Vísir - 09.12.1967, Side 12
m
vl
__ 1
SIR. Laugardagurd. desember 1967.
KVIKMWDASAGA EFTIR
A £>■ QOTHRIE 3r.
Evans leit af hermi, á Mack, sem
starði á stújkuna hungruðum aug-
um, að ekki væri fastara að kveðið,
starði á hana og lét hugann reilca.
munstra hjólbarðann upp fyrir
vetraraksturinn með SNJÓ-
'rUNSTRI.
i Neglum einnig allar tegundir
snjódekkja með finnsku snjó
j nöglunum. Fullkomin hjólbarða
þjónusta.
j bjðnusta. — Opiö frá kl. 8—
| 24 7 daga vikunnar.
Hiólbarðn-
þiónustcm
Vitatorgi
Sími 14113.
„Komdu þér út,“ skipaði Mc-
Bee.
Stúlkan fór sér ekki óöslega
að neinu, en hélt þó á brott og dró
hurð að stöfum á eftir sér.
„Þetta kvenfólk," tautaöi McBee.
„Stöðug rekistefna. Þetta var hún
Mercy, dóttir mín.“ Hann seildist
ofan í vasa sinn eftir tóbakstuggu.
Þeir drukku þegjandi um hríð,
Tadlock leiddi athygli þeirra að
öðru. „Við þurfum að ráða leið-
sögumann. Góðan og traustan leið-
sögumann.“
„Þeir þykjast vera það, sumir
hverjir," sagði Mack og vék loks
augunum frá dyrunum. „Adams til
dæmis ... já, og Meek.“
McBee jóðlaði á tóbakstuggunni.
„Fjandinn hafi það, ef þeir geta
tekig rétta stefnu á kirkjutum
skammt undan,“ sagði hann.
„Adams hefur aldrei komizt
iengra en að Laramievirki, og þang
að getur hver fábjáni ratað,“ sagði
Tadiock. „En þaö er leiðin, sem þá
er ófarin ...“ Hann sneri sér að
Evans. „Ekki getur þú bent á traust
an leiðsögumann, er það?“
„Ég veit ekki...“
„Kannski?"
„Ég þekki traustan leiðsöigu-
mann. En ag hann reynist fáanleg-
ur til fararinnar, það er annað
mál.“
„Hver er það?“
„Dick gamli Summers. Hann er
; gamall veiðimaður og hefur flækzt
um allt. Ég þori að fullyrða, að
hann gæti vísað ykkur leið, þótt
hann væri með bundið fyrir aug-
un.“
„Hvar er hann að finna?“
„Hann er nágranni minn."
„Helduröu að hann reynist ekki
fáanlegur?"
„Það er erfitt að segja nokkuð
um það. Konan hans hefur verið
eitthvað lasin að undanfömu."
„En þú ert viss um að hann sé
traustur og dugandi?" spurði Tad-
lock enn. „Við höfum ekki nein
not fyrir haltan óg skakkan lang-
afa, sem hefur viskíkaggann fyrir
leiðarvísi."
Evans leit fast á Tadlock og
marfti seinlega. „Ég held að mér
sé óhætt að fullyrða, að ég hafi
ekki kynnzt öðrum eins ferðagarpi
og Dick Summers."
„Ætlarðu að skreppa með okkur
heim til hans?“
„Því ekki það. Á morgun eða ein-
hvem næstu daga ...“
„Gott. Við getum ráðið við okk-
ur hvað við eigum að bjóða honum
í kaup.“ Tadlock hafði að vísu þeg-
ar ákveðið upphæðina, þótt hann
hirti ekki um að láta það uppskátt
að svo stöddu. Hann sneri sér enn
að Evans. „Jæja, hefurðu þá tekið
ákvörðun?“
„Ekki endanlega."
„Hópurinn verður fullskipaður
þá og þegar.“
Mack tók í sama strenginn.
„Hvað heldur þér eiginlega héma,
fyrst þú getur komizt til Oregon?
Eins og ég sagði áðan — þeir sem
koma fyrstir, sitja aö því bezta.“
„Ég vona aö þú sjáir þér fært að
slást I förina," sagði Fairham, og
eftir svip hans að dæma fylgdi hug-
ur máli.
.Jflustaðu á mig,“ mælti Tad-
k>ck og lyfti höndunum til áherzlu
eins og ræðumaður. „Við höfum
heyrt um landkosti. En það er ann-
að, sem að minum dómi er þyngra
á metunum." Hann þagnaði andar-
tak til að vekja eftirvæntingu meö
þeim hinum. Er Bretland föður-
land þitt eða hvaö? Viltu verða til
þess, að þeir nemi þetta Iand?“
i „Hitchcock væri það að skapi.
