Vísir - 17.11.1967, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Föstudagur 17. nóvember 1967.
VÍSIR
Utaefandl: BlaSaOtgatan viai»
Pramkvsmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgtt Pétunson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson V
Auglýsingan Þingholtsstrœtl 1, simar 16610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (S Hnur)
Askriftargjald kr. 100.00 ð mánuði innanlands
! lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsudðjt Vlsis — Edda h.t.
Heilbrigðismál endurskoðuð
Ekki er nema um það bil áratugur síðan heilbrigðis-
málin voru hornreka hjá ráðamönnum þjóðarinnar.
Sjúkrahús voru ekki byggð, og úrelt voru lög og regl-
ur um heilbrigðismál. Þetta var að vissu leyti skiljan-
legt, því að áhugi þjóðarinnar á heilbrigðismálum virð-
ist hafa verið mjög takmarkaður. Heilbrigðismál voru
lítt rædd á opinberum vettvangi og því gerðu menn
sér ekki grein fyrir þörfinni.
Á hinum stutta tíma, sem síðan er liðinn, haf a orðið
miklar breytingar. Á síðustu árum hefur risið alda í
umbótum í heilbrigðismálum og benda allar líkur til,
að þessi alda muni enn vaxa á næstunni. Ótrúlega
mörgu hefur þegar verið komið í verk. Héraðslækn-
ar og sérfræðingar njóta nú einstæðra launakjara í
þjóðfélaginu. Sjúkrahúsabyggingar hafa verið veru-
legrar undanfarið, þótt ekki hafi tekizt að koma öll-
um þeim verðmætum í gagn ennþá. Lög um heilbrigð-
ismál hafa skipulega verið endurnýjuð. Þannig mætti
lengi telja.
Þrátt fyrir framfarirnar er margra umbóta þörf á
þessu sviði. Áhugi almennings er vaxandi. Á þessu
ári hafa heilbrigðismálin verið meira í sviðsljósinu en
áður. Margt hefur verið skrifað um þau. Sjálfstæðis-
konur hafa haldið sérstaka ráðstefnu um þau, og
læknar munu senn halda aðra. Hlutur lækna í þessum
málum er athyglisverður. Til skamms tíma beittu
læknar sér ekki fyrir framförum í heilbrigðismálum,
svo umtalsvert væri. Á því hefur orðið gerbreyting á
síðustu tveimur árum. Það er verulega ánægjuleg þró-
un, því að innri framfarir verða ekki í þessum málum,
nema læknastéttin sé í fararbroddi umbótaliðsins.
Jóhann Hafstein heilbrigðismálaráðherra hélt ræðu
um þessi mál á Varðarfundi í fyrrakvöld. Drap hann
á ýmis atriði, sem nú eru í deiglunni í heilbrigðismál-
um. Eitt hið mikilvægasta þeirra er endurskoðun á
yfirstjórn heilbrigðismála, sem þegar er hafin. Tví-
skipting stjómarinnar í landlæknisembætti og heil-
brigðismáladeild dómsmálaráðuneytisins þykir óhent-
ug, og auk þess skortir fleiri starfsmenn á þessu sviði.
Þessi endurskoðun verður vönduð og tekur sjálfsagt
alllangan tíma. Fyrr á ferðinni verða tvennar mikil-
vægar umbætur. Ráðherra mun senn leggja fyrir al-
þingi frumvarp um samræmt heilbrigðiseftirlit fyrir
allt landið og einnig senn gefa út reglugerð um lækna-
miðstöðvar. Þá em á prjónunum fleiri ráðstafanir til
að bæta læknaþjónustu úti á landi.
Enn er samt umbóta þörf í heilbrigðismálum. Full
ástæða er til bjartsýni um þá þróun, ef ráðamenn þjóð-
arinnar, læknastéttin og almenningur leggjast á eitt,
eins og horfur em á að verði. Samstillt átak í þessum
efnum mun þá ekki aðeins leiða til jafngóðs ástands
í heilbrigðismálum og bezt þekkist annars staðar, —
heldur til bezta heilbrigðisástands í heimi.
—Listir -Bækur -Menningarmál
Elríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni:
Þorsteinn Valdimarsson:
FIÐRILDADANS
— 88 fimmlinur
Reykjavík.
Heimskringla 1967.
Teikningar og kápu geröi
Barbara Ámason.
Prentsmiðjan Hólar hf.
102 Us.
Tjorsteinn Valdimarsson er
söngfugl meðal íslenzkra
skálda. Hann á tæra lýriska æð,
samúðarrfkt og næmt auga fyr-
ir hinu smáa og fagra I náttúr-
unni og mannlífinu, og rlmið
leikur honum á tungu, eins og
þrestinum, sem hann syngur
þannig um í þessari bók:
Þú slærð svo bjartan og
slunginn streng
að slóð mín týnist I gömul
spor
eftir lítinn dreng, —
á lag þitt ég geng
frá langri þögn út í syngj-
andi vor.
Þrösturinn hefur ekki upp
langa söngva og ekki heldur Þor
steinn. Öll ljððin í Fiðrilda-
dansi, 88 að tölu, eru fimm ljóð-
línur, skorður sem hann setur
sér, sennilega með hliðsjón af
enskum „limericks", sem Þor-
steinn kallar limrur og hefur
komizt í tæri við meira en aðrir
íslendingar. Mér virðist þetta
stutta form eiga einkar vel við
hann, hann er laginn að sýna
smámyndir, þar sem aðalatriðið
lætur gjama skina í sig að baki.
