Vísir


Vísir - 03.11.1967, Qupperneq 5

Vísir - 03.11.1967, Qupperneq 5
V1SIR. Föstadagur 3« nóvember 1967. Að tefja fyrir ellihrörnuninni og hækka meðalaldur mannsins Læknavisindin beinast inn á nýjar brautir T Tm leiö og maðurinn fæðist, fer hann að eldast. Engu að síöur má verjast elli- hrömuninni og tefja fyrir henni mun lengur en menn álíta yfir- leitt, aö minnsta kosti ef við- komandi hefur ekki orðið fyrir neinu líkamlegu áfalli ungur, og ekki fariö allt of gáleysislega meö heilsu sína. Og „ellikölkun“ sem þjáir svo marga nú, þegar árin færast yfir, veröur sennilega úr sögunni áöur en langt um líður. Læknavísindin hafa sem sé snúiö sér að ellihrömuninni fyrir alvöra. Sú sókn gekk hægt fyrst, en nú er kominn drjúgur skriður á. Böm sem núera fyrir skömmu fædd meöal tækniþróaöra þjóða, ættu velflest aö geta náö 80—90 ára aldri, «Öa að minnsta kosti lifað áratug lengur að meðaltali en nú er reiknað meö, Jafnvel foreldrar þessara barna ættu að geta náð eitthvaö svipuðum með alaldri. Og ekki nóg með þaö, segir dr, Edvard Bortz, fyrrverandi forseti bandaríska læknafélags- ins, þess verður ekki svo langt að bíða, að meöalaldurinn kom- ist upp í 100 ár. Og hann tekur það fram, að þar sé átt við að menn lifi áratugina tíu, ekki ein- ungis að þeir séu á lífi. Margir vísindamenn og sér- fræðingar á þessu sviði, telja að möguleikarnir á 100 ára ævi- skeiði séu þegar fyrir hendi. Gall inn sé sá, að fólk hirði ekki um að notfæra sér þá mörgu leika meö því aö ástunda heil- brigt lífemi — heilbrigt matar- æði, líkamlega áreynslu, hóflega hvíld og áslökun. og þó kannski fyrst og fremst algera útilokun örvandi og sefandi lyfja, og ann- arra skaðlegra öfganautna. Þessi grein læknavísindanna er ung enn. 1 rauninni tóku vis- indamennimir ekki að glíma við ellina fyrir alvöra fyrr en að síðari heimsstyrjöld lokinni. „Á- hugaleysi vísindamannanna á ell inni stafaði fyrst og fremst af því hve fátt var um gamalt fólk þangað til. Um aldamótin síðustu var meðalaldur manna í Banda- ríkjunum t. d. undir fimmtíu ár- um, og þeir af síðustu kynslóð, sem náðu 65 ára aldri, og gátu þar með kallazt gamlir, voru of fáir til þess að vekja almennan áhuga vísindamannanna og vís- indastofnana sem rannsóknar- efni. Og auk þess, hvaöa þýöingu gátu slíkar rannsóknir haft? Maö urinn eltist og dó. Slíkt var — óumflýjanlegt. Þetta er enn almennt álit. Ann arra en vísindamannanna, sem telja að það fái ekki lengur staö- izt. Margir vísindamenn hafa gert leit aö manni, sem varö aldurinn að aldurtila. Og sú leit hefur ekki borið þann árangur, $em ætla mætti í fljóiu bragði. Enn er þáð ekki vitað, að nokkur maður hafi fengið eðlilegan dauðdaga í fyllsta skilningi þess orðs — að líkaminn hafi verið kröftum þrot inn eingöngu fyrir aldurs sakir. Eins og nú er, deyja menn ekki úr elli í þeim skilningi. Það eru slysin, sjúkdómamir og alls kon- ar sjúkleiki, sem verða mönnum að bana. Þetta er harla merkilegt, þar eö læknavísindin viðurkenna ekki fræðilega aö neinn sjúkdómur sé ólæknanlegur, þegar læknavísind in hafa fundið lyf og ráð við sérhverjum þeim sjúkdómi, sem nú verður mönnum að bana. verða aðrar dánarorsakir en slys farir og elli útilokaðar sem slík- ar. Enn sem komið er geta vfsinda A SJÁLFSAFGREIÐSLU■ KÆUBORÐ óskast til kaups. SÖBECKS-VERZLUN Háaleitisbraut 58—60 . Sími 38855 Systrafélagið ALFA Reykjavík heldur BASAR sinn til ágóða fyrir líknar- starfið sunnudaginn 5. nóvember í Ingólfs- stræti 19. Margt góðra muna. — Húsið opnað ki. 13,30. — Allir velkomnir. menn ekki sagt með vissu hversu lengi líkama mannsins geti enzt lífsþróttur, ef sjúkdómar eða slys koma ekki til. Líkamsfræöilegar og líffræðilegar rannsóknir þykja benda til að fræðilegur meðal- aldur sé 125—150 ár. Og þá vakn ar sú spuming, hvað sé við þaö unniö að ná svo háum aldri. Hvort þeir áratugir, sem kunna að bætast við mannsævina, hafi nokkurn tilgang í sjálfu sér, eða hvort þar sé einungis um að ræða langá og leiða athafnalausa bið eftir því óumflýjanlega. Niðurstöður nýjustu rannsókna benda til að menn geti haldið lífsfjöri og lífsþrótti mun leng- ur en nú er almennt. Það er jafn óalgengt að líkaminn hrörni ein- göngu vegna þess, að hann eld- ist, og að menn deyi einungis fyrir aldurs sakir. Yfirleitt er sjúkdómum þar um að kenna. Þaö er tþtölulega skammt síöan, að enn var litið á æðahörðnun sem eðlileg elli- mörk. Nú hafa vísindin hins veg- ar' sannað að þar er um efna- skiptasjúkdóm að ræða. En þótt svo fari, að læknavís- indunum takist að sigrast á öll- um sjúkdómum, er ekki þar með sagt, aö maðurinn haldi líkam- legri „æsku“ fram í elli. Árin og vinnan setja merki sín á mann- inn, hjá því veröur ekki komizt. Sé um að ræða eittnvert eitt líffræöilegt atriöi, sem veldur elli manna, þá hafa vísindin ekki fundið það atriði enn. Erfðir ráða þar miklu um, áreiðanlega. — Það erj eins og einstaklingurinn taki „takmörkun æviskeiðsins" áð arfi frá forfeðrum sínum. En umhverfið 'hefur líka sín áhrif. Vísindalegar tilraunir þykja til dæmis hafa sannað, að rottur, sem stöðugt er haldið í kælihlfi, lifi lengur hinum, sem geymdar eru í hólfi með „stofuhita“. Einnig verða rottur, sem aldar eru við þröngan kost mun eldri „alls- nægta“-rottum. Jafnvel sólargangurinn virðist hafa sín áhrif. Plöntur, sem vaxa í stöðugu sólskini, veröa yfirleitt skammlífari hinum, sem hafa höí- léga birtu, vegna þess að sól- skinið hraðar efnaskiptunum. Hvort sömu lögmál gilda fyrir mannslíkamann, er enn ekki vit- að — þó er vitað að stöðugt sólskin gerir hörund manna elli- legt, veldur þornun og hrukkum. Vitað er og, að mannslíkam- inn eldist yfirleitt ekki sem „sam stíg heild“ — sérhvert líffæri virð ist eldast út af fyrir sig, sam- kvæmt fyrirfram ákveðnum hraða. Sá hraði virðist „skráður" í hinar einstöku framuheildir. Þótt margt sé enn sem lækna- vísindin þekkja ekki í sam- bandi við aldur og elli manna, hefur talsvert áunnizt þegar. Meðalaldurinn hefur hækkað og fer enn hækkandi, og stöðug sókn helzt í baráttunni gegn hin- um ýmsu sjúkdómum, sem herja á mannslíkamann. Allt vekur það vonir um, að hinn fræðilegi með- alaldur náist — og maöurinn haldi lífsþrótti sínum mun lengur hlutfallslega, þegar því takmarki hefur verið náð. Hraðreist hús Bandaríkjamenn hafa nú hafið framleiðslu á „skyndihúsum“ úr báruplasti, sem ekki tekur að ráði lengri tíma að reisa en venjuleg tjöld. Þessi hús eru sam anbrotin í pakka, og því létt og auðveld í flutningi. Þau eru fyrst og fremst ætluö til að bæta úr bráðri þörf, þar sem fólk missir húsaskjól vegna náttúruhamfara eða eldsvoða, en geta um leið komið ferðafólki í góðar þarfir, eöa í sambandi við útisamkom- ur og mót, sem standa nokkra daga samfleytt. Uppsetning þeirra er eins auövéld og hugsazt getur, eins og mýndir þessar sýna. Ann aö mál er svo það, hvemig þau standa af sér storma og veðra- brigði, eitthvað í líkingu við það, sem gerist og gengur hér á landi — til dæmis. * "'nra

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.