Vísir - 21.12.1967, Page 1

Vísir - 21.12.1967, Page 1
Hátt á þriðja hundrað Fyrir frumsýninguna á „Þrettándakvöldi": Ein helzta upplyfting borgar- búa á seinni árum í skammdeg- inu er að fara á frumsýningar | leikhúsanna um jólin. Er jafnan ['j mjög mikil aðsókn að frumsýn- , ingum og nú eru þegar komnir j hátt á þriöja hundrað manns á : biðlista fyrir frumsýningu Þjóð- j leikhússins á „Þrettándakvöldi" ; eftir Shakespeare, sem verður , á annan í jólum. Allir aukamið- 1 ar eru seldir, en fastir frum- ! sýningargestir vitja miða sinna á föstudag og laugardag og þeir- miðar sem ekki verða sóttir eru síðan seldir þeim sem eru á bið- lista. i Jólaveðrið hér verður að öllum líkindum í hlýrra lagi, — rauð jól, eins og það er kallað. Á myndinni er „jólastemmning“ frá ísrael. Þannig er jólaveðrið gjarnan þar í landi, en myndin var tekin fyrir 5 dögum á baðströnd í Tel Aviv. Fleiri myndir frá baðstrandarlífi í jólamánuði eru í MYNDSJÁ í dag, — bls. 10, en fréttamaður Vísis tók þær á ferðalagi um Landið helga. JOLASALAN MINNI EN I FYRRA Fólk kaupir ódýrari hluti Jólainnkaupin eru nú að ná hámarki. Ýmsum þykir verzl- unin að þessu sinni tregari en verið hefur fyrir jól. Jólaösin byrjaði miklu seinna en und- anfarin ár og fólk virðist miða innkaup sín við ódýr- ari hluti — og ef til vill nyt- samari en áður tíðkaðist. Vísir hringdi í nokkrar verzlanir í morgun til þess að forvitnast um jólasöluna og fékk þessi svör: Margrét Gunnarsdóttir verzl- unarstjóri í London dömudeild: Salan er minni en í fyrra og verzlunin rólegri. Fólk virðist vera miklu seinna á ferðinni með jólainnkaupin en áður, en þetta hefur verið að glæðast seinustu daga. Núna fer miklu meira af ódýrari hlutum en áð- ur og fólk virðist frekar kaupa nauðsynjavörur til jólagjafa, eins og til dæmis undirföt, tösk ur og því um líkt. .. Öm Ingólfsson í Liverpool: — Salan er svipuð að krónutölu. Við höfum kannski verið heppn- ir hérna. Annars segir það til sín að nóvembersalan var miklu meiri en venjulega vegna geng- isbreytingarinnar. Þess vegna var óvenju rólegur tími í verzl- unum fyrstu vikuna í desem- ber. Síðasta vika hefur hins veg ar veriö góð^og aðalösin er að sjálfsögðu eftir . Símon Símonarson, gullsmið- ur hjá Jóni Sigmundssyni: Salan er frekar minni en í fyrra og jólaösin seinna á ferð- inni. Annars hefur verið mikið að gera seinustu dagana, tals- vert keypt af skartgripum og öðru slíku til jólagjafa. Ingibjörg Kristjánsdóttir, verzl- unarstjóri hjá Pennanum, Hafn- arstræti: Salan er ósköp álíka og í fyrra, en þess ber þó að gæta að þá höfðum við aðra verzlun hér beint á móti rtieð hliðstæðar vörur, en núna ekki. Aðstaðan er allt önnur, Jólaös- in byrjaði eiginlega ekkert að ráði fyrr en 10.—12. desember og hefur verið ag aukast síðan. ’ Seinustu dagana hefur hún auk- ^ izt mjög mikið. Þórbergur og Hagalín fá heiðurslaun Síðasta verk þingmanna fyrir jólaleyfi var að afgreiða fjárlögin Bloðið í dag j 24 síðu IL fyrir árið 1968. Atkvæðagreiðslan stóö yfir á fjórðu klukkustund og sjötíu og þrisvar sinnum réttu þing menn upp hendurnar — með eða á móti tillögum. ALlar breytingatillögur meirihluta fjárveitinganefndar voru samþykkt- ar, en flestar aðrar felldar. Tillög- ur um, ag Þórbergur Þóróarson og Guðmundur G. Hagalín skyldu hljóta 100 þúsund króna heiðurs- laun listamanna, voru meðal þeirra, sem samþykktar voru og -ekki voru bomar fram af fjárveitinganefnd. Magnús Kjartansson og Pétur Bene- diktsson höfðu við 3. umræðu um fjárlögin lagt fram tillögu um að fella niður fjárveitingu til Hall- grimskirkju, en sú tillaga var felld. V „Bezta jólagjöfin sem Akureyri getur fengið' - sagðí bæjarstjórinn Bjarni Einarsson í viðtali við blaðið í morgun Þegar Vísir hafði tal af bæj- arstjóranum á Akureyri í morg- un og innti hann eftir þeim á- hrifum sem verkefni í sambandi við skipasmíði mundu hafa í för með sér, komi til þess, sagði hann m. a.: — Við vonumst til aö fá þessi verkefni, en höfum ekki fengiö staðfestingu um það opinberlega. Að sjálfsögöu mundi áhrifanna ekki gæta samstundis, en sé á lengri tíma litið mundi það hafa geysileg áhrif. Ég veit ekki hversu fljótir þeir yrðu í gang, en Slipp- stöðin hefur ekki sagt upp mann- skap ennþá. — Atvinnuhorfur i mundu sem- sagt batna að mun'? — ,'ið sjálfsögðu tekur ekki Slipp stöðin allt vinnuafl, en hún mundi þó sennilega bæta við sig mann- slcap kæmi þetta til framkvæmda. — Hefur verið mikið um atvinnu leysi á Akureyri í vetur? Skemmdarverk á Ægissíðu Fyrir ári voru settir upp fall- egir ljösastaurar viö Ægissíðu í Reykjavík. ’iú hafa einhverjir skemmdarvargar fundið síg knúna til að svala fýsn sinni á þessum staurum og skemmt jj fjölmarga þeirra allt frá Hofs- jj vallagötu að Fornhaga. Er þaö l furðulegt hve lángt menn geta gengið í athæfi sem þessu. og ennfremur hefur vantaö fólk til fiskvinnu en þaö fer ekki hver sem er í hana svo að fjölbreytni í atvinnulífinu er nauösynleg. Ef — í sumar sköpuöust nokkrir | tunnuverksmiðja rikisins fer ekki erfiðleikar hjá sumum fyrirtækj- J fljótlega í gang verður hópur um, en nokkuö rættist úr með manna af vinnu sem treysti á haustinu. Þess má geta aö niður- J vinnu við verksmiðjuna á þessum suðuverksmiðjan hefur veriö starf tíma. Tunnuverksmiöjurnar eru rækt með eðlilegum hætti, en þar tvær, hér og á Siglufiröi, en þar vinna 150 manns þegar bezt lætur I Framh. á bls. 8 ■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.