Vísir - 28.10.1967, Side 5
V1SIR . Laugardagur 28. október 1967.
■202
RÉTTLÆTI GUÐS
Róm, 3, 20 28.
Tjaö er ekki létt að halda sið-
” bótarhátíð með þetta efni í
huga.
Að baki orðanna réttlæti
Guðs felst allur hinn torráðni
leyndardómur trúar vorrar, sem
krefst mikillar ihugunar. Ég get
aðeins drepið á nokkur íhugunar-
efni hér.
Réttlæti Guðs er yfirskrift, sem
hæfir þessum kafla. Hér er talað
um réttlætið, sem gildir hjá Guði.
— Guð, sem einn er réttlátur
réttlætir þann, sem hefur Jesú
trú.' Vér réttlætumst án verö-
skuldunar af náð hans fyrir endur
lausnina. Þetta voru logamir sem
tendruðu bál siðbótarinnar.
Lúther segir sjálfur frá því,
hvemig hugsunin um réttlæti
Guðs hafði hvílt á sér og kvalið
sig lengi, en síðar orðið sér til
mikillar blessunar.
„Ég hef hatað þessi orð, rétt-
læti Guðs,“ segir hann, „því þá
er maður sifellt minntur á Guð,
sem launar þeim góðu en refsar
þeim illu. En skyndilega lærðist
mér að skilja þetta & annan veg.
Hjá Guði er einnig frelsandi,
læknandi réttlæti. Þegar það
laukst upp fyrir mér, varð ég sem
nýr maður eins og ég hefði kom-
izt inn um opin hlið himnaríkis."
Lúther
í Worms
Og einn mót öllum stóð hann
£ ægilegri höll,
og einn mót öllum vóð hann
á andans sigurvöll.
Og öld af ótta starði,
þeim ægði dirfskan sú
er ljós og líf hann varði
með lifandi krafti og trú.
Hann boðaði nýjan blóma,
hann birti frelsi og náð
og Drottins orð úr dróma
hann dró fyrir mannkyn þjáð.
Og þá var líf í landi
og ljósið skein svo bjart
er Herrans helgur andi
við hjörtum þjóða snart.
(Matthías Jochumsson).
Lúther er löngu liðinn, en á-
tökin um réttlætið eru verkefni
vor mannanna enn £ dag. Þegar
vel er að gætt, er réttlætið ærið
oft sá logi, sem tendraði bálin,
sem heitast brenna. Þetta á viö
um allar byltingarnar, félagsleg-
ar, stjómmálalegar og andlegar.
Réttlætið er oss mönnunum jafn
nauðsynlegt og loftið og ljósið,
sem við lifum og hrærumst í.
Sá sem verður fyrir ranglæti
er þess gjarnan langminnugur. 1
samskiptum þjóðanna skiptir rétt-
lætið miklu máli. Hér nægir aö
minna á deilur stórveldanna og
ríkjabandalaganna. Mér verður
einnig hugsað til jafnréttisbaráttu
kynþáttanna. Vígorð eins og
frelsi, jafnrétti og bræðralag
eiga einnig rætur sínar að rekja
til réttlætisins. Mikið er gert til
að standa vörð um réttlætið. Þar
má nefna dómstólana og lög-
gæzluna. Gildi réttlætisins finnst
oft bezt, þegar það er fótum
troðið. Hvílíkt áfall var það ekki
fyrir þjóð vora, er þaö gerðist
fyrir nokkrum árum með svo ó-
hugnanlegum hætti! Við erum
ekki búin að jafna okkur eftir
það ennþá. Þetta kemur einnig
fram í fjölda málaferla sem koma
fyrir dómstólana dag hvern.
Dómssalimir eru fjölsóttir líkast
því að líf vort sé svipað réttar-
höldum með sækjanda, vitnum —
og sakborningi. Nútíma blaða-
maður hefur sagt: „Mér virðist
allt líf mitt vera réttarhöld —
það er mér einungis hulið hver
situr £ dómarasætinu" Texti
þessarar hugleiðingar hefur svar
viö þvi. Guð, sem einn er rétt-
Iátur situr £ dómarasætinu! Og ein
mitt hjá honum skiptir réttlætiö
miklu máli. „Ef Guð væri til, þá
gæti hann ekki leyft svona mikið
óréttlæti í heiminum, þá hefði ég
fengið að lifa hamingjusömu lífi,
þá hefði þessi eöa hin ógæfan ekki
komið yfir mig!“ Þannig hugsa
margir og bíða skipbrot í Guðs-
trú sinni einmitt vegna ráðgát-
unnar um réttlæti Guðs.
