Vísir


Vísir - 09.12.1967, Qupperneq 5

Vísir - 09.12.1967, Qupperneq 5
V í VIR. Laugardagur 9. desember 1967. Aðventa j^ýársdagar eru margir í heimi okkar. Einu sinni byrjaöi nýtt ár í október. Gyðingar og grísk-kaþólskir eiga sinn sér- staka nýársdag. Svo mætti lengi telja. Ekki er ósennilegt, að það fari framhjá mörgum, að kirkj- an á sinn eigin sérstaka nýárs- dag. Það er fyrsti sunnudagur í aðventu — jólaaðventu. Aðventa er latneskt orð og þýðir koma. En hvað er þá koma? Er það eitthvað nýtt, sem gerir tilveru okkar betri og ör- uggari? Eða er aðeins um endur- tekningu hins gamla að ræða? Jú, wissulega er þaö endurtekn- ing hins gamla. En við vitum líka, að margt af hinu gamla er með því verömætasta, sem við eigum, og oftar það, sem við sfzt af öllu vildum án vera, og er alltaf eins og nýtt. Á ég þar m. a. við mestu verömæti mann- lífsins: trúna vonina og kær- leikann. — Kærleikann milli tveggja manneskja. Vonina, sem líkja má við hinn óendanlega sjóndeildarhring á hafinu, þar Þann 27. okt. 1963 voru tveir guðfræðingar vígðir til prests i Skálholtskirkju. Þá voru liðin rúmlega 167 ár frá síðustu j 'prestsvígslu í Skálholti, er dr. Hannes Finnsson vígði séra Bjama Amgrírhsson til Mela í Melasveit. Það var 5. iúní 1796. Annar þeirra er hlaut heilaga vigslu í Skálholtskirkju um vet- ' umætur fyrir 4 árum var sr. Lárus Þ. Guðmundsson í Holti í Önundarfirði. Sr. Láms er Vestfiröingur að ætt, f. á ísafirði 16. mai 1933, varð stúdent 1955, en lauk guö- fræðiprófi sama haust og hann tók vígslu. Sr. Lárus tók mikinn þátt í félagsmálum 'á námsárum sín- um og heima í Önundarfiröi ; hefur hann haft umsiðn með sumardvalarheimili bama i heimavistarskólanum í Holti. Kona sr. Lámsar er Sigurveig Georgsdóttir. Kirkjusíðan i dag flytur að- ventuhugvekju eftir sr. Láms i HoltL sem eitthvað er alltaf að koma í ljós,' allt frá sjálfri sólinni, sem hrekur myrkrið á flótta, til skipa, sem koma hlaðin nauð- synjum, sem okkur vanhagar um. Og trúna, sem lýsir okkur dag og nótt. Hin smærri ljós leiftra og blika, en brátt brenna þau öll út. En mannlegur máttur fær ekki slökkt hin himnesku ljós. Og aðventan boðar Hann, sem um er sungið: „Hvað er það ljós, sem ljósið gerir bjart.. og ennfremur spyr sálmaskáldiö og svarar: ,-,Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvern tímans son ? Guðs er það ljós Heiðingjar ímynda sér að guð- imir séu óvinveitt öfl, sem mennimir nálgist skríðandi á fjómm fótum og feli sig fyrir, ef möguleiki er. En til Guös get- um við komið ódulin og án þess að felast. En ef við krjúpum, þá er það hvorki til þess aö felast né skríða, heldur til þess að auðsýna auðmýkt okkar og lotningu fyrir guðdómlegu valdi Hans. Eftir nýársdag kirkjunnar .koma hátíðirnar ein af annarri. Fyrst koma jólin með Jesúbarn- ið í jötunni. En síðar koma svo páskar og hvítasunna með gjafir Frelsarans og Heilags anda til okkar mannanna. Þannig líður kirkjuárið til biessunar fyrir okk ur öll. Þess vegna gerum við rétt í því að safnast saman f guðshúsi til þess að heyra fagn- aðarboðskap sérhvers sunnu- dags, er flytur okkur hverjum og einum góðan