Vísir - 21.12.1967, Side 6
V1SIR . Fimmtudagur 21. desember 1967.
6
Utgefandi: Blaðaútgaran visrn
rramkvæmdastjóri: Dagur Jönasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoóarritstjóri: Axe) Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgti Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Clíarsson
Augiýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 llnur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakiö
Prentsudðjr Visis — Edda h.f.
Þáttaskil
^A.lþingi hefur veitt þingmönnum jólaleyfi. Að þessu ))
sinni verðúr það styttra en oft áður. Þingið mun koma lj
saman aftur 16. janúar 1968. Þetta jólaleyfi markar V
þáttaskil í þingstörfunum. Fyrri hluta þingsins er lok- ((
ið — síðari hlutinn eftir. i(
Líklega hafa fyrri hlutar þings hin síðari ár ekki lt
verið jafn viðburðaríkir og sá, sem nú var að ljúka. )/
Þetta var nýtt þing eftir almennar þingkosningar. Nýr )j
stjórnarsamningur milli fyrri stjórnarflokka var birt- ]
ur í upphafi þings. Sama stjórnarstefnan heldur áfram (
þriðja kjörtímabilið í röð. Það er algert einsdæmi í (
íslenzkri stjórnmálasögu. /
Árið 1967 gerbreytti atburðarásinni í málum at- (
vinnulífsins eftir áralanga framþróun. í stað vaxandi /
framleiðslu, aukinnar framleiðni og stöðugs hagvaxt- /
ar kom afturkippur. Útflutningsverðmæti féllu í verði, J
afli var tregari og torsóttari en áður, og sumir mark- ]
aðir lokuðust með öllu. (
En vel hafði verið að búið. Safnað hafði verið tvö- j
þúsund milljóna gjaldeyrisvarasjóði, ný framleiðslu- (
tæki keypt, nýr. fiskiskipafloti, nýjar vinnuvélar, ný (
véltækni tekin i þjónustu þjóðarinnar, landið ræktað /
og grætt. Þjóðin var því að ytri aðstæðum vel búin ;
undir erfiðleikana, en síður að hugarfari. Velgengni
undanfarinna ára hefur reynzt góðúr jarðvegur fyrir
kröfupólitík og jafnvel fyrirhyggjulausa eyðslusemi.
Samt er þjóðin ekki spilltari en svo að þessu leyti,
að hún er furðu drjúg að jafna sig. Auðvitað skamma /!
allir alla nema sjálfan sig, eins og oft vill brenna við.
En menn skyggnast um og huga að sér, þótt þeir séu
að skammast. Líklega verður dómur sögunnar sá, að
oft hafi íslendingum tekizt verr en nú að átta sig á
miklum straumhvörfum.
Með afgreiðslu fjárlaga og ýmissa gengislækkunar- ((
laga er lokið fyrra þætti þingsins. En hvað tekur við
eftir áramótin? Enn eru ekki komin fram áhrif geng-
islækkunarinnar nema að litlu leyti og enn er eftir að
f jalla um ýmis mál, sem eru tengd henni. Boðaðar hafa
verið tollalækkanir til að vega á móti gengislækkun-
inni. í þeim breytingum verður öðru fremur stefnt að
því að lækka neyzluvörur almennings, — innfluttar
vörur, sem eru almennar þarfir á hverju heimili.
Síðan má búast við margþættri löggjöf til almennra
umbóta, sem orðið hefur að bíða í ölduróti haust-
pmgsins.
En víst er, að þáttaskil eru á þingstörfunum. Annar
svipur verður á síðari hluta þingstarfanna. M jgin-
máli skiptir, að þau stuðli að öryggi og festu í fram- V
þróun íslenzku þjóðarinnar. ((
Listir-Bækur-Menningarmál
Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni:
Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson:
HORFIN TÍÐ
— lslenzkir örlagaþættir.
Fomi — Reykjavík, 1967.
Félagsprentsmiðjan hf. —
256 bls. — Myndir.
Tjetta er fjórða bókin 1 flokkn-
um íslenzkir örlagaþættir.
sem þeir Sverrir Kristjánsson
og Tómas Guðmundsson rita.