Þegar svo er komið er það
sannkölluð lausn til lífs, þegar
við ásamt Lúther komumst að
raun um hið nýja réttlæti Guös,
þegar ég fæ að heyra: „En nú
hefur réttlæti Guðs, sem vitnað
er um af lögmálinu og spámönn
unum, opinberast án lögmáls, það
er, réttlæti Guðs fyrir trú á Jes-
úm Krist öllum þeim til handa,
sem trúa“. Þannig er þá réttlæti
Guðs hvað sem vorum heilabrot-
um lfður! Ekki einungis ósveigjan
leg meginregla, sem sffellt er
brotin, ekki heldur sveigjanlegt
vald, sem lagar sig að almennings
álitinu, ekki einungis miskunnar
laust lögmál, sem molar niður
hina máttvana, heldur: „Ef yð-
ur fýsir aö öðlast þekkingu á
réttlæti Guðs“, segir Páll post-
uli -— „þá verðið þér að virða
fyrir yöur Drottin Jesúm Krist
sjálfan“. í honum birtist hið nýja
réttlæti Guðs. Þetta var hið mikla
gleðiefni siðbótarmannsins, Lúth-
ers! Um það hefur hann sagt:
„Þetta er ekki ný þekking, held
ur birtist Guð mér sífellt £ allri
heilagri ritningu, i lögmálinu og
spámönnunum og allt til enda
sem sá Guð, sem lætur sér annt
um að vér öðlumst hiö nýja rétt
læti í Jesú Kristi".
Ég reyni að gera mér grein
fyrir því sem þá gerist með því
að rifja upp tvo gagnstæöa dóma,
sem kveðnir eru upp yfir mönn
unum i Biblíunni.
Fyrri dómurinn: „Bölvaður!"
hljóðar svo. „Og skalt þú (Kain)
nú era bölvaður og burt rekinn
af akurlendinu". Þetta stranga
réttlæti sem endurgjaldslögmáliö
byggist á gildir enn og verður
að beita því áfram hversu harka
legt og ófullkomiö sem þaö kann
oft að virðast. Þaö er ekki hægt
að vera án þess, jafnvel þótt þaö
leiði ekki ávallt til tilætlaðrar
jetrunar heldur á stunduru til
aukinnar bölvunar. Drottinn Jesús
Kristur kemur með nýtt réttlæti.
Þaö er það réttlæti sem lýsir út
úr orðunum „Sælir eru“. Þannig
talar hann t.d. í sæluboðoröunum
í upphafi Fjallræðunnar. Þetta er
andstætt viö þá bölvun sem hvíl-
ir yfir mönnunum og endurómar
sífellt í sögu mannkynsins. Drott
inn Jesús segir: sælir eru! og gef-
ur nýtt, frelsandi réttlæti, sem
bætir allt, einmitt hjá þeim mönn
um, sem hafa orðiö illa undir
hjólum hins jaröneska réttlætis.
„Sælir eru fátækir í anda — sæl-
ir eru syrgjendur — sælir eru
þeir, sem ofsóttir verða fyrir rétt
lætis sakir — sælir eru þeir, sem
Prestaskóllnn f Pullach.
hungrar og þyrstir eftir réttlæt-
inu“. Við erum öll tekin með inn
i þetta nýja, frelsandi re>tlæti í
Drottni Jesú Kristi.
Larka réttlætisins er þó eklti
horfin. Svo strangt er réttlæti
Guðs að Jesús varð að líða og
deyja á krossi vegna ranglætis
neimsins.
En einmitt .á krossinum kemur
fagnaðarerindið um hið nýja frels
andi réttlæti Guðs vel fram. Jesús
boðar iðrandi ræningjanum vist
meö sér.
Þannig er frelsandi réttlæti
Guðs. Sagan um glataöa soninn
á einnig aö kenna oss að þekkja
Guð föður £ frelsandi réttlæti
sínu. Allt starf kirkjunnar á aö
útbreiða frelsandi réttlæti Guðs.
Þetta á ekki sízt við um auðs-
þjónustuna. Þegar vér biðjum:
Guð sé oss synd'ugum náðugur!
