Vísir - 30.03.1968, Page 8
8
VISIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hf.
Leiöinleg fljótfæmi
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur sætt harðri
gagnrýni á opinberum vettvangi undanfarnar vikur
og mánuði. Nú síðast hafa dagblöðin skrifað fréttir
og greinar um umbúðakaup Sölumiðstöðvarinnar.
Vísir birti einfalda frétt um þau, Morgunblaðið frétt
með stuttum viðtölum við báða aðila, en Alþýðublaðið
og Þjóðviljinn gengu lengra og gagnrýndu Sölumið-
stöðina harðlega.
í flest skipti, sem Sölumiðstöðin verður fyrir slíku
aðkastij kemur fulltrúi hennar fram fyrir skjöldu með
sérkennilega skrifaðar greinar í Morgunblaðinu. Síð-
asta greinin birtist á fimmtudaginn. Þar fjölyrðir full-
trúi Sölumiðstöðvarinnar um ýmsa vonda menn, sem
hafi reynt að græða á Sölumiðstöðinni. Þeir gangi svo
langt að eiga í „dagblaðsútgáfu, sem er notuð sérstak-
lega í þeim tilgangi að skrifa niðrandi leiðaraummæli
um sjálfstæða atvinnurekendur í útgerð og fiskiðn-
aði“. Ekki fer á milli mála, að hér á fulltrúinn við Vísi.
í tilefni af þessu lét Vísir kanna alla leiðara sína
undanfarið hálft annað ár. Á þessu tímabili hefur Vís-
ir birt 21 leiðara um sjávarútveg og fiskiðnað. Aðeins
einn þessara leiðara var gagnrýni á þessu sviði. Það
var í janúar s.L, þegar Sölumiðstöðin og Sjávarafurða-
deild SÍS settu verkbann á frystihúsin og Sölumið-
stöðin setti umbúðabann á þau frystihús, sem ekki
vildu hlýða. Þessar aðgerðir gagnrýndi Vísir í leiðara
eins og önnur dagblöð á þeim tíma.
Á þessu tímabili hefur Vísir hins vegar birt nokkra
leiðara, þar sem varin eru fyrirtæki og samtök í þess-
um atvinnugreinum. Flestir af þessum tuttugu leið-
urum fjalla hins vegar um ýmis framfaramál útgerðar
og fiskiðnaðar. Vill Vísir halda því fram, að á þessu
tímabili hafi ekkert dagblað í leiðaraskrifum sínum
stuðlað jafn eindregið að framförum og velgengni í
útgerð og fiskiðnaði.
Ef fulltrúi Sölumiðstöðvarinnar væri maður, sem
almennt væri tekið mark á, mundi Vísir að sjálfsögðu
höfða mál á hendur honum fyrir ofangreind ummæli,
sem sannanlega eru tilefnislaus og raunar hrein öfug-
mæli. En grein hans dæmir sig sjálf, eins og lesendur
hennar geta séð, því að hún er greinilega skrifuð af
fljótfærni. Þess vegna er óþarfi að elta frekar ólar
við hana.
Hins vegar þarf Sölumiðstöðin að reyna að fá dreg-
ið úr greinaskrifum af þessu tagi, þar sem þau spilla
mjög málstað fyrirtækisins. Gæti ekki verið, að eitt-
hvað af þeirri andúð, sem almenningur hefur á Sölu-
miðstöðinni, stafi af öfgafullum áróðri í greinum
starfsmanna hennar?
Meðal ráðamanna Sölumiðstöðvarinnar eru vissu-
lega menn, sem ekki sætta sig við, að fyrirtæki þeirra
sé bendlað við ummæli af því tagi, sem hér um ræðir.
(
))
VI S IR . Laugardagur 30. marz 1968.
'iIWíiéhi
Listir-Bækur-Menningarmál
Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni:
Þjóðleikhúsið:
Bangsimon
Sviðsmynd úr Bangsimon. Kengúran, Jakob (Valur Vífilsson) Bangsimon (Hákon Waage)
Kanika (Jónína H. Jónsdóttir) og Uglan (Marrgrét Jóhannsdótíir).
Bamaleikrit, samið úr söguþáttum
eftir A. A. Milne af Eric Olsson
Þýðing Hulda Valtýsdóttir
Leikstjóri Baldvin Halldórsson
Tjjóðleikhúsið sýnir bamaleik-
ritið „Bangsimon“ um
þessar mundir, að sjálfsögðu
við mjög góöar undirtektir
yngstu leikhúsgesta. Þýðandi er
Hulda Valtýsdóttir, hvað ó-
bundið mál snertir, en Kristján
frá Djúpalæk hefur þýtt söngv-
ana. Leikstjóri er Baldvin Hall-
dórsson.
Svo segir £ leikskrá, að Eric
Olsson hafi fært þama í leik-
sviðsbúning efni úr sögum eftir
enskan rithöfund, A. A. Milne.
