Vísir - 09.12.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 09.12.1967, Blaðsíða 16
Laugardagur 9. desejnber 1967. Nýja orkustöðin við Loxó komin í gang Stödugt er unniö aö því aö reyna aö koma vélum Laxárvirkfunarinn- ar í gang og hefur nú tektzt aö !'oma nýju stööinni i gang en gamla -töðin var ennbá óstarfhæf er blað- íð haföi samband viö fréttaritara blaösins á Akureyri, Herbert Guð- v’.ndsson, í gær. Hefur nú verið dregið úr raf- Framhald á bls. 10. Formaður síidarsaltonda: „Fráleitt, að iöggjafinn skipti sér af staðsetningu skrifstofunnar" Frumvarp lagt fram um aðsetur S'ildarútvegs- nefndar — Lokið endurskoðun 7 manna á lögum um útflutning sildarafurða — Við teljum þaö alveg frá- leitt, að löggjafinn blandi sér í þaö, hvar svona útflutningssam- tök hafi skrifstofur sínar, sagði Jón Þ. Ámason formaður Félags síldarsaltenda á Norður- og Aust urlandi í viötali við Vísi í gær. Fjórir þingmenn Norðlendinga hafa lagt fram á Alþingi laga- frumvarp, þar sem gert er ráö fyrir, að fest verði i iög, aö aðalskrifstofur Síldarútvegs- nefndar skuli vera á Siglufirði. Er þá kominn inn í þingsali á- greiningurinn um, hvort aöal- skrifstofur nefndarinnar skuii vera í Reykjavík, eöa í Siglu- firði. Sfldarútvegsnefnd hefur látiö frá sér heyra um málið og seg- ir f opinberri tilkynningu, aö hún hafi ákveöið aö verða við endurteknum óskum Félags síld- arsaltenda á Norður- og Austur- iandi um að aðalskrifstofur nefndarinnar fyrir það svæöi verði í Reykjavík, en tekur þó fram, aö skrifstofa nefndarinnar á Siglufirði verði starfrækt á- fram. Þingmennirnir fjórir segja í greinargerð, sem fylgir frum- varpi þeirra, að það muni mæl- ast illa fyrir á Norðurlandi, ef Síldarútvegsnefnd flytur aðal- skrifstofur sínar til Reykjavíkur þar sem öll sölustarfsemi henn- ar hefur farið fram um alllang- an tíma. Minna þingmennirnir á mótmæli Fjórðungsráðs Norð- lendinga, en þar er sagt, „að | þessi flutnihgur byggist ekki á I neinni sérstakri nauðsyn eða | nýjum viðhorfum“ heldur at- | höfn afla þeirra í þjóðfélaginu, „sem vilja draga allt vald til höfuðborgarinnar". „Okkur er það engin laun- ung,“ sagði Jón Þ. Ámason, for’ . FSNA, biaðinu í gær, „að við teljum þaö hafi skaðað okk- ur oft, að skrifstofa, sem skipu- leggur söltunina á Austurlandi, skuii hafa aðsetur á Siglufirði. Um það höfum við bæði gömui og ný dæmi. Framh. á 10. síðu. Æskulýðsmálin og heimilin efst á baugi — Rætt við séra Ragnar Fjalar Lárusson i efni skipunar hans til Hallgrimssóknar til- „Ég er giaður og ánægður, að þetta mál skuli vera farsællega komiö í höfn fyrir mig“, sagöi séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar- prestur í Sigiufirði, þegar biaöið hafði samband viö hann i gær, í tilefni þess, að hann hefur nú ver- iö skipaður til Hallgrímssóknar frá og með 1. janúar nk. Séra Ragnar Fjalar hlaut flest atkvæði við prestskosningarnar, eins og kunnugt er, rúm 800 at- kvæði. — Hvaö viljiö þér segja i tilefni þessarar skipunar, séra Ragnar 7* „Það er erfitt að svara fyrirvara- laust, en satt aö segja hefur mig fýst suður á bóginn". — Hvaöa verkefni eru yður efst í huga, er þér takið við störfum í Hallgrímssókn ? . „Ef ég á að geta þeirra verkefna, sem mér eru efst í huga, fljótt á lit- ið, vildi ég fyrst nefna æskulýðs- málin. Mig langar til aö hlynna að æskufólki og í öðru lagi vildi ég hafa sem bezt samband við heim- ilin í sókninni. Ég hugsa gott til aö flytja suður um nýárið og fá tækifæri til að leggja fram krafta mína til prests- verka i Hallgrímssókn, en veiting mín gildir frá 1. janúar nk. Aö lokum vil ég nota þetta tæki- færi til að þakka öllum þeim, sem studdu mig við kosningarnar og biö söfnuðinum og öðrum borgar- búum blessunar guðs og gleðilegr- ar jólahátíðar." Rússnesk bókasýning opnuð í gær — Verk Lenins gefin út i 331 millj. eintaka Sovétrikjunum