Vísir - 17.01.1968, Side 8
s
VI S IR . Miðvikudagur 17. janúar 1968.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf. \
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson /
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson )
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson (
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson /
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson \
AugJýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 (
AfgLeiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660 )
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) (
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands /
í lausasölu kr. 7.00 eintakiö • \
Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. I!
Hver verður næsfur? (
Xöluverður hluti bókmennta hvers árs á íslandi felur )
í sér gagnrýni, — gagnrýni á þjóðskipulag, lífsvenjur )
og stjórnmál hér á landi. Þetta álíta allir sjálfsagt. )
Enginn lítur á þessa gagnrýni sem móðgun við ísland. (
Þessi gagnrýni er talin eðlilegur liður í framkvæmd (
lýðræðisins. Hún er hluti af lýðræðisskipaninni. Hún /
styður viðgang þeirrar skipunar með því að endur- ))
nýja hana stöðugt. Menn eru yfirleitt sammála um, að ))
gagnrýnibókmenntir styðji lýðræðið í landinu. Og l1
menn mundu almennt hlæja, ef einhver vildi láta /
kveða þessa gagnrýni niður. /
í Sovétríkjunum er annað uppi á teningnum. Þar )
ríkir þjóðfélagskerfi, sem þolir ekki gagnrýni, því að \
gagnrýnin mundi leiða til afnáms kerfisins. Raunar \
eru Sovétríkin nú á skipulegu undanhaldi frá alræðis- (
kerfi sínu. Þar hefur ekki verið hægt að útiloka alla /
gagnrýni frekar en annars staðar. Gagnrýnin hefur /
smám saman dregið úr hörku skipulagsins, svo mjög, )
að bjartsýnir menn þora að vona, að Sovétmenn inn- \
leiði hjá sér lýðræði eftir nokkra áratugi. \
En yfirvöld Sovétríkjanna reyna eftir beztu getu að (
hægja á þessari þróun og stöðva hana, eftir því sem /
hægt er. Því er gagnrýni enn svo illa séð þar í landi, /
að hún er talin vera landráð. Það er nú að verða ár- )
legur viðburður, að sovézkir rithöfundar séu dæmdir \
í nokkurra ára þrælkunarvinnu fyrir að segja sann- (
leikann. Nú fyrir nokkrum dögum voru þrír rithöf- (
undar dæmdir, og hafa þeir dómar vakið verðskuld- /
aða athygli. /
Sovétmenn hafa siðazt töluvert á undanförnum ár- )
um og virðist dauðarefsing vera úr sögunni. Að því )
frátöldu er umburðarleysið þar eystra ekki minna en /
þegar það var mest á miðöldum. Þá hefðu skáldin )
komizt upp með að segja hluti, sem nú er dæmt fyrir \
í Sovétríkjunum. í gamla daga voru valdhafar ekki \
eips nákvæmir við að hundelta sannleikann og vald- (
hafar alræðisríkjanna eru í dag. /
Með hliðsjón af þessum dapurlegu staðreyndum er )
eðlilegt, að menn efist um, að mannkynið hafi gengið )
götuna fram eftir veg á undanförnum öldum. Mikill \
hluti jarðarbúa býr nú við þjóðskipulag alræðis, valds- í
hyggju og umburðarleysis, þar sem kommúnisminn )
er. Og þetta skipulag er tiltölulega nýtt af nálinni eins \
og fasisminn og nazisminn, rúmlega fimmtíu ára. En \
slík svartsýni er ástæðulaus, í ljósi þeirrar staðreynd- (
ar, að þetta kerfi er smám saman að leysast upp inn- /
an frá. /
Nýtt máltæki segir, að bágt eigi það þjóðfélag, sem )
þurfi á hetjum að halda. Það er rétt að minnast þessa, ))
vegna þeirra hetja, sem hafa ótrauðar barizt fyrir \
sannleikanum í Sovétríkjunum, þrátt fyrir alla áhættu, (
— menn eins og dr. Litvinof og Ginsburg. Alltaf rísa /
upp nýir og nýir menn í stað þeirra, sem lokaðir eru /
inni í þrælabúðum og geðveikrahælum. Samt vita þeir, )
að þeir eru næstir í röðinni. )
Vietnam tefSir ekki öryggi
Bandaríkjanna í neina hættis
Alit fyrrverandi bandarísks hershöfðin^ja
Suöur-víetnamskir hermenn virða fyrir sér herteknar eldflaug-
ar, sem Víetcongliðar höfðu fengið frá Kína.
‘C'yrrverandi bandarfskur hers-
höfðingi í landgönguliði flot-
ans, Samuel B. Griffith, hefur
látið í ljós þá skoðun, aö það
sé á misskilningi byggt, að Víet-
nam sé Bandaríkjunum mikil-
vægt öryggis þeirra vegna. Á
Griffith er litið sem sérfræöing
um mál Kína og segist hann
fullviss um, að valdhafamir séu
í hæsta máta ánægðir með, að
Bandaríkin séu „föst í fenjun-
um“.