Einhverja hef ég heyrt ympra
á því, aö slíkum ritsnillingum,
sem þessir höfundar eru, sómi
vart að rita bækur eins og
þessa þætti, um liöna tíö, sem
séu þó hvorki skáldskapur né
sagnfræði. En fengur er aö öllu,
sem vel er ritað, hverju nafni
sem þaö nefnist. Vitaskuld má
ekki fara meö staðleysur. þegar
ritað er um fyrri tíma, og það
gera þessir þættir vissulega
ekki. En hvað er það þá, sem
skilur þá frá sagnfræði? Ekki
annað en það, að höfundamir
blása lífi í frásögnina meö hug-
kvæmni sinni, draga kannski
upp myndir af atburöum, sem
ekki er alveg vlst, að gerzt hafi
í veruleikanum nákvæmlega á
þann hátt, kveöa ef til vill upp
lítilvæga dóma án þess aö rök-
styöja þá, og vitna ekki alltaf
í heimildir. Annars er athyglis-
vert, að sagnfræöingurinn er of-
urlítið gjamari til fullyrðinga
en skáldið, sem ég fæ ekki bet-
ur séö, en sé mjög varfærið i
öllu slíku.
Af hinum 7 þáttum í þessari
bók hefur Sverrir Kristjánsson
ritað 4, en Tómas Guðmunds-
son 3. Þættir hins fyrmefnda
heita: Prestssonurinn frá Ball-
ará, um Torfa Eggerz, skamm-
lífan íslenzkan stúdent í Kaup-
mannahöfn, samtíðarmann Jón-
asar Hallgrímssonar; Köld em
ómagans kjör, um lítinn niður-
setning, sem lifði ekki af illa
Alþingi í aldarspegli. Þátturinn
um Torfa er þessi venjulega frá
sögn um drykkjuskap, van-
heilsu og skammlífi íslenzkra
stúdenta í Höfn á 19. öld, sem
klifað hefur verið á meö kyn-
sjúkdómagetgátum og tilheyr-
andi, allt frá því atburðimir
gerðust og eyrun hér heima
hafa löngúm veriö helzt til op-
in fyrir. Öðru máli gegnir um
næsta þátt um Iitla drenginn
Pál Júlíus Pálsson. Er sú saga,
eins og hún er rituð hér, ein
nístandi kvalastuna allra þeirra
illa höldnu bama, sem sagt gátu
með sanni á dauöastundinni:
Sjúkur var ég, og þér vitjuðuð
mfn ekki.
Bóndinn á Eyri er mestur
þátta Sverris Kristjánssonar,
mikil mannlýsing á skopskyggn-
um athafnamanni, sem vel hefði
getað blásið Einari Benedikts-
syni í brjóst hugmyndinni: Vort
heimslíf er tafl fyrir glöggeyg-
an gest,/þar sem gæfan er ráð-
in, ef leikurinn sést... Þessi
maður liföi ævintýriö þrátt fyr-
ir meira en lítið óhentugar aö-
stæöur, setti síöan allt í áhætt-
una háaldraður, nema sjálfan
sig og kotið, þar sem ævintýr-
ið hófst — og glataöi öllu nema
þessu tvennu. Ekki skal ég
leggja dóm á, hversu nálægt
þessi lýsing fer hinum raun-
verulega Þorvaldi á Þorvalds-
eyri, en greinilegt er, aö við-
fangsefnið hrífur höfundinn.
Tómas Guðmundsson er var-
færinn. Og stórbóndinn, sem
hann ritar um, Þorleifur á Há-
eyri, var líka varfæmari en
Þorvaldur á Þorvaldseyri. En
hann var líka stórgáfaður og
átti geysiörðuga æsku. Átakan-
leg er frásögnin af því, þegar
hinn snauöi unglingur gengur
í örvilnan sinni og tötrum tii
Reykjavíkur með bæn á vörum
um þaö, aö einhver styddi hann
menntaveginn. Vitaskuld synj-
aöi höfuðstaðurinn svo skítug-
um tðtrastrák. En Þorleifur Kol-
beinsson gafst ekki upp fremur
en Edison. Hann „leysti hnút-
inn, en skar hann ekki“, sagði
hann sjálfur viö manninn, sem
var aö skera böndin af bögg-
um sínum og spurði Þorleif,
hvemig á því stæöi, að hann
hefði efnazt svona vel.
