Vísir - 26.09.1967, Side 7

Vísir - 26.09.1967, Side 7
VlSIR . Þriðjudagur 26. september 1967. morgun útlönd í morgun útlond í morgun útlönd í raorgun útlönd Ayub Khan, þjóðarleiðtogi Pakist- an, er í Moskvu í nokkurra daga opinberri heimsókn sámt utanrík- isráðherra sínum, Shari-Fuddin Pirzada. — Talið er, að rætt mimi verða urn aukna vopnasölu frá Sov- étríkjunum til Pakistan og aukna efnahagsaðstoð. D Sennilegt er, að 150 manns hafi drukknað, er ferja með 200 manns^ rakst á sker í Gangesfljóti s.l. föstudag. □ 52 þingmenn fulltrúadeilrar þjóðþings Bandaríkjanna hafa hvatt til endurathugunar á Vietnamstefnu stjómarinnar. Findlay, republikani frá Illinois, sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að fulltrúa- deildin hafi ekki gripið inn í Viet- nam-styrjöldina síðan er svo köll- uð Tonkinflóa-ályktun var gerð 1964, en Johnson forseti hefur haldið því fram, að pieö henni hafi fulltrúadeildin fallizt algerlega á stefnu stjómarinnar. Findlay sagði, að styrjöldin hefði að ö.llu leyti tekið gerbreytingum frá því sam- þykktin var gerð. tl Kairóútvarpið skýrði frá því I gær, að þjóðernissamtökin Flosy og NLF í Suður-Arabíu heföu fallizt á að hætta innbyrðis fjandsamlegum aðgerðum. Þau hafa átt í blóðugum bardögum að undanfömu og her S.-A. reynt að fá leiðtoga þeirra til að sættast. Bretar gera sér vonir tm einingu og samkomulag úm stjórnarmyndun og ef svo verður kann Suður-Arabía að fá sjálfstæði fyrr en áður var ákveðið (9. jan.) ^ Le Than Nghi vara-forsætis- ráðherya Noröur-Vietnam er i Moskvu og hefúr rætt við Kosy gin um hernaðarlega og efna- hagslega aðstoð við N.V. Slík- ur sáttmáli hefur verið undir ritaður af forsætisráöherra N. V. og Ri.meníu. Varaforsætisráð herrann kom' til Moskvu frá Kúbu þar sem sgmstarfssáttmáli var undirritaður 15. sept. j>Launþégar í Aþenu eru 1.148. 000 eöa 20.000 fleiri en á sama tíma í fyrra. Egyptar sagðir hafa hætt við inn- rás / ísrael fyrir áeggjan Rássa Blaðið Intemational Herald Tribune (gefið út ásamt The New York Time.s og The Wash- . ington Post) birti á forsíðu ný- lega fréttapistil frá Madrid þess efnis, að Sovétríkjunum hafi tek izt að fá Egypta til þess að hætta við áformaða innrás í ísrael 5. júní, aðeins 30 klukku- stundum áður en hún átti að hefjast. Fréttaritarinn Tad Szule hefir þetta eftir stjómmálamönn um í Madríd, sem hafa upplýs- ingar sínar frá Kairo ,eða frá stjómmálamönnum (sendiráðs- mönnum), sem bezt skilyrði hafa til þess að fylgjast með gangi mála. Sovézki ambassadorinn í Ka- iro, Pozhidayev (annar hefir síð- an veriö skipaður í hans stað), er sagður hafa haldið því fram á fundi meö Nasser, að Israel heföi hvorki getu til né áhuga á aö ráðast á Arabalöndin, og þar af leiðandi væri honum hent ugra að sækja fram að marki sínu eftir stjórnmálalegum leið- um og beita sér á þeim vett- vangi með þunga til þess að markinu yrði náð. Sovézki ambassadorinn er sagður hafa lagt sérstaklega til við Nasser, að hætta við áform um að leggja tundurdufl í Tiran- sund inn í Akabaflóá, en í maí hafði egypzka stjórnin lagt bann við siglingum um sundið. Þá er sagt, að ambassadorinn hafi tekiö það sérstaklega fram', og lagt á það áherzlu, að Egypta land gæti ekki reitt sig á beina aðstoð Sovétríkjanna, ef það ætti upptökin að styrjöld í Aust- urlöndum nær. Nasser féllst að lokum á, að hætta við innrásaráformin og gerði varaforseta sinum og yfir- manni hersins, Amer marskálki, kunnugt um ákvöröun sína, og þann 4. júní voru send hraö- skeyti til allra hersveita á Sin- ai-skaga, að hætt hefði verið við innrásina. Diplomatar í Madrid, seg- ir Szule, eru þeirrar skoðun- ar, að þarna liggi ræturnar að ágrelningi milli Nassers og Amers, sem svo leiddi .11 þess, að honum var vikið úr embættum og enn síöar, að hann framdi sjálfsmorð nú fyrir skemmstu. Þá er haft eftir þessum sömu heimildum, að þegar egypzkar hersveitir voru á undftnhaldi á Sinaiskaga þann 3. júní hafi Pozhidayev ambassador enn far- ið á fund Nassers og munu þeir þá hafa skipzt á hörðum oröum. Stuttu síðar urðu ambassadora- skipti og viö embætti Pozhida- yevs tók Vladimir Yefimovich, sem enn gegnir því. Tad Szule segir, að spánskir sendiráösmenn í Kairo hafi sér- stööu til þess að fylgjast meö gangi mála í Egyptalandi, vegna hinna nánu tengsla sem Spánn hafi við arabísk lönd yfirleitt. Skömmu áður en styrjöldin