Vísir - 03.11.1967, Síða 9

Vísir - 03.11.1967, Síða 9
V1 SI R . Föstudagur 3. nóvember 1967. i Hvað er þá orðið jieirra starf í 50 sumur? >f J næstu viku eru 50 ár — hálf öld liðin frá því að hin rússneska bolsévikabylting brauzt út austur í Pétursborg, þar sem nú heitir Leningrad, en hún var þá höfuðborg rússn- eska keisaradæmisins. Að vísu er tímasetning þess- arar byltingar ruglingsleg, því að það var aðfaranótt 25. októ- ber á þeirrar tíðar almanaki, sem beitiskipið Aurora sigldi upp Nevu-fljót og gaf start- merki byltingarinnar með skoti úr fallbyssu sinni. Enn gengur byltingin undir heitinu Októ- be>-byltingin, þó hennar sé minnzt 7. nóvember. Þetta stafar einfaldlega af því. að Rússar höfðu á þeim tíma enn júlíanska tímabilið og höfðu ekki tekið til greina þá tímaleiðréttingu, Jsem Gregorius páfi fyrirskipaði 1582, að fella niður hlaupárs- daga á aldamótaárum, svo að þeir voru komnir um 15 dögum á eftir Vestur-Evrópu í alman- akinu. Þó að enn væri ekki nema 25. október austur í Rússaveldi var kominn 7. nóv- ember { Vestur-Evrópu og við þaö tfmatal er miðað, þegar atburðarins er minnzt. valdabarátta milli þessara fylk- inga í þá daga og almennt var þá talið, aö Bandamenn eöa Vesturveldin stæðu að baki Jafnaðarmannastjórninni, en þýzki keisarinn og prússnesku júnkaramir að baki Lenin og bolsévikunum. Enda fór þaö svo, að skjótlega eftir að kommúnistar höfðu komizt til valda sömdu þeir frið viö Þjóðverjana. Jgolsévikabyltingin brauzt út í Pétursborg meö því að herskipið Aurora hleypti af fallbyssuskoti. Kommúnistamir gerðu Nna frægu árás sína á fyrri aðsetursstað keisarans, Vetrarhöllina, og samstundis brauzt út bylting um gervallt landið. Byltingin brauzt líka út hvarvetna í rússneska hem- um, svo að fátt varð um vam- ir. í öllu eðli sínu var bolsé- vikabyltingin fyrst og fremst uppgjöf. Af þeim fyrirheitum, sem bolsévikarnir gáfu var það áhrifamest, að þeir hétu að hætta styrjöldinni. Þetta loforö hafði þau áhrif, að her- mennirnir, jafnvel í fremstu víglínu köstuðu frá sér vopnun- um. Þeir voru gersamlega upp- gefnir og ætluðu úr því sem komið var ekki að láta drepa sig í fleiri bardögum. Þannig leystist heragi og þar meö Lenin talar til múgsins á byltingarárinu 1917. — Bak vig hann stendur félagi hans og nánasti samstarfsmaður, Jósef Stalín. þegar allt ríkisvald liðaðist í sundur, reis alþýðan út um breiöar byggðir Rússlands upp gegn kúgurunum og hefndi harma sinna á þeim. Þetta geröist að vísu af handahófi og stjómleysi, en hvarvetna voru hallir aöalsmanna brenndar og eyðilagðar og hástéttarfólkið elt uppi, hvar sem það fannst og drepið meö köldu blóði. I rauninni höfðu foringjar bolsévikanna noröur í Péturs- borg i fyrstu ákaflega litla stjórn eða vald yfir þessum byltingarmúg í öllum héruðum, en þeir náðu hylli fólksins meö mjög mikilvægri yfirlýsingu í upphafi valdaferlis síns um að jarðeignirnar 'skyldu verða eign fólksins og leiguliðar héðan í frá með öllu leystir undan veg, þá geta Rússar vissulega stært sig af því, að stórkost- ’legar framfarir hafi orðið í landi þeirra á þessari hálfu öld. Þeir geta bent á það, að þegar þeir komu til valda fyrir 50 árum var um 60—70% þjóðarinnar ólæs og óskrifandi, — nú er öll alþýöa landsins læs. Þeir geta einnig