Vísir - 17.11.1967, Blaðsíða 5
VlSIK . Föstudagur 17. nóvember 1967.
5
ÞYRNIRÓSU-
FJÁRSJÓÐIR HAFSINS
Þjálfaðir höfrungar með radlóstjórntækjum annast smalamennskuna
fyrir „djúpbóndann“. Framtiðarórar — kannski, kannski ekki.
1 siðasta blaði var birtur út-
dráttur úr grein eftir Humphrey,
varaforseta Bandaríkjanna þar
sem hann raeddi um alþjóðlega
samvinnu um hagnýtingu auðæfa
hafsins, Hér verður sagt nokkuð
ger frá þeim rannsóknum, sem
nú standa yfir, varðandi þá fjár-
sjóði og hagnýtingu þeirra.
Nýlokið er i Bandaríkjunum
eins konar yfirlitsrannsókn á því
sviði hvað snertir málmauðgi á
botni Atlantshafsins undan aust-
urströnd Bandaríkjanna.
Þessi yfirlitsrannsókn er einn
þáttur í undirbúningi að hinni
miklu áætlun um gagngerar rann-
sóknir á auðæfum hafsins í sam-
vinnu við aðrar þjóðir. Meðal ann
ars hefur þessi yfirlitsrannsókn
fjallað um magn manganesi-
málmsins, sem liggur á smáhnull-
ungum, ekki ólikum kartöflum aö
lðgun og stærð, á botni hafsins,
þekur hann eins og lag á all-
stórum svæðum. Auk manganesi
hafa hnullungar þeesir inni að
halda verulegt magn af nikkel,
járni, kóbalt, kopar og öðrum
máimum.
Þessi svæði verða nú könnuð
séretaklega á botnsvæði, sem kall
ast Blakesléttan og liggur 75 —
120 milur undan ströndum Suð-
ur-Karólínu, Georgíu og Florída.
Dýpið á þessu svæði er um 2,500
fet. Hafrannsóknaskipið, „Discov-
erer“ verður tekið til þessara
rannsókna, en það er búið djúp-
sæviskvikmyndatökuvélum og
tækjum trl að ná hnullungasýnis-
homum af botni.
Þessi rannsókn verður einn lið-
ur í þeim framkvæmdum að kort-
leggja viss botnsvæði nákvæm-
lega, með tilliti til hagnýtingar á
þeim auðæfum, sem þar er að
finna. Niðurstöðumar verða síðan
öllnm aðgengilegar, bæöi einstakl
ingum, fyrirtækjum og opinber-
um stofnunum.
Það er um það bil öld síðan
að vitað var ttm þessar magnesi
hnullungabreiður á hafsbotni, en
það er ekki fyrr en á síðustu
árum, sem menn ráða yfir þeirri
verktækni, sem gerir kleift að
hagnýta þann málmauð.
Vísindamenn hafa stundum
kallað hafið „efnaverksmiðjuna
miklu“. f djúpum þess fer stöð-
■ugt fram myndun og umbreyting
alls konar efna. Málmauðgi haf-
djúpanna er slík, að enginn við-
komandi vísindamaður telur sig
geta gert neina áætlun um hve
gífurlegt magn sé þar um að
ræða.
•Hitt er víst, að þar fyrirfinn-
ast milljónir smálesta af silfri,
billjónir smálesta af gulli. dem-
antsnámur á botni, margfalt auð-
ugri þeim, sem nýttar eru á
þurrlendinu. Þar er gífurlegt
magn af fosfór og brennisteini,
sem meðal annars má nota í til-
búinn áburð. Og manganesihnull
ungarnir að auki.
Nokkur námuvinnslufyrir-
tæki í landi hafa þegar með hönd.
um undirbúning á vinnslu þess-
ara auðæfa. Olíufélögin hafa þó
gengið þar á undan, og tilraun-
ir þeirra og rannsóknir á hafs-
botninum að undanförnu, hafa
stuðlað mjög aö aukinni þekkingu
á því sviöi.
Hafið hefur löngum verið
nægtabúr manna hvað fæðu snert
ir. Fiskveiðarnar eru elzta og al-
mennasta aðferðin til að sækja
fæðuna í skaut hafsins. Þegar
nemur fiskveiðin 45 milljónum
smálesta á ári, en fiskifræðingar
og aðrir viðkomandi sérfræðing-
ar telja, að undir vísindalegu eft-
irliti mætti fimmfalda það magn,
án þess að gengið yröi svo á
fiskstofnana að hætta stafaði af.
Sjávargróður er uppskorinn og
hagnýttur til fæðu í sumum
strandrikjum heims. Þau miklu
auðæfi mega þó heita ósnert, en
sérfræðingar áætla að sjávargróð
ur, sem nota megi beint eða ó-
beint til fæðu, nemi að magni til
4.000 smálestum á hverja fer-
mílu hafsins.
