Vísir - 03.11.1967, Page 1
57. árg. - Föstudagur 3. nóvember 1967. — 253. tbl.
/ . * * * • .w'k
Réttur lífeyrissjóðsfélaga til lána
úr byggingasjóði verði ekki skertur
Þátttaka í lífeyrissjóöi ætti ekki
að hafa nein áhrif á jafna mögu-
leika lífeyrissjóösfélaga til lána úr
hinu almenna veölánakerfi —
sagði Guðmundur H. Garöarsson
í jómfrúræöu sinni í neðri deild
alþingis í gær, þegar hann flutti
framsögu fyrlr frumvarpi sínu um
óskertan rétt lífeyrissjóðsfélaga til
lána úr byggingarsjóði.
— Það er um að ræða algert
viðbótarátak af hálfu þeirra, sem
eru í lífeyrissjóðum — viðbótar-
álag, eða hluta af kaupi, sem við-
komandi stéttarfélag hefur samiö
um — jafnframt því, sem lífeyris-
Uppbyggilegar umræður i borgarstjórn um vandamál æskulýðsins:
Reykjavík gætí senn staðið frmmi
fyrir vandamálum stórborganna
□ Reykjavík getur brátt staðið frammi fyrir þeim stórkostlegu
unglingavandamálum, sem við þekkjum frá öðrum borgum,
éf ekki verða fundnar nýjar leiðir í æskulýðsstarfsemi í borg-
inni, sagði Styrmir Gunnarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, í ræðu, sem hann flutti á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi,
i tilefni þess, að skýrsla Æskulýðsráðs fyrir undanfarin þrjú ár
var lögð fyrir borgarstjórnina. - Hætta er á stöðnun í starfsem-
inni, ef ekki verða fundnar nýjar leiðir, en Æskulýðsráð gæti bætt
þarna nokkuð úr. — Æskulýðsráð skortir hins vegar upplýsingar
og gögn um alla æskulýðsstarfsemi í borginni á vegum einstakra
félagssamtaka, til að hægt sé að marka æskulýðsstarfsemina fyr-
ir framtíðina á þeim krossgötum, sem Æskulýðsráð er nú statt
á. Hagfræðideild Reykjavíkurborgar hefur nú verið falið að safna
upplýsingum og gögnum um æskulýðsstarfsemina í borginni og
mun framtíðarstarfið að einhverju leyti á þeim byggt.
Miklar umræöur urðu um
skýrslu Æskulýðsráðs og um æsku
lýðsstarfsemi í borginni í bæjar-
stjórninni, að lokinni ræðu Styrm-
is. Alls voru 14 ræður fluttar um
málið, en umræðurnar stóðu nokk
uð á fjórðu klukkustund. Meira en
helmingur borgarstjórnarfuiltrúa
tók til máls. Umræður voru með
nokkuð sérkennilegu sniði miðað
við umræður almennt í borgar-
stjórninni, þar sem meiri samstarfs
vilji virðist ríkja um æskulýðsmál
in, en filest þau mál, sem rædd
eru í borgarstjórn. Var því lítið
um kappræður, en borgarstjórnar-
fulltrúar skiptust á gagnlegum upp
Iýsingum á vingjarnlegan hátt. —
Voru allir sammála um nauðsyn
þess að efla æskulýðsstarfsemi
borgarinnar sem mest og flestir
voru sammála um, að nauðsynlegt
væri að dreifa æskulýðsstarfssem
inni um borgina og að æskulýðs-
heimilum yrði komið upp í öllum
borgarhlutum. Nokkrir borgarfuil
trúanna töldu að æskulýðsheimilin
ættu að vera 4, en aðrir vildu að
þau yrðu 6 — 8. — Flestir voru
sammála um, að Æskulýðsráð hefði
unnið þarft verk á undanfömum
árum, en allir töldu nauðsynlegt
að efla þessa starfsemi. — Þá virt-
ust flestir vera sammála um, að
ekki væri óeðlilegt að ríki og borg
hefðu samvinnu um æskulýðs-
starfsemina.því eins og einn borgar
fulltrúinn orðaði það, þá yrði
slæmt uppeldi unglinganna dýrt
fvrir rikið. — í því sambandi var
rætt um frumvarp það, sem nú
liggur fyrir alþingi og töldu full-
trúarnir mikilvægt að augu for-
ráðamanna væru nú betur að opn-
ast fyrir þessum málum. Borga#-
fulltrúa Framsóknarflokksins þótti
þó frumvarpið „heldyr þunnt í
roðinu"
Rætt var um ýmsa æskulýös-
starfsemi í borginni. Það kom m.
a. fram að rekstur Saltvíkur í sum-
ar tókst með ágætum, en tillög-
ur liggja nú fyrir um ýmsar endur-
bætur, þannig að hægt verði að
reka þar reglubundna útivistar-
starfsemi. — Þá kom fram aö fyrir
hugað er að gera tilraunir meö
dansstað fyrir unglinga undir 21
árs aldri í anddyri íþróttahallar-
innar i Laugardag, en einnig hafa
komið fram hugmyndir um að nota
íþróttasalinn i því skyni. Hafa for-
ráðamenn Iþróttahallarinnar tekið
mjög vel undir það mál, en til
þess að af því geti orðið þarf
að útvega efni til að forða gólfi
salsins frá skemmdum, — I fyrra-
vetur var leitað til skólastjóra
gagnfræðaskóla borgarinnar meö
málaleitan um að skólarnir væru
opnir eitt til tvö kvöld f viku,
þannig að ,,opið hús“ væri í hverju
skólahverfi borgarinnar. — Fæstir
skólastjóranna treystu sér til að
gera þetta, en nú er fyrirhugað
að biðja þá skólastjóra, sem tóku
vel undir málaleitunina í fyrra, að
hafa „opin hús“ í skólunum til
reynslu. — Ef vel tekst til, er von
til þess að aðrir skólar komi á
eftir. — Á fundinum var nokkuð
rætt um fyrirhugað æskulýðsheim
ili við Tjarnargötu, en fram kom
,að viðhorfin til þess höfðu nokkuð
breytzt síöan ákvöröun var tekin
um byggingu þess fvrir tveimur
árum.
Lögreglufélag Reykjavíkur felldi
Félagsfundur Lögréglufélags
Rcykjavíkur felldi í gærkvöldi
kjarasamning þann, sem samninga-
nefnd félagsins hafði gert við
borgina og var samþykktur á
borgarstjómarfundi gærkvöldi
meö samhljóða atkvæðum. Félags-
fundurinn samþykkti með 48 at-
kvæðum gegn 4 ályktun þess efnis,
að kjarabótin væri ekki viðhlít-
andi.
' Kristján Sigurðsson, rannsóknar
lögreglumaður, sem er formaður
Lögreglufélagsins, sagði í viðtali
við Vísi í morgun, aö óvíst væri
um framhald þessa máls. —
Tvennt kæmi til greina. Annars
vegar að samningaviðræður væru
teknar upp aftur við borgaryfir-
völdin, en hins vegar yrði málinu
vísað til kjaradóms.
Borgarstjórn Reykjavíkur stað-
festi á fundi sínum í gærkvöldi
fyrir sitt leyti samkomulag það
um breytingar á gildandi kjara-
samningum, sem undirritað var s.l.
þrjðjudag milli launamálanefndar
Reykjavíkurborgar annars vegar
og samninganefndar Starfsmanna-
félags Reykjavíkur, Hjúkrunarfé-
lags íslands og Lögreglufélags
Reykjavíkur hins vegar.
kjarasamninginn
sjóðsfélagar greiða til jafns við
aöra skatta og skyldur til opin-
berra, sameiginlegra sjóða, eins og
t.d. byggingasjóðs ríkisins.
Guðmundur gat þess í upphafi
ræðu sinnar, að frumvarpið flytti
hann fyrir. beiðni Landsambands
lífeyrissjóða, en í frumvarpinu er
gert ráð fyrir, að lán til sjóösfé-
laga úr lífeyrissjóðum, sem stofn-
aðir eru meö Iögum, eða viður-
kenndir eru af fjármálaráðuneyt-
inu, skulu þó í engu skeröa rétt
hlutaðeigandi til lána úr bygg-
ingasjóði ríkisins.
Framh. á bls. 10.
„Bráðum koma
bSessuð iélin
!
• Fyrsta jólaútstilling vetrarinse
Jer nú komin í glugga minja-J
• gripaverzlunar Geirs H. Zoéga. •
JVar glugginn skreyttur um o
•helgina, en vani er I verzlun-J
• inni að setia jólaútstillingu í°
Jgluggann siðustu helgi í október*
• eða fyrstu helgi í nóvember. Er •
Jfólk þegar farið að hugsa fyrire
Jjólagjöfum sem senda þarf ut-J
• an, enda þarf að senda pakka,®
Jsem eiga að fara t.d. til Ástra-«
Jlíu, Suður-Ameríku og annaraj
• fjarlægra staða ekki síðar en®
<j,Jum miðjan mánuðinn.
Eðlilegt að læknar veiti starfsbræðr
um sinum eitthvert aðhald
— Segir Árni Bj'órnsson form. Læknafélags Reykjavikur, en læknar
vilja láta setja ákveðnar lágmarkskrófur til sjúkrahúsa
Stjórn Læknafélags R-
víkur hefur nú í undir-
búningi viðræður við
heilbrigðisyfirvöld, þar
sem lagt verður til að
settar verði ákveðnar
lágmarkskröfur til
sjúkrahúsa og eftirlit
verði með því hvort þess
þessum kröfum sé fram-
fylgt. Munu læknamir
leggja til, að lágmarks-
kröfurnar, eða lámarks-
staðallinn, eins og svo
er nefnt, verði a. m. k.
látinn ná til deilda-
skiptra sjúkrahúsa.
Lágmarksstaðallinn, ef af hon
um verður, mun m. a. verða til
þess, að aukið eftirlit verður
með störfum lækna, en nokkuð
hefur þótt skorta á það, að lækn
um sé veitt nægjanlegt aöhald
f störfum. — Hefur m. a. skort
aðhald hér á landi af hálfu al-
mennings, en hér mun vera ó-
þekkt með öllu að sjúklingar
hafi farið í mál við lækna fyrir
opinberum dómstólum vegna
vanrækslu í störfum þeirra.
Ámi Bjömsson, formaöur
Læknafélags Reykjavíkur, sagði
í viðtali við Vísi, að .hann teldi
eðlilegt að læknar veittu starfs-
bræðrum sínum eitthvert að-
hald, eins og ætti raunar að
vera hjá fleiri stéttum. — Um
aðdraganda þess, að læknar
leggja til að ákveöinn lágmarks-
staðall verði tekinn í gildi varð-
andi rekstur sjúkrahúsa sagði
Ámi, að Læknafélagið hefði
skipað nefnd til að kanna rekst-
ur sjúkrahúsanna fyrir tveimur
ámm. — Nefndin hefur nú skil-
að áliti sínu, en í þessu áliti
væru tillögur um sjúkrahúsa-
staðal. — Samþykkti félagsfund
ur Læknafélags Reykjavíkur 11.
október sl. að tillögurnar yrðu
teknar til viðræöu stjómar L. R.
við heilbrigðisyfirvöld.
Tillögurnar fela m. a. í sér,
að ákveðnar lágmarkskröfur
verði gerðar til læknaliðs spítal-
anna, til aðbúnaðar lækna og
sjúklingá og útbúnað spítalanna
almennt, t. d. með tilliti til
tækjakosts.