boðskap, sem við getum ekki veriö án, ef við viljum lifa góðu og hamingju- sömu lífi .Síðan getum við ein eða í samfélagi viö ástvini okk- ar notið leiðarljóss blessunar- orðanna. Þessi orð hafa hljómað yfir söfnuð Guðs í þrjú þúsund ár. Fyrst yfir ísrael, guðs út- valda þjóð, og síðan í hinum nýja sáttmála: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig.. “ Við skulum geyma þau vel í minni! Viö skulum ekki geyma þau eins og fróma ósk mann, til annars, heldur sem h“iiagt Guðs- orð, sem er talað beint til okk- ar af honum sjálfum. Þetta leys- ir okkur samt ekki frá því, að deila kjörum með þeim heimi, sem við lifum í og slær okkur svo oft með nístandi vetrar- kulda sínum, heldur á þetta að áminna okkur og fullvissa um, að Jesús, sem er Guð sjálfur í mannlegri mynd, er með okkur alla daga. Nú er nýársdagur kirkjunnar nýlega um liðinn. Allt hið ytra form mannlífsins stefnir nú að jólum. Listamenn hafa frá ó- munatíð túlkað og tjáð jólin með orði, í tónum, í Ijóði og lit- um. Við þekkjum fjölmargar lýs ingar eða tjáningar á atburði jólanna, sem listamenn á öllum tímum hafa gert. pftast er mið- depillinn í þessum tjáningum litla Jesúbamið f fangi Maríu meyjar. Ósjaldan er það Betle- hem, fæðingarstaður Jesú, sem er fyrirmynd listamannsins. En það rifjast upp fyrir mér að ég sá einu sinni mynd eftir nútíma- listamann, sem lýsir á sinn hátt samtfð sinni dagana fyrir jólin. Myndin er af hraðferð, er geysist áfram inn I desember- Holt í Önundarfirði hefur jafnan verjð i fremstu röð ís- lenzkra prestssetra og hafa set- ið þar margir merkisklerkar. Árin 1582—1635 var séra Sveinr. Símonarson prestur i Holti. Kona hans var Ragn- heiður, dóttir Staðarhóls-Páls. Þau voru foreldrar Brynjólfs biskups. Þannig segist Espólin frá : „Ragnheiður varð léttari um haustið (1602), hinn 14. dag septembermánaðar á föstudag, um miðjan aftan, og ól svein og var sá nefndur Brynjóifur. Ragn heiður var mikill kvenskörung- ur, vitur, örlát og höfðingja- djörf. Sveinn prestur var og hinn mesti merkismaður í allri hegðan, hvort sem hann var ódrukkinn eður eigi, að því er í fræöibókum segir ...“ Núverandi kirkja í Holti er timburkirkja, reist um 1870, en múrhúöuð utan árið 1937. — Eins og myndin ber með sér, skýlir þróttmikill trjágróður helgidómi önfirðinga. nóttina. Vagninn er yfirfullur af farþegum, sem ætla að njóta jólahelgarinnar. .Það er farið eins hratt og frekast má. Hvorki vagnstjórinn eða farþegamir veita þvi athygli, vegna hraðans. að vagninn er einmitt nú aö fara framhjá viðkomustað, sem merktur er stórum stöfum Betle- hem. Menn veita því heldur ekki athygli, að á viðkomustaðnum er komið fyrir mynd af Maríu mey með Jesúbamið .. Við fáum það á tilfinninguna, aö við séum sjálf ein af farþeg- unum í vagninum, er við stönd- um frammi fyrir þessari nýtízku- legu jólamynd, því að vikumar fyrir jólin, aðventuvikumar, er- um við svo algjörlega upptekin við þaö, sem við svo fallega köll um „jólaundirbúningur" Um- stang og amstur margra okkar kemur algjörlega heim og sam- an við hugmynd listamannsins, er liggur að baki jpyndarinnar um fleygiferö mannanna fram hjá