Samuel B. Griffith var yfir-
maður foringjaráðs landgöngu-
sveita Bandaríkjaflotans á Norð-
ur-Atlantshafi árin 1951—1952
og hann er nú starfandi við rann
sóknir í Hooverstofnuninni við
Stanforth-háskóla. Griffith hers-
höfðingi var sæmdur nafnbót-
inni heiðursdoktor við háskól-
ann í Oxford, fyrir ritgerð um
Kína hemaðarsögulegs efnis og
hann hefur þýtt bækling, sem
Mao tse Tung skrifaði á sínum
tíma um skæruhernað. Griffith
á sæti í nefnd fyrrverandi fiers-
höfðingja, sem hafa með sér
samtök í þágu friðar í Víetnam,
tn samtökin nefnast „Business
Exedutive Move for peace in
Víetnam". I nefndinni eiga sæti
með Griffith eftirtaldir hershöfð
ingjar, David M. Shoup, fyrr-
verandi yfirmaöur landgönguliðs
flotans, og hershöfðingjar og
flotadeildarforingjar: Arbold E.
True, William Wallace Ford og
Robert L. Hughes.
Griffith kvað það skoðun sína,
að þvi aðeins gætu Bandaríkin
sigrað í styrjöldinni, að þau
sendu miklu meira lið þangað.
„Ég sagði fyrir fimm misserum,
að við yrðum að senda þangað
hálfa milljón manna, en nú em
þeir orðnir fleiri — og það þyrfti
aö senda miklu fleifi — en það
er ekki þess virði... stefna okk-
ar í Víetnam hefir verið „90%
hemaðarleg“,“ sagði hann, „en
ég tel, aö hún ætti að vera 70%
stjómmálaleg og 30% hemaöar-
leg“.
Og hann bætti við:
„Ég gæti trúað, að leiðtogar
Kína vildu hafa okkur þarna
sem lengst, því að, þvi lengúr,
sem við erum þama, því pieira
veikjast stjórnmálaleg áhrif okk-
ar í heiminum".
1 fyrrgreindum samtökum,
sem kaupsýslumenn standa og
að, eins og nafniö bendir til, em
menn úr báðum stjómmála-
flokkum Iandsins.
Dean Rusk
svarar van Thieu
iz Dean Rusk utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði í fyrradag,
að Bandaríkjastjórn mundi ekki
taka neinar ákvarðanir um sam-
komulagsumleitanir við stjórn
N-Vietnam, fyrr en átt hefðu
sér stað rækilegar viðræður við
stjórn Suður-Víetnam og ríkis-
stjómir annarra landa, sem hafa
sent lið til baráttunnar gegn Vi-
etcong og Norður-Víetnam ...
Dean Rusk var með þessu að
svara gagnrýni van Thieu, for-
seta Suður-Víetnam á hendur
Bandarikjastjóm og þeim, sem
hann taldi vera að reyna að ná
úr höndum Suður-Víetnam-
stjómar frumkvæöinu til samn-
ingaumleitana við N.-V. Rusk
sagði, að það mundi taka nokk-
urn tíma, „að athuga seinasta
tilboð stjórnarinnar i Hanoi, um
að setjast að samningaborði, ef
Bandaríkin hættu loftárásum á
landið".
Laos-hersveitir
hraktar frá Nam Bac
Norður-Víetnamar og Víet-
cong hafa hrakið á brott sam-
bandshersveitir stjórnarinnar í
Laos. Hersveitir stjórnafinnar i
Laos hafa hörfað af Nam Bac
varnarsvæðinu, sem er um 130
km norður af Luang Prabang,
höfuðborginni. — Stjórnin hafði
þama um 3000 manna lið. Liðið
hörfaöi er 4 norður-víetnamskar
flugvélar komu til árása. Tvær
voru skotnar niður. — Um varn •
arsvæðið liggja hentugar leiöir
fyrir Norður-Víetnama til liðs-
og birgðaflutninga til Suður-Víet
nam. •
Vildu Kínverjar
Tító feigan?
★ NTB-frétt frá Pnompenh í
Kambódíu í gær segir, að gripið
hafi verið til víðtækra öryggis-
ráðstafana vegna komu Títós for
seta Júgóslavíu, en hann er vænt
anlegur í dag, miðvikudag, hon-
um til vemdar, ef gerö yröi til-
raun til að ráöa hann af dögum.
Þúsundir hermanna og lögreglu-
manna verða á verði. Samtimis
hefir verið efnt til mikilla hátíða
halda. Sagt er, að komizt hafi
upp um kínverskt samsæri til
að ráða Tító af dögum.