Vísir - 17.11.1967, Blaðsíða 12
72
V í SIR . Föstudagur 17. nóvember 1967.
ar hún er oröin vellrík, sem ég
kvæntist fátækri... jafnvel þótt
hún heföi elzt nokkuð".
„Hvað geturöu fundið aðlaðandi
í fari þessarar konu?“
„í;ú gengur of langt.. Ég veit
ekkí hvaða tilfinningar það eru,
sena^ náð hafa valdí á mér nú, en
um leið og ég fæ sönnun fyrir þvi
að hún sé konan mln, breytist það
árefðanlega: Ég er þannig gerður
að minningar gera hana þá yngri
í augum mínum ...“
„Og hvemíg hyggstu fá úr því
skorið?"
„Einfaldlega á þann hátt að
binda endi á þetta. Ég hef ákveöið
það. Sé þetta ekki móðir þín, þá
tekur hún þóknunina og fer leiðar
sinnar. Sé hún konan mín, hiröir
hún allt saman“.
„Við eigum þá að lifa í þessari
óvissu enn um hríð?“
„Ég þoli þetta ekki lengur. Ég
hef ekki skap eöa hæfileika til að
ungangast dauðar konur eins og
þú... það er hræðilegt, að geta
ekki vitað vissu sína!“
„Þú veizt það bezt sjálf, að þaö
er ekki unnt eins og á stendur. Ég
hef spurt starfsfólkið í hótelinu í
þaula, en það fæst ekki til að láta
neitt uppskátt — ég er ekki svo
fjáður, að ég geti beytt mútum. Ég
hef spurzt fyrir í útlendingaeftir-
litinu og fangaskilastofnuninni, en
þar er allt á ringulreið og engar
áreiðanlegar upplýsingar að hafa“.
„Hvemig væri að leita til einka-
spæjara?"
„Þeir mundu fullyrða að konan
væri- Julia Robinson, og síðan
reyna að kúga af okkur fé, ef við
gerumst svo djörf að framkvæma
fyrirætlun okkar“.
„En ef við fengjum rithandar-
sérfræðing til aðstoðar?"
„Ég hef ekki annað sýnishorn
handbært, en þetta eina bréf, sem
ég fékk frá konu minni, og ég lét
þessari konu í té, að hún gæti æft
sig í að stæla rithjöndiná. Jafnyel
þótt hún fengist til að áfhenda mér
bréfiö aftur, yröi þag lftilfjörlegt
sönnunargagn. Við yrðum að kalla
einhvern þriðja aðila til vitnis, og
fá gömul bréf og lyfseöla frá henni
að láni... og hvaða tryggingu höf-
um við svo fyrir því, að rithandar-
sérfræðingamir skýrðu ekki lögregl
unni frá öllu saman? Þótt þeir
geröu það ekki, þá mundi rannsókn
in taka ollt of langan tíma og hafa
allt of mikla áhættu í för með sér“.
„Þú ættir að leggja fyrir hana
nokkrar kænlegar spumingar, eins
konar gildm ...“
„Það er hægara sagt en gert. Sé
hún konan mín, hefur hún fastan
gmndvöll undir fótum. — Ég hef
reynt að komast eftir læknisfræöi-
legri þekkingu hennar, þótt ég sé
þar ekki vel heima sjálfur. Hún
hafði mig vísvitandi að fífli. Satt
er það að vfsu, að hún þreifaði á
slagæðinni á úlnliö mér um nótt-
ina, en það sannar ekki neitt. Ef
þér kæmi eitthvert snjallræði f hug
yrði ég því fegnastur ...“
„Sagðir þú ekki, að hún hefði
gefið í skyn aö hún kynni að
synda?“
„Sem konan mín kunni ekki...
jú. Ég þykist skilja hvaö þú sért
að fara. Þú vilt að ég hrindi móö-
ur þinni út í vatn, nægilega djúpt
til þess að ég þurfi ekki að vera
í vafa um að líkið sé þó af henni?“
„Þangað til eitthvað kemur fram,
sem úr sker, verð ég ag minnsta
kosti aö vera án þín og eiga það
á hættu aö missa þig fyrir fullt og
allt“. .
