Vísir - 06.01.1968, Síða 2
2
V1SIR. Laugardagur 6. janúar 1968
TÁNINGA-
SÍÐAN
BRIAN JONES slapp við fang-
elsishegningu, en varð að lofa
dómaranum því að fara á fund
Brian Jones, hinn 25 ára gamli
gítarleikari „Rolling Stones". á
ekki í vændum að sitja innan
veggja fangelsisins næstu níu
mánuði eins og við hafði verið
búizt og reyndar næstum fullá-
kveðið með dómi. Þann 13. des-
ember s.l. hnekkti áfrýjunardóm
stóll í Lundúnum fangelsishegn
ingunni í 140.000 króna sekt, en
auk þess varð Brian Jones að
lofa dómaranum því, að fara
strax á fund geðlækns —
þess bezta I London — í Harley
Street.
Læknisvottorð, sem lagt var
fram við réttarhöldin, bar með
sér, að Brian Jones hafi verið
í misvægi meðan hann reykti
„hash“. „Nú er hann hættur að
neyta eiturefna", segir í yfirlýs
ingunni.
31. október var Brian Jones
dæmdur til 9 mánaða fangelsis
vistar af sakamáladómstólnum 1
Lundúnum fyrir að hafa reykt
„hash“ og leyfa notkun þess inn
an veggja híbýla sinna. Hann á-
frýjaði dómnum strax.
Meðan réttarhöldin stóðu yfir,
þann 13. desember, voru öll á-
heyrendasætin í réttarsalnum
skipuð hárprúðum ungmennum
beggja bynja, sem gáfu frá
sér gleðióp um leið og dómsúr-
skurður var upp kveðinn.
Dómarinn, Lord Parker, tók
það skýrt fram, að ekki væri
hægt að dæma þekkta og eða
vinsæla persónu harðara fyrir
misnotkun deyfandi lyfja, en
hinn almenna borgara. Undirrétt
ur hafði álitið hið gagnstæða.
Og það var rökstuðningurinn fyr
ir hinni löngu fangelsishegningu
er rétturinn dæmdi Jones í, en
sem svo var virt að vettugi.
er hann klæddur sauðskinnspels.
GAUTAR með
nýja plötu
Það er víst liðinn tæpur ald
arfjórðungur siðan tveir bræður
I Skagafirði eignuðust sín fyrstu
hljóðfæri. Það voru harmonikk-
ur og þóttu heilmikil hljóðfæri
í þann tíð. Piltamir vom á ferm
ingaraldri, hétu Guðmundur og
Þórhallur, vora Þorlákssynir og
áttu heima að Gautlöndum.
Innan fárra ára voru þeir
orðnir þekktir um allt Norður-
iand, og léku þar fyrir dansi
við miklar vinsældir. Voru þeir
kallaðir Gautlandsbræður.
Árin liðu og bræðumir flutt
ust til Siglufjarðar. Þeir eignuð-
ust fleiri hljóðfæri og þeim bætt
ust fleiri liðsmenn.
En þegar meðlimir hljómsveit
arinnar voru orðnir fjórir, og
bræðumir frá Gautlöndum því
aðeins helmingur hennar, gat
hún ekki lengur borið nafnið
Gautlandsbræður. Var því horfið
að því ráði að stytta það niður
í Gautar og hefur hljómsveit-
in haldið því nafni síðan.
Nú era Gautarnir orðnir sex
talsins. Auk Gautlandsbræðr-
anna tveggja eru í hljómsveit-
inni trommuleikarinn Jónmund-
ur Hilmarsson, söngvarinn Bald
vin Júlíusson, gítarleikarinn Ell-
as Þorvaldsson og slðast en ekki
sízt Geirharður Valtýsson, en
uppáhaldshljóðfæri hans er
trompet. Vakti trompetleikur.
hans mikla athygli I lögum þeim
sem karlakórinn Vísir söng inn
á hljómplötur á árinu 1966 og '
notið hafa mikilla vinsælda. '
Gautar sáu um undirleik með
kórnum, en nú lltur fyrsta plata
þessarar vinsælu hljómsveitar
dagsins ljós. Geirharður Valtýs
son hefur útsett öll lögin og ’
samið eitt þeirra sjálfur, en
reynt hefur verið að hafa þau
sem fjölbreyttust,
Gautamir hafa átt miklum vin-
sældum að fagna norðan lands
og austan, þar sem þeir hafa
leikið fyrir dansi á undanföm-
um árum, og án efa á þessi
hljómplata eftir að gera þá vin
sæla um land allt.
Á hljómplötu þessari eru fjög
ur lög. Þau eru: „Kysstu mig“,
„öldur rlsa“. „Okkar dans“
og „Tvlfarinn". '
Dólgsleg framkoma
„The Move44 í
Kaupmannahöfn
Meðlimir brezku bítlahljóm-
sveitarinnar „The Move“ komu
ekki fram sem prúömenni I
hljómleikasal Tívolís I Kaup-
mannahöfn I miðjum desember
mánuði síðast liðnum. Eins og á
ákveðnu augnabliki þeyttu hinir
fimm meðlimir hljómsveitarinn-
ar öllum hljóðfærum sínum fram
af sviðinu og niður á gólf eftir
stundarfjórðungs leik, bölvuöu há
stöfum og yfirgáfu sviðið. Létu
þeir ekki sjá sig meir, heldur
söfnuðu saman pjönkum sínum
og gengu út I náttmyrkur Kaup
mannahafnar.
Rökfærsla þeirra fyrir aðgerð-
um sínum var, að söngkerfið hafi
ekki verið nógu gott. En 'samdæg
urs höfðu þeir verið á æfingu í
hljómleikasalnum, og hefðu þeir
átt að vita ásigkomulag þess. Án
þess að ræða galla kerfisins, ef
þeir hafa þá nokkrir verið, fóru
fimmenningamir að æfingu lok-
inni í næsta veitingahús og sett-
ust að snæðingi. Og um kvöldiö
voru þeir mættir hálftíma áður
en hljómleikarnir áttu að hefjast.
„The Move“ gerðu enga tilraun
til að laga títt nefnt söngkerfi.
Þess I stað mölduðu'þeir ófeimn-
ir I móinn yfir kringumstæðun-
um, og létu I það skína, að þeir
myndu aldrei aftur til landsins
koma.
„Þess þurfa þeir heldur ekki“,
sagði Knud Thorbjömsen, skipu
lagsstjóri hljómleika þeirra I Dan
mörku. „Þeir fá hér aldrei at-
vinnuleyfi framar. Greiðsluna
geta þeir ekki gert sér vonir um
að fá. Ég hef einnig sagt þeim,
að þsir þurfi ekki að koma fram
á hljómleikunum I Stokkhólmi á
þriðjudagskvöldið (21. des.), eins
og um hafði verið samið“.
Eins og plástur á sárið brá
norska hljómsveitin „The Van-
guards" sér, sem þá var til staðar
inn á sviðið og veitti áheyrend-
um hálftíma ánægju, og var fram
koma þeirra eJns og bezt verður
á kosið. Miklu betri en sú, sern
„The Move“ hafði sýnt af sér I
KaupmannahÖfn.