Vísir


Vísir - 26.09.1967, Qupperneq 5

Vísir - 26.09.1967, Qupperneq 5
V1 S IR . Þriðjudagur 26, september 1967. Sláturmaturinn kominn á markaðinn Nú er nýja kjötið væntan- legt innán nokkurra daga og ný svið, lifur, nýru og hjörtu eru komin í verzlanir. 1 dag var byrjað að selja sláturmat, þ. e. vambir, blóð og mör fyr- ir þær húsmæður, sem ætla að taka sjálfar slátur. Kjöt- súpan verður líklega vinsæl- asti rétturinn á reykvískum heimilum næstu vikur, og á- samt uppskrift af kjötsúpu eru hér nokkrar uppskriftir af góðum réttum úr innmat, — og ein af blóðmör. krauma með smátt skornum hvítkálsræmum í hálfa klst. Þétt lok haft yfir pönnunni. Sósa gerð úr soðinu og borið fram með rófnastöppu. FYLLT HJÖRTU. Ný hjörtu eru mjög góð fyllt með grænmeti, og er þá tilvalið að nota þær grænmetistegundir, sem ódýrar eru um þessar mund ir, t.d. púrrur, hvítkál og gul- rætur. Bezt er að brytja hvft- kálið og gulræturnar og sjóða það dálitlu stund. Púrrumar ar og kryddað með salti, pipar og papriku og hjörtun síðan fyllt meö jafningnum. Hjörtun em síðan sett í pott og vatn látiö í svo að næstum fljóti yfir. Soð- ið í 50 mínútur við vægan hita. Sósa gerð úr soðinu og borið fram með kartöflustöppu. mjöli og er þá notaður 1 1. blóö og 1 kg. mör. 2—3 dl. vatn er blandað sigtuöu blóðinu og y2 msk. sait sett út í. Mörinn er hreinsaöur og brytjaöur. Mjöl- inu blandað út i blóðiö og síðan mörnum og hræran sett í kepp- ina, sem hafa legið dálitla stund í saltvatni. Keppirnir eru hafðir hálffullir og saumað er fyrir þá og þeir settir í sjóðandi vatn. Pikkað í þá með nál um leiö og þeir fljóta upp, og soðið í ca. 3 klst. dálítið hvítkál ef vill. Einnig er mjög gott að sjóða blómkál í stað hvítkálsins, en blóm- kálið má ekki setja í kjötsúp- una nema rétt síðustu mínút- urnar áður en hún er tekin úr pottinum. Þegar búið er að setja grænmetið út í er allt soðiö í 40 mínútur. Gott er að klippa steinselju yfir súpuna um leiö og hún er borin fram. BLÓÐMÖR. Flestar konur sem á annaö borð taka slátur á haustin, hafa sína eigin uppskrift, og er æði mismunandi hvernig hlutföljin eru á milli blóðs, rúgs og haframjöls uppskriftunum. Ef slátrið á að vera þétt, er notaður mikill rúgur og ekkert hafra- mjöl, en í staðinn dálítiö hveiti. Mörgum þykir gott að setja rúsínur í slátrið, og þá sérstak- lega ef slátrið er borðaö nýtt, en ekki þarf að frysta það eða súrsa. Ein ágæt uppskrift gerir ráð fyrir að notað sé 500 gr. rúgmjöl á móti 300 gr. hafra- LIFUR í OFNI. Lifur er mjög góð steikt í ofni, og meðan hún er ný og bragðmikil varðveitist bragðið betur þannig en sé hún steikt á pönnu. Er liftrin sett í smurt mót eftir að hún hefur verið skorin i sneiðar. Brytjuðum lauk er stráð yfir. Mjög gott er að setja nokkrar flesksneiðar ofan á, en þó kann flestum að þykja þaö óþorfi meðan lifrin er alveg ný. Papriku sem skorin er í sneiðar, er dreift yfir lifrina og salti og pipar stráð : og dálitið vatn sett í mótið. Steikt við lágan hita i hálfa klst. Mjög gott með soðnu blómkáli og kar- töflustöppu. Búa má til sósu úr soðinu og er laukurinn þá hafður í sósunni, sem er borin fram sér en