„Um annað er ekki að ræða. Sem
betur fer, ertu ekki þannig gerð,
að þú farir að stofna til rifrildis
við móður þína, um mig. ..“
„Mér kæmi það aldrei til hugar.
En heldur vildi ég ag þú tækir mig
fram yfir hana ... ég veit, ag hún
getur ekki elskað þig eins heitt og
ég. • “
„Þú talar eins og barn Þaö er
einungis í trúarbrögðunum, sem ást
in nýtur forréttinda. Jafnvel þótt
svo væri í hversdagslífinu, biðir
þú lægri hlut. Þegar konur á henn-
ar aldri elska, er ást þeirra heitari
og ákafari en nokkurrar ungrar
stúlku. Þær elska án sjálfsblekking-
ar“.
„Þaö kemur sér líka betur fyrir
þær, sem elska þig!“
„Þarna má sjá, að þú elskar mig
ekki í raun og veru! Svona — ekki
að gráta. Þú verður aö skilja það,
að ef móðir þín er á lífi, getur ekk-
ert skilið okkur að. Mér ber að
standa við hlið henni. Njóta ánægju
og friðar í sambúðinni við hana,
enda finnst mér að ég hafi til þess
unnið“.
Ég læddist á brott, og grét með
engu minni ekka en Fabienne. Ég
svaf af nóttina í einhverju hóteli
og kom ekki aftur heim fyrr en
undir hádegið. Stan og Fabie voru
utan við sig af kvíða.
„Ég veit ekki hvort þið trúið
því“, sagði ég,- „að þegar leiksýn-
ingunni var lokið og ég var á leið
inni út, kom ljómandi glæsilegur
maöur að máli við mig, og sagði
mér til sín ... einn af þessum, sem
skráður er á listann með smáletri
og óundirstrikað. Þessi gamli vin-
ur minn var enn maður á bezta
aldri, svo ég jét það eftir mér að
fara heim með honum o|;!dtíeljast
hjá honum nóttina. Ég gat ekki
með neinu móti látið mér það tæki-1
færi úr greipum ganga, að fá dóm
manns, sem gerzt mátti vita á leik |
minn í hlutverkinu".
„Þaö var djarft teflt“, mælti
Stan. Fabienne fleygði sér niður á
stól.
„Ekki of djarft. Nú getum við
treyst á enn eitt öruggt vitni. Ég
get sagt ykkur þaö, að undir morg-
uninn sagði hann við mig: „Þú hef- i
ur að vísu breytzt talsvert, en samt j
sem áður hefði ég getað þekkt þig, !
þótt bundið hefði verið fyrir augu ■
mér, af þeirri unun einni saman,
sem atlot þín veittu mér!“ Það!
er í rauninni spurning, hvort ég j
ætti ekki að verða mér úti um fleiri
vitni á þennan hátt. Það væri að
minnsta kosti snjöll' aðferg til að
sameina starfið og ánægjuna ...“
Svip þeirra verður ekki með orð-
um lýst.
24. sept.
Ég hef brotið heilann án afláts
að undanförnu. Mér hefur skyndi-
lega orðiö ljós staðreynd, sem ég
reiknaöi ekki með og ég get hvorki
talig mér til hróss né lasts. Gagn-
stætt áliti Stans, er ég ef til vill
enn of ung til þess að taka með
þökkum því litla, sem hann hefur
mér að bjóða.
Ég hef helzt í huga að breyta
um umhverfi. Hverfa til Cannes á
laun og lofa þeim að undrast um
mig. Ég er sárþurfandi fyrir næði
og hvíld, og þegar ég hef dvalizt
þarna nokkrar vikur, skrifa ég Stan
og bið hann að koma til mín. .. Ef
til vill skrifa ég líka alls ekki.
Það er, þrátt fyrir allt, ekki úti-
lokað að hann elski mig meira en
fram kemur. Ef hann hefði ekki
elskað mig, mundi hann hafa var-
azt að fara undir föt-við mig, af
tillitssemi viö Fabienne.
