Vísir - 28.10.1967, Page 8

Vísir - 28.10.1967, Page 8
8 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgaran visu> Pramkvæmdastjóri: Dagux Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Augiysingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 7.00 eintakið Prents.-.iðií 'ffsis — Edda h.f. Mótmæli Blöð stjómarandstöðunnar flagga mikið með mót- / mælum þessa dagana. Stjómir ýmissa félaga og hags- ) munasamtaka fá samþykkt mótmæli gegn aðgerðum ) íT'kisstjómarinnar í efnahagsmálunum. Það er auðvelt \ verk að fá samþykkt mótmæli á íslandi, og nógu \ mörg eru hagsmunafélögin. /j Davíð heitinn Stefánsson skáld sagði eitt sinn í ) einni af sínum snjöllu ræðum) „Ég minntist áðan á \ lélagafjöldann meðal landsmanna. Það er ekki nóg \ að höfuðstéttir þeirra hafi myndað með sér félags- ( skap, heldur hafa risið innan þeirra og utan óteljandi / félög. Hver kann nöfnin á þeim öllum? Félag neyt- ) enda, félag vinnuveitenda, félag rithöfunda, félag ) liarmónikuspilara, félag togaraeigenda, húseigenda \\ og jafnvel hænsnfuglaeigenda. Ekkert er líklegra en (( að letilýður, rónar og brennivínsberserkir stofni með (( sér félagsskap og bandalag á næstunni. Auðvitað / kjósa öll þessi félög sér formann og stjórn, og á þeim ) lendir öll hugsun og umhyggja. Aðrir félagsmenn ) venjast smátt og smátt af því að hugsa, það gerir fé- \ lagsstjórnin, og verða að síðustu eins konar atkvæða- ( vélar, sem rétta upp höndina, þegar með þarf. Öll ( þessi félög, sem sitja aldrei á sárshöfði, kljúfa þjóðina / í ótal deildir og hópa, andstæðar fylkingar. Þau sam- ) eina ekki heldur sundra. Öll virðast þó hafa eitt sam- ) eiginlegt markmið: að skara eld að sinni köku“. \ Það er skýr og sönn mynd, sem skáldið dregur ( þarna upp af félagafarganinu. Og hið versta við það í er, að pólitískir ævintýramenn reyna æði oft að kom- / ast þar til áhrifa og beinlínis beita samtökunum á \ hinn ósvífnasta hátt gegn þjóðarhagsmunum, ef þeim ( býður svo við að horfa. Þannig eru mörg þessi mót- ( mæli til orðin. Það er ofur auðvelt að fá fólk til að / samþykkja mótmæli gegn ráðstöfunum, sem því er ) sagt að stefnt sé gegn hagsmunum þess. Þá er sjaldn- ) ast verið að hugsa um, hvort hagsmunir heildarinnar \ kref jist slíkra aðgerða. ( Stjómarandstæðingar telja það óhæfu, að efnahags- ( aðgerðimar komi niður á launafólki og bændum. En þá / mætti spyrja: „Hvað er eftir af þjóðinni, ef frá er skil- ) ið allt launafólk og bændur? Hverjir em þá eftir til \ þess að taka á sig byrðamar? Dettur nokkmm heil- \ vita manni í hug, að hægt sé að sigrast á þeim erfið- V leikum, sem nú er við að etja, nema allir leggi þar eitt- ( hvað af mörkum?“ / Vitaskuld er sjálfsagt að reyna að hlífa þeim mest, ) sem minnst mega sín fjárhagslega, og á því hefur rík- ) isstjómin fullan hug og er reiðubúin til viðræðna um \ allar skynsamlegar hugmyndir og tillögur, sem að ( því miða. En þessi eilífu mótmæli leysa ekki vandann, ( enda mun þeim stundum fremur ætlað hið gagnstæða. / V í SIR . Laugardagur 28. október 1967. Útför sjóliðanna af Eilath fór fram með mikilli viðhöfn í Tel Aviv. Tugir sovézkru hraðbótu ú Eystrusulti rúðu yffír sums konur eldfluugum og skotið vur ú Eiluth Það er talið, að eld- flaugamar, sem skotið var á ísraelska tundur- spillinn Eilath, hafi ver- ið sovézkar, svo nefnd- ar STYX-eldflaugar. f á- rásinni á Eilath sannað- ist enn betur en á skot- æfingum hve gífurlega hættuleg vopn hér er um að ræða og að loftvama- byssur koma ekki að því gagni, sem menn ætluðu til vamar gegn slíkum eldflaugum. JjVéttin um eldflaugaárásina vakti heimsathygli margra hluta vegna, og það er ljóst nú, að hún hefur vakið nokkum ugg meðal ráðamanna í ýmsum lönd um, sem stjóma eða bera á- byrgð á vömum. Meðal annars hefur árásin, af því að hún var gerð með STYX- eldflaugum, vakið kvfða í Dan- mörku og jafnvel fleiri löndum Norður-Atlantshafsbandalagsins. Hér kemur til greina, að Sov- étríkin hafa um 50 hraðskreið, létt herskip á Eystrasalti (timd- urspilla og timdurskeytabáta), sem hafa STYX-eldflaugar með- ferðis. Um þetta ræðir Kaupmanna- hafnarblaðiö Berlingske Aften- avis, sem er blað mjög vel kunn ugt málum Noröur-Atlantshafs- bandalagsins og landvamamál- um. Segir það, að danskar frei- gátur og önnur herskip, sem heyri undir vamir á vegum N.