Vísir - 17.01.1968, Side 2

Vísir - 17.01.1968, Side 2
2 V í S IR . Miðvikudagúr 17. janúar 1968. „16 metra kvartett" i kúluvarpi næsta sumar? .Fordæmi Guðmundar varð til þess að ég fór að æfa aftur' :: ■ . ■ — segir Jón Pétursson, sem hefur náð góðum árangri i kúluvarpi Kúluvarpið er stöðugt sú grein í frjálsum íþróttum, sem mesta athygli vekur hér. Raunar er ekki ósennilegt að næsta sumar verði hér fjórir kúluvarparar með yfir 16 metra köst, þeir Guðmundur Hermannsson, Erlendur Valdi marsson, Arnar Guðmundsson og Jón Pétursson, sem skaut skyndilega upp á innanhússmóti nýlega með ágætan árang- ur. — Ég hef vérið að æfa lyft- ingar í vetur með lyftingamönn- um í Ármanni, sagði Jón í stuttu spjalli í gær, en Jón var á árum áður bezti hástökkvar- inn okkar og átti Islandsmetið um skeið, en sneri sér síðan að kastgreinum, en hætti í nokkur ár keppni þar til nú. Jón kvað aðspurður rétt til- getið að hann hafi orðið fyrir áhrifum frá Guðmundi Her- mannssyni, afrek hans á íþrótta sviðinu hefðu orðið sér sú hvatning til að byrja aftur, sem til þurfti. — Nú þarf engar hallir eöa dýra þjálfara lengur, sagði Jón. Við æfum lyftingar í skúr við Ármannsheimilið. Og nú er greinilegt að Jón Pétursson verður næsti 16 metra maður hjá okkur og ó- mögulegt aö segja fyrir hve langt hann fer í kúluvarpinu. Alla vega verður gaman að fylgjast með þessari grein næsta sumar. Á mótinu á laugardag- inn í Laugardalshöllinni urðu þessi úrslit helzt: 2X40 m. hlaup kvenna: 1. Ingunn Vilhjálmsdóttir I’.R. 12,5 sek. 2. Sigrún Sæmundsdóttir H. S. Þ. 12,6 sek. 3. Ragnhildur Jónsdóttir I.R. 13,1 sek. Hástökk kvcnna: Sigrún Sæmundsdóttir H.S.Þ. jafnaði sitt eigið met sem hún setti rétt fyrir jólin og stökk 1,45 m. og einnig Ingunn Vil- hjálmsdóttir en hún er aðeins 14 ára gömul og mjög efnileg. 1. Sigrún Sæmundsdóttir H. S. Þ. 1,45 m. 2. Ingunn Vilhjálmsdóttir l.R. 1,45 m. 3. Svanborg Siggeirsdóttir H. S. K. 1,35 m. Kúluvarp karla var gott og vörpuðu nú í fyrsta sinn þrír íslendingar yfir 15 m í kúlu- / varpi innanhúss. 1. Guðmundur Hermannsson K.R. 16,80 m. 2. Erlendur Valdimarsson Í.R. 15,67 m. 3. Jón Pétursson Ej.S.H. 15,16 3X40 m. hlaup karla: 1. Valbjörn Þorláksson K.R. 5,1 + 5, 3 + 5,2 = 15,6 sek. 2. Bjarni Stefánsson K.R. ung- ur og efnilegur spretthlaupari keppti í fyrsta sinn á / móti og náöi mjög góðum árangri og varð Valbjörn að hafa sig ailan viö til þess að geta sigrað hann, náði hann eftirfarandi tímum: 5,3 + 5, 2 + 5,3 = 15,8 sek. 3. Þórarinn Arnórsson I.R. 5,3 + 5, 5 + 5,4 = 16,1 sek. Hástökk karla: 1. Jón Þ. Ólafsson Í.R. 1,96 m. 2. Erlendur Valdimarssson Í.R. 1,80 m. 3. Valbjörn Þorláksson K.R. l, 75 m. ) / > 'i ’B ■ U J, i'\ i iUítól-1 ríT98 Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson K.R. 4,20 m. 2. Hreiðar Júlíusson Í.R. 3,60 m. 3. Þórólfur Þórlindsson 3,21 m. Jón Pétursson — fór að fordæmi Guðmundar. Nýja íþróttahúsií hjá KR í gagnið fyrir 70 ára afmæSð? Aðalfundur Knattspymufé lags Reykjavíkur var hald- in í íþróttahúsi félagsins mánudaginn 11. des. sl. For maður KR, Einar Sæmunds son, setti fundinn og skip- aði Sigurð Halldórsson fundarstjóra en Gunnar Felixsson fundarritara. Áður en gengiö var til dagskrár minntist formaður þriggja félaga, er látizt höfðu á árinu: Þorsteins Daníelssonar, Grétars Björnssonar og Benedikts Jakobssonar. Heiðr- uöu fundarmenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Gunnar Sigurðsson flutti skýrslu Ómur skemmfir á fundi IR-ingu Frjálsíþróttadeild I.R. heldur skemmtifund í félagsheimili sínu við Túngötu annaö kvöld kl. 20.00. Ýmislegt verður til skemmtunar, ;.d. mun Ómar Ragnarsson skemmta, kvikmyndasýriing og af- hent verða verðlaun í happdrætt- inu. aðalstjórnar, Þorgeir Sigurðsson las reikninga félagsins og Sveinn Björnsson skýrslu og reikninga hússtjórnar. I skýrslu hússtjórnar kom m. a. fram, að hafnar eru nú umfangs- miklar framkvæmdir á vegum KR. Þá þar fyrst nefna byggingu nýs íþróttahúss, helmingi stærra en það, sem fyrir er. Á sl. ári fékk KR verulega stækkun á landrými sínu. Er í ráði aö girða íþrótta- svæðið í vor og lagfæra gras- og malarvelli. Lýsingu hefur verið kornið upp á malarvelli, og var kveikt á henni í fyrsta sinn kvöld- ið, sem aöalfundurinn fór fram. Þá hafa verið gerðar ýmsar lagfær- ingar á félagsheimilinu. Sjálfboða- liðsvinna hefur veriö mikil á fé- lagssvæðinu i haust: 536% klst., sem metnar eru á ca. 40 þús. kr. Þakkaði Sveinn Björnsson ölium þeim, _r tekiö hefðu þátt í þessu starfi, og lét i ljós þá von, að eftir 15 mánuði, á 70 ára afmæli KR, yrði hið nýja íþróttahús komið í notkun, a.m.k. að einhverju leyti, því að þörfin fyrir það væri brýn. Aöalstjórn KR hélt 11 bókaöa stjórnarfundi á árinu, auk 4 for- mannafunda. Fastanefndir störfuöu eins og áður: Hússtjórn og rekstr- nefnd skíðaskála og skíðalyftu. Út kom KR-blað á árinu, skemmtilegt og vandað, árshátíð var haldin að venju. Sumarbústaðastarfsemin hélt áfram sl. sumar í skíðaskálan- um í Skálafelli, og komust miklu færri Lörn að en vildu. Hannes Ingibergsson og frú sáu um sum- arbúðimar eins og undanfariö, Úr skýrslum deilda: Badmintondeild: 16 KR-ingar tóku þátt í íslands- og Reykjavík- urmótum. Á íslandsmótinu sigraði KR í öllum greinum 1. flokks, en í meistaraflokki voru KR-ingar í úrslitum í einliða- og tvíliöaleik Framhald á bls. 10. Ljósm. á KR-svæöínu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.