Hann leitaði maka viö mig f
kvöld, dálítið þreytulega. Ég gerði
það af hrekk að leika viö hann
nokkur atlotabrögð, sem honum
hlutu ag vera gamalkunn. En hann
virtist enga nautn hafa og reyndist
einskis megnugur.
, Ég sagði, eins og til að hug-
hreysta hann.
„Mér finnst sjálfri, að ég nái
beztum tökum, á hlutverki Eliza-
beth, með.því að veita einmitt þeim
blíðu mína, sem hún hafði innileg-
ust kynni af. Og þar sem allir virð-
ast þekkja hana í mér, ættir þú að
keppa að því að gera það líka, svo
þú verðir ekki manna síðastur til
að uppgötva það, að þú sért ekki
ekkill lengur. Sú jákvæöa afstaöa
mundi meðal annars hafa það í för
með sér, aö þér mundi ekki verða
eins mikið um, ef svo færi að op-
inberir aðilar krefðust þess að ég
tæki allan arfinn...“
Þessi vingjarnlega uppástunga
vakti með honum enn meiri vafa
en hann haföi áður átt við að
stríða. í sjálfu sér er það ekki ó-
eðlilegt, að honum verði meira en
lítið um þá tilhugsun að ef til vill
hljóti ég arfinn allan og óskiptan,
án þess aö hann fái nokkra óve-
fengjanlega sönnun fyrir því, hvort
ég sé eiginkona hans eöa ekki.
„Þér getur ekki verið alvara.
Við mundum aldrei láta það við-
gangast", stamaði hann seint um
síðir, sannfæringariaust.
•Hefur þú nokkur óvefengjanleg
gögn fyrir því, að ég sé ekki Eliza-
beth? Eða — hvemig gætir þú fært
fram sannanir fyrir ráöabmgginu
án þess að þar bæri vitni með
þér?“
Það varö löng þögn. Þama var
atriði, sem krafðist gaumgæfilegrar
athugunar. Það var ekki beinlínis
freistandi tilhugsun að ákæra eigin-
konu sína fyrir svo fráleit svik,
og hafa ekki nein gögn í höndum.
Loks bauð hann mér góða nótt,
og var bersýnilega enn f óvissu
um hvort hann ætti að taka hótun
mína alvariega. Ég finn, að ég hef
ósjálfráða nautn af að kvelja hann.
Öll þessi vonbrigði virðast hafa gert
mig grimmlundaðri. Þau viðbrögð
koma mér á óvart engu að síður.
Ég verð að hafa gát á sjálfri mér...
TÍUNDI KAFLI
25. sept.
I morgun afhenti húsvörðurinn
mér bréf það, sem hér fer á eftir :
HOttÖIJli GIlVáBSSOjV
m<-x^RAÐSDÓMSLÖGMAÐUR
JHoxhaxwsskjrusxofa
liUSSSB
•. :.,faaa
KQ&C
KannsKi íæknast ungtrú O’Hare af hr
unni við okkur Tom, þegar hún sér 1
greiðslumar.
Þá hlustar hún ef til vill á áætlanir mínar
um afhendingu peninganna til ekrunnar.
Þag var gott að ég fór á eftir ræningjunum
og skildi Tom eftir til að gæta hennar. —
Nú, já.
Eldhúsið, sem allar
húsmœður dreymir um
Hagkvœmni, stílfegurð
og vönduð vinna á öllu.
Skipuleggjum og
gerum yður fast
verðtilboð.
Leitið upplýsinga.
Sölubörn öskust
Hafið samband við
afgreiðsluna
Hverfisgötu 55.
VÍSIR
SPABÍ8 TÍMA
HAUDAHARSTiG 31 StMI 22022
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
1 TTT liT
n
=i Hi !■ Hfl
LAUBAVEQI 133 slrql 117BB
Vetrarhjólbarðarnir koma snjó-
negldir frá METZELER verk-
smiðjunum.
BARÐINN
Ármúla 7. Sfmi 30501.
HJÓLBARÐASTÖÐIN
Grensásvegi 18. Sfmi 33804.
AÐALSTÖÐIN
Hafnargötu 86, Keflavfk.
Sfmi 92-1517.
Almenna Verzlunarfélagið
Skipholti 15. Sími 10199.