siðan i októberbyltingunni ón eintaka á 93 tungum. Ef þetta er frátalið eru sígildu höfund Framhald á bls. 10. Verðlaun í jólagetraun VÍSIS: Hrærivélogryksuga Þriðji hluti hinnar skemmtilegu jólagetraunar Vfsis er á bls. 2 í dag, en alls munu 10 myndir birt- ast. — Þetta er getraun, sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í sér til ánægju, en tvenn myndarleg verðlaun veröa veitt, þegar búig er að draga úr réttum sendum úr- lausnum. — Geta hinir heppnu val- ið á milli, hvort þeir vilja Nilfisk- ryksugu eða Ballerup-hrærivél. Báðir þessir hlutir kosta 6000 kr. hver. Menn ættu að gæta þ'ess að klippa getraunina úr blaðinu dag- lega og geyma hana þar til allar tfu myndimar hafa birzt, en senda þá úrlausnirnar með nafni og heim- iiisfangi til Vfsis að Laugavegi 178 Vanti menn blað inn í, mun af greiðsla blaðsins að Hverfisgötu 5ö útvega það, sem vantar. Menntamálaráöherra opnaöi í gær rússneska bókasýningu 1 Boga sal Þjóðminjasafnsins, en hún er haldin í tiiefni hálfrar aldar af- mæiis október-byltingarinnar Sendiherra Sovétríkjanna, Vashnof flutti ávarp viö opnunina, en skömmu sföar var sýningin Spnuö , imenningi. Sýningin verður opin hvern dag kl. 14—22 til 20. des- ember. Á fundi sem forstöðumaður /ningarinnar, N. Sobétski, hélt með blaðamönnum fyrir opnun sýn ngarinnar, kom það fram að Sovét kin hafa með höndum eina mestu -ókaútgáfu í heimi, bæði að -ví er varðar bókafjölda og upplag áka Sobétski. sem er varafor- stjóri bókaforlagsins MIR, sem gef ur út erlendar bækur, sagði að mikil gróska væri nú í útgáfu þýddra bóka í Sovétríkjunum, og nefndi nokkra ísienzka höfunda, ■ sem hafa verið gefnir út á rúss-1 nesku. Þeir eru auk útgáfu íslend ! ingasagna: Laxness, Stefán Jónsson ; Gunnar Benediktsson, Sverrir Krist' jánsson, Einar Olgeirsson, Kristinn E. Andrésson, Jónas Árnason, Gunnar M. Magnúss, Jóhann Sigur jónsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Halldór Stefánsson og Brynjólfur Bjarnason. Flestar þessar bækur hafa komið út! í nokkurra tugþúsunda eintök- um, en bækur Laxness hafa flestar komið út i 100 — 150 þús. eintök- um. Nokkrar bókanna hafa verið gefnar út á öðrum tungumálum innan Sovétríkjanna, en rússnesku. Gefnar hafa verið út bækur á 141 tungumáli f Sovétríkjunum, en þar eru meðtalin 52 erlend tungu- mál. Vinsælasti höfundurinn í Sovét- ríkjunum, ef marka má fjölda út- gefinná eintaka, er Lenin. Verk hans hafa verið gefin út í 331 millj- Rætt um að byggja beitn- ingastöð fyrir Ifnuútgerðina Áætlað að stóðin myndi kosta rúmar 13 millj. kr. Fiskifélag íslands hefur látiö fara fram athugun varöandi hugsanlegar beitistöðvar. — En samkvæmt ósk Vélbátaútgeröar- nefndar, sem sett var á laggim- ar 1965 til þess að kanna af- komuhorfur smærri fiskiskip- anna skyldi sjávarútvegsmála- ráöuneytið hafa forustu um að tilraun yrði gerö meö slíkar beit ingastöðvar í tveim verstöövum, til þess aö fá úr þvi skorið, hvort ekki sé hægt aö lækka útgerðarkostnaðinn viö linuút- gerö og spara mannafla viö þess ar veiöar. Ráðuneytið fól Fiskifélaginu framkvæmd athugana og voru fengnir þrír menn, sem' vel þekkja til þessara mála, til þess að rannsaka tækni- og fjárhags- hlið slíks fyrirtækis. Voru það þeir Ásgrímur Pálsson útgerðar- maður, iKefíavfk, Eyjólfur Krist- insson skipstjóri, Keflavík og Loftur loftsson verkfræðingur, Reykjavík. Samkv. hugmyndum þeirra, var teiknuð upp beitingastöð, sem áætlað var að kostaði 13 m. 350 þús. kr. Nefndin taldi enga tæknilega örðugleika fyrir því, að slík stöð yröi reist og hún yrði til mikils hagræöis fyrir línuveiðar. Hins vegar yrði kostn aðarsamt að byggja hús yfir slíka stöð, og væri handhægara að fá til þessa eitthvað af þeim fiskhúsum sem standa auð. — Fiskimálasjóður hefur nú fengið álit þessarar nefndar til athug- unar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.