Fyrir nokkrum árum var Bangsi-
mon kær vinur íslenzkra barna
um allt land, þegar þær systur,
Helga og Hulda Valtýsdætur
fluttu sögurnc.' af honum og fé-
lögum hans í barnatímum ríkis-
útvarpsins af mikilli snilld.
Kannski þykjast elztu börnin,
sem hlustuðu á þann flutning,
upp úr því vaxin nú að fara í
Þjóðleikhúsið til að heilsa upp
á þessa gömlu kunningja sína,
og kannski eru þau þaö líka.
Leikritið er, eins og flutning-
urinn í barnatímunum var,
miðaður við yngri börnin fyrst
og fremst. Yfirleitt hefur það og
verið þannig með þau barna-
leikrit, sem hér hafa veriö flutt,
að þau hafa verið miðuð við
börn innan tólf ára aldurs.
Slíkt er að vissu leyti réttlætan-
legt; börn, sem komin eru yfir
þann aldur, eiga alltaf völ á
nokkru skemmtiefni við sitt
hæfi í skólunum, og eru jafnvel
sjálf farin að leggja þar stund
á leikstarfsemi. Samt sem áður
væri það athugandi fyrir for-
ráðamenn leikhúsanna aö leita
uppi endrum og eins leikrit,
sem líklegt væri að börn á
aldrinum 12—15 ára heföu
gaman af; það væri ekki ónýtt
að geta dregið þannig huga
þeirra, ef vel tækist, frá sumu
því skemmtiefni, sem þeim
aldursflokkum er boðið bæði í
kvikmyndahúsum og sjónvarpi.
Ekki má taka þetta sem gagn-
velja „Bangsimon“ til sýningar,
Það er í alla staði skemmtilegt
leikrit fyrir þann aldursflokk,
sem það er ætlað.
Þjóðleikhúsið virðist hafa
vandað vel til þessarar sýning-
ar, hvað alla umgerð snertir.
Birgir Engilberts hefur gert
skemmtilegar leikmyndir og
búninga, Fay Wemer sér um
dansatriðin og Carl Billich
stjórnar hljómsveit, en hann
hefur einnig annazt útsetningu
sönglaganna eftir Bruno Jubel-
sky, sem flutt eru.
Haldi einhver, að vandaminna
sé að leika fyrir börn en full-
orðna þá er það skökk ályktun.
Það er aö minnsta kosti ekki
vandalaust að klæðast gervi
einhvers dýrs frammi fyrir þeim
og haga leik sínum þannig, að
þau láti „blekkjast", ef þannig
má að orði komast. Mér kom
það ekkert á óvart, þegar ég
heyrði litla telpu segja við
mömmu sína meðan á sýning-
unni stóð: „Þetta er ekki neinn
alvöruasni, mamma ... þetta er
bara strákur, sem þykist vera
asni“. Þetta er ekki sagt til að
niðra leik þess, sem var f hlut-
verki asnans, einungis til að
benda á hve hann og aðrir á
sviðinu áttu þarna erfiðan leik.
Það leynir sér ekki, að leikstjór-
inn hefur gert sér einmitt þetta
Ijóst; leikendurnir vanda vel
flutning sinn, og undantekning-
arlítiö eiga þeir þakkir skildar
fyrir greinilegan og skýran
framburð. Valur Jóhann Vífils-
son leikur Jakob, drenginn; Há-
kon Waage Bangsimon; Þór-
hallur Sigurðsson Grísling; Jón-
ína H. Jónsdóttir Kaninku; Jón
Júlíusson Asnann; Margrét
Jóhannsdóttir Ugluna; Auður
Guömundsdóttir Kengúruna og
Halla Magnúsdóttir Kengúru-
barnið. Auk þess var þarna hóp-
ur barna og unglinga f gervi
alls konar smádýra í skóginum.
Dálítið finnst mér það vafa-
Grislingurinn (Þórhallur Sig-
urðsson) og Kengúran (Auður
Guðmundsdóttir).
undantekningarlítið mikið far
um að líkja sem mest eftir út-
varpsflutningi þeirra systra,
hvað rödd og raddbrigði snertir.
Fyrir það verður framsetningin
þeim ekki alltaf eiginleg, eins og
að líkum lætur. Hreyfingar
leikenda voru yfirleitt skemmti-
legár, einkum var grfslingurinn
sjálfum sér samkvæmur hvað
það snerti. Óþarft er að taka
það fram, að söngvamir era vel
gerðir, en þó bregður þar fyrir
orðalagi, sem börn hér skilja
varla, og unnt hefði verið að
komast hjá — t.d. þar sem rætt
er um skógarguöinn Pan. En það
er smámunasemi að vera að
minnast á slíkt.
Eflaust verður þessi leiksýn-
ing mörgu baminu kær skemmt-
un, ekki síður en flutningur
söguþáttanna í barnatímum út-
varpsins, a.f Bangsimon og fé-