Vísir - 26.09.1967, Side 8

Vísir - 26.09.1967, Side 8
/ \ 8 VÍSIR (Jtgefandi: Blaðaútgátan vutm Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Mnur) Askriftargjald fcr. 100.00 á mánuOl innanlands I iausasðlu fcr. 7.00 eintakið Prents^iðjE V(si9 — Edda h.f.___________________ Athafnamenn \f öllum þeim hörmungum, sem dundu yfir íslenzku þjóðina Ú niðurlægingartíma hennar, var verzlunarein okunin &ú versta, enda stóð hún lengst, hvorki meira né minna en rúm 250 ár, ef hin hálfgerða einokun, eða „fríverzlunin“ svo nefnda er talin með. Fyrir þá sem nú lifa, er erfitt að gera sér í hugarlund, hve óskapleg- ur fjötur einokunin var á allt frelsi manna og framtak. Hún var meginorsök þeirrar örbirgðar, sem meirihluti þjóðarinnar bjó við þessar löngu og myrku aldir. Árið 1855, þegar verzlunin var að lokum gefin frjáls markar þyí mikil og heillarík tímamót í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Að vísu leið enn langur tími þang að til raunverulegt verzlunarfrelsi var komið á, í þess orðs fyllstu merkingu. T. d. vantaði í lögin ákvæði um að kaupmennirnir skyldu vera búsettir á íslandi, eins og kveðið var á í verzlunarlögum Færeyinga, en eigi að síður var hér um stórkostlega framför áð ræða frá því sem áður var. Ekki verður annað sagt en að íslendingar hafi verið fljótir að átta sig á hinum nýju aðstæðum og nota sér fengið frelsi. Það var þó engan veginn auðvelt verk, því að þjóðin hafði hvorki fjármagn né skipakost til þess að taka verzlunina að fullu í sínar hendur. En það kom brátt í ljós, að þrátt fyrir aldalanga undir- okun og örbirgð, leyndist með íslendingum stórhugur og framkvæmdaafl. Miklir framfara- og athafnamenn komu fram á sjónarsviðið, og sumir þeirra sigruðust á erfiðleikum, sem fæstir mundu telja að unnt væri að sigrast á í dag, með öllum þeim ráðum, sem síðan eru komin til sögunnar. Öll þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þessa brautryðjendur og marga, sem á eftir þeim komu. Ýmsir þeirra voru jafnframt forgöngumenn um útgerð og uppbyggingu atvinnulífsins í héruðum sínum. — Sumir þeirra auðguðust sjálfir lítið á öllum umsvifum sínum, en þeir vöktu hjá almenningi þá bjartsýni og það traust á sjálfum sér og landinu, sem hann hafði skort, og fordæmi þeirra varð öðrum, er síðar komu, hvatning til stórra verka. Þessi stórhugur og bjartsýni varð m. a. til þess, að þjóðin eignaðist á skömmum tíma og á nú vel mennt- aða og dugmikla verzlunarstétt, sem heldur uppi merki frelsis og framfara á flestum athafnasviðum þjóðlífsins. Og til skamms tíma hafa þau ævintýri ver- ið að gerast, að ungir og efnalausir menn, með viljann einan og bjartsýnina að veganesti, hösluðu sér völl á \ vettvangi viðskiptalífsins, stofnuðu fyrirtæki, sem uxu og blómguðust undir stjórn þeirra, veita fjölda fólks atvinnu og viðskiptavinunum góða þjónustu. — Það er þjóðinni mikill skaði þegar slíkir athafnamenn falla frá á góðum aldri, frá mörgu óloknu verki, eins og Sigfús Bjarnason, sem Vísir minnist sérstaklega í . dag og þakkar margháttaðan stuðning og störf í stjórn blaðsins. Verður sæti hans þar sem annars staðar vandskipað. v i s » R Þr úiudugui Z6. sapiember 1967. Sigfús Bjarnason, forstjóri — Minningarorð t Jþað vorn fæstir, sem höfðu trú á því, að honum mundi lán- ast aö „endurreisa" Vísi. Fjár- hagur blaðsins hafði verið í molum, mikill rekstrarhalli og skuldir. En eftir langar vanga- veltur margra um það, hvað hægt væri að gera, kom hann til skjalanna. Og það tókst með undraverðum hraða að koma út- gáfu blaðsins á heilbrigðari grundvöll. Þ6 að fleiri hafi kom- ið til, er ekki ofmælt, að Sigfús Bjamason var aðalmaðurinn f þessu átaki. Menn sögðu, að nú hefði Slgfús reist sér hurðarás um öxl, ætlað sér um of og á þvf sviði, sem hæfileikar hans mundu ekki njóta sfn. Hann tranaði sér ekki fram, auglýsti sig ekki, var koslnn varaformað- ur blaðstjómarinnar. En hann gerði þaö, sem aðrir höfðu ekki ráðlð við. Það má með sannl segja að afrek Slgfúsar aö koma útgáfu rekstri þessa dag- blaðs á réttan klöl, hafi staðfest þann orðróm, að það blómgaöist hvert það fyrirtæki, sem hann tæki að sér. Nú er þessi mikli kraftur horf inn. Hann bognaði ei — en „brotnaði í, bylnum stóra sein- ast“. Þegar mikill atorkumaður fell- ur fyrir aldur fram, er harmur kveðinn að okkur öllum. Við ls- lendingar erum svo fáir ag við megum svo illa við bví að missa góða menn eða mlkil mannsefni. Sigfús Bjamason er eitt af sér- stæðum dæmum þeirra ágætis- manna, sem brutust af eigin rammleik frá fátækt til bjarg- álna. Ef íslenzka þjóðin hefði ekki átt slíka menn, þá hefði henni aldrel auönazt að brjótast áfram til þeirra framfara, sem hún hefir gert. Þegar við nú kveðjum Sigfús Bjaraason, eftlr þann sára harm, sem að okkur setur, þegar ekki eldri maður er skyndilega burt kallaður, verðum við þó að við- urkenna, að slíkt áfall kemur ekkl með öllu óvænt. Það var einkenni Slgfúsar 5 unna sér aldrei hvfldar og oft á tiðum var vinnudagur hans miklu lengri en nokkum grunar. Hann hafðl jafnan mörg jám í eldin- um og æði erilsamt í „smiðju“ hans. Sigfúsar Bjamasonar verður mikið saknað. Kona hans, þrír synir og dóttir syrgja í hljóöi. Samstarfsmenn og vinir harma. En um minningu mannsins stendur Ijómi. Hann reisti sér varða f atvinnusögu lsndsins, sem ungum mönnum mun verða starsýnt á. Jóhann Hafstein. Vel sé þér vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þin og lifsfögnuður, æðra, eilífan j.ú öölast nú. annig kvað Jónas Hallgríms- son um einn af íslands góöu sonum. I dag kveöjum við Sig- fús Bjamason, sem hvarf okkur til fegri heima á miðjum starfs- aldri, en hafði þó orkað meiru á stuttri ævi en margir, sem auðnast lengra lif. Sigfús var fæddur að Núp- dalstungu í Miðfirði árið 1913 og var því aöeins 54 ára er hann leið. Hann stundaði nám við Reykjaskólr en fluttist tæplega tvítugur til Reykjavíkur, þar sem hann stundaöi nám við Verzlunarskóla íslands. — Skömmu síðar hóf hann störf hjá Kvöldúlfi hf., eða á árinu 1933. Þa. kynntist Sigfús öðrum ungum og framsýnum manni, Magnúsi Víglundssyni, og urðu þau kynni til þess, að þeir fé- lagar stofnuðu saman Heild- verzlunina Heklu hf. árið 1933. Á þessum tíma var efnahags- lif hins vestræna heims í mol- um og átti það jafnt við um ísland, sem önnur lönd. — Má segja að mikla bjartsýni hafi þurft til að stofna nýtt félag til almennra viðskipta á þess- um erfiðleikatímum, en veldur hver á heldur, og óx heildverzl- un þeirra félaga skjótlega og varð brátt umsvifamikið fyrir- tæki. Nokkru seinna skildu leið- ir þeirra félaga, þar eð Magnús haslaði sér völl á öðru sviði, og var Sigfús eftir það fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Heildverzlunarinnar Heklu hf. til dauðadags. Undir stjórn Sigfúsar hefur það fyrirtæki vaxið og dafnaö og er í dag eitt af stærstu inn- flutningsfyrirtækjum landsins, sem nýtur hvarvetna trausts og virðingar. Vitnar það bezt um hæfileika Sigfúsar á sviði fjár- mála og viðskipta og er þó af nógu að taka. Auk Heklu var Sigfús aðaleigandi og stjórnandi P. Stefánssonar hf. frá 1952 og átti jafnframt sæti í stjómum ýmissa fyrirtækja, sem hafa til góðs notið glöggskyggni hans og dugnaðar. Eitt þessara fyrir- tækja var Reykjaprent hf., syst- urfélag Blaðaútgáfu Vísis hf., en þetth félag hefur séð um .rekstur Vísis nú um rúmlega eins árs skeið. Við, sem þessar línur ritum. höfum átt sæti I stjórn Reykja- prents frá stofnun félagsins með Sigfúsi, og við tölum fyrir hönd félaga okkar i stjórn fyrirtæk- isins, þegar við hörmum fráfall þess manns, sem bar næstum einn hitann og þungann af þeim störfum, sem fimm mönnum voru ætluð. Kom þar fram sem annars staðar óþrjótandi elja hans og dugnaður. Störf Sigfús ar einkenndust af velvilja og góðum skilningi á aðstæðum Hann var orðvar og nærgætinn f umgengni við aðra og skýr i hugsun. Starfsorka hans var ó- venju mikil og beitti hann henni stundum svo, að ætla mætti, að það hafi stytt ævi hans. — Verður skarð það, sem nú hef- i verið höggvið í okkar röð vandfyllt, og seint mun greidd þakkarskuld dagblaðsins Vísis við þennan forystumann þess. Það er mörgum þungt áfall að sjá svo skjótlega á bak samstarfsmanns og vin- ar. En þyngra er þó áfallið fyrir eftirlifandi konu Sigfúsar, frú Rannveigu Ingimundardóttur og börn þeirra, Ingimund, Sverri, Sigfús og Margréti. Þeim vott- um viö innilega samúð og biðj- um þeim styrks og gæfu um ókomin ár. Kristján Jóh. Krlstjánsson Pétur Pétursson t Meðt. Sigfúsi Bjarnasyni for- stjóra er stiginn fram at þessum heimi maður fram- gjam ~0 stórhuga, glögg- skyggn á tölur og tækifæri. skjótráður og mikilvirkur til framkvæmda — einn þeirra sem varla fá notið til fulls meðfæddra hæfileika sinna nema á sérstökum landnáms- tímum, þegar straumur þjóðlífs og athafna fellur ekki innan fastra skorða, og meira reynir á náttúrulega hugkvæmni en langa þjálfun á skólabekk. Hún er að vísu haldkvæm ,en stífir á stundum broddinn af þeim flugfjöðrum, sem á reynir, ef hefja skal sig yfir umhverfi'sitt og samtíð. Sigfús Bjarnason var kominn af ættum, sem segja má um að átt hafi langlífi að kynföstu ein- kenni, og féll því frá langt um aldur fram, ef miðað er við þá ættmenn hans, sem af meiri spamaði hafa haldið á lífsorku sinni. Hann brenndi lífskveik sinn frá báðum endum eins oi’ komizt er að orði meðal Eru/i' saxa, og þvi er sá nú 'pronni- þótt gildur væri og úr goðu efni. Sigfús heitinn fæddist i Núps- dalstungu i Miðfirði 4. maí 1913 elztur af átta bömum hjónanna Bjama Bjömssonar og Margrét- ar Sigfúsdóttur. Var faöir

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.