paprikunni dreift yfir lifrina. þart ekki að sjóöa, en láta krauma örlitla stund í smjöri. Síðan er hvítkálið og gulræt- urnar settar saman við púrrurn- Kjötsúþugerð Islendinga hef- ur lítið breytzt undanfarna ára- tugi og jafnvel þótt grænmetis- úrvalið sé nú miklu meira en það var fyrir 30 árum, mun sjald gæft að notað sé annaö græn- meti í hina íslenzku kjötsúpu en r jfur, gulrætur og hvítkál. Auð- vitað er okkar gamla góða kjöt- súpuuppskrift ágæt, en þar sem gera má ráð fyrir að kjötsúpa verði mjög mikið á borðum næstu vikumar, væri ekki úr vegi að reyna dálitla fjölbreytni í kjötsúpugerðinni, svo að eng- inn veröi nú leiður á henni. — Flestar húsmæöur reyna aö mat reiða lambakjötiö sem mest soö- iö meðan það er glænýtt, en eft- ir því sem líður á veturinn er það frekar boröað steikt og þá meira kryddað, þar sem það er aldrei eins bragðmikið og með- an þaö er nýtt. Nýjar grænmet- istegundir, sem um þessar mund ir em ódýrar eru t. d. púrrur og rauö paprika, og eru þær mjög góðar til bragðbætis í kjöt súpuna. Er þá gert ráö fyrir að kjötsúpan sé matreidd á vana- legan hátt, um það bil 1 kg súpu kjöt á móti 2 1. af vatni er sett í pott og þegar suðan kemur upp er froðan veidd ofan af og síðan kryddað og soðið í 15 mín. Þá em 40 gr. hrísgrjón sett út í vatniö og soðið í aðrar 15 mín. Á meðan eru rófur og gulrætur skafnar og skornar í bita og púrran þvegin og skorin þvers- um í litla bita. Paprikan er skorin í ræmur, en gert er ráð fyrir að ein púrra og ein paprika nægi í þessa uppskrift. Sjóða má af- hýddar kartöflur í vatninu og Aströlsk j kona óskar j eftir penna- vini á Islandi \ Vlnnuvélar tll lelgu 1 BIBtí Rafknúnir múrhamrar með borum og fleygum. - Stelnborvélar. ■ Steypuhrærivélar og hjólbörur. - Raf-og benzinknúnar vatnsdaelur. Víbratorar. - Stauraborar. - Upphltunarofnar. - Kvennasíðunni hefur borizt bréf frá húsmóður á Nýja Sjá- landi, sem hefur áhuga á að skrifast á við fslenzka konu. Kona þessi heitir Shirley Smith og er 33ja ára gömul. Hún kveðst hafa áhuga á sauma- skap, garðrækt og í frístundum horfir hún á sjónvarp og safnar frímerkjum fyrir böm sín, sem em 7 og 8 ára gömul. Um þetta leyti er vor í Nýja Sjálandi og frú Shirley er búin að planta og sá mörgum grænmetistegund um í garðinn sinn. Vonandi hef- ur einhver íslenzk kona áhuga á að skrifa frú Shirley en heim- ilisfangið er: Trúin flytur fjöIL — Við 'lytjum allt annaö NÝRU MEÐ HVÍTK. LI. 350 kr. nýru eru hreinsuð og skorin i litla bita. Velt upp úr hveiti og dálitlu kryddi stráð yfir. Steikt í smjöri á pönnu. Vatni hellt yfir pönnuna og látið ROTHO GARÐHJÓLBÖRUR komnar aftui, lægsta fáanlega verð 70 ltr. kr. 895.— Kúlulegur, loft- fylltir bjólbaröar, vestur-þýzk úr j/uá valsvara. Varahlutir Póstsendum 1 'jjf tNGÞÓR HARALDSSON H.F Snorrabraut 22. sími 14245. FERÐIR - FERÐALOG MRS. SHIRLEY SMITH, 628 Te Atatu Road Te Atatu, Auckiand 8, New Zealand. IT-ferðir — Utanferðir — fjölbreyttar. Lágu fargjöldin 15. sept. IT fargjöldin til 31. okt. Hagkvæm viðskipti. Almenn ferðaþjónusta. LAUGAVEGl 54 SlMAR 22875-22890 YMISLEGT YMiSLEGT

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.