Vísir - 28.10.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1967, Blaðsíða 2
 V í S I R . Laugardagur 28. október 1967. ÁRELIUS NIELSSON: HYAÐ VILL ÍSLENZK ÆSKA NÚTlMANS? Tjað eru tvær kynslóðir íslenzkr- ar æsku, sem hafa hrifið mig mest. Sú fyrri er sú kynslóð, sem nefnd var hinu undarlega nafni Væringjar. En það voru ungir Is- lendingar, sem áttu svo mikla og sterka útþrá, að þeir klifu þrftug- an hamarinn, til að komast til út- landa, einkum dvalar við kon- ungshirðir Noröurlanda og víöar í Evrópu. Þeir leituðu í ævintýra- þrá sinni allt suður til Mikla- garðs, sem þá var aðalsetur kristi- legrar menningar og vísindalegra mennta. Þeir höfðu með sér að heiman það veganesti, sem virtist duga þeim vel til að skara fram úr í hópi unga /ólksins, hvar sem þeir dvöldu. Sumir sköruðu fram úr í íþróttum, aðrir í sagnalist eða skáldskap. En í þeim greinum áttu þeir óvíða sinn lfka. En þeir gerðu líka allt, sem þeir gátu, hvort sem þeir dvöldu lengur eða skemur, til að iæra siðu, háttu og kurteisi annarra þjóða. Og oft báru þeir svo af, að þeir þágu margar og miklar gjafir úr höndum þjóðhöfðingja þeirra, sem þeir dvöldu hjá eða sýndu fræknleika sinn. „Þá var hæverskan manndáð. Og til auðs og til vegs rfs hið ættstóra blóð,“ segir Einar Bene- diktsson, skáld, um þessa æsku. En hann hefur eins og flestir vita ort um þessa kynslóð gullaldar og sögua'dar eitt sinna snjöllustu kvæða. En Væringjar hans eru þó aö nökkru hans eigin ósk um afrek og útþrá þeirrar æsku, sem var samtíð hans. Og vissulega var hann sjálfur Væringi í anda og sannleika. Því samkvæmt hans óskum og skáldlega innsæi, á sag- an að yngjast viö eldforna brunna. En það var sama hve langt Vær inginn íslenzki lagði ieið sfna, sama í hve frægum og fögrum stöðum hann gisti og hjá hve fræg um og miklum mönnum hann dvaldi, þá vildi hann heim aftur, á þeim hug væri ei brigö, og minn izt þess að „heima er lífstrúar- lindin". Þegar hann tileinkaði sér hiö bezta af mannasiðum, háttum og menntun stórþjóðanna, þá sneri Væringinn færi sínu heim til ís- lands aftur. Það skyldi njóta alls, sem hann hafði aflað sér andlega og efnislega. „Hólminn á starf hans, Iff hans og mátt“, þótt hann vildi mannast á heimsins hátt. Þannig varð til glæsilegasti þátturinn eða þætt- ímlr f menningarsögu íslenzku þióðarinnar. Bændasynir hlutu þannig konunglegt uppeldi í æsku eða á tvítugsaldri. Það var þeirra skóli og stundum strangur skóli. En það bezta var og það gilti um flesta, já, ótrúlega marga: „Að á glauminum öllum hann geymdi sín sjálfs. Hann var góð vinum hollur, en laus þó og frjáls". Svo liðu aldirnar. ísland lokað- ist að nokkru, en aldrei þó alveg. Alltaf fóru nokkrir f sporaslóð Væringjanna fornu. Og lengi var borgin við Eyrarsund, Kaup- mannahöfn aðsetur fslenzkra menntamanna og unglinga á tvi- tugsaldri og vizkuvegum. Og flestir komu þeir heim aftur, þótt dvölin og árangurinn yröi með öðr um hætti en hirðdvöl Væringjanna hafði verið. Og enn mun Islend- ingum mestur auður að fara í spor Væringjanna, sækja hið bezta, sem lært verður um staði og hirðir menningarþjóða, en geyma samt sín sjálfs og sýna enn þá með metnaði og dug og nokkru stolti, að þeirra heimafengni baggi í íþróttum, listum og gáf- um, er sízt minni en hinna stærri Þjóða. Þannig verður æskunni hollt með hverri kynslóð .að etja kappi við jafnaldra annarra landa og aukast við, það að fþrótt og frægð. Önnur kynslóð íslenzk, sem mér finnst ákaflega aðdáunarverð æska, en þö með allt öðru móti en Væringjarnir, en samt f sama anda ættjarðarástar og afreka, er hin svo-nefnda aldamótakynsíóð. En þar á ég við fólkið, sem stofn- aði ungmennafélögin og hóf rækt un lands og lýðs í landinu sjálfu. Raunar var fyrirmyndin sótt út yfir haf, einkum til Noregs. En hér stefndi allt til að breyta og bæta í landinu sjálfu í trú á land- ið, þrátt fyrir sérstöðu þess og hörku sem hið bezta land á jörð. Og í þeirri trú var unnið. Og allt í einu varð æskan þróttmikil, fé- lagslega þroskuð, bindindissöm, framsækin og óþreytandi að dugn aði og áræði. Hún bylti og breytti, og fáar kynslóðir hafa verið uppreisnar- gjamari og byltingasamari. Allt gat hún rifið niður — en hún virt ist gæta þess jafn frábærlega að byggja upp um. leið. Og þessi kyn- slóð æskufólks varð að þola bæði háð og nöpuryrði hinna