stært sig af stóriðju. Fyrir byltinguna nam stálframleiðslan í rússn- eska keisaradæminu 4 milljón- um tonna, nú er hún komin upp í 102 milljónir tonna. Raforku- framleiðsla í keisararíkinu nam 2 milljörðum kílówatta en er nú um 600 milljarðar kjlö- watta. Og þeir hæla sér ekki hvað sízt af því, að Rússland er í dag að hernaðarlegu tilliti annað j^Jargir ímynda sér, aö vmeð bolsévikabyltingunni, í Pétursborg hafi hinum spillta Rússakeisara, Nikulási 2. verið steypt af stóli, En þaö er ekki ré.tt. Um 8 mánuðum fyrr hafði önnur bylting farið fram, hin svokallaða febrúarbylting. Voru það Jafnaðarmenn, sem beittu sér fyrir henni og veltu keisaranum frá völdum. ^Síðan gerðu þeir tilraunir til aö koma á lýðræöftlegri stjórn í land- inu, en áttu við feikilega erf- iðleika að stríða. Þetta vftr í miðri heimsstyrj- Öldinni fyrri. Rússnesku herim- ir höfðu goldið afhroð fyrir Þjóðverjum í bardögum í Pól- landi og á Eystrgsaltssvæðinu. Milljónir hermanna þeirra voru fallnar, hungursneyö í landinu, allt í kalda koli. Jafnaðarmannastjómin vænti sér stuönings frá Vesturveldun- um og til þess að mega njóta hans reyndi hún að halda styrj- öldinni áfram við Þjóðverja. Hins vegar kyntu Þjóðverjar unþir ólgunni í landinu og veittu bolsévikunum marghátt- aðan tuðning, þeir hjálpuðu meðal annars til með því að flytja Lenin heim '1 Rússlands frá Sýisslandi. Það var hörð landsstjórn í sundur og algert „ byltingarstjómleysi ríkti víðs- vegar í Rússlandi. J þessari byítingarólgu fram- kvæmdu bolsévikamir þjóð- félagslega byltingu, sem hafði bergmálað í hjörtum alþýðunn- ar. Ofboðsleg alþýðukúgun hafði ríkt í Rússlandi langt fram á þessa öld, þrældómur og átthagafjötrar, þar sem há- aðallinn og kirkjan áttu allar landareignir og kreistu blóðið út úr bændunum, leiguliðum sínum. Það var fyrir löngu kominn tími til fyrir fólkið að rísa upp gegn þessum blóðsug- um. Bændabyltingar höfðu líka, hvað eftir annað brotizt út, en verið bældar niður með miskunnarlausri beitingu kó- sakka-hersveita, sem voru nokkurs konar SS-lið þeirra tíma. Með bolsévikabyltingunni, þeirri skyldu að þurfa að greiöa afgjöld til landsdrottna. Ekkert varð eins *til að styrkja komm- únistana í sessi og þessi yfir- lýsing, en fáeinum árum síðar, tóku þeir allar þessar góöu gjafir sínar aftur frá bændun- um miskunnarlausri þjóönýtingu jarðanna og stofnun samyrkju- búa. Þá brutust að nýju út( bændabyltingar gegn sovét- stjórninni, en þeir bældu þær niður með margfalt meiri hörku en kósakkar höföu áður gert og' létu milljónir rússn- eskra bænda lífið í þeim átök- um. JJaginn eftir bolsévikabylt- inguna flutti Lenin eina mikilvægustu ræðu sína. þar sem hann lýsti þvi yfir, aö nú yrði tafarlaust hafizt handa um að byggja upp sósíalista- þjóðfélag. Nú þegar litið er yfir farinn mesta Mórveldi heims og það sækir fram í fararbroddi í eld- flaugatækni og geimvísindum1 með hinni óhemju nákvæmu og vönduðu rafeindatækni, sem nauösynleg er þar til aö ryðja nýjar brautir. Af öllu þessu mega Rússar vissulega vera stoltir á þessu hálfrar aldar afmæli byltingar- innar. Jj^n»spurningin er aðeins sú, hvað koma þessar tækni- legu framfarir sósfalismanum við? Með hvaða rétti er hægt að staðhæfa, að þessar fram- farir í tækni á öllum sviöum