Ekki mér.“
.Jfvemig getum við komiö I veg
fyrir það? Einfaidlega með því að
setjast þar að. Við, þú og ég og
aðrir, sem hafa í sér hug og dug
til að nema landið ...“
Roði færðist í vanga og æöarn-
ar við gagnaugun þrútnuðu. Rödd
hans varð þróttmikil. Evans varö
snortinn af ræðunni, en vildi -ekki
látja á því bera.
„Við þurfum ekki aö heyja orr-
ustu við Breta um> þaö land, sem
við höfum orðið þeim fyrri til að
nema,“ þmmaði Tadlock enn. Svo
lækkaði hann röddina. „Þú mátt
vera stoltur af þvl, Evans, getir þú
sagt börnum þínum og barnabörn-
um, að þú hafir unniö petta frjó-
sama og auðuga land þeim til
handa, með því aö brjóta það og
erja. Eða kýstu heldur að setja hæg
an sess og láta aðra um aö semja
söguna með verkum sínum?"
Tadlock dró upp vasaklútinn og
þerrði svitadropana af enni sár.
„Fleiri orð hef ég svo ekki um
þetta,“ sagði hann. „Nema að mér
er það áhugamál að þú komir með“.
„Hverju svararðu?" spurði Mack.
Evans sá það á svip Fairmans,
aö hann vonaði að svarið yrði já.
„Þið sækið fast að mér.“ Evans
virti þá fyrir sér og sá að þeir biðu
svarsins með eftirvæntingu. Jafn-
vel McBee. „Láti Dick Summers
til leiðast, kem ég með,“ svaraöi
hann fyrr en hann vissi af.
„Gott...“
„Tökumst I hendur því til stað-
festingar," sagði McBee.
Þeir fylltu glösin einu sinni enn
I — allir nema Tadlock og Fairman
— og þegar þau voru tæmd, sett-
ist Evans á bak múldýri sínu og
reig heim á leið. Hann hugsaði sem
svo, að viskíið hefði ráðið svarinu;
samt fannst honum það hafa veriö
hið eina, sem kom til greina. Hann
var staöráðinn I að standa við orð
sín og fara, ef Dick Summer gæfi
kost á sér sem leiðsögumanni; gæfi
hann ekki kost á sér færi hann
sennilega samt. Góður jarðvegur,
góö veiði, góð veörátta, heilnæmt
loftslag, engin hitasótt. Þaö gat
ekki betra veriö 'Hann afréö aö láta
verða af því að slást I för með þeim
hinum, ef hann yrði sama sinnis,
þegar af honum rann.
Þegar heim kom og hann hafði
sprett af múldýrinu, mundi hann
: eftir því að hann hafði ekki bragð-
að matarbita; fann að hann var sár-
svangur. Sól var að setjast I vestri;
allt benti til að það yrði þurrt veð-
, ur á morgun og þá varð hann að
! hamast eins og hann ætti lífig að
leysa:
Rock gamli kom og fagnaði hon-
um. Rebecca stóð við hlóðirnar.
„Komdu þér I hnjáskjólið, kerli
mín!“ kallaði hann. „Við erum að
leggja af stað ti! Oregon...“
ANNAR KAFLI
Þeir hinir fóru út úr verzluninni
skömmu á eftir Evans. Tadlock
kvaðst þurfa að ganga frá viöskipt-
um. McBee sagöi að þag væri víst
tlmi til kominn aö hann fengi að
vita hvað konan hefði viljað hon-
um. Mack lézt ætla að llta á nokkra
nautgripi, sem hann væri að hugsa
um að kaupa.
Tadlock nam staðar andartak og
horfði á eftir Evans. „Þetta er maö-
ur, sem ég vil hafa I flokki með
mér,“ sagði hann.
Í)S FYRIfiHGFN
RAUOARÁRSTfG 31 SlMI 22022
„Þetta er örin sem ég sá frá flugvél- Úr kvenmannsfötum og allt af sömu
inni“. stærð .... Kvenmaöur — einn á ferö?
„Hún hlýtur að vilja að sér sé fylgt,.
Jæja, hún veröur aö gera sér mína fylgd
aö góðu.“ '
Loíljiressur - Sl.un)(|riiiur
Iíranar
VERKTAKAR - VINNUVÉLALE'GA
Tökum að okkur alls konar
framkvœmdir
bœði í tíma-og ákvœðisvinnu
Mikil reynsia í sprengingum
LOFTORKA SF.
SÍMAR: 21450 & 3019 0
HAROVBÐAR
OTiHUROIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlayegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
METZELER
Vetrarhjólbarðamii koma snjó-
negldir frá METZELER verk-
smiðjunum
BARÐINN
Ármúla 7. Sími 30501.
HJÓLBARÐASTÖÐIN
Grensásvegi 18. Slmi 33804.
AÐALSTÖÐIN
Hafnargötu 86, Keflavlk
Sími 92-1517.
Ahnenna Verzlunarfélagið
Skipholti 15. Sími 10199.
|