Vísir - 03.10.1967, Blaðsíða 9
V 1 S IR . Þriðjudagur 3. október 1967.
9
□ Mtun, sem lifað hafa átta tugi ára, hafa komizt í kynni
við þá Iífsvenjubreytingu, sem raest hefur orðið á íslandi
frá því norrænir menn stigu hér fyrst á land, að því talið
er fyrir nær 1100 árum.
Einn þessara manna er Stefán
Ámason að Fálkagötu 7 í
Reykjavík. Hann er ættaður i
föðurkyn frá Reynifelli á Rang-
árvöllum af svo kallaðri Vík-
ingslækjarætt. Afi Stefáns Guð-
brandur Árnason kvæntist konu
utan af Skeiðum, Sigríði Ófeigs-
dóttur frá Fjalli, hann var kall-
aður „hinn ríki“.'
Móðurættin er frá Bergi í
Brattholti. Afi minn og amma
bjuggu fyrst í Ranakoti í Stokks
eyrarhreppi, en urðu af hætta
búskap sökum fátæktar og gerð-
ust vinnuhjú hjá prestinum í
Gaulverjabæ. — Þá var kveöin
þessi vísa:
Veifa tveir í veitunni
vinnumenn hjá klerki,
Ormur karlinn einsýni
og hann Bjami sterki.
Bjami sterki var afi minn.
Móðir mfn ólst upp hjá séra
Stefáni í Kálfholti og er þar
þangað til hann flytur til Vest-
mannaeyja. Þá fór hún út á
Skeið og kynntist þar föður
mínum. Foreldrar mínir fluttu
svo með afa mínum og ömmu
að Miðdal í Laugardal, ■ reistu
bú að Miðdalskoti og bjuggu þar
síðan f 50 ár. Þar fæddist ég
og ólst upp til fulloröinsára.
AÖ vísu gefur auga leiö aö
ekki gat ég alltaf setið heima,
því var það aö ég fór í atvinnu-
leit og réðist 14 ára gamall til
Guðmundar í Nýja-bæ á Sel-
tjamamesi og var þar 6 vetrar-
vertfðir og fjórar vorvertíöir.
Árið 1910 staðfesti ég ráð
mitt og stofnaöi heimili hér á
Hverfisgötunni í Reykjavík.
Kona mín var ættuð úr Vogun-
um, dóttir Péturs Andréssonar
og Guðrúnar Eyjólfsdóttur.
Yngst af stórum bamahóp.
— Brást þér kvonfangiö?
— Nei, síður en svo. Konan
mín var dugleg, hyggin og
hirðusöm, og eiginlega var það
hún sem stjómaði okkar stóra
heimili, en við höfðum ætfð
margt fólk á okkar vegum, átt-
um 9 böm saman auk þess, sem
við ólum upp tvö önnur, og svo
var á okkar vegum gamalmenni,
er ekki átti annars staðar at-
hvarf.
Talsvert var um gestakomur,
og allt kom það niður á kon-
unni, að öðm en því, að ég
reyndi að draga að heimilinu
svo ekki yrði skortur í búi og
það tókst. — Alla okkar bú-
sjcapartið höfum við átt heima
í Reykjavík. Á Hverfisgötunni
var ég þó ekki nema nokkrar
vikur, en"fór þá út f Viðey og
stjómaði kúabúi sem Milljóna-
félagið hafði þar.
— Hvemig líkaði þér vistin i
Viðey?
— Ágætjega, en sá sem þar
réði mestu var danskur maður,
mjög reglusamur og strangur,
svo þessi dvöl varð mér góður
skóli. Hann sagði mér, sem telj-
ast átti verkstjórinn, að ef fólk-
ið mætti ekki til vinnu á réttum
tíma, gæti það leitað sér atvinnu
annars staöar. Þessum manni
fylgdi ég f 7 ár, þrjú í Viðey
og fjögur í Reykjavfk. Hann tók
upp á því þegar hann fór frá
VTðey, að stunda flutninga bæði
með fólk og vörur. Þá var allt
flutt á hestvögnum þangað til
bifreiðimar komu.
— Vom nú ekki fólksflutning-
ar á hestvögnum hálfgert
skrölt?
—- Nei, þetta vom prýðileg
farartaski, keypt af rfkinu, svo
kallaðir „konungsvagnar" því
þeir voru notaðir við konungs-
komuna 1907.
Leiðin sem ekin var, var nú
ekki lengri en til Þingvalla að
norðanverðunn' og til Selfoss
og Eyrarbakka austur. Svo var
auðvitað ekið i Hafnarfjörð þeg-
ar þess þurfti með. Eftir að
hinn danski leiðtogi minn flutti
aifarinn af landi burt 1917, þá
stundaöi ég vöruflutning fram
til ársins 1932.
— Hvað tók ykkur langan
tíma feröin til Þingvalla þegar
þið notuðuð hestvagnai Hún
mun hafa tekið mig skemmstan
tíma 6 klukkustundir, en venju-
lega mátti gera ráð fyrir 8 tfm-
um. Mér fannst þetta góð vinna
að sumri til, þótt oft yröi að
leggja nótt meö degi.
