Vísir - 26.10.1967, Side 4
Krýning, sem dregizt hefur í 26 ár
Iranskeisari krýnir sig og drottningu sina
á morgun. — 7 daga hátiðaböld þegnanna
Auðmýktin, sem þegnamir sýna
keisara sínum, þegar þeir ganga
fyrir hann, gerir hann jafnan
vandræðalegan og hérna reisir
hann einn upp, sem ætlaði að
votta honum hollustu sina með
því að kyssa fætur hans.
Keisarinn sezt undir stýri drátt-
arvélar til þess að gefa bændum
gott fordæmi, en kjaminn i stefnu
hans I landbúnaöarmálum hefur
einkum verið á sviði nýræktar.
J sjö daga og sjö nætur munu
hátíðahöld fbúa Irans standa
eftir að drottnari þeirra, Mo-
hammed Reza Shah Pahlavi,
hefur hafið á loft kórónu af
silfurbakka, sjálfur sett hana
á höfuð sér og stigið í hið
persneska páfuglshásæti, sem
Shashanshah — konungur kon
unganna - en það gerist í dag,
26. október.
íranskeisari hefur ríkt i landi
sinu í 26 ár, síðan brezkt og
rússneskt hemámslið setti hann
til valda 22 ára gamlan ungling,
en hann hefur aldrei verið krýnd
ur, svo hér er um aö ræða krýn-
ingu, sem seinkað hefur meir,
en nokkur dæmi eru um önnur
í sögunni. Þennan dag sem jafn
frámt er 49. afmælisdagur keis-
arans verður drottning hans Far-
ah Diba einnig krýnd en hún á
hins vegar afmæli í 29. sinn í dag
Verður það í fyrsta sinn í sögu
Persíu síðan 641 fyrir fæðingu
Krists sem kona er krýnd til rík-
is þar.
Keisarinn hefur sjálfur gefið
þá skýringu á drættinum sem
orðið hefur á krýningunni að:
„þegar ég kom til ríkis 1941, stóð
seinni heimsstyrjöldin yfir. Land
mitt var á valdi erlendra herja,
enskra, bandarískra rússneskra,
en hvert þessara landa vildi hafa
áhrif á landsmál okkar, jafnvel
komast yfir hluta af landi okkæ\^
Hvernig gat ég þá latið'fara franv
hátíð, sem tákna skyldi gléði alíf'a
landsmanna? Maður finnur enga
gleði eða stolt yfir því, aö ríkja
í landi, sem er sundrað, fátækt
og hersetið. En nú loksins finnst
mér við hafa eitthvað til að sýna
og eitthvað til að gleðjast yfir.
Það er í rauninni ekki ég, sem
verð krýndur, heldur sá áfangi,
sem náðst hefur“.
Sá áfangi, sem keisarinn talar
um, eru þau bættu kjör, sem orð-
ið hafa meðal hinna 75 millj. íbúa
landsins, en þau eru að miklu
leyti honum að þakka. Þessi fyrr-
verandi glaumgosi, sem var
þekktur úr skemmtanalífi heims-
borganna, hefur revnzt dugandi
stjórnandi, þann tíma sem hann
hefur ríkt. Það er fyrst nú i
6000 ára sögu landsins, sem fóstr
aði stjörnafræöina, þar sem stærð
fræði var listgrein og skákin fund
in upp, fyrst nú, að fjöldinn með
al íbúanna lifir við mannsæm-
andi kjör.
Litið er á krýningarathöfnina
og hátíðahöldin samfara henni,
sem þjóðarhátíð. I Golestan-höll-
inni, þar sem krýningin mun
fara fram, verða viðstaddir um
5000 áhorfendur, en þjóðhöfðingj
um annarra landa hefur ekki
verið boðið að vera viðstaddir
hátíðahöldin, heldur aðeins sendi-
herrum og ambassadorum, sem
staddir eru í landinu. „Við höfum
ekki efni á því að bjóða tignum
gestum," segir íranskeisari.
