Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 2
2 wwWMwwawwwww íft&ífíí V1SIR . Laugardagur 24. febrúar 1968. Vinsælda- listinn 1 THE MÍGHTY QUINN Manfred Mann 2 EVERLASTING LOVE Love Affair 3 BEND ME SHAPE ME Amen Corner 4 AM I THAT EASY TO FORGET Engelbert Humperdinck 5 SHE WEARS MY RING Solomon King 6 JUDY IN DISGUISE John Fred And His Plavboy Band. 7 SUDDENLY YOU LOVE ME Tremeloes 8 GIMME LITTLE SIGN Brenton Wood 9 PICTURES OF MATCHSTICK MEN Status Quo l 10 FIRE BRIGADE Move 11 I CAN TAKE OR LEAVE YOUR LOVING Herman’s Hermits 12 DARLIN’ Beach Boys 13 WORDS Bee Gees 14 BALLAD OF BONNIE AND CLYDE George Fame 15 EVERYTHING I AM Plastic Penny 16 DON’T STOP THE CARNIVAL Alan Price 17 DAYDREAM BELIEVER Monkees 18 BACK ON MY FEET AGAIN Foundations 19 NIGHTS IN WHITE SATIN Moody Blus 20 I’M COMING HOME Tom Jones 21 ANNIVERSARY WALTZ Anita Harris 22 ROSIE Dan Partridge 23 GREEN TAMBOURINE Lemon Pipers 24 TIN SOLDIER Small Faces 25 MAGICAL MYSTERY TOUR Beatles Aðalbjörg Jakobsdóttir fer með hlutverk Pollí Peachum „BETLARAÓPERAN“ sýnd í Þjóðleikhúsinu á vegum Menntaskólans í Reykjavík Atli Heimir Sveinsson, tónskáld Erlingur Gíslason, leikstjóri Grímur Þ. Vaidimarsson leikur Lockit fangelsisvörð Enn einu sinni býður. leik- nefnd Menntaskólans í Reykja vík viö Lækjargötu til ,Herra- nætur. Aö þessu sinni hefur orð iö fyrir valinu söngleikurinn „Betlaraóperan” eftir John Gay 1 þýöingu Sverris Hólmarsson- ar, en söngtextana þýddi Böðvar Guðmundsson. „Betlaraóperan" hefur' verið sýnd víös vegar b Evrópu og' notið frábærra vinsælda. Höf- undurinn, John Gay, fæddist ár iö 1685 og lézt áriö 1732. Betl- araóperan" er án efa þekktasta verk Gay’s. Er hún var flutt á sviði árið 1728, vakti hún verð- skuldaða athygli og hlaut mikiö lof gagnrýnenda. Meöan Gay liföi, og um þaö leýti, varnokkur vakning á bókmenntum heims- ins. Aukið stjórnmálalegt frjáls- ræði var þá að ryðja sér til rúms, en því fylgja oftast nýir tímar i bókmenntum. í „Betlara óperunni" kemur fram glögg- skyggnt raunsæi og hæðni, sem felst í lifandi skopstælingu á samfélaginu. John Gay gat ekki sáfetzt viö anda sins tíma. Þegar „Betlaraóperan" var frumflutt, urðu sýnin'gar 63, sem var mjög fátítt á þeim tíma. Ekki verða sýningar Herranæt- ur svo margar, en eigi að síður er ástæða til að ætla, að leikn- um verði vel tekið. Verkefni Herranætur eru nú orðin ærið mörg, eða fjörutíu og fjögur. Sýningar hafa verið næstum stanzlausar frá árinu 1922 — aðeins tvö leikár hafa fallið niður. Erlingur Gíslason hefur tekiö leikstjórnina að sér að þessu sinni, og hefur honum tekizt vel til. Atli Heimir Sveinsson hefur tekið saman tónlistina, út sett hana og æft, og hefur hon um tekizt það mjög vel, enda er hér enginn viðvaningur á ferð. Aðalhlutverkið leikur Hilmar Hansson, en hann fer með hlut- verk Peachums svikahrapps, önnúr veigamikil hlutverk fara þau með Grímur Þór Valdimars- son, Guðmundur Einarsson, Stefán Thors, Sjöfn Magnúsdótt ir, Aðalbjörg Jakobsdóttir, Guð- rún Pétursdóttir og Sigríður Egilsdóttir. Alls koma fram tutt ugu og *sjö leikarar. Sigríður Egilsdóttir, leikur Lúsí Lockit Hilmar Hansson leikur Peachum svikahrapp Guðmundur Einarsson fer með hlutverk Macheath kafteins og stigamanns Guðrún Pétursdóttir leikur Diana Trapes Sjöfn Magnúsdóttir, sem leikur frú Peachum Stefán Thors ieikur Filch, upprennandi skúrk Einar Magnússon rektor Núverandi rektor við Mennta skólann er Einar Magnússon, Árnesingur, fæddur á Miðfelli í Hrunamannahreppi 17. marz 1900. Einar mun snemma hafa verið ólatur við það, sem fyrir hann var lagt. Hann skar sig úr á námsárunum, var dúx og las 5. og 6. bekk á einum vetri Kennslustörf við Menntaskól- ann hóf hann þegar árið 1922, en lagði jafnframt stund á guð- fræðinám, sem hann lauk 1925. Auk menntaskólakennslunnar var hann stundakennari við,; . aðra skóla langa hríð og bjó unglinga jafnframt undir inn- tökupróf í M. R. Atorka hans á kennslusviðinu varð lands- fræg og eru líkur til að enginn íslendingur hafi átt fleiri nem- endur en hann. Rektor Mennta skólans varð Einar árið 1965. Einar Magnússon hefur gefið út ýmsar kennslubækur, og auk þess ritað fjölda greina í blöð og tfmarit. „Einar er víðsýnn og hrein- skiptinn. skapfastur og afkasta mikill, drengur góður. Hefur glöggan skilning á því, að lífið verði ekki lært af bókum einum saman, og eigi þarf síður sið- ferðislega kjölfestu en gott sjó kort á lífssiglingunni.‘‘ Þannig er Einari lýst og vil ég eindregið taka undir það. Kvæntur er Einar Rósu Guð- mundsdóttur. , f/f V‘ •. f ■■ ff" -r> TÁNINGA- SÍÐAN r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.