Listrænasti þáttur bókarinn-
ar er Hörpusveinn frá horfinni
tíð. Ingimundur, þessi einkenni-
legi fiðlungur, sem ritaði kver-
ið Huldudrenginn og Tómas
Guömundsson byggir frásögn
sfna aö nokkru leyti á, varö
reyndar aldrei annaö en lodd-
ari, ef til vill af því að hann
fæddist 12 árum of snemma.
Bróðir hans, heimskunnur mál-
ari, var 12 árum yngri, en þessi
stutti tími skipaöi þeim þó „sitt
hvorum megin við aldahvörf",
eins og höfundurinn kemst aö
oröi. Saga þessa manns var alls
ekki fátíð saga fyrrum í þessu
landi, en eins og hún kemur
úr penna Tómasar Guðmunds-
sonar veröur hún einstæð.
Vel má vera, að höfundar
þessarar bókar gefi hugmynda-
fluginu eitthvað lausan taum-
inn í þessum þáttum. En ailt
sem máli skiptir þar eru stað-
reyndir — og þættir þeirra
verða lesnir og munaöir, svo er
ritsnilld þeirra og hugkvæmni
fyrir aö þakka.-'Og er ekki aö-
alatriðið, að það sem skrifað
er, sé lesið, þ. e. a. s. ef það
er vænlegt til aukins fróðleiks
og víðsýni. Og það eru þessir
þættir Sverris Kristjánssonar
og Tómasar Guðmundssonar
fortakslaust.
Orðaspilið (stafaspil)
Uppfinning S. K. Linnets loftskeytamanns
meðferð; Bóndinn á Eyri, um
Þorvald á Þorvaldseyri, og Al-
þingi í aldarspegli, stutt yfir-
lit yfir nokkur sakamál á Al-
þingi á 16. og 17. öld.
Þættir Tómasar Guðmunds-
sonar heita: Friöþæging, um
Agnesi og Friörik. aðdraganda
morösins, morðið sjálft og af-
tökuna, en þó einkum hinn
heimsfræga, en ekki einstæða
þátt, sem við þá sögu bættist
100 árum eftir aftökuna; Hann
leysti hnútinn, um Þorleif Kol-
beinsson á Háeyri, og Hörpu-
sveinn frá horfinni tíö, um Ingi-
mund Sveinsson, bróður Jó-
hannesar Kjarvals.
Þættimir em misjafnir, og
ræður þar efnið mestu um. Lít-
ið athyglisvert finn ég t. d. í
þáttunum um Torfa Eggerz og
S. K. Linnet loftskeytamaður
hefur fundið upp orðaspil (stafa-
spil), sem er nýkomið út, og
hefir hann sótt um einkaleyfi á
þessari uppfinningu sinni.
Orðaspilið er keppnisleikur
heppni og þekkingar, segir Linn-
et í inngangi að leikreglum, og
skemmtun fyrir unga og gainla.
Til þess að spila það, eru notuö
sérstaklega gerg spil — stafa-
spil — og keppa þátttakendur
um að fá sem flest stig, sam-
kvæmt reglum þeim, er fylgja
og stigatöflum, en þau fást með
því að mynda sem flest og
lengst orð úr þeim spilum, sem
hver hefir yfir að ráða. Stafa-
spilin eru meö bókstöfum hinna
ýmsu stafrófa, svo sem hinu
latneska, gríska, hebreska, arab-
íska, rússneska o. s. frv.
Þátttakendur geta verið tveir
eða fleiri og keppir hver fyrir
sjálfan sig. Hver og einn hiýtur
stig samkvæmt stigatöflunum.
Tveir og tveir geta spilað sam-
an sem félagar og eru stig þeirra
þá lö.gö saman sem ein heild.
Mjög greinargóðar nánar'
skýringar fylgja. Orðaspilig er
til þess fallið að auka þros)-a og
þekkingu keppenda — og ekki
er að efa, að það er ágæt dægra
\ stytting.