Vísir - 24.02.1968, Blaðsíða 12
72
VISIR . Laugardagur 24. febrúar 1968.
En brosið hvarf af andliti höfuðs
mannsins, þegar honum varð lit-
ið á tíunda leiðangursmanninn,
James Grenier loftskeytamann. Það
voru ekki liðnir nema sex mánuö-
ir síðan Grenier hafði unnið við
hænsnabú foreldra sinna uppi í
sveit í Nýju Mexikó. Hann var
sveitamaður enn í húö og hári —
Greindur og góðlegur náungi, sam-
vizkusamur og ólatur, og skilríki
hans sönnuðu, aö hann var mjög
fær loftskeytamaður og vel að sér
í öllu, sem viö kom radiotækni.
En sjóliði var hann ekki í fyllstu
merkingu þess orðs, og enn síður
að hann ætti heima í hópi harösnú-
inna landgönguliða. í rauninni var
það því furðulegt, að honum' skyldi
falið svo ábyrgðarmikið starf í þess
um hættulega og þýðingarmikla
ieiðangri, enda bar annað til. Loft-
skeytamaðurinn, sem upphaflega
varð fyrir valinu, hafði veikzt af
botnlangabólgu á síðustu stundu.
Grenier var þá eini loftskeytamað-
urinn þar í stöðvunum, sem unnt
var að grípa til eins og á stóð.
Óheppni, hugsaði Davis höfuös-
maður — og ekki síður fyrir Gren-
ier sjálfan- en leiðangurinn. Það
voru ill örlög fyrir nýliða að vera
sendur 1 njósnaleiðangur, inn á yf-
irráðasvæði fjandmannanna.
Og Grenier var einmitt að brjóta
heilann um það sama, þótt höf-
uösmanninum væri að sjálfsögðu
ókunnugt um það.
En nú var öllum heilabrotum
leiðangursmanna lokið í bili. Flug-
maðurinn stöðvaði hreyfla vélarinn
ar. Það fóru eins og krampakippir
um skrokk hennar, þegar hún tók
sjó, en innan skamms var allur
skriður af henni. Hún vaggaöi leti-
lega á öldunum eins og feit æðar-
kolla.
„Þá er þessum áfanga lokið“,
sagði Grenier og geröi sér upp
kæruleysi ,en fór allur hjá sér,
þegar hann fann að þeir Iitu á
hann hinir, með vanþóknun, að
honum fannst.
Munnlegra fyrirskipana var ekki
þörf. Þeir vissu hver um sig hvað
bar að gera. höfðu iært sérhvert
handarvik og viðbragð utanaö fyr-
ir síendurtekna þjálfun. Þeir
renndu fingurgómum yfir útbúnaö
sinn. Kaðalhankirnar, sem fest var
við skotfærabeltið ásamt hnífun-
um og handsprengjunum. Allir
voru þeir vopnaðir þungum marg-
hleypum í fetahylki, og riffli og
hrfðskotabyssu aö auki. Hjálmur-
inn var málaður grænflekkóttur
eins og klæðnaður þeirra, svo þeir
RYDVÖRN Á E3FREIÐINA
Þér veljið efnin, vönduð vinna.
Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00
Gufuþvottui, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00
Ryövörn undirvagn og botn. Dinetrol kr. 900.00
Ryðvörn undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00
Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00
Ryðvörn undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00
Alryðvöm. Tectyl utan og innan kr 3500.00
Ryðvarnarstö&in Spitalasfig 6
FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA.
ÓDÝR 0C GÓÐ ÞJÓNUSTA
væru sem samlitastir frumskóg-
inum.
Wartell opnaði dyrnar á hlið flug-
vélarinnar og varþaði tveim ' gúm-
bátum fyrir borð. Corey varö lit-
ið þangaö, sem Grenier stóð. „At-
hugaðu að talstöðvarumbúnaðurinn
sé vatnsþéttur“, sagði hann. „Brim
ið getur gert lendinguna dálítið við
sjárverða.“
Grenier reyndi að bregða á gam
an til aö levna kvíða sínum, „Hafðu
ekki neinar áhyggjur af því, undir
foringi. Ég er því vanastur að
handleika brotthætt egg“, sagöi
hann.
Corey hvessti á hann augun, og
sennilega hefði tilsvar hans orðið
miður notalegt, en nú stóð Davis
höfuðsmaður við hlið honum, og
hann þagði við. Davis strauk kjálk-
ana og staröi köldum, stálgráum
augunum út í myrkrið.
