Vísir - 06.02.1968, Page 16
VISIR
Þriðjudagur 6. febrúar 1968.
íí
VIÐ ERUM EKKIISKAPI TIL
ÞESS AD BROSA "
s’ógðu sumarbústaðaeigendur við Lógberg — 6 piltar valdir að
spjóllunum — handteknir i gærkvóldi
rriftin hafði fyllt stofugólfið af
snjó eins og gjörla má sjá á
þessari mynd.
□ Eigendur sumarbústaða
við Lögberg unnu að því um
helgina að moka snjó út úr
bústöðum sínum og negla
kyrfilega fyrir glugga. Rúður
höfðu verið brotnar í sjö eða
átta bústöðum og fleiri spjöll
unnin á þeim. Fyllti suma bú-
staðina gjörsamlega af snjó
í hríðarveðrinu um helgina og
eru þeir stórskemmdir Einn
bústaðanna var brenndur til
ösku.
Við erum ekki í skapi til þess
að brosa, sagði Magnús Davíðs-
son, einn sumarbústaðaeigend-
anna, við ljósmyndara Vísis,
þegar hann ætlaði að taka mynd
af honum við bústað sinn. Hús-
ið var illa leikið, snjór hafði
komizt inn um brotna glugga og
fyllt stofuna. Húsgögn og aðrir
munir, sem þar voru inni, voru
á kafi og unnu tveir menn að því
mestan partinn í gær að moka
út og byrgja glugga.
Víða lágu lauslegir munir úti
fyrir bústöðunum, katlar og
könnur. En sums staðar var bú-
ið að negla fyrir hverja smugu.
Skemmdarvargamir hafa nú
náðst. Reyndust þama vera að
verki sex piltar á aldrinum 12—
15 ára, allir úr Reykjavík. Hafði
lögreglan í Kópavogi hendur 1
hári þeirra í gær. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar ligg-
ur fyrir játning frá piltunum um
verknaðinn, en ekki er enn full
sannað hvern þátt hver þeirra
um sig á í skemmdarverkunum,
sem framin voru aöfaranótt laug
ardagsins.
Verulegur samdráttur
Verulegur samdráttur varð I
bílainnflutningi á nýliðnu ári mið-
að við árið áður, 1966. Alls voru
fluttlr inn 4465 bílar fyrir 355
milljónir króna (cif-verð), en árið
1966 voru fluttar inn 5558 bifreið
ir fyrir 458 miiljónir króna. Sam
dráttur
í
bílainnflutningnum
hefur því orðið tæp 20% á milli!
ára. j
Bílainnflutningurinn í fyrra hefur ;
ekki gert mikið meir en aö endur- j
nýja þær bifreiðir sem verður að, Það virðist vera alleftirsótt starf
afskrifa á hverju ári. I að vera leigubifreiðarstjóri. Um
Þeir unnu að því að moka út og byrgja glugga mestan hluta dagsins í gær. — Eigandinn,
Magnús Davíðsson, er fjær.
130 umsóknir um leyfí
til leiuuuksturs hjá Frumu
Dunskir leikurur skúluðu
fyrir Brynjólfí
□ Félag íslenzkra leikara
hélt í gærkvöldi samsæti
fyrir Brynjólf Jóhannesson
leikara, en hann varð sjötug-
ur á síðasta ári, en sökum
anna og ýmissa annarra or-
saka hefur ekki verið hægt
að halda samsætið fyrr.
Mikill mannfjöldi var í sam-
sætinu, sem haldið var í Þjóö-
ieikhússkjallaranum. Engar sýn-
ingar voru í leikhúsunum og
voru því að heita má allir leikar
ar borgarinnar svo og starfsfólk
leikhúsanna og aðrir gestir, þar
samankomnir. Margar ræður
voru haldnar, m. a. fluttu þeir
ræðu Gylfi f>. Gíslason mennta-
málaráðherra, Vilhjálmur f>.