— Var nokkuð fengizt um
erfiði á þessum árum?
— Nei, ekki erfiði. Vinnan
þótti sjálfsögð og einn nauðsyn- ;
legasti og stærsti þáttur f lífinu. :
Það að vera „slóði“ var ekki _ , |
sómaorð í þá daga. ;''■ í
Minn mesti styrkur í sam-
bandi við flutningana var það
hve góða hesta ég átti og ég
vona að ég hafi kunnað að
meta — þarfasta þjóninn — og
launa honum að verðleikum.
Stefán Árnason.
og að minni hyggju hefði þar
veriö vandfundinn jafnoki hans.
— Þegar þú hættir hjá pönt-
unarfélaginu, hvað tók þá við?
— Þá hóf ég eigin verzlun og
starfaði viö hana fram til ársinr,
1962, þá missti ég konuna, hætti
öllum rekstri og gerði upp bú
'okkar vegna barna minna, svo
allt væri á hreinu. Ellin var á
næsta ieiti. svo ég hætti öllu
umstangi og dreif mig vestur
á Kyrrahafsströnd, en þar er
búsett döttir mín ein ásamt fjöl-
skyldu sinni Ég vildi taka mér
hvíld.
— Hvernig fannst þér svo
gömlum manni, sem öll þin
manndómsár haföir lifað og
starfaö á íslandi að vera allt
í einu kominn vestur á Kyrra
hafsströnd?
— Mér leió ágætlega. ég var
borinn á vinahöndum, en þar
vildi ég ekki vera. Norðurlanda
búi, sem alið hefur aldur sinn
á íslandi, hann má ekki vera
gamall þegar hann flyzt vestur
um haf eigi hann að festa þar
rætur. Viöhorfin eru gjörólík.
— Hittir þú ekki Ameríku
fslendinga?
— Jú, jú, ég dvaldi þar dag-
langt á gamalmennahæli og hitti
um 40 íslendinga. Svo var ég
aftur einn dag í Vancouver á
elliheimili sem kallaö er Höfn
Þar hitti 'j aftur íslendinga, og
ég held aö ein mesta sorgar.
stund í lífi mfnu hafi verið þeg-
ar ég kvaddi gamla fólkið, sem
þráði að komast heim til að
deyja. Sagt er, að þegar Kletta
//
Ég vildi mega trúa Jiví að menntun
V; iMW -
og
Ixitrttf I
menií
44
— Var mikil fátækt í Reykja-
vík þegar þú settist hér aö?
— Já, mjög mikil og fólk
þekkti varla peninga. En segja
má að allir reyndu að bjarga
sér og leituðu ekki aðstoðar
annarra.
Einna mest held ég mér hafi
blöskrað vinnubrögöin við af-
fermingu skipa. Allt var borið
á bakinu: saltið, kolin og önnur
vara, og að þessu unnu jafnt
konur sem karlar. Siðasta kon-
an sem ég veit til að þetta hafi
unnið hét Salvör, mjög dugleg
og fylgin sér.
— Hvert var svo kaupið?
— 25 aurar á tímann fyrir
karla en 15 aurar fyrir konur
Til samanburöar má geta þess,
mjólkurpotturinn kostaði 18
aura og sykurpundið 22 aura.
Ásgeir Sigurðsson hækkaði
vinnulaun fyrstur manna, og
komst þá tímakaup karla upp í
35 aura. Þetta mun hafa verið
seint á árinu 1911 og hann
greiddi þessi laun í peningum.
Áður var allt skrifað og vinnan
kom móti úttektinni.
Danski maðurinn sem ég hef
áður getið um hafði öll sín viö-
skipti við Jes Zimsen og þar
verzlaði ég síðan í fjölda ára. J
sambandi við þessi viðskipti
kynntist ég þeim bræðrum öll-
um, Jes, Kristni og Knud, og
hef ég af fáum mönnum betra
að segja að ógleymdum þeim
Ólafi Briem framkvæmdastjóra
í Viðey og Magnúsi Sigurðssyni
bankastjóra. Þessir menn allir
björguðu afkomu minni með ó-
metanlegum stuðningi, þegar ég
' .ti erfiðast. Því mun ég aldrei
gle;mia meðan ég er ofan mold-
er. x
En ég hef fengið það álit á
lífinu nú á seinni tímum, að
þessir svokölluöu menntamenn
sé margir hverjir viðsjálir og
maður megi vara sig á þeim,
jafnvel þeim mun fremur, sem
m' .ntun þeirra er meiri.
— Nú erum við ekki sammála
Ég hef þá skoöun aö góð þekk-
ing sé frekar undirstaöa dyggð-
ugs lífernis. Þó að sá tími, sem
þú liföir ungur maður, gæfi
möguleika án menntunar, þá er
það ekki viðhorf dagsins í dag
sem býður upp á sama?
