Vísir - 17.11.1967, Blaðsíða 9
V1S IR . Föstudagur 17. nóvember 1967.
9
jKað er nú búizt við, að Wil-
son forsætisráðherra Breta
muni innan skamms neyðast til
að viðurkenna uppgjöf og ósigur
í glímunni við efnahagsvanda-
mál landsins. Hefur upp á síð-
kastiö veriö búizt viö því á
hverri stundu, aö hann tilkynni
stórfelída gengislækkun á sterl-
ingspundinu til samræmis viö
það, að grunnurinn hefur grafizt
svo ískyggilega undan verðgildi
gjaldmiöilsins, aö honum veröur
ekki lengur haldið uppi með
venjulegum fjármálaráöstöfun-
um, þar dugir nú ekkert minna
en gengisfellingar-uppskurður
til að lækna meinið, sem ella
getur breiðzt út um allt þjóðfé-
lagið á næstu mánuðum og
valdið víötæku atvinnuleysi í
landinu.
Nú í síðustu viku var að vísu
gerð smávegis tilraun til að
bjarga sterlingspundinu, eða
láta að minnsta kosti líta út
fyrir, að því verði bjargaö, þar
sem bankafo. vextir voru hækk-
aðir upp í 6Y2 prósent, sem er
það hæsta sem þeir hafa komizt
um áratuga skeið. Meö svo há-
um vöxtum á að reyna að
stöðva fjárflóttann úr landi, en
talið er ólíklegt, aö sú beita
nægi, þar sem menn þykjast
sjá, að gengislækkun pundsins
sé yfirvofandi og getur engin
vaxtahækkun vegið þar á móti
lengur.
/
Tþað eru margar ástæður fyrir
því, að svo illa er nú komið
fyrir Bretum og Wilson-stjórn-
inni. Styrjöldin milli Araba og
ísraelsmanna og lokun Súez-
skurðarins hefur komið þyngra
við þá en nokkra þjóð aðra, en
það sem gegnir þó verstu upp
á síðkastið hefur verið harkaleg
afstaða verkalýðsfélaganna i
Bretlandi, sem segja má, að hafi
orðið til að eyöileggja alla við-
leitni stjórnarinnar til aö
bjarga gjaldmiðlinum, síðast
með löngu hafnarverkfalli, sem
hefur valdið þjóðinni stórkost-
legu tjóni í útflutningi og öfl-
un markaöa. Sú útflutnings-
stöövun, sem hefur fylgt þessu
hafnarverkfalli er svo stór-
kostlegt áfall, að engu er lík-
ara en doði og framleiðslu-
stöðvun ætli að breiðast út frá
því langt inn 1 atvinnulíf Bret-
lands, atvinnuleysi fari vaxandi
svo aö við ekkert verði ráöiö.
Eina leiðin til að bjarga frá
hreinum hörmungum virðist
vera að lækka gengið til þess
að gera brezka atvinnuvegi aft
ur samkeppnisfæra á mörkuð-
um víðsvegar um heim og bæta
þannig á ný framleiðslu og at-
vinnuástandið, þó svo aö menn
viti að gengislækkun er á hinn
bóginn líka alvarlegt mál sem
getur haft hinar verstu afleið
ingar í fjármálaheiminum.
endurnýja framleiðsluhættina í
sama mæli og iðnaður megin-
landsins.
Ýmsar ástæöur eru til þessa
greindar, svo sem aö Bretar séu
í eðli sínu íhaldssamari en flest
ar. aðrar þjóðir. Þó er það nú
svo, að flestir eru nú orðnir
sammála um það, bæöi fylgis-
menn Ihaldsflokksins og Verka-
mannaflokksins, að undantekn-
um nokkrum róttækustu vinstri
mönnum, að þaö séu fyrst og
fremst stirðbusalegar og ágeng-
ar starfsaöferðir brezku verka-
lýðsfélaganna, sem hafi valdið
þessari stöðnun, sem nú ógn-
ar lífskjörum fólksins.