„Ég verö í fyrri bátnum, Steve“,
sagði hann. „Þið komið svo á eftir
og hafið bilið á milli bátanna sem
næst 25 metrum. Við tengjum bát
ana saman til vonar og vara með
dráttartaug, og bilið verður að
vera það langt, að hún sé alltaf
vel strengd. Ég þarf ekki aö
minna ykkur á að vera við öllu
búna og tala ekki saman nema f
ýtrustu nauðsyn. Stefnið beint á
háu trén þarna og haldiö linunni
strengdri. Við kærum okkur ekki
um neina móttökunefnd í landi...“
Corey tuldraði eitthvaö.
Davis veifaöi til flugmannsins.
„Þakka þér fyrir samfylgdina",
kallaði hann.
Flugmaðurinn glotti. „Beröu kéis
aranum kveðju mína“, kallaði
hann!
Davis höfuðsmaður lét sem hon-
um þætt fyndnin óviðeigandi eins
og á stóð. „Þessir flugglannar",
sagði hann lágt. Hann hjálpaði fjór
um. af félögum sínum um borö í
annan gúmbátinn, og fór svo sjálf
ur um borð. Og andartaki siöar
voru þeir horfnir út í náttmyrkrið.
Corey undirforingi hafði umsjón
með seinni bátnum. Grenier loft-
skeytamaður var sá fjórði f röð-
inni um borö. Svo illa tókst til, að
alda reið undir gúmbátinn og bar
hann áleiðis frá flugvélinni, þegar
hann hugðist taka stökkið og nokk
urt andartak hékk hann á annarri
hendi og með annan fótinn í flug-
vélinni, en með hinni hendinni
hélt hann senditækinu fast að
barmi sér, og reyndi með öllu
móti að halda jafnvæginu.
Corey undirforingi, sem stóð á
bak við hann inni í flugvélinni,
bölvaði heiftarlega og ekki í hljóði.
Um leið teygði hann aðra höndina
fram fvrir barm Greniers, svo að
hann náði öruggu taki á sendi-
tækinu, en með hinni tók hann í
öxl honum og kippti honum inn í
vélina aftur.
„Það er eins gott að þú gerir þér
það ljóst, klaufinn þinn“, mælti
hann hranalega, „að leiöangurinn
getur snúið til baka, þess vegna, ef
eitthvað kemur fyrir þetta sendi-
tæki, svo þaö verður óvirkt. En ég
er hræddur um, að þér yröi það
ekki auöið að koma með okkur, ef
þannig tækist til.“
Grenier fölnaði. Veltan á flug-
vélinni var nóg til þess, að hann
fann til sjóveiki. „Fyrirgefðu mér
klaufaskapinn, undirforingj". stam
aði;lfáhA.:i;Ég'’héf áldrei fyrr tek
ið þátt í landgöngu eöa njósnaleið
angri.“
Corey bölvaði enn, þegar hann
stökk um borð í gúmbátinn. Svo
te. göi hann upp hendurnar.
„Svona, réttu mér senditækið, en
farðu gætilega", sagði hann við
Grenier. Hann tók svo við tækinu
og kom því fyrir á öruggum stað
í gúmbátnum.
Grenier komst nú slysalaust um
borö, og var auðséð á honum, að
hann varð því fegnastur. Félagar
hans vöruðust að líta þangað sem
hann sat, samanhnipraöur í skutn-
um. Reyndu að láta s.em hann
væri ekki til.
Þér getið
sparað
Með þvi að gera við bilinn sjálf
ur. Rúmgóður og bjartur salur.
Verkfæri á staðnum. Aðstaða til
að þvo, bóna og ryksuga bilinn.
Nýja bílabjónustan
Hafnarbraut 17 — Kópavögi.
Simi 42530.
VERO&GiEÐI
Heilsuvernd
Síðasta námskeið vetrarins i
tauga- og vöðvaslökun ög önd-
unaræfingum fyrir konur og
karla hefst miðvikud. 28 febr.
Uppl. 1 slma 12240.
Vignir Andrésson.
Eldhúsinnrétting fyrir
5—8 rnanna fjölskyldu,
ásamt:
Stálvaski
Uppþvottavél „Blanchard"
Eldavél „Siemens"
Lofthreinsara „Xpelair"
VerS frá
kr.81900Q0
inamr
FráJfeklu
„Þarna sérðu foringi, Zana vildi heldur
brjóta krukkuna með lyfinu en drekka
það:“
„Nei, hvutti.“
„Einn hunda þinna Iapti
er dauður.“
fconwood
■■ CHEF
Frá Jfeklu