Bókin skiptist i fjóra kafla
eftir efni. Fyrsti kaflinn eru
myndir, sem skýtur upp úti f
guðsgrænni náttúrunni, fuglar,
fiðrildi, trippi, kálfur, blóm o. s.
frv. Slíkt er reyndar nokkuð al-
gengt í ljóðum, en Þorsteinn
gerir þetta á annan hátt en aðr-
ir, og það er aðalatriðið. Sumt
er með töfrum viðlagsins :
Það mun hafa komið flestum
á óvart, hve fjölbreytnin var ó-
trúlega mikil á þessum tónleik-
um, þar sem leiknar voru allar
sóló-svítur Bachs fyrir selló.
Það er ekkert smáátak aö valda
öllum þessum verkum, þó ekki
væri annað en það eitt að muna
þau öll. Ekki verður ávöxtur
allrar þein ar vinnu, sem hér aö
baki liggur, lakari, er hann
reynist ekki aöeins vel unninn
tæknilega, allar laghendingar
fallega og skýrt mótaðar, held-
ur líka ferskur og safaríkur.
Þr. er einmitt þessi ferskleiki
Leiddu mig við hönd þér
svo langt sem þú mátt
upp í þína sjónarhlíð,
svo mér vitrist litla hríð
álfalandið fagurt og fjarlægð-
arblátt.
(Hulda)
Annað er einungis hans eigin
glitrandi töfrar, og þá beinist
augað oft ag einhverju smáu,
fögru, saklausu:
Heyrðu, mýsla litla
heyrðu píslin litla!
Hreiðurangann
berjasvangan
styggir tröll og stikar langan.
(Hagamús)
Eða vísan Kaup, þar sem
hann er að tala um ljóðin sln,
sem hann kastar frá sér út til
lesendanna:
í draumaverzluninni
keypti ég handfylli af blikn-
uöum blöðum
fyrir obbann af ævi minni
og gaf þau vindinum að
leika sér aö
í léttúð sinni.
við leik Bengtsson, það hve
hann túlkar verkin af vakandi
athygil, gerir þau lifandi með
miklum andstæðum og fjöl-
breytilegum tónblæ, sem gerir
leik hans sérstaklega áheyri-
legan. Við það bætist einnig að
áheyrandinn fær þá vitneskju,
að flytjandinn gjörþekkir verk
sitt hefur náð sí dýnri sklln-
ingi á því. Það er auðvelt að
láta þessi einleiksverk hljóma
eins og ^rykfallna safngripi, en
þarna sýnir sig bezt, hve hlut-
verk hins túlkandi listamanns
getur orðið stórt. Þannig er
það f þessu tilfelli.
Vandi er að sýna þessar ein-
földu myndir, því að þaö er
eins og engu n,sgi skeika. í
vísunni Heimkoma virðist mér
t. a. m. þessi regla brotin. Skáld-
ið sýnir okkur fyrst eldstóna,
svo rjáfrið, þar sem sér í him-
ininn f gegn, síöan færir hann
sig aftur niður að gólfi og bend-
ir á skemilinn og lárinn. Hefði
hann fyrst átt aö benda á þaö
sem er á gólfinu, síöan færa sig
upp í rjáfriö og hverfa þaðan að
áhrifunum og inn f hugskotið.
Þorsteinn Valdimarsson gaf
út fyrir tveimur árum bók með
eintómum limrum, 100 að tölu,
og vildi innleiða þann kveðskap
hér. Árangur hefur enginn sézt
enn, enda ekki enn að marka.
Væri ekki ágætt ráð til að afla
limrunni vinsælda hér að yrkja
nokkra fyrriparta (4 Ijóðlínur)
og fá almenning til að botna.
þ. e. bæta fimmtu Ijóölínunni
við? Hún er auðvitað mikilvæg-
ust, og ef vel tækist til býst ég
ekki við, að kvarta þyrfti yfir
vinsældaleysi limrukveðskapar
á Islandi, eftir það. En limran
mætti þá ekki kæfa ferskeytl-
una.
í tveimur miðköflum þessarar
bókar færir Þorsteinn sig aftur
nær limrunni. Virðast mér þeir
ekki eins góðir og fyrsti kaflinn.
Skylda er, að limran sé háð og
spé — helzt tvíræð fjar-
stæða og alltaf fyndin. En Þor-
steinn Valdimarsson er enginn
spéfugl. Hann getur oröið ádeilu
gjam, en örsjaldan hæðinn. —
Hann verður t. d. dálítið reiður,
þegar hann yrkir um pólitík, en
það má limruhöfundur ekki
verða — þá er ekki hægt að
hlæja aö limrunni lengur. Bezt
tekst Þorsteini í limrustíl, þegar
hann er sem næst fjarstæðunni,
og hana getur hann nálgazt, og
er þá nokkru náö.
Fjárbóndi í Flóa
fastréð til sín spóa
sumarlangt —
þótti sjálfum strangt
að hóa.
Auðvitað er visan um kellinga
prestinn engin fjarstæða, en
hún er góð fyrir þvl:
Þeir kölluðu „hann kellinga-
prest,
því að kellingar eltu“ hann í
lest.
Svo lét hann um jól
kall og kjól. —
Og kallarnir grétu hann mest.
Þó að Fiðrildadans sé ekk;
stórbrotin bók, er hún viðfelld-
in og oft einkar skemmtileg,
enda glitrar listaneistinn þar af
margri ljóðlinunni.
Myndir Barböru Ámason eru
ágæt bókarprýði.
Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni.
Kammermúsikklúbburinn:
Bach-tónleikar
Erling Blöndal Bengtsson