Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 1
sem fcouð 700 jbús. kr. í farm Harts Sif
„Þú getur sagt þeim, að björg
unarleiðangurinn fyrir Rifi sé í
fullum gangi. Nú get ég hlegið
að þeim, seni kölluðu mig ævin-
týramann.“
Þannig komst Einar M. Jó-
hannesson að orði, þegar Vísir
hafði talsamband við hann í
gærkvöldi, þar sem hann var
staddur um borð í m/b Glað
við að bjarga síldarmjölsfarm-
inum úr danska skipinu Hans
Sif, sem strandaði undan Rifi á
Melrakkasléttu á dögunum.
Engir aðrir en skipverjar á
Þór höfðu komið um borð í hið
strandaða skip, unz björgunar-
leiðangurinn frá Húsavík kom
á vettvang kl. 10 í morgun.
Sjóvátryggingarfélag islands aug
lýsti farminn til söiu í núverandi
ástandi og þrjú tilboð bárust. Hæst
var tilboð Einars M. Jóhannesson-
ar, 100 þúsund kr., en farmurinn
allur er 800 tonn. Talið var áð
megnið af honum væri ónýtt, þótt
eitthvað kynni að vera heilt í mið-
lest skipsins.
Um tvöleytið í dag höfðu björg-
unarmenn náð um 10 tonnum úr
r;kininu. Veður var gott og að-
staðan hin bezta. Liðsauki var þá
sóttur til Raufarhafnar og 45 tonna
bátur.
Stanzlaus löndun
loðnu í Eyjurn
- Sjá bls. W -
Ekki tókst þó að ná talstöðvar
sambandi við Einar, fyrr en í gær-
kvöidi, en þá var búið að ná 39
tonnum úr skipinu.
„Hvernig gengur björgunin, Ein
ar?“
„Það má segja ,að hún gangi vel.
Við höfum unnið af fullum krafti
J»4- 10. síða.
Samkomulag um vísitölubætur á laun náðist ekki á fundi fulltrúa vinnuveitenda og ASl í gær og
má þvi búast við allsherjarverkföllum 4. marz.
Gagngerar breytingar á sveitar-
félögum um allt land væntánlegar
Haldnir hafa verið fundir með 50 sveitar-
fél'ógum með sameiningu fyrir augum
Mjög róttækar breytingar á sveitarfélögum viða um land
eru nú í undirbúningi, en þær eru fólgnar í því, að sameina
mjög marga hreppa og stækka sve'tarfélögin til muna. Árið
1966 var skipuð nefnd til að annast undirbúning og fram-
kvæmd þessa máls og er formaður herilftr Hjálmar Vilhjálms-
son, ráðuneytisstjóri. Aðrir í nefnd þessari eru: Bjarni Þórð-
arson, Neskaupstað, Unnar Stefánsson, Reykjavík, Daníel
Ágústínusson, Akranesi, Jón Árnason, Akranesi, Ásgei? Pét-
ursson, Borgarnesi, Jónas Guðmundsson og Páll Líndal,
Reykjavík og Jón Eiríksson Skeiöahreppi.
Var kosin 3ja manna fram-
kvæmdanefnd, og send bréf til
allra sýslumanna landsins, og
þeir beðnir að iáta í té álit sitt
á málinu. Lögðu langflestir
þeirra til að sveitarfélög yrðu
stækkuð og aö róttækar sam-
einingar færu fram.
Árið 1967 var byrjaö að haldá
fundi um málið meö sveitar-
stjórnum þeirra hreppa og kaup
túna, sem til greina þótti koma
að sameina. Hafa nú verið haldn
ir fundir með um 50 sveitar- og
bæjarstjórnum, þar sem ákveð-
ið hefur verið að láta fara fram
athugun á sameiningu.
Eftir því sem Unnar Stefáns-
son sagði blaðinu í gær, hafa
m.a. verið haldnir fundir meö
sveitarstjórnum í Mosfellssveit,
Kjalarnesi og Kjós, einnig hafa
verið haldnir fundir með sam-
einingu Eskifjaröar og Reyðar-
fjarðar fyrir augum, en gert er
ráð fyrir að borin verði fram til-
laga á alþingi um að þar fari
fram breytingar á hreppamörk-
um í stað sameiningar.
Fundir hafa verið haldnir
þar sem ákveöið var að taka til
athugunar sameiningu Keflavík-
ur og Njarðvíkur, sameiningu
Isafjarðarkaupstaðar og Hnífs-
dals, sameiningu' hreppa í Eyja
firði og innan skamms er vænt-
anleg ákvörðun um sameiningu
Húsavíkur og Flateyjar.
í sumum tilfellum verður
framkvæmd sameiningarinnar
að bíöa til næstu kosninga, þar
sem óhjákvæmilegt er að nýjar
sveitarstjórnarkösningar fari
fram. Einnig er í athugun að
sums staðar veröi kosið um nýj-
ar sveitar- eða bæjarstjórnir
um leið og væntanlegar forseta-
kosningar fara fram i sumar.
— Nú get ég hlegið — sagði Einar Jóhannesson
ISIR
S8. árg. - Laugardagur 24. febrúar 1968. - 47. tbl.