Foringjar Verkamannaflokks-
ins, þar á meðal Wilson sjálfur
vildu ekki viðurkenna þetta fyr
ir nokkrum árum, en síðan þeir
tóku við völdunum, hafa þeir
sjálfir neyðzt til að viðurkenna
það og síðan hafa þeir sett
efst á blað í umbótatillögum
sínum endurbætur og nýskipun
í verkalýösmálum. Það sem þeir
hafa þurft að glíma við er það
alvarlega vandamál nútímaþjóð
félaga að spilling og gengdar-
laus kröfuharka kröftugra
verkalýðssamtaka getur ógnað
framtfð og framförum þjóöfé-
lagsins.
Tjað er Ijótur listi, sem safnað
hefur verið saman í opinber
ur skýrslum um framferði
verkalýðsfélaganna. Þaö hefur
verið alvanaleg krafa hjá þeim
ef framleiöslufyrirtæki tóku í
notkun ný framleiöslutæki er
spöruðu vinnukraft að það vinnu
afl sem losnaði fyrir tilkomu
véla yrði áfram á fullum laun-
um, þó fólkið geröi ekkert hand
tak. Þetta fyrirbæri, sem kallað
er á enska tungu „featherbedd
ing“ hefur verið feikilega út
breitt í ensku atvinnulífi. Það
hefur haft þau áhrif, aö þó fram
leiðsluverksmiðjur tækju dýr
og fullkomin sjálfvirk tæki í
notkun, hefur framleiöslukostn
aðurinn ekkert lækkað, Ijeldur
þver' á móti hækkað.
Það eitt út af fyrir sig er aö
sjálfsögöu mjög alvarlegt mál,
en þó hefur hin hliðin veriö
framleiðslu þeirra landa, þar
sem þrónuin hefur orðið örari.
‘j^'okkur dæmi eru um það, að
fyrirtæki hafa reynt að
rísa upp gegn þessum starfsað-
feröum og hefur þess einkum
gætt í bílaiðnaðinum, þar sem
samkeppnin er svo stíf á mörk
andi kröfur þeirra og vinnu-
stöðvanir orðið mein í brezku
atvinnulífi.
gin er sú starfsstétt, sem
tregust hefur verið til aö
leyfa nýjar aðferðir og nýja
tækni og það eru hafnarverka-
mennirnir. En jafnframt því
Talið er, að Harold Wilson hafi nú gefizt upp, — gengislækkun
standi fyrir dyrum.
uðunum, að fyrirtækjunum hef-
ur verið nauðugur einn kostur,
að taka upp nýjar aðferöir þar
sem þau hefðu ella dottið út úr
mörkuðunum á skjótum tíma.
Og það er líka einna helzt í
bílaframleiðslunni ,sem Bretar
hafa staöið sig sæmilega. En
hver hefur afleiðingin samt orð
hefur félagsskapur þeirra verið
einn allra öflugasti verkalýðs-
félagsskapur í Englandi. Og
með þessum kröftuga félags-
skap og eöli atvinnu sinnar hafa
þeir náð þvílíku kverkataki á
atvinnulífi þjóöarinnar, aö ugg
vænlegt er. Það er kunnugt, að
með nútímatækni mætti fækka
jpiestum er kunnugt um þá erf
iðleika sem Bretar hafa átt
viö að stríða að undanförnu.
Iðnaðarframleiðsla þeirra hefur
dregizt mjög mikiö aftur úr
öðrum löndum bæði að verði,
gæðum og nýjungum og stafar
þetta af því, að iðnrekendumir
þar hafa ekki séð sér fært að
enn hættulegri, að þessi stirð-
busaháttur hefur valdið því, að
enskar verksmiðjur hafa yfir-
höfuð ekki séð sér fært að end
urnýja vélakost sinn og fram-
leiðslutæki sem skyldi og hefur
iðnaðurinn því dregizt saman
og er hvarvetna að bíða lægri
hlut fyrir fullkomnari iðnaðar-
ið þar. hún hefur verið sú, að
framleiöslan hefur átt i sífelld
um erfiðleikum vegna enda-
lausra sérgreinaverkfalla.
Nú eru starfsmenn í bílaverk
smiðjunum ekkert láglaunafólk
heldur eru þeir meðal hæstlaun
uðu starfsstétta í Englandi
En þrátt fyrir það hafa sívax
starfandi hafnarverkamönnum i
Bretlandi svo, að aðeins þyrfti
til starfsins fimmta part af þeim
mannafla, sem nú fer til þess.
