikla hreppsnefnd að hún skikkaði þá sem námurétt hafa í Mosfellssveit (eða eigend- ur námanna), til að sjá um að Frh. á bls. 13. Leifar af einu „milljónafyrirtækinu“ í Mosfellssveit. Braggaleifamar hafa verið grafnar upp að nýju og liggja sem hráviði um allar trissur. Fimmtán vörubifreiðir biðu ámoksturs við eina skófluna þegar blaðamanninn bar að. * ’ t i p Þetta er ekki mynd af þyriu í Hvalfiröi. Þetta er „landslag gert af mannahöndum“.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.