eldri og jafnvel beina andspyrnu. En hún lét aldrei fánann falla. Hún sótti ekki sitt afl til útlanda eins og Væringjamir höfðu gert, heldur í bjargfasta trú á landið og kraft- inn í eigin armi og barmi. Það var ekki út í bláinn að þá var kveðið: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Aið i alheimsgeimi Guð í sjálfum þér. Þetta mátti telja kjörorð þess- arar kynslóðar æskufólks ásamt funandi ættjarðarást undir yfir- skriftinni: .ISLAND ALLT“. Og þessi æska eignaðist einnig nýja Væringja, fólk, sem fór ut- an, burt frá allri fátæktinni hér í moldarkofum þátímans og vann sér allt að heimsfrægð t. d. með fþróttum og alls konar keppni við jafnaldra á erlendum vettvangi. En athafnaþrá þess og byltinga- máttur kom fyrst og fremst fram í því að „reisa býlin rækta land- ið, ryðja um urðir braut". Og það er 'þessi kynslóð æskufólks, sem lagði grunninn að allri velsæld nútímalífs á íslandi, þar sem rækt un og húsakostur er risið úr ösku- stó aumingjaskaparins og orðið með glæsibrag heimsborga, þrátt fyrir mannfæð og fátækt í svo stóru og erfiðu landi. Nú er spurningin: Hvað vill ís- lenzk æska í dag? Vill hún líkjast Væringjunum annars vegar. Sækja hið bezta í erlenda menningu og flytja það hingað heim og gróðursetja það með nýtízku fjölmiðlunartækjum? Og vill hún hins vegar byggja jandið sjálf í trú á það sem „hið bezta land á jörð". Eöa vill hún „dependera af hin- um dönsku“ eins og orðað var í gamla daga, tileinka sér hóp- kennd, múgmennsku og eftiröpun þess auðveldasta og um leið þéss lélegasta í listum og hugsunar- hætti nágranna í austri og vestri, með ópum og lftilsvirðingu gagp- vart fortíð og helgum dómum, sögu þjóðar og siða, og þannig eignast sína „litilmennsku" og gaman, sem getur orðið grátt. Æskan íslenzka er á vegamót- um. Hún á að velja um vegu sina. Hún ætti að hafa proska til að velja og hafna sér til gæfu. — Árelíus Níelsson. —« Hvað hefur komið fyrir Donovan? „Ég er bara rólegur gæi — með engan æsing og mig langar ekkert til að skyggja á frarca nokkurs manns. Mig langar bara að sýna hvað ég get“. Þessi orö lætur Donovan falla um persónu- legt álit sitt á sjálfum sér. Margt hefur Donovan þurft við að etja á táningaárum sínum, og er hann ekki öfundsverður af þeim árum. Raunasaga sú, sem hér fer á eftir er frá þeim tím- um: „Áður en ég varð þekktur, var ég tinu sinni handtekinn af lög- reglunni í Manchester. Mér var kastað í Strangeway-fangelsiö, þar sem ég var í tvær vikur. Þar samdi ég tvö fyrstu lögin mín. Ég var sakaður um að hafa stol- ið um 5000 sigarettum, en þegar málið var tekið fyrir, var ég sýkn- aður. Ég varð oft að sofa viö slæm skilyrði eftir að ég fór að heim- an. Helztu svefnstaðimir voru kjallarar gamalla húsa, braggar eða eigendalausir bústaðir og bát- kænur niðri við ströndina". Já, þetta tilheyrir fortíðinni. Nú er öldin önnur. Það sem Donovan haföi mestan áhuga á, þegar síð- ast fréttist frá honum, var að byggja hús, svo að vinir hans gætu haft það gott. Aðdáendur Donovans kvarta nú sáran yfir að heyra ekkert frá honum. Engin plata í langan tíma og ekkert heyrzt frá honum i fréttum frá miðstöð bítlalífsins — LONDON. Hvaö ætlar þetta að ganga lengi? Vonandi rætist úr þvl bráð- lega. „Leyndardómsfull galdra- ferÖ" með BITLUNUM Nú fyrir skömmu komu Bítl- amir úr 4ra daga „galdraferð". — Farartækið jem þeir ferðuðust á var hestvagn, og var ferðinni heitið um Suður-England. Tilgang urinn með þessu var að gera klukkustundar sjónvarpsþátt, sem kvikmyndaður var án þess aö fyrirfram hafi verið ákveðið hvem ig hann ætti að vera, að öðru leyti en því, að Bítlamir áttu aö ferðast um á hestvagni, eins og fyrr segir. Þáttur þessi mun verða kallað- ur „Leyndardómur galdraferðar- innar", og er titillag hans samið af þeim Lennon og MacCartney. Auk þess hafa þeir félagar sam- ið fjögur ný lög, sem væntanleg eru á markaðinn innan skamms, en ennþá hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvort gefa skuli þau út á tveggja laga plötum, „EP“-plötu eða nýrri „LP“-plötu. Vegna upptöku sjónvarpsþáttar þessa, sem um er getið hér að ofan, urðu Bítlarnir að fresta fyr irhugaðri ferð sinni til Indlands þar til í október, en þar ætla þeir að helga sig dulspekihug- leiðingum með Maharishi Mahesh Yogi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.