Gíslason fyrrv. útvarpsstjóri svo
og fjölda margir af starfsbræðr
um Brynjólfs. Sungnar voru vís-
ur, sem ortar höfðu verið í til-
efni hófsins, og lesin allmörg
og skemmtiieg skeyti til Brynj-
ólfs undirrituð af ýmsum þeim
persónum, sem Brynjólfur hef-
ur gætt Hfi á leiksviðinu. Þá
var spiluð segulbandsspóla, sem
borizt hafði frá Kaupmanna-
höfn, þar sem danskir leikarar
sendu Brynjólfi kveðjur, skál-
uðu og hrópuðu húrra, og gestir
Þjóðleikhússkjallarans tóku und-
ir. Félag ísl. leikritahöfunda
sæmdi Brynjólf heiðursmerki fé-
lagsins, svo og Félag fslenzkra
leikara og að lokum var stiginn
dans.
þessar mundir liggja frammi um
130 umsóknir um leyfi til leigu
aksturs hiá Frama — stéttarfélagi
atvinnubifrelðastjóra.
Eldur í
radíóbúð
I gær um sjöleytiö kom upp
eldur i kjallara hússins að Klappar
stíg 26, en þar hefur Radíóbúðin
aðsetur.
Starfsmaöur verzlunarinnar
skýrði blaðinu frá því, að eldurinn
hefði kviknað í rafmagnstöflu, en
slökkviliðið hefði þegar komið á
vettvang og stöðvað útbreiðslu elds
ins.
Skemmdir urðií engar á vörum
verzlunarinnar, svo að ekki er
brunaútsölu að vænta hjá Radíó-
búðinni á næstunni.
Tollur á mutvælum stórlækku
— 160 milljón kr. tollalækkun — 100 milljón
útgjöldum — 10°/o hækkun á
í gær lagði Magnús Jóns-
son fjármálaráðherra fyrir
\lþingi frumvarp um breyt
ingu á lögum um tollskrá.
Er í því gert ráð fyrir 159
milljón króna tollalækkun.
Ráðherra sagöi, er hann fylgdi
frumvarpinu úr hlaði að upphaf-
lega hefði verið gert ráð fyrir
talsvert meiri tollalækkunum, eða
um 270 milljón króna lækkun.
Aðstoðin við sjávarútveginn hef-
ur numið 320 milljónum króna
alls og kvað ráðherra enn vanta 50
kr. sparnaður á rikis-
áfengi
milljónir til aðstoðar sjávarútveg-
inum.
Fjármálaráöherra sagði ennfrem
ur að sá tekiumissir, sem ríkissjóð
ur yrði fyrir vegna tollalækkun-
arinnar vrði unninn upp með 100
milljón króna lækkun útgjalda og
50 milljónum króna. sem rynnu
til ríkissjóðs vegna 10% hækkun-
ar áfengis og tóbaks, en gert er
ráð fyrir heimild til slíkrar hækk
unar í frumvarpinu.
Lækkun tolla er fyrst og fremst
miðuð við nauðsynjavörur að því
er ráðherra sagði í greinargerö
sinni Hins vegar væri ekki um
lækkun á tollum til iðnaðarins,
nema á fullunnum iðnaðarvörum
og kæmi þá jafnframt til tolla-
lækkun á hráefni til sams konar
íslenzks iðnaðar.
Framhald á bls. 10.
Nú munu vera í gildi um 660
slík leyfi. svo að ef öllum um-
sóknunum verður sinnt þýðir það,
aö um 800 manns hafi leiguaksturs
leyfi. En á skrifstofu Frama vildu
menn ekkert segja um hvenær
næst veröa gefin út leyfi ellegar
hversu mörg þau verða.
Blóðsöfnun
hjá stúdent-
um í Háskól-
anum í dag
□ Stúdentaráð Háskóla ís-
lands og Rauði kross íslands
gangast fyrir söfnun blóðgjafa
hjá háskólastúdentum í dag. —
Tekið verður á móti blóðgjöfum
í norðurálmu kiallara Háskól-
ans frá kl. 9 árdegis til kl 16:30
síðdegis.
Það þarf varla að taka fram
að vonazt er til að stúdentar
bregðist vel viö tilmælum söfn-
unarinnar. Um leið og blóðgjöf
getur orðið til þess að bjarga
sjúkum og slösuðum, veitir
skrásetning og flokkun blóðgjaf
arinnar ómetanlegt öryggi fyrir
*iann sem gefur.
Skorað er á alla að fjölmenna
i dag.