Þá hefur það komið á daginn,
að vinna má alls konar Ivf úr
sjávargróðri og sjávardýrum, og
að undanförnu hafa verið gerðar
merkilegar uppgötvanir á því
sViði. Þótt þær lyffræðilegu rann
sóknir megi enn teljast skammt
á veg komnar, hafa þama fund-
izt efni, sem linna þjáningar,
hindra vöxt ýmissa illkynjaðra
æxla í mannslíkamanum, drepa
veirutegundir og styrkja æðar og
hjarta.
Haffræðingar hafa þegar í huga
að reistar verði „neðansjávar-
stöðvar", þar sem menn geti
hafzt viö í stórum skálum, eða
stórum glerhylkjum, sem lagt
verði með festum við botn. Þar
yrðu þá ræktaðir víðir akrar með
sérstökum sjávargróðri, eins
fiskitegundir og önnur sjávardýr
til mat^rpflunar. Fiska og sjávar-
dýr má reka í eins konar réttir
á sjávarbotni, með þvi að leika
af segulbandi þau hljóð, sem ó-
vinir þeirra tegunda í djúpunum
gefa frá sér í vígahug.
Þá veröur komið upp „sjávar-
búnaðarskólum“, sem samsvara
myndu landbúnaðarskólunum nú,
þar sem verðandi „djúpbændum“
yrði kennd ræktun sjávargróðurs
og umsjón með sjávardýrum.
Og ekki er víst, að þess verði
svo ýkjalangt að bíða, að málm-
ar veröi ekki einungis sóttir sem
hráefni á sjávarbotn, heldur verði
þeir og unnir að miklu leyti i
verksmiðjum neðansjávar. Þá
verða og — ef til vill áður en
langt um líöur — reistir vatns
þéttir olíuborunartumar á hafs-
botni. Og olían, sem dælt verður
upp úr iðrum jarðar niður þar,
verður hreinsuð í vatnsþéttum
skálum þar niðri.
Eflaust munu margir, sem
þetta lesa, telja að hér sé frem-
ur um aö ræða framtíðaróra en
framtíðardrauma. En þvi fer
fjarri. Þrátt fyrir mikla velgengni
og auðsæld í nokkrum þeim ríkj-
um, sem lengst eru komin tækni-
lega stendur gervallt mannkyn
andspænis þeirri uggvænlegu stað
reynd, að hin mikla fólksfjölg-
un, sem nú á sér stað i heimin-
um, kallar yfir það almennt hung
ur, ef ekki verður leitað nýrra
leiða. Og fljótfarnasta leiðin, og
jafnframt sú öruggasta til að ráða
bót á þeim vanda — liggur neð-
ansjávar. Gamla máltækið segir,
að neyðin kenni naktri konu a<5
spinna. Það sannast enn sem fyrr.
og á næstu áratugum verðurV
gert stórfellt átak til að hag-
nýta hin gífurlegu auðæfi á hafs-
botni og í hafi, með allri þeirri
tækni, sem menn hafa yfir að
ráða.
ÁL-PLÖTUR
Hinar viðurkenndu ál-plötur
frá A/S Nordisk Aluminiumind-
ustri, Osló, nú fyrirliggjandi á
lager i þykktum frá 0.6 mm
til 5 mm.
Einkaumboð á íslandi.
iNNKAUP HF.
Ægisgötu 7,
Simi 22000.
FÍLAGSLIF
Skrifstofa Glimufélagsins Ár-
manns, Lindargötu 7, er opin á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum kl. 8—9.30 síðdegis
Þar eru veittar upplýsingar um
íþróttaæfingar hjá öllum deildum
félagsins. Æfiö fþróttir! Hafið
samband við skrifstofu Ármanns,
slmi: 13356.
Inniæfingar á vegum knatt-
spvrnudeildar Breiðabliks hefjast
laugardaginn 11. nóv. og verða i
vetur sem hér segir:
5. fl. 9 ára og yngri,
laugardaga kl. 6.15 — 7.00 e.h
5. fl. 10 og 11 ára
^laugardag kl. 7.00—8.00 e. h.
4. fl.: sunnudaga kl. 14.00—1500
3. fl.: sunnudaga kl. 15.00 — 16.00.
2. fl.: sunnudaga kl. 16.00—17.00
Mfl.: sunnudaga kl. 17.00—18.00
Æft verður í leikfimihúsinu við
Digranesveg.
Þessi mynd getur kallast táknræn fyrir þá rannsóknarstarfsemi, sem
nú er unnið aö í hafdjúpunum. „Augu“ djúpfarsins, þar sem bæði
mannsaugun og linsur myndavélanna stara út í rökkrið.
Neðansjávarbúgarður. Sérfræðingar fullyrða, að þess verði ekki ýkjalangt að bfða, að sá draumur verði að veruleika.
Stjórnin.