Vísir - 03.11.1967, Blaðsíða 3
- R ~gur 3,-------mber 1967.
STARF I ÞAGU
HEYRNARDAUFRA
Þama er bollalagt og þrefað um vcrð: Anna Norðf jörð,
Guðlaug Jóhannsdóttir.
Sigrfður Jónsdóttir, Guðrún Arnadóttir
JLTér í borg eru starfandi mörg
félög, en tilgangur og mark-
mið þessara félaga er harla mis-
munandi. Sum em skemmti-
klúbbar, sem þjóna þeim til-
gangi einum að hjálpa lifs-
þreyttu tuttugustualdar-fólki að
drepa tímann, önnur sameina
fræðslu og skemmtan, og enn
önnur hafa helgaö sig ýmsum
líknar- og mannúðarstörfum og
oft leyst furðuviðamikil vanda-
mál.
Foreldra- og styrktarfélag
heymardaufra er eitt þeirra fé-
laga, sem hafa látið margt gott
af sér leiöa. Á imdangengnu ári
hefur það rekið víðtækt og ár-
angursríkt fræðslustarf, sem var
og er mjög mikilvægt.
Hér er ekki vettvangur til að
birta í heild starfsskýrslu fé-
Iagsins, en aðalmarkmig þess
er að auka skllning og fræöslu
um vandamál heymardaufra
barna.
Næstkomandi sunnudag kl. 2
munu konur félagsmanna opna
basar að Hallveigarstöðum. Þar
verður til sölu geysimargt eigu-
legra muna á vægu verði. Kaffi-
veitingar verða einnig á staðn-
um, og félagskonur hafa bakað
býsn af lostætu kaffibrauði.
Full ástæða er til að hvetja
fólk til að mæta á basarinn og
gera þar góð kaup um leiö og
það styrkir verðugt málefni.
Foreldra- og styrktarfélag
heyrnardaufra hefur mörg þarf-
leg verkefni á prjónunum. Það
leitast við að auka bóka- og
tækjakost Heymleysingjaskól-
ans, og félagið hefur hafið und-
irbúning að samningu orðasafns
fyrir heymardaufa, sem er mjög
aðkallandi verk, en jafnframt
kostnaðarsamt. Fleiri verkefni
bíða úrlausnar, en félagið er
ungt, þó að það hafi afkastað
ótrúlega miklu á stuttum ferli
sínum.
1 Myndsjá í dag sjást kon-
urnar vinna að undirbúningi
undir basarinn og sjá má, að á
meðal þeirra skortir hvorki
dugnaö né áhuga.
Eins og íyrr er sagt, verður
basarinn opnaður klukkan tvö
næstkomandi sunnudag að Hall-
veigarstöðum. Konumar munu
sjá um, að það verði nóg heitt
á könnunni a. m. k. framundir
kvöldið.
Konurnar gáfu sér með naumindum tíma til að fá sér tíu dropa.
Magnúsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir.
Guðlaug Jóhannsdóttir, Sigurbjörg
Unnið er að verðlagningu: Guðbjörg Sveinsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Hjördís Davíðsdóttir og Solveig Blöndal.
Ljósm. ÍSAK.
\