— Nei, ég viðurkenni þaö, en
mér finnst þó, að allt of mörgum
hætti til aö nota þekkingu sína
til að efla eigin hag, og noti
sér í því sambandi fáfræði ann-
arra, sem hlut eiga að máli, sé
þess kostur. Og orðheldni
manná virðist mér minni nú en
áður.
— En hefur þú hugsað út i
það, að sú lausung, sem þér
sýnist í lífi uppvaxandi fólks i
dag, geti verið afleiðing þess
uppeldis, sem það hefur hlotið
hjá þeirri kynslóð, sem er nú
að draga sig út úr dagsins erj-
um?
— Ég viðurkenni að æskan t
dag er mjög elskulegt og prúð
mamilegt fólk, en ég sný ekki
aftur með það, að erfiðara er
að treysta henni en áður var, op
er það ekki einmitt hlutverk
skólanna að kenna ungu fólki
orðheldni?
— Jú, víst má segja það, en
ábyrgð foreldranna er sízt
minni i þessu efni, þeir hafa um-
sjón með börnunum allt til 7 ára
aldurs og þau eru þar að auki
tengd þeim böndum, sem ættu
að vera naer órjúfanleg. Þegar
þau koma til skólanna hafa þvi
verið lagðar undirstöður að lífi
þeirra. Hafi þau lært að ljúga
þegar á barnsaldri, verður erfitt
fyrir skólann að uppræta þá
eigind, þótt hann hafi á því full-
an vilja.
— Mér viröist drengskapur
minni en áður, og ég tel að þeir
sem fara á mis við þekkingu á
þeim efnum í æsku og á ungl-
ingsárum, séu verr settir en þótt
eitthvaö félli niður af þeim bók-
fræðilegu þekkingarmolum, sem
svo mikil áherzla er lögð á.
— Ég er fús að viðurkenna að
ýmsir sem við uppfræðslu fást
hafa til þess vafasama hæfni,
en ég held þó að hinn hópurinn
séu mun stærri sem ekki virðist
gera sér fulla grein fyrir hverjar
skyldur fylgja því að vera for-
eldrar. Og kynslóðin sem varð
til fyrir 40 árum er að ala upp
unglingana í dag. Það er þess
vegna síðustu áratuga aldar-
háttur sem ber ábyrgð á við-
brögðum í lífi þessa unga fólks
— Sannleikurinn er sá, að
allt fram til ársins 1930 „flýttu
menn sér hægt“, upp úr því fer
að koma breyting þrátt fyrir
kreppuárin. og svo brýzt styr-
öldin síðari út og þarf ekki að
lýsa, með mörgum orðum hví-
líká gjörbyltingu hún skapaöi f
bjóðfélaginu. Allt komst á flug-
ferð. Ég var einn í þeirra hópi
sem árið 1933 stofnuðu pöntun-
arfélag hér í Reykjavík. Við
betta fyrirtæki vann ég fram
til ársins 1949. Þá var ég orðinn
það roskinn, að ég taldi mig
veröa að víkja fyrir yngri mönn-
um, fá nýtt blóð i félagsskap-
inn. En það vil ég ekki ósagt
láta, hve mikinn skilning Áspeir
Ásgeirsson, sem þá var orðínn
bankastjóri Útvegsbankans
sýndi þessum félagsskap 1 upp
hafi. Ásgeir skipar nú virðu-
legasta embætti þessarar þjóðar.
fjallaskáldið fslenzka kom síðast
til Islands, hafi hann haft með
sér mold í poka hér aö heiman
til að breiða yfir sig látinn.
— Og þá spyr ég: Er ekki
nokkurs viröi aö kynna samtíð
og framtíð þá rót, sem er svo
sterk, að maður sem allan sinn
starfsaldur hefur lifað í annarri
heimsálfu ber í brjósti svo ríkt
fslendingseðli, að hann flytur
með sér mold úr skauti móður
sinnar til að blanda i legstað
sinn þar sem hann hvílir nár
f faðmi fóstru sinnar?
— Því hlýt ég að svara játandi
Það er mikils virði. Og víst var
þessi ferð ánægjuleg, en þegar
við tölum um spennu í lífi okkar
hér heima í dag, þá hygg ég þó
að hún sé barnaleikur, þegai
miðað er við Ameríku. Og mér
fannst ég verða þess var að
það sé einn flokkur manna sem
öðrum fremur snýr þar fjár
aflahjólin^i, en það eru Gyðing
ar. Þeir viröast óskaplega dus
legir á því sviði.
Jæja, ég gerist nú gamall, og
ætti aö réttu lagi að geta setzt
í helgan stein, en því miður þá
virðast ekki öll vandamð’ ful’
leyst.
Aö lokum þetta: Ég vildi mega
trúa því að menntun og þekk-
ing skapi betri menn og nýtari
þjóðfélagsþegna, sem ■ stand'
vörð u’ réttlætið
Sú kynslóð, sem nú er senn
að kveðja hlýtur að gleðjast
reynist þetta svo,
Þ. M.