— og heyrum: Almáttugur Guð
hefur miskunnað oss! finnum vér
hvernig frelsandi réttlæti Guðs
beinist að oss. Og þegar Drott-
inn Jesús Kristur tekur aö sér
ungbarr. i heilagri skim, í>.íí er
það umvafið frelsandi réttlæti
Guðs, án þess að hafa getað til
þess unnið. Og þegar oss er boð-
ið til heilagrar kvöldmáltíðar með
orðunum „Fyrir yður gefinn og
úthellt til fyrirgefningar synd-
anna“, þá, jr sífellt á ný verið
að bjóða fram þetta frelsandi
réttlæti Guðs handa þeim, sem
þrá það.
- Framhald £ næsta blaði.
Marteinn Lúther.
□ Um þessar mundir er þess
víöa minnzt, aö 450 ár eru liðin
frá upphafi siöbótar Marteins
Lúthers. Þessi trúarlegu og kirkju
legu umbrot áttu upptök sin í
þýzku kirkjunni og breiddust
ut þaöan og bárust hingaö meö
guðfræðingum, sem þar stund-
uðu nám. Sambandiö viö þýzka
kristni hefur löngum veriö frem-
ur stopult. Undanfarin þrjú ár
hefur evangelisk-lútherska kirkj-
an í Þýzkalandi árlega boðiö ein-
um íslenzkum presti til náms-
dvalar á prestaskóla sínum í
Pullach viö Miinchen í Bæjara-
landi (Bayern).
Fyrsta áriö naut sr. Þórir
Stephensen á Sauöárkróki þessa
boðs, síöan sr. Sváfnir Svein-
bjarnarson á Breiðabólstað, og
nú siöast sr. Ingólfur Guð-
mundsson. Hann hefur islenzkað
þessa prédikun eftir helzta leiö-
toga evangeliskra manna í Þýzka-
landi, Dr. Hermann Dietzfel-
binger. Hann er biskup lúthersku
kirkjunnar i Bæjaralandi og for-
seti ráös evangelisku kirknanna i
Þýzkalandi (bæði austur og vest-
ur).
Dietzfelbinger biskup kom
hingað til lands haustiö 1965, á
fund framkvæmdanefndar Lúth-
erska heimssambandsins og pré-
dikaöi hann þá i Neskirkju. Meö-
fylgjandi mynd er af prestaskól-
anum i Pullach.
Þá vandast málið
Á bemskuárum sínum dvaldi Björgúlfur Ólafsson á sumrin
á Miöhúsum £ Breiöuvik. Úr vistinni bar er eftirfarandi frásögn:
Tíminn er peningar hafa búhyggnir menn sagt. Það merkir,
aö hagnaður fylgir þvi aö nota tímann vel. — En eins og kunn-
ugt er hafa margir nógan tíma, en eignast aldrei peninga, sem
þeir þó girnast öllu framar. í Miöhúsum skorti fremur tíma en
peninga. Allir voru sístarfandi og gerði ekki betur en tíminn
hrykki til, því mörg vom handtökin, sem taka burfti við bú-
skapinn. Alla sex daga vikunnar voru allir önnum kafnir myrkr-
anna milli, en fóm sér aldrei hart, tóku aldrei skorpur og vom
aldrei þreyttir, því síður uppgefnir, aö mér virtist. Létu iðnina
vinna það. Aldrei var unniö á sunnudögum. Þá fóm allir í spari-
fötin og geröu sér dagamun í mataræði. Ekki var lesinn hús-
lestur og var þó a. m. k. einn maður bænabókarfær á bænum.
Eitthvað yar þvegið sér á sunnudögum, um hendur og andlit
að minnsta kosti...
Peninga, i venjulegum skilningi, hugsaði enginn um. Búiö
fæddi fólkið og klæddi. Hvað hafði þaö að gera við peninga?
Ekkert skorti. Engar áhyggjur út af afkomunni. Menn undu sér
eftir þeirri góðu reglu: Nóg hefur sá sér nægja lætur. Allir j
ánægðir og gimtust ekkert fram yfir það, sem þeir höfðu, af
þvi aö það var þeim nóg. Það skyldi þá aldrei vera svo, aö þeir
einir hafa nóga penlnga, sem ekkert hafa fram yfir nauðsynj-
amar? — En hvað em svo nauðsynjamar? Þá vandast málið.