sé að þakka sósíaliskri þjóðfélags- skipun? Ef framfarirnar ættu einung- is að vera ávöxtur sósíalismans hlytum við að álykta svo, að þvílíkar framfarir hefðu ekki getað orðið í öörum löndum, sem heyrðu til hins kapitalíska heims. Og þó hafa þær engu síður oröið þar. Þrátt fyrir allt geip Rússa, er hinn raunveru- legi vaxtarbroddur tækniþró- unarinnar enn í hinum vest- rænu kapitalísku löndum og út frá þeirri menningarmiðju heimsins ganga straumamir enn austur til Rússa, sem hafa þrátt fyrir sósíalisma sinn notiö og njóta enn ákaflega mikils góös af tæknilegum framförum. sem veröa á Vesturlöndum. Á þessum sömu 50 árum hafa líka orðið stórkostlegar breytingar og tæknilegar fram- farir í öllum þjóðfélögum á Vesturlöndum, svo það er engu líkara en fólkið nú lifi i allt öðrum heimi. Og hver er kominn til að segja, að slíkar framfarir heföu ekki oröið í Rússlandi, ef kafla sósíalismans hefði verið sleppt úr þar? ’yið vitum það, að þegar á dögum keisaranna i Rúss- landi hafði myndazt þar í landi mjög sterk hámenntastétt, sem stóð framarlega i tækni og vís- indum. Þá þegar hafði verið framkvæmd í landinu stórkost- leg tæknileg bylting, til dæmis höfðu furðu fullkomnar járn- brautarsamgöngur hafizt yfir steppurnar. Síberíujámbrautin var þegar komin alla leið aust- ur að Kyrrahafi og upphaf stór- iðju var komið suður á Donetz- kolanámusvæðinu. Harvetna voru vélarnar að hefja innreið sina í landinu og Rússar áttu heimsfræga uppfinningamenn. Háskólar þeirra nutu álits um víða veröid. Það er bamaleg fjarstæða, eða nokkurs konar sértrúar- kredda að ímynda sér, að þess- ar framfarir hefðu ekki getaö orðið nema undir blóðrauðum sósíalisma. Að visu má benda á það, að einræðisstjóm geti verið styrkari og öruggari í framkvæmdum en duttlunga- stjórn einkaframtaksins og að Rússar hafi getað undir ríkis- rel.stri sósíalismans gert fram- kvæmdaáætlanir til lengri tíma, sc i stuöluðu að stóriðiu. |Pn þá er það á hinn bóginn undariegt, að nú á þessum síðustu árum, þegar Rússar eru að reyna að endurskipuleggja iðnað sinn, þá komast þeir að því, að mestu vandamál hans' em kvillar þeir sem fyigja alls staðar ríkisrekstri. Iðnaðarfyrir- tækin hafa mörg revnzt óarð- bær, þau eru með öllu ósam- keppnisfær við samsvarandi iðnfyrirtæki á Vesturlöndum. Allt hefur verið á kafi i aiis- herjar ríkiseftirliti og þó er fjármálaspilling þar geysilega útbreidd. Framtaksieysi og ó- vandvirkni skapa óviðráðanleg vandræði. Oft er mikill hluti framleiðslunnar stórgallaöur. ekkert er hugsaö um snyrtilegt útlit. jafnvel klæöavörur sem gegna svo þýðingarmiklu hlut- verki að skapa snyrtimennsku og fegurð í lífi fólksins eru gráar, ljótar og ósmekklegar. ‘ Og sjálf Svetlana Stalin lýsir þessu þegar hún segir, að ekk- ert gagn, sé í því/ að kaupa rússneskar vélar og tæki, bví að þau séu gölluð og ónýt. Að visu á aldrei að segja mannkynssögu í viðtengingar; hætti, — en hver segir að hin-i ar tæknilegu framfarir hefðu oröið á nokkurn hátt minni þó þær hefðu verið framkvæmdar í kapitalískum samkeppnis- anda? Það er ákaflega vafa- samt að staðhæfa slíkt. 17 f leita skal að raunveruleg- um árangri rússnesku bylt- ingarinnar er miklu nær að Framli á bls. 13 9 &

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.