- Atlantshafsbandalagsins, haf: ekkert til varnar gegn STYX eldflaugunum nema loftvarna- byssur. Landbúnaðarráðuneyti Dan- merkur bíður nú greinargerðar frá NATO um árásina á Eilath og segir blaðið „brennandi á- huga“ á þessum málum í Dan- mörku vegna öryggis iandsins, þar sem vitað sé, að Sovétríkin hafi tugi Komar-herbáta og STYX-flaugar á Eystrasalti. Reogon og Romney og konur þeirra Myndin er af þeim Ronald Reagan, ríkisstjóra Kaliforníu, og konu hans og George Romney, rikis- stjóra í Michigan og konu hans. Myndin er tekin á þlljum hins skrautbúna skips INDEPENDENCE, en frá ferð þess til Karíbahafs var nýlega sagt hér í blaðinu. Listir-Bækur-Menningarmál Haildór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni. „Trio of London'' Haydn: Tríó í d-moll Beethoven; Tríó í c-moll, op. 1, nr. 3 Schubert: Tríó i B-dúr, op. 99 Á undanfömum árum hefur sí- vaxandi orö farið af Lond- on sem tónlistarmiðstöð. Slíkt fá þeir sannað, sem sækja borg- ina heim — og jafnframt, að yfirleitt standi listalíf allt þar með hinum mesta blóma. Þetta kemur þeim saman um, sem þekkja vel til listalífs annars staðar í álfunni. Þótt London sé að vissu marki alþjóðleg mið- stöð á sviði tónlistar, er megnið af listafólki þar eðlilepa af brezkum uppruna. Þess vegna er raunin sú að samkeppnin er mikil og mikla hæfni þarf til að komast upp á yfirborðið f tón- listarlífi borgarinnar. „Trio of London", sem sam- an stendur af ungu fólki, Carm- el Kain (frá Astralíu), fiðlu, Peter Willison, celló og Philip Jenkins, pfanó, sem er hér þeg- ar að góöu kunnur. Það, sem vakti athygli manns í fyrsta verkinu, var lipur og Ijóöræn meðferg efnisins, samspil ágætt og sérhver aðili gerði verkið lif- andi með hæfilegum ákafa. Hið sama má segja um sfðari verk- in tvö, nema að hæfni þeirra, mátti sjá frá enn fleiri hliöum, leikur hvers og eins kom betur í ljós, t. d. naut cellóið sín bezt í Schubert, fiðlan átti hins veg- ar meira hlutverk strax frá byrj un. Píanóhlutverkið er mikiö í öllum verkunum og einkenndist leikur Jenkim ’illega af vissri mýkt, en þó snerpu um leið. Ennfremur bar leikur hans vott um skilning á því að velja úr það, sem máli skiptir, en láta annað gegna minna hlutverki. Mig langar til að benda á nokkra staði, sem hann lék eft- irminnilega: 3. og 5. tilbrigði f Beethoven-tríóinu, sumir staðir, f fyrsta og síðasta þætti Schu- berts, og byrjun Scherzo-kafl- ans úr sama verki var mjög fall- ega í hóf stillt. Fiðla og celló nutu sín vel í Andante- kafla sama verks og segja má í öllu sama verki. Þó er eitt, sem ég vildi finna að, sem er að vísu smáatriði, en stundum varð á- berandi. Bæði píanó og strengir, nota stundum ákveðið túlkunar- meðal, þ. e. að hægja aðeins á sér, eða öllu heldur lengja nótna gildi nótna, stundum í byrjun Iaghendingar, stundum í lokin. Þetta kom oft mjög fallega fram, en ef það er endurtekið með of stuttu millibili, getur það misst eðlilegt áhrifagildi sitt .Þetta var e.t.v. mest áber- andi f Andante- og Scherzo- kafla Schubert-tríósins. Þetta er smáatriði, sem vert er þó að nefna. í upphafi grejv’r var minnzt á borgina, sem þetta listafólk kennir sig við. Leikur þeirr sýndi og sannaði á hvaða sti:> ungt tónlistarfólk þar þarf a<' vera, til aö lifa af í sanikeppn inni. Auk þessa höfum við á stæðu, til að kynnast þessu tríöi frekar á næstu árum, ástæðu. sem þegar hefur verið drepið á í blöðum .

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.