Vísir - 03.10.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 03.10.1967, Blaðsíða 16
Trésmíðadeild Landssmiðj. lögð niður? -T fuiulur Herimlalksr í kvöld Framhaldsaðalfundur Heimdallar verður haldinn í kvöld kL 8.30 I Himinbjörgum, félagsheimili Heim- dallar. Á fundinum verða teknir fyrir reikningar félagsins og œn- ræður fara fram um stjómmála- yfirlýsingu og hún borin undir at- kvæði. — Likw á nokkrum breytingum á rekstri tveggia deilda Landssmiðjunnar AUar Kkar benda tll, að nokk- ur breytíng verfH á rekstri Lands smiðjunnar, a. m. k. tveimur defldum hennar. Hefur blaðið fregnaö þetta eftir áreiöanleg- um heimildum. 'Mun áformað að leggja niður rekstur trésmíða- delldar Landssmiðjunnar,en þar vinna nú 6 trésmiðir, og jafn- framt mun áætlað að mhpka húsnæöi þaö. sem vélvirkjadeild Landssmiðjunnar hefur til um- ráöa og um leið hagræða nokk- uð rekstri deildarinnar. Hefur blaðið fregnaö, aö á- ætlaö sé að Verknámsskólinn í Reykjavík fái húsnæði þaö hjá Landssmiöjunni, sem viö þessar breytingar losnar, til afnota til verklegrar kennslu í málm- og trésmíði. Og aö jafnframt sé á- ætlað að húsasmíöadeild Iðn- skólans fái þarna nokkuö hús- rými til verklegrar kennslu í húsasmíði. Þegar fiskiskip okkar íslend- inga voru byggð úr tré, voru mikil verkefni fyrir trésmíða- deild Landssmiðjunnar og starfs menn deildarinnar um 30 tals- ins. En smám saman hefur verk efnum deildar þessarar farið fækkandi, og meginverkefnin verið viðgerðir og lagfæringar á innréttingum fiskiskipa, enda flest fiskiskip okkar nú byggö úr stáli. — Um vélvirkjadeild Landssmiöjunnar er það að segja, að húsnæði hennar mun hafa verið mjög stórt, óeðlilega stórt, og auk þess óhentugt, þannig að nýting húsnæðisins hefur ekki verið sem skyldi og eðli- legt er. Skála Surtseyjarfélags ins lokað um helgina — Mikið um gestakomur siðastliðinn mánuð Um helgina var skála Surtseyj- arfélagsins lokað og frá honum gengið fyrir veturinn. Vfsir hafði tal af Áma Johnsen f Vestmanna- eyjum, en hann hefur verið um- sjónarmaður í eynnl siöastliðin tvö sumur. — Síðustu dagana höfum við verið að selflytja dótið f land og höfum notað trillubát til þess. Upphaflega ætluðum við að fá „Lóðsinn" til verksins, en þá hvólfdi gúmmíbátnum hjá okkur óg urðum við að hætta við í það sinn. Þá var fremur leiðinlegt veð- ur, en það hefur breytzt til batn- áðar undanfama daga og fluttum við dótið f tveim ferðum. — Hvernig er gengið frá húsinu? — Hlerar eru settir fyrir glugga og allt dót hreinsað út úr húsinu, sem ekki er þörf fýrir yfir vetur- inn. — Kemur þá enginn í húsið í vetur? — Ekki nema sérstakt tilefni gefist til þess. Reyndah er jarð- skjálftamælir í eynni og fara verð- ur í eyna ‘á tveggja mánaða fresti til aö endurnýja rafhlöður hans. — Hvernig verður það fram- kvæmt? — Þaö verður flogið meö geym- ana út í eyna. Framh. á bls. 10. Nýja Alþingishurðin lekur Alþingishurðin nýja og góða (og dýra!) virðist ekkj hafa ver- ið fyllilega starfi sínu vaxin, því að nú hefur hún verið tekin af hjörum og fjarlægð. Er Al- þingi nú hurðarlaust með öllu, en ástæðan mun vera sú, að f ljós kom að huröin, sem ku hafa kostað hátt í eina milljón