VILJA MENN KEFLAVÍKUR-
SJÓNVARPIÐ?
Hvað finnst yður? VÍSIR
lagði svipaða spurningu fyrir
180 manns í Reykjavík og
nágrenni.
Á að leyfa sendingar Kefla
víkursjónvarpsins? í VÍSI á
mánudaginn kemur f ljós
vilji þeirra, sem spurðir voru
í skoðanakönnun VÍSIS.
Vilja menn geta valið um
UTLIT FYRIR ALLSHERJAR VERK-
FALL 4. MARZ
aðrar stöðvar en íslenzku
stöðina? Það kemur í Ijós á
mánudaginn, því að þá eru
birtar niðurstöður úr skoðana
könnun VÍSIS, sem gerð var
í Reykjavík og nágrenni.
Hlversu margir voru mót-
fallnir takmörkun sjónvarps-
ins?
Hvað margir með? Niður-
stöðurnar birtast í Vísi á
mánudaginn.
Á AÐ AFLÉTTA TAKMÖRK-
UN KEFLAVÍKURSJÓN-
VARPSINS?
— sögðu Björgvin Sigurðsson, framkvstj. Vinnu-
veitendasambandsins og Hannibal Valdi-
marsson, forseti ASI
AHt útlit er nú fyrir, að til allsherjarverkfalla komi 4. marz
n. k. en á fundi, sem fulltrúar atvinnurekenda og undirnefnd 18
manna nefndar Alþýðusambands íslands héldu með sér í gær
skýrðu fulltrúar atvinnurekenda frá því, að þeir gætu ekki orðið
við ósk verkalýðsfélaganna um að greiða vísitölubætur á Iaun
eins og nú er ástatt í atvinnu- og efnahagsmálum. — Samnings-
aðilarnir urðu ásáttir um að halda viðræðunum áfram og reyna
að finna lausn á þeim vanda, sem að steðjar. Næsti fundur
verður haldinn á mánudaginn kl. 2.
Verkfallsboðanlr fóru að berast
til Vinnuveitendasambands Islands
í gær, en frestur til að boða verk-
föll ,sem eiga að hefjast mánu-
daginn 4. marz, rennur út á há-
degi í dag. Fjöldi verkfallsboðana
hafði borizt í gærkvöldi m. a. frá
Dagsbrún, Hlíf í Hafnarfirði, Ein-
ingu á Akureyri, Þór á Selfossi,
Trésmiðafélagi Reykjavíkur, Félagi
bifvélavirkja og fiölmörgum öðr-
um. Búizt er við að fiest aðildar-
Þeir kölluðu mig
ævintýramann
félög Alþýðusambands íslands hafi
boðað verkföll fyrir hádegi í dag.
Vísir hafði tal af Björgvin Sig-
urðssyni, framkvæmdastjóra Vinnu
veitendasambands I’slands og Hanni
bal Valdimarssyni, forseta Alþýðu-
sambands Islands. — Þeir voru
báðir á einu máli um, að nú væri
ekkert útlit fyrir annað, en að til
allsl<erjarverkfalla komi 4. marz.
— Það kom fram hjá öllum full-
trúum vinnuveitenda á fundinum,
að við treystum okkur ekki til að
ganga að kröfum verkalýðsfélag-
anna um vísitölubætur á kaup eins
og nú er ástatt, sagöi Björgvin. —
Við viljum þó halda áfram að
ræða þessi mál við samninganefnd
ASÍ, því að þó að engin lausn
virðist sjáanleg, þá er aldrei að
vita hvað gerzt getur á þessari1
rúmu viku, sem er til stefnu.
Hannibal sagði, að fulltrúar at-
vinnurekenda hefðu farið fram á,
að verkalýðsfélögin frestuðu öll-
um frekari aðgerðum um sinn og
biðu eftir því að sjá hvernig úr
rættist í fnahagsmálunum. Við
þeirri ósk hefðu fulltrúar ASÍ
ekki getað orðið. — Það er því
ekki útlit fvrir annað, en til verk-
falla komi 4. marz, sagði Hannibal,
þó reynt yrði að komast að ein-
hverri niðurstöðu fyrir þann tíma.
Félög verzlunar- og skrifstofu-
fólks hófu samningsfund með full-
trúum atvinnurekenda kl. 10 í
morgun. Var enn óvíst hvort verzl
unarmenn boðuðu verkfall á næst
unni til að fylgja eftir kröfum sín-
um um fullar vísitölubætur á laun.
Vinnuslys
v/ð Búrfell
Það slys vildi til austur við Búr-
fellsvirkjun í fyrradag, að mað-
ur, sem vann við færiband í steypu-
stöðinni þar, festist í færibandinu
og meiddist illa á hendi. Þar á
staðnum er ávallt hafður sjúkra-
bill til taks og var maðurinn sem
heitir Jens Karlsson, fluttur strax
til Reykjavíkur og lagður inn á
Landspítalann. Kom i ljós, að hann
hafði sloppið við beinbrot, en hend-
in var þó illa farin. Líðan hans
er nú sæmileg eftir atvikum.