Sjálf athöfnin verður með svip
uðu sniði og krýning Elizabetar
II, en litmynd, sem tekin var af
hátíðahöldunum þá, hefur aftur
og aftur veriö sýnd þeim embætt-
ismönnum rikisins sem að hátiða
höldunum standa. Skrautvagn hef
ur verið smíðaður fyrir keisara-
e\ ut f3
millj. kr., 8 hyftir gæðmgar flafa
vqrið , keypt.ir, ásáim T' vögnum
öðrum frá Búlgaríu, Sérstök kór-
óna hefur verið gerð fyrir Farah
Diba, dottningu, en hún mun
klæðast dragt úr hvítu Sviss-
silki, sem 22 saumakonur hjá
Dior hafa unnið við síðustu 4
mánuði. Kóröna keisarans er
greipt 3380 demöntum, 368 perl-
um 2 safírum og 5 risastórum
smarögöum.
Krýning Farah Dibu á morgun
táknar það, að hún mun taka við
ríkinu og stjórna því, ef keisar-
inn fellur frá, þar til hinn 7 ára
gamli prins Reza hefur náð 20
ára aldri. Hún er þriðja kona
keisarans, sem kvæntist fyrst
1938 Fawzia, prinsessu, systur
Farúks, þáverandi Egyptalands-
konungs. Með henni eignaðist
hann dótturina Shanaz, en hann
skildi við þessa fyrstu eiginkonu
sína 1948 og er hún nú gift
egypzkum lögreglumanni. 1951
kvæntist hann Soraya, prinsessu,
en hið barnlausa hjónaband
þeirra var leyst upp 1958. Soraya
hefur ekki gifzt á ný. — Þegar
Farah Diba var valin til þess að
verða þriðja kona keisarans,
lagði hún stund á nám í arkitekt
ur í París, en hún giftist keisar-
anum 1959, í desember. í október
1960 eignuðust þau rikisarfann,
prins Reza, í marz 1963 prins-
essu Farahnaz og í apríl 1966
eignuðust þau aftur dreng prins
Ali.
*
Það kemur fyrir, að keisarahjónin bregði sér til Sviss á skíðl og hafa
þá gjaman bömin með sér, eins og hér á myndinni.
Athyglisvert bréf
yjí síðustu áratugum hefur
mörgum tugum eða iafnvel
hundruðum milljóna af almanna
fé verið varið til þess að reisa
félagsheimili í sveitum, stund-
um svo þétt, að varla er nema
10—20 mínútna akstur milli
þeirra. Þetta stingur mjög í stúf
við það, sem gert er fyrir það
fólk. karla og konur, sem dvel-
ur iangdvölum fjarri heimilum
sxnum við sjósókn eöa fisk-
vinnslu í landi, einkum á sildar-
vertíð. — Þegar sjómennirnir
koma að landi, stundum eftir
svaðilfarir langt norður í íshafi,
bíður þeirra að jafnaði ekki ann
að en natan, vínverzlunin og
sóðalegir veitingastaðir, og þeir
sem ekki una við aö bæla flet-
in um borð í landlegum, hafa
það helzt til afþreyingar að fá
sér leigubíi, birgja sig upp með
brennivín og fara upp í sveit á
skrall í einhverju félagsheimili
þar. Það er varla tiltökumál,
eins og allt er í haginn búið.
Fáar þjóðir búa jafn hrak-
smánarlega að sjómönnum sin-
um í ntenningarlegu og andlegu
tilliti sem Islendingar. Norð-
menn, sem sízt eru taldir örari
á fé en islendingar, hafa t. d.
um langt skeiö haft sínar sjó-
mannakirkjur og sjómannaheim-
ili víös vegar, bæði í heimahöfn
um og í öðrum Iöndum, og verja
til þess miklu fé. Ég kom fyrir
nokkrum árum á eitt slíkt á
indælun staö í Bodö, utan við
Osló, og dáðist að því, að þar
virtist ekkert til sparað.
Það má segja Vestmannaey-
ingum til hróss, að þeir búa
yfirleitt vel að vermönnum sín-
um, og á Raufarhöfn hafa prests
hjónin lagt á sig mikla fyrir-
höfn til bess að halda uppi lít-
annað eins, en Félag íslenzkra
útvegsmanna og Félag íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda 20 þús.
kr. hvort.
Meðan íslcnzkir sjómenn
halda út á svalan sæ og afla
um 90% af þeim gjaldeyri, sem
aðrir verja m. a. til dvalar á suð
rænum baðströndum og kaupa
mæti aflans, en norskir starfs-
bræður 41%, svo að við búum
ekki að öllu leyti hraksmánar-
lega að sjómönnum okkar. —
Enda eigum við að búa eins
vel að þeirri stétt og þjóðfé-
lagið framast megnar.