króna, lekur, og þykir að sjálf- sögðu ekki tilhlýöilegt að láta vatn seytla inn í sjálft Alþingis- húsið. Mun hurðin nú vera í við gerð, og verður vonandi ekki langt að bíöa þar til hún verð- ur komin á sinn staö í Alþingis- dyrunum. Útivistartími barna breyttist í gær Útivistartími bama í Reykjavík breyttist samkvæmt gildandi á- kvæðum lögreglusamþykktar borg- arinnar í gær og skulu nú böm innan 12 ára ekki vera á ferli eftir kl. 8, nema í fylgd með fullorðn- um. Böm 12—14 ára mega ekki vera ein á ferð eftir kl. 22. Síðastliöið ár var gerð mikil her- ferð til áróðurs gegn útiveru barna á kvöldin og vom send bréf til foreldra, auglýsingaspjöld hengd upp víða og haldiö uppi lögreglu- eftirliti um borgina. Hefur verið skipuð nefnd, sem fjallar um útivistarákvæðin og með an niðurstaða er ekki fyrir hendi gilda núverandi útivistarákvæði. — Er þess vænzt að allir aðilar, .sem hlut eiga aö þessu máli, foreldrar og aðrir, — að ógleymdum böm- unum sjálfum, bregðist vel við og geri sitt til að þetta fari sem bezt úr hendi. Loks eru hinir stóru þurrk- < arar Kísiliðjunnar komnir á < sinn stað, en þeir eru stærstu ] stykkin sem flutt eru í heilu lagi i til Mývatnssveitar. Þurrkurun-1 um var skipað upp í Húsavík, ] en þaðan voru þeir fluttir á < stórum vögnum upp í Mývatns- sveit. Það var flutningafyrir- ) tæki G.G. í Reykjavík sem ann- í aðist flutningana og tókust þeir ( frai-.ar vonum, en hvor þurrkari ? um sig vegur um 44 tonn. ? Viða varö að styrkia brýr á leið- inni og taka af krappar beygjur. > Meðfylgjandi mynd tók Snæ- ■ bjöm Pétursson, fréttaritari Vis- is í Mývatnssveit á dögunum, > skömmu eftir að seinni þurrk-' arinn kom til ICisiliðjunnar og > er verið að koma honum' á sinn ? staö í verksmiðjunni. \ Raunvísindadeild tekur til starfa við M.A. Skólinn settur i gær — nemendur i fyrsta sinn yfir 500 neyti, annað í skólanum, en hitt á Hótel Varðborg, sem skólinn hef- ur haft á leigu undanfarin ár. Mcnntaskólinn á Akureyri var settur á sunnud. af Þórami Bjöms- syni skólameistara, sem tók nú við því embætti eftir árs leyfi. Ávarp- aði hann nemendur við skólasetn- inguna og bakkaði Steindóri Steln- dórssyni unnin störf, en hann var settur skólameistari á síðasta starfsári skólans. Kom fram í ræðu skólameistara I að nú mun taka til starfa ný deild ! innan skólans, raunvísindadeild, '■ fyrir nemendur 5. bekkjar, og verð I Ur hún í gamla skólanum til að byrja með, en flytur síðan væntan- lega í nýtt húsnæði, sem gert er ráð fyrir að verði fullgert 1969. Er þegar byrjað að byggja þetta húsnæði og hefur kjallari hússins verið steyptur. Nemc .dur Menntaskólans hafa aldrei verið fleiri en í ár, en þeir verða rúmlega 500. Kennarar við skólann eru 25 auk skólameistara, þar af 17 fastráðnir. Nýir kennarar settir eru Þórir Sigurðsson og Jó- hann Páll Árnáson. Skólinn starfar í 21 bekkjardeild og hefur tvö mötu Biskupinn prétiikar á þakkarhátíð vegna sjávar- aflans í Grimsby Á miðvikudaHinn kemur, 5. okt., verður vfgð nýreist sjómannakirkja í Grimsby. Biskup íslands, herra Sigurbjöm Einarsson, hefur veriö boöinn til þessarar kirkjuvígslu. Frh. á bl. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.