Því að það er ekki nóg með það
að fulkomna mætti tæknina f
hafarkrönum, flutningarvögn-
um og öðrum löndunartækjum,
heldur mætti og framkvæma
gerbreytingar á hleðsluaðferð
um og fryirkomulagi í lestun.
En þarna stendur brezka hafnar
verkasambandið algerlega sem
þröskuldur í vegi. Þar hefur yfir
höfuð ekki mátt framkvæma
neinar nýjungar, heldur á aö
vinna þessi verk eins oe gert
var um síðuo.u aldamót. Toaara
menn sem koma til brezku fiski
hafnanna, Hull og Grimsby hafa
kynnzt áþreifanlega gamaldags
aðferöum viö fisklöndun og
þannig er það á fleiri sviöum.
Tregðu sína hafa þeir rök-
stutt með því, að notkun nú-
tíma tækni muni skilja hundruö
og þúsundir manna eftir at-
vinnulausar. Svo gamaldags er
hugsunarháttur þeirra, að þeir
geta ekki skilið að það er ein-
mitt með nyjum og fullkomnari
framleiösluaðferðum, sem tæki-
færin og atvinnan myndast i
framtíðinni. Ef allt er látið
danka í sama farinu þá heldur
stöðnunin og atvinnuleysið inn
reið sína. Þannig hefur þetta
verkalýðsfélag kosið sér það
hlutverk að hamla gegn fram-
förum og gera starfsmenn sína
að nokkurskonar sníkjudýrum
á þjóöarlíkamanum í stað þess
að hjálpa til við uppbygg-
inguna og skapa nýja og meiri
atvinnu fyrir framtíðarkynslóð-
ir.
/í ður en Wilson foringi Verka
mannaflokksins komst til
valda, vildi hann aldrei gagn-
rýna hina stirðu stefnu sam-
bands hafnarvarkamanna, en
skömmu eftir að hann komst til
valda og lét framkvæma úttekt
á þjóðarbúinu og framleiöslu-
getu þess, brá svo við, að hann
komst að þeirri niðurstöðu, að
starfsaðferðir þessara samtaka
væru beinlínis þjóðhættulegar
og ógnuðu velferð brezks al-
mennings, þar sem þær stóðu
eins og þröskuldur í vegi fyrir
eflingu viðskipta. Gerði hann
það brátt að einu höfuðstefnu-
marki sínu, að framkvæma ný
sköpun hafnarvinnunar í land-
inu.
Svo líða aðeins nokkrir mánuðir
Bretland hefur gengið í gegnum
þrengingar. Verkamannaflokks-
stjómin hefur lagt aö sér að
reyna að bæta úr vandanum
og bægja kreppu frá dyrum og
útdeilt byrðunum á þjóðfélags
þegnana eftir því sem sann-
sýnilegast var. Allt virtist vera
á sæmilegri framfaraleið, mikil
endurskipulagning hefur verið
framkvæmd í framleiösluiönað
inum á nokkrum mánuöum og
menn voru bjartsýnir um aö
kannski ætlaði gamla Bretland
aö komast yfir erfiöleikana.
Tj’n -þá geröist þáð allt i einu
um miöjan september aö
samband hafnarverkamanna
kemur fram sínum hefndum yf
ic Wilson og lýsir yfir algeru
verkfalli og stöðvun vinnu I
höfnum landsins svo vikum
skiptir. Er nú álitið aö þetta
verkfall sem hefur kostað um
30,000 milljónir króna í sam-
drætti útflutningsins og eyði-
leggingu hafi það i för meö sér
að allar tilraunir brezku stjóm
arinnar til að bjarga við gengi
gjaldmiðilsins séu að engu orðn
ar.
Það er víst, að verkalýðsfélög
hafa miklu hlutverki að gegna
í nútíma lýðræðisþjóðfélögum.
En hvað sem stundarhagsmun
um líður ættu þau að líta á það
sem fremstu skyldu sina að
vemda hag þjóðarheildar
og atvinnulífs, en ekki að gerast
krabbamein á þjóðarlíkamanum
eins og dæmin sanna í sérhags
munastefnu brezkra verkalýðs-
félaga upp á sfðkastið.
Þorstelnn Thorarensen