brauzt út sendi Nasser Franco einræðisherra á Spáni greinar- gerð um afstöðu sína gagnvart ísrael. Það var hinn 28. mai, sem spánski ambassadorinn í Wash- ington, de Merry del Val, bað um að fá að ganga á fund Dean Rusks utanríkisráöherra þegar í stað, til þess að skýra honum frá efni sýrlenzkrar .rðsending- ar, sem Spánn hafi tekið að sér aö koma á framfæri, en í orð- sendingunni var Bandaríkja- stjórn beðin að beita áhrifum sínum til þess að hindra árás af Israels hálfu. Þegar sambúöin spilltist milli Arabaríkjanna og vestrænna þjóða — einkum Bretlands og Bandaríkjanna — vegna ásak- ana Nassers i garð þeirra fyrir aðstoð við ísrael, tók Spánn aö sér a' gæta hagsmuna Banda- ríkjanna í Kairo. □ Mikið flóð hafa komið í suð- urhluta Texas í kjölfar hvirfil- vindsins Beulah. Orkoman var gífurleg og einangruðust 750 þúsund manns á 165 þús. km. svæði. — Úrkoman var 170 upp í 760 millimetrar á flóðasvæð- inu. $>. Gromyko utanríkisráðherra flutti ræðu á Allsherjarþinginu fyrir helgina og kvað hann of- beldi Bandaríkjanna mestu ógn unina við heimsfriðinn, bæöi vegna þess hve ákaft væri bar- izt, hernaðarframlag Bandaríkj- anna mikið, en styrjöldin gæti hvenær sem væri dreifzt til annara svæöa og dregið ný ríki inn í hana. Ifann sakaði Banda ríkin um margskonar viliandi upplýsingar um styrjöldina, en frumkvæði Bandaríkjanna til friðar mætti líkja við sápukúlur ætlaðar til áhrifa heima fyrir og erlendis. Hann endurtók, að friður geti ekki komist á f N. V. nema árásaraðilinn hverfi burt þaöan. Brezki þingmaöurinn Duncan Sandys (fyrrv. ráðherra íhalds- manna) réðst harkalega á de Gaulle í ræðu í Evrópuráöinu fyrir helgi. Sagði hann de Gaulle vilja hindra aðild Breta í EBE til þess að geta sjálfur verið þar einráöur. Tillögu um aukaaðild væri ekki hægt að taka alvar íéga, Bretland sætti sig ekki við að á sig væri litið sem „annars flokks veldi“. Hann-kvað fram- tíö Evrópu undir því komna, að EBE opnaði dyrnar fyrir Bret- um. Hann kvaðst ekki trúaður á, að de Gaulle heföi meiri hluta frönsku þjóöarinnar að baki sér í þessu máli. -<S> Herald-Tribune í París birtir þessa stríðsmynd frá Vietnam. Bandarískur faílhlifahermaður er á leið til herstöðvar með Vietcong-liða, sem hann hefur íekið höndum, „grafið upp úr njósnaholu“, eins og það er orðað. Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar í Noregi L'iklegf, oð úrslitin sýni aukið fylgi krata, en að borgaraflokkarnir i heild hafi fengið meirihluta atkvæða Blaðið Aftenposten í Osló segir í morgun, að bráðabirgðatölur, sem birtar hafí verið um bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í Nor- egi sýni, að mikil festa sé i norsku stjórnmálalífi og á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu eftir mið nætti, virtist hafa miðað nokkuð í þá átt, að Verkalýðsflokkurinn fengi uppreisn fyrir ósigurinn 1965. Blaðið telur þó mögulegt, að þeg- ar endanlegar tölur liggi fyrir, að í ljós komi að borgaraflokkarnir f þetta skipti hafi fengið meirihluta atkvæða. Morgenbladet segir, að þau úrslit, sem legið hafi fyrir nokkru eftir miðnætti virðist benda til, að reyndin verði sú, sem marg- ir hafi búizt við, að Verkalýðsflokk- urinn myndi treysta aðstöðu sína á ný, en ekki ná aftur því fylgi, sem hann hafði 1963. Þegar litið sé á borgaraflokkana sem heild kunni úr slitin aö verða þau, að staða þeirra verði sterkari en eftir fyrrí bæjar- og sveitarstjórnarkosningar, en mið að við stórsigurinn 1965 verður um nokkurt tap fyrir þá að ræöa. Wi!son svarar fyrirspurnum Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands svaraði í gær fyrirspurn- um i sjónvarpi og sagði m. a., að samningar væru eina leiðin til þess að binda endi á styrjöldina í Viet- nam, en úrslit hennar væru ekki undir bví komin, að Bretland hyrfi frá samstöðu við Bandaríkin. Hann kvað efnahagsaðgerðir gegn Rhodesíu hafa borið mikinn árang- ur, þótt þær heföu ekki dugað t,il þess að tilganginum með þeim hefð’ verið náð og ekki um annað að ræða að óbreyttu en að fylgja þeirri stefnu, sem Bretland hefði tekið og samveldið aðhyllzt. Hann spáði efnahags- og atvinnu- lífsbata á næsta árj. en við atvinnu- leysi yrði að stríða í vetur — og stjómin mundi halda efnahags- stefnu sinni óbreyttri hversu óvin- sælar sem ráðstafanir hennar reynd ust. '■■Bar-m m

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.