Betlehem, þar sem myndin er af barninu og móöur þess Raunverulegt innihald og boö- skapur jólanna glatast svo oft, vegna hraöans, ef hraðferðin nemur ekki staðar. Jafnframt þessu á myndin að áminna okkur um að hugsanlegt sé, að mjög áríðandi boðskapur eöa tilkynningu sé komið fyrir á einum viðkomustaðnum, til- kynningu, sfem eigi alvarlegt er- indi til hinna verömætu manns- Iífa ,sem í vagninum eru. Á ný- hafinni ferð okkar inn i kirkju- árið skulum viö ekki láta til- kynninguna á Betlehemstöðinni fara framhjá okkur, því aö áframhaldandi hamingjuleg ferö er undir því komin, aö við stönz um ,í Betlehem. Þar ( nágrenninu hljómuöu orð engilsins, og þau hljóma þaö an enn til okkar kynslóðar: ..Sjá ég boða vður mikinn fögn- uð . . Yður er í dag Frelsari fæddur". Guð hefur opinberað okkur kærleika sinn á margan hátt, en augljósast með baminu í Betle- hem, sem síðar kenndi okkur bænina „Faðir vor“. Þess vegna eru jólin lofsöngur — einnig til þessa föðurkærleika. Það, sem hirðarnir áttu að hafa til marks, hina heilögu nótt var að þeir áttu að sjá hið ótrú- lega, lítið lifandi bam, reifaö og liggjandi f jötui eins og það væri í sinni eigin vöggu. hinn fyrirheitna Frelsara. Til þess að okkur hlotnist hiö sama, verðum við aö fara úr vagninum á meöan tími er til. Ella þýtur hann fram hjá með okkur, þvl að ferðin er svo mik- il, og áður en varir emm viö komin að næstu stöð. Við eigum öll heilagt sviö -hið innra með okkur, þar sef nefniö Betlehem stendur skrifaö gullnum stöfum. Með því að opna þetta sviö get- um við bjargað jólahátíðinni meö trú okkar og tilbeiðslu. Húslestur á aðventu Það er fyrsti sunnudagur í aðventu. Norðanstormurinn næðir um snjóuga þekjuna, en það hefur engin áhrif á fólkið, því að það veit, að konungur konunganna er að halda innreið sína, og þá er öllu óhætt, þótt ekki fylgi honum fagnandi múgur. — — — Á rúminu undir glugg- anum sitja hjónin. Bjarni les lesturinn sjálfur, en Ing- veldur hlustar á með lokuðum augum eins og hún er vön. Á kistli viö rúm Ingveldar situr drengur, 11 eða 12 ára. Ingveldur lætur hann sitja hið næsta sér, svo að hún sé viss um, að hann fylgist meö því, sem lesið er. Hún er vön að spyrja hann út úr lestrinum á eftir. ... Á rúminu á móti hjónunum situr ung og tíguleg kona ... Á rúminu undir glugganum fyrir framan hús- dyr hjónanna situr gömul kona og unglingsstúlka. Gamla konan heitir Elín. Ekki er hún fríö ... en dyggð- in og trúmennskan skín út úr hverjum drætti í þessu stórskonu. andliti. Á rúminu á móti situr önnur vinnu- kona og þar fyrir framan situr gömul kona og ungur maður. Á þverrúmi hjá uppganginum situr gamall mað- ur, gráhærður, og þegar ég nú í huganum virði hann fyrir mér, þennan blágráa hörundslit og hnýttu limi, dettur mér í hug söngvísa, sem hann sjálfur orti einu sinni: • Horfinn er fagur farfi, fölnuð er blómleg jurt. Frá angistar stríðu starfi stefnir minn hugur burt. — — — Þetta er fólkið, sem hlustar á húslesturinn með miklum fjálgleik. Hjá öllum þar er guðræknin engin uppgerð. Hún var þar heimilisföst. Guðbjörg í Broddanesi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.