Vísir - 06.01.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 06.01.1968, Blaðsíða 4
 ÓVENJULEGUR UPPELDISBRÓÐIR David litli Cawley eignaðist á eins árs afmælisdegi sínum nýjan uppeldisbróður, sem er dálítið frá brugðinn öðrum uppeldisbræðr- um, svona eftir því sem gerist og gengur. Þeir eru ekki margir eins árs gamlir peyjar, sem geta stát- að af því, að feður þeirra ali upp ljónsunga — raunverulegan ljóns- unga. En það getur sem sagt David, þvl faðir hans kom með inn á heimilið á afmælisdaginn hans lít- inn ljónsunga, fjögurra vikna gamlan, og ætlar sér nú með að- stoð Davids að. ala hann upp. Davíð og pabbi hans komu sér saman um aö kalía ungann Skúrk. Þaö er að ségja pabbi tók ákvörð unina, en Dávíð samsinnti með því að kinka kolli. Skúrkur fæddist í ljónagaröin- um í Witlshire um leið og systir hans, sem kölluð er Twiggy, en móðir þeirra vildi ekkert með þau hafa og varö því að taka þau frá henni. Þeim var komið fyrir hjá góöu fólki 02 Skúrkur hafnaði hjá David. leínmy Steele oftur fram é sjónarsviðið Rokksöngvarinn orðinn kvikmyndaleikari og fer með aðalhlutverk í dansmyndum Tommy Steele, sjómaðurinn, sem á sínum tíma komst næst Elvis Presley á stjömuhimninum, en ur hefur ekki alveg fallið í skugg- hefur aldrei alveg fallið í skugg- ann. Þótt dægurlagasöngur hans hyrfi af vinsældalistunum lagöi hann ekki árar í bát, heldur tók sér annað £ skemmtanalífinu fyr ir hendur. Hann lagði stund á dans og kom fram með sjálfstæða þætti í brezka sjónvarpinu og þótti um tíma vinsæl sjónvarpsstjama. Einnig lék hann um tíma í kvik- myndum, tveimur eða fleiri og nú hefur hann fengið aðalhlutverkið í nýrri mynd, sem Englendingar em að koma með fram á sjónar- sviðið. Sú kvu heita „Half a Six- pence“, sem gæti útlagzt á ís- lenzku ef gengisskráningin væri notuð frjálslega, „Hálfur sexeyr- ingur“. Þetta er söng- og dans- mynd, þar sem mikið kemur til kasta aðalleikarans og er í því frá brugðin fyrri myndum hans. „Hálfur sexeyringur" hefur ver- ið settur á svið í Old Vic í London og naut geysivinsælda, einnig á Broadway. Tommy Steele fór með aðalhlutverkið, þegar stykkið var sýnt I Old Vic, og eftir gagnrýni blaöa að dæma, fór hann bara þokkalega með hlut- verk sitt. Leikstjóri kvikmyndrinnar er George Sidney, sem hlotið hefur góðan orðstír fyrir stjórn sína á kvkmyndunum „Anne get your gun“, „Show boat“ og „Kiss me Kate“. Með Skúrki og David tókust góð kynni og Skúrki er velkomið að nota rúmið hans Davids, þegar honum þykir henta, ep_... Það er ekki svo að skilja, að Tommy sé einn á tjaldinu mestan tfmann. Þvert á móti, — honum til að- stoöar margar fagrar meyjar. ... þó eru honum ekki allir hlutir frjálsir. „Ætlarðu að klára álveg úr pelanum mínumjt Skúrkur?“ Að vísu er David ekki orðinn talandi ennþá, en þetta er áreiðanlega það, sem hann vildi sagt hafá. Kuldinn og fólkið Við höfum haft óvenjulega mikil kuldaköst að undanförnu, en þó vart meiri en búast má við öðru hvoru i okkar kalda landi. En það sýnir sig, þegar kuldinn hefir orðiö hvað mest- tir, að hvorki við sjálf eða þær kringumstæður, sem við búum við, eru miðaðar við það, að kuldinn verði sérlega mikill. T. d. er hitaveitan, sem sjá á í- búum mikils hluta Reykjavikuru fyrir hita ekki byggð fyrir meiri kulda en 6—8 gráður. Ef kuld- inn verður meiri skanast slíkt neyðarástand, að kennsla fellur niður í skólum og konur með komaböm verða að flýja hús sín á náðir vina og kunningja, sem búa vlð olíukyndingu eða kol, en með þeim gömlu, frum- stæðu kyndingaraðfcrðum má þó kynda cftir aðstæðum og þörfum. Reykjavík og íbúar hennar eru einnig að mörgu leyti, eins og borgin standi við strendur Miöjarðarhafsins. Litið t. d. á að það getur alls ekki gengiö eðlilega vegna kuldans, heldur hoppar eða skáskælist áfram á milli húsa, miöur sín af kulda. Það er ekkert vit i þessu. Þessi siður að búa sig illa, siður getur líka haft alvarlegar aflelðingar. T. d. geisar nú svo- kölluð Asíu-inflúensa suður á Bretlandseyjum og ætla má. að mótstaðan verði ekki mikil hjá okkur þessu skjálfandi fólki hér S&íffuto&iGöúi klæðaburð fólksins. Það er alls ekki hægt að gleypa viö yfir- hafnatízkum sunnan úr löndum. Við verðum að taka tillit til þess, hvar á hnettinum við er- um, en á köldum dögum sér mjög á, að fólk er mjög illa klætt, sérstaklega kvenfólkið. Fólk er svo illa klætt stundum, er þó hvað alvarlegastur meðal táninganna, en hjá beim má meðal arinars helzt ekki setja upp höfuðfat, og hjá piltum þyk ir ekki karlmannlegt að vera i síðri brók. Sá siður að klæða sig illa er þjóðarlöstur eins og er, og hann hvimleiður og slæmur. Og þessi norður á hjara, sem ekki kann að búa sig eftir aðstæðum. Spurningin er, hvort ekki þarf að kenna fólkinu betri siði að þessu leyti, fyrst»það sýnir sig, að fólk gætir. þess ekki að klacða sig nóg sjálft. Við höfum embætti borgarlæknis, en hann sér um heilbrigðismál borgar- búa. Þáð er spuming, hvort Jð'ri Sigurðsson borgarlæknir ættf! ' ekki að færa fólk i allan sann- leika um nauðsyn þess, að klæðaburður sé eftir að-, stæðum, Þegar veðurfar er kalt í marga daga samfleytt og hí- býli fjölda fólks eru svo köld, að fólk hefst þar ekki við. Er ekki kominn timi til að skera upp herör, með Jón Sigurðsson borgarlækni i broddi fylkingar, gegn fáránlegum klæðaburði, þegar frostin eru hvað mest. Það hlýtur rið vera fjarri lagl aö bjóða heiiþ pestum og fárl, vegna klæðlevsis, þegar við höf- um alla möguleika á að búa okkur betur, þó það stingi í stúf við ríkjandi tízkur og venj ur i augnablikinu. Það hlýtur að henta að breytá tizkunni eftir þörfum að þessu leýtimi. Þrándur í Götu. »••••••••••••••••••«••••»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.