Vísir - 17.11.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 17.11.1967, Blaðsíða 3
I ' X i VÍSIR . Föstudagur 17. nóvember 1967. ]i/|'yndsjáin er að þessu sinni ^ á æfingu í Iðnó. Verk- efnið er nýtt bamaieikrit eftir Odd Bjömsson, „Snjókarlinn okkar“ heitir það. Höfundurinn kvaðst hafa samið það að nokkm upp úr hugmyndum bama úr Myndlistarskólanum í Reykjavík. Ævintýrið um Snjókarlinn byrjar á jörðu niðri, en leiðist sfðan til hinna ýmsu stjarna. Stjömumar eru misgóðar pers- ónur eins og mannfólkið, það eru til ótuktarstjömur og hrekkjusvín meðal þeirra, rétt eins og hjá okkur, og jafnvel töfrastjama, sem gerir bæði gott og Htt af sér. Stjömumar eru forkostulega búnar, eins og gefur að skilja. Máninn er næsta skrýtinn karl, hálfmánalegur útlits, eins og vera ber. Þó er Júpíter ennþá skrýtnari, því að hann hefur tvo hausa, fjórar hendur og fjóra fætur, enda er hann spak- ur mjög að viti og hefur tun sig margar bækur. — Það sama verður hins vegar ekki sagt um Snjókarlinn, því að einfaldari sál er varla ag finna, en hann er líka afskaplega hlægilegur. Sviðið er næsta skrautlegt í hvítum, ljósbleiktim .ljósbláum, ljósgrænum og gulum litum. — Þar höfðar allt til ímyndunar- afls bamanna, einfeldni og ein- lægni gætu kannski verið eink- unnarorðin. Það er mikið sungið og dans- að f leiknum. Tónlistin er verk Leifs Þórarinssonar, en dans- amir em eftir Bryndísi Schram. Leikstjóri þessarar bamasýning- ar er Eyvindur Erlendsson og Siríus og Sjöstimið, sem leikið er af sjö telpum, yzt sitt hvorum megin standa óartarstjörnumar Marz og Merkúr (Palli og Pési). SNJÓKARLINN OKKAR Snjókarlinn yzt til vinstri, Sirfus, Sjöstimið og krakkarnir Óli og Ása, fyrir miðju, og Júpíter, sá kynlegi „fýr“, lengst til hægri. Sigurður Karlsson er Máninn og Kjartan Ragnarsson sjálfur Snjókarlinn, en það eru tvær viðamestu „rullurnar" í leikn- um. Tveir litlir krakkar koma líka mjög við sögu, það eru eiginlega þau, sem koma öllu af stað, því að þau búa til snjókariinn. Óli Gunnar Borgarsson og Sigrún Bjömsdóttir leika þau. Loks eru þaö mamma og pabbi, sem koma vig sögu, og þau leika Guðrún Ásmundsdótt- ir og Karl Guðmundsson. Fmmsýningin verður á sunnu- daginn. aðalhlutverkin eru flest leikin af ungum leikurum. Fulltrúa hennar hátignar (Sólar- innar) leikur Stefanía Svein- bjarnardóttir, Siríus leikur Jón- ína Ólafsdóttir, en hún er ný- komin heim frá leiklistamámi i Lundúnum og er þetta fyrsta hlutverk hennar hér að þvi loknu. Það duga ekki færri en tveir til þess að leika Júpíter, og þag gera þeir Daníel Wili- amson og Guðjón Ingi Sigurðs- son. Ótuktarstjömumar Marz (Palla) og Merkúr (Pésa) leika þær Þórunn Sigurðardóttir og Soffía Jakobsdóttir. Fjósakon- una leikur Emilía Jónasdóttir. Sjöstirnið er hópur telpna úr ballettskóla Sigríðar Ármann. Hjá fjósakonunni. Hjá Júpíter. i B U»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.