Varðandi gjöf til sjómanna-
kirkju í Grimsby, þá þótti mér
illi sjómannastofu meö dálitl-
um stuðningi frá Kirkjuráði þjóð
kirkjunnar. Það átti m. a. að
vera tilgangurinn með Kristni-
sjóði, að halda uppi slíkri starf-
semi þar og víðar, en frum-
varpið um hann hefur enn ekki
fengizt samþykkt á Alþingi. Þar
hafa of fnargir asklokið fyrir
sinn himin.
Nýlega var vigð sjómanna-
kirkja í Grimsbý og eiga ís-
lenzkir sjómenn að eiga athvarf
á heimili því, sem rekið verður
i sambandi við hana. Biskup ís-
lands tók þátt í þeirri athöfn
og afhenti stofnun þessari 1000
sterlingspund eða 120 þúsund
krónur frá íslendingum. Skipt-
ist sú upphæð þannig, að borg-
arstjórn Reykjavíkur lagði fram
þriðjung, þióðkirkjan íslenzka
á óhófsvörum, getur það varla
talizt stórmannlegt að telja
þessa upphæð eftir. En ef'til
vill eru slíkar eftirtölur aðeins
éinn liðurinn í þeirri ófrægingar-
herferð, sem nokkrir aðilar
halda uppi gegn hverju því,
sem biskup islcnzku þjóðkirkj-
unnar er á einhvern hátt riðinn
við.
Með þökk fyrir birtinguna.
P. V. G. KoIka.“
Ég þakka þetta bréf, og tek
undir það, að íslendingar búa fé
lagslega illa að sjómönnum sín-
um, sem þurfa að dvelia fjarri
heimilum norðanlands og aust-
an. Hins vegar verður að taka
tillit til þéss begar talað er um
aðbúnaö að sjómönnum, að ís-
lenzkir síldarsjómenn hafa um
55% til skipta af brúttóverð-
og öðrum ekki tímabært að
gefa þúsund sterlingspunda
gjöf, á sama tíma og opinber-
lega er hvatt til að draga sam-
ah seglin vegna þess, að ískyggi
lega gangi á gjaldeyrisvara-
sjóði okkar. Slikar gjafir stinga
óneitanlega í stúf við þær yfir-
lýsingar hins opinbera, að spam
aður sé nauðsyn. Aö telja, aö
slík gagnrýni eigi eitthvað skylt
við ófrægingu gegn einhverjum
sérstökum, er hugarburður, —
enda er ekki neinn einn aðili,
er stendur að gjöfinni til kirkj-
unnar í Grimsby. Það er mis-
ræmið 1 skoðunum og athöfnum
aðila, sem við gagnrýnum, hver
sem í hlut á. íslenzkir sjómenn
sem koma í erlendar hafnir, t.d.
Grimsby eru að'eigin dómi mik-
ið betur settir, að'því er varðar
að „drepa“ tima sinn á annan
hátt en drekka, en sjómenn í
höfnum hérlendis. Sjómanna-
heimili þar, var því vart eins
aðkallandi og slfkt heimili á
Austfjörðum eða fyrir norðan.
Ég hef því vart trú á því, að
sjómenn muni eyða miklum
tíma á sjómannaheimili eða
kirkju í Grimsby. En hins vegar
mundi slikt heimili einnig koma
erlendum sjómönnum til góða i
höfnum úti á landi, en þar hefur
of oft komið fyrir, að erlendir
sjómenn hafi gert sér það til
dundurs að gera aðsúg að sak-
lausu fólki.
Það er þvi ekki óeðlilegt, að
það mæti gagnrýni að gefa slik
ar gjafir út úr landinu, alveg á
sama hátt og í þessum dálkum
hefur verið gagnrýnt óhófið í
sambandi við ferðalög íslend-
inga til sólarlanda, mun það
hafa verið of algengt, að ein-
staklingar hafi tekið lán til
slíks óhófs, en margir slikir
víxlar munu vera að falla ó-
greiddir um þessar mundir. —
Ferðalög eru sjálfsögö. en evðsl
unni ber að stilla í hóf.
Hins vegar er ég sammála
þeirri athvglisverðu ábendingu
að auka félagslega aðstöðu fyr-
ir sjómenn úti um landið, og ég
tel, að það væri verðugt verk-
efni fyrir kennimenn í landinu
að beita ,sér því máli til